Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 44

Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNB LADIÐ * + Arinbjörn Árna- son var fæddur á Neðri-Fitjum í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 16. ágúst 1904. Hann lést á Landspítalan- um 11. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans vom Árni V. Gíslason, f. 10. júní 1871, d. 26. okt. 1934, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 11. júní 1871, d. 4. febr. 1960. Systkini Arinbjörns vom: Gísli, f. 1894; Hálfdán, f. 1897; Kristín, f. 1898; Jónína, f. 1900; Sæunn, f. 1906; Guðmundur, f. 1908; og Jóhannes, f. 1911, og eru þau öll látin. Auk þess tóku Árni og Sigríður að sér tvö fósturbörn, Jóhann, f. 1919; og Álfheiði, f. 1931. Hinn 29. júlí 1933 kvæntist Arinbjörn Margréti Jónínu Karlsdóttur frá Bjargi í Miðfirði, f. 20. apríl 1893, d. 25. ágiíst 1991. Foreldr- ar hennar vora Karl Ásgeir Sigurgeirs- son, f. 2. okt. 1863, d. 8. ágúst 1958, og Ingibjörg Jóhannes- dóttir, f. 7. febr. 1870, d. 9. okt. 1937. Arinbjörn tók að sér yngri börn Margrétar frá fyrra hjónabandi, þá Gretti og Sigurgeir, en eldri börn Mar- grétar vom Anna, Karl (látinn) og Páll (látinn). Sonur Arin- björns og Margrétar er Árni, f. 8. sept. 1934, eiginkona Dóra Lydía Haraldsdóttir, f. 1. maí 1943. Þau eiga þrjú börn: Arinbjörn, f. 22. mars 1971, eiginkona Joanne Ruth Árnason, f. 19. mars 1973; Pálína, f. 29. maí 1975; og Mar- grét, f. 30. apríl 1981. Arinbjöm vann að búi foreldra sinna til 1934, en fluttist þá til Hafnarfjarðar og ári síðar til Reykjavíkur, þar sem hann stund- aði búskap á ýmsum stöðum. Einnig var hann við búskap í Borgarfirði um skeið. Árið 1942 hóf Arinbjörn störf hjá Pósti og síma í Reykjavík, og starfaði þar í 12 ár, en réðst þá til Ríkisútgáfú námsbóka og varð síðar umsjón- armaður í Melaskólanum, og vann þar til 76 ára aldurs. Arinbjöm og Margrét bjuggu lengst af á Birki- mel 6 í Reykjavík en fluttu árið 1986 að vistheimilinu Seljahlíð. titför Arinbjörns fer fram frá Fíladelfíukirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ARINBJÖRN ÁRNASON Afi var okkur systkinunum alltaf svo góður. Hann var mjög um- hyggjusamur og sýndi ætíð mikinn áhuga á öllu því sem við vorum að fást við hverju sinni og lifði sig inn í allar okkar kringumstæður. Afi hafði mikið fegurðarskyn sem A kom fram á mörgum sviðum; ber þar helst að nefna skáldskapinn sem var sérstakur hæfileiki sem honum var gefinn. Hann hafði auð- ugt ímyndunarafl og átti auðvelt með að setja hugsanir sínar á blað. Listræn hlið afa kom einnig fram í áhuga hans á tónlist og hafði hann mikla ánægju af að heyra okkur spila. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist afi vel með samtímanum og fékk sér m.a. tölvu á níræðisaldri. Hann var mjög meðvitaður um atburði líðandi > stundar og var skýr í hugsun alveg fram á það síðasta. Við eigum afa mikið að þakka, sérstaklega íyrir að biðja fyrir okk- ur og einnig vinum okkar og kunn- ingjum. Afi átti lifandi trú á Jesú Krist og einkenndist líf hans af kærleika Guðs. Við þökkum Guði fyrir afa. Jesús mælti: „Ég eru upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25.) Arinbjörn, Pálína og Margrét. Á Þorláksmessu fórum við hjónin með Helga, eins árs son okkar, í stutta heimsókn til Arinbjörns. Ar- inbjöm var þá hressari en hann hafði verið um hríð og sat í stól. Bros lék um andlit gamla mannsins og litla drengsins þegar þeir litu hvor til annars. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Arinbjörn. Ár-inbjörn var uppeldisbróðir föð- ur míns, en var þó nokkru eldri. Alltaf var mjög kært á milli þeirra. Ainnbjörn og Margrét, kona hans, voru fyrir mér sem afi og amma en afar mínir og ömmur dóu áður en ég fæddist. Við systkinin munum ætíð minnast umhyggju þeirra fyrir okk- ur. Arinbjörn var einstakur maður. Síðustu árin var líkami hans farinn að gefa sig en bjartsýni, lífsgleði og einlæg trúarfullvissa héldu honum gangandi. Ef hægt er að tala um að einhver hafi verið ungur í anda, þá á það við um hann. Dæmi um það er að hann fékk sér tölvu á gamals- aldri og skrifaði óspart á hana. Eg held að ekki séu margir sem hafa óskað eftir að fá harðan tölvudisk að gjöf á níutíu ára afmæli sínu. Reyndar komst faðir minn að því með grúski að Arinbjörn fæddist að öllum líkindum árið 1903 en ekki 1904 eins og haldið hefur verið. Því má segja að Arinbjörn hafi alltaf verið á undan samtímanum. Arinbjörn hafði unun af því að ræða við ungt fólk. Ánægjulegt var að ræða við hann um lífið, tilveruna og trúna, sem var honum svo dýr- Markmíð Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónuiega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa Islands er aöstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. Aðstoða við val á kistu og likklæðum. Undirbúa lík hins látna I kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Ðánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagníngu og útför. Legstað I kirkjugarði. Organista, sönghópa, eínsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef likbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. mæt. Þá var hann í essinu sínu og það geislaði af honum. Alveg fram undir það síðasta var hann að bi-ydda upp á leiðum til að fá fleiri til trúar á Jesú Krist. Hann var mikill bænamaður og gott var að vita af fyrirbænum hans. Við kveðjustund fyllist hugurinn af minningum, þakklæti og söknuði. Arinbjörn hafði fengið að reyna náð Drottins í lífi sínu og vissi að hinn jarðneski dauði væri ekki einhver lokapunktur heldur biði hans eilíft líf með Guði. Þökk sé Guði fyrir Arinbjörn Árnason. Guðmundur Jóhannsson. Það veldur mér bæði gleði og söknuði að Arinbjörn Árnason skuli vera látinn. Gleði vegna þess að nú fær þreyttur líkaminn hvfld eftir langa og farsæla ævi en Arinbjörn mætir frelsara sínum og Drottni, Jesú Kristi. Honum þjónaði hann í lifanda lífi og fær nú að líta hann, lifa um alla eilífð við hástól dýrðar hans. Söknuði vegna þess að með and- láti hans verða kaflaskil í tilveru minni. Næst elskulegum foreldrum mínum voru þau Arinbjörn og Mar- grét mér kærust allra allt frá frum- bernsku og vitundin um umhyggju þeirra hefur gefið mér öryggis- kennd fram á fullorðinsár. Heimili þeirra á Birkimel 6 var MdiflD oiiMflDíjflym afKDMUD JIÓIÍLÍODC MiTflUWlllT • (flff Upplýsingar í s: 551 1247 Blómastofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. oft í senn eins og félagsmiðstöð og hótel. Þangað kom venslafólk að norðan til lengri eða styttri dvalar og þangað komu safnaðarsystkini Arinbjörns og aðrir vinir til sam- ræðna um brennandi málefni eða til notalegi-ar samveru. Á Birkimelinn var gott að koma. Margrét var einstaklega vel gerð og hafði góð áhrif á aðra með ljúfu og hlýju viðmóti sínu. Guð blessi minn- ingu hennar. Arinbjörn naut þess ríkulega að hafa fólk í kringum sig. Hann var félagslyndur, mannblendinn og góð- ur liðsmaður í mörgum málum sem áhugi hans beindist að. Sem Húnvetningur lagði hann drjúgt af mörkum í Húnvetningafé- laginu og varðandi útgáfu Húnvetn- ings. Sú átthagatryggð var ein meg- inrótin sem líf Ai-inbjörns byggðist á og nærðist af. Allt fram á síðustu misseri vann hann að ritun minn- ingarþátta um atburði æsku sinnar norður á Neðri-Fitjum og þar í ná- grenninu. I þeim þáttum kemur glöggt fram hve heitt hann unni æskustöðvunum. Hinir þættirnir sem gáfu lífi Ar- inbjörns einkum rótfestu voru ætt- rækni, trúarvissa og lífsgleði. Ættin er orðin stór. Aiúnbjörn var fimmti í röð átta systkina sem nú eru öll látin, en afkomendur þeirra eru fjölmargir, gott og dug- legt fólk. Auk þessara systkina ólst faðir minn, Jóhann Benediktsson, upp hjá foreldrum þeirra, þeim Árna og Sigríði. Það var gæfa hans að þau komu á allan hátt fram við hann sem sinn eigin son og er bæði ljúft og skylt að þakka það hér. Þá ólst Álfheiður Björnsdóttir einnig upp á heimili þeirra og varð nátengd systkinahópnum. Um árabil var Arinbjörn sjálf- krafa höfuð fjölskyldunnar. Fyrir tæpum áratug kallaði hann hópinn saman til niðjamóts í minningu for- eldra sinna og tók saman niðjatal þeirra. Sjálfur bar hann hag alls frændgarðsins fyrir brjósti. Eftir- minnileg er umhyggja hans fyrir föður mínum í veikindum hans síð- ustu mánuði. Arinbjöm var einstakur gæfu- maður í fjölskyldulífinu. Hann átti einstæða eiginkonu og unni Áma, einkasyni sínum, afar heitt sem og allri fjölskyldu hans. Öll börn Mar- grétar - fósturbörn Arinbjörns - og fjölskyldur þeirra áttu líka sess í huga hans og á heimili þeirra. Fjölskylda mín naut þeirra sér- stöku forréttinda að fá árum saman að búa í skjóli þeirra heiðurshjóna. Eftir það voru tengslin skiljanlega mjög sterk. Margar bestu bernskuminningar mínar tengjast þeim hjónunum. Ar- um saman var fastur liður að fjöl- skylda mín heimsækti þau á gamlárskvöld. Ógleymanlegar eru líka ökuferðir Arinbjöms með okk- ur um landið á sumrin. Þá má nefna ævintýri á borð við heyflutninga frá Seltjarnarnesi upp á Geitháls þar sem hann hafði hesta í húsi. Og þónokkur ár átti ég eftir í bílprófs- aldurinn þegar hann leyfði mér fyrst að prófa Skódann. Að loknum uppvaxtarárum mín- um urðu samskiptin strjálli en áður. En Arinbjörn fylgdist með sínu fólki og sýndi lífi þess áhuga. Þegar ' Blóma Lnáðm öa^skom . v/ FossvogskirkjugatA j \,^Símii 554 0500 jK við Þóra vorum að draga okkur saman var einstaklega ánægjulegt að kynna hana fyrir þeim Arinbirni og Margréti. Æ síðan fann ég að hann hafði dálæti á henni. Spillti þá ekki að hún á sama afmælisdag og Margrét og er þar að auki frænka hans sjálfs. Yndislegt var að sjá að gamla myndin af börnunum okkar Þóru var alltaf á sínum stað í herberginu hans. Það fyllti mig notalegri vissu um væntumþykju hans og staðfesti fyrir mér að við sem fjölskylda nyt- um enn fyrirbæna hans sem hafa fylgt okkur gegnum árin. Alltaf var jafn uppörvandi að heyra hann segja að hann bæði fyrir okkur. Við vorum mörg sem nutum þeirra bæna. Meðvitað eða ómeðvitað átti Ar- inbjörn stóran þátt í að móta lífs- stefnu mína sem aftur leiddi til þess á hvaða vettvangi ég starfa. Hann tók mig með sér í Fríkirkjuna á vakningarsamkomur með erlendum trúboða. Með honum var ég einnig viðstaddur vígslu Fíladelfíu og ýms- ar aðrar samkomur hvítasunnu- manna. Samfylgd hans í morgun- guðsþjónustur Grensássafnaðar á páskadag voru fyrstu kynni mín af þeim söfnuði - og hefur þá sjálfsagt engum dottið í hug að ég ætti eftir að starfa þar. Það var mér mjög dýrmætt að hann gat verið við- staddur þegar ég var settur inn í embætti í Grensáskirkju fyrir rúmu ári. Arinbjörn var hvítasunnumaður og starfaði af alhug og einlægni í þeim ágæta söfnuði. En hann leit með velþóknun á allt gott, kristilegt starf; var sjálfsagt of víðsýnn að eðlisfari til að láta kenningarlegan mun valda truflun. Þannig var hann fyrst og fremst kristinn maður, kirkjumaður í bestu merkingu þess orðs. Það eitt skipti hann máli að fagnaðarerindið næði til hjarta fólks og breytti lífi þess. Sú glóð kulnaði ekki með árunum þótt hann ætti þess síður kost að sækja Fíladelfíu sem hafði verið svo stór þáttur í lífi hans um áratuga skeið. I Seljahlíð beitti hann sér m.a. fyrir fræðslustundum um ýmis atriði kristinnar trúar í góðu sam- starfi við sóknarprest Seljasafnað- ar. Nú á aðfangadag hitti ég Arin- björn í síðasta sinn. Hann var þá orðinn verulega þrekaður og kom- inn 1 hann uppgjafartónn sem ég hafði ekki heyrt áður. Samt talaði hann mest um nauðsyn þess að koma á fót biblíulestrarhópi meðal heimilisfólksins í Seljahlíð. Þannig var Arinbjörn - brenn- andi í andanum fram á síðasta dag! Lengi hafði hann verið heilsuveill og oft fárveikur en alltaf náði hann sér á strik. Lífslöngunin virtist óþrjótandi. Hann vildi ekki deyja! Ekki óttaðist hann þó afdrif sín eftir dauðann. Hann hafði laugast í blóði lambsins og átti góða heimvon. En honum þótti svo gaman að lifa! Hann fylgdist vel með, fann sér sí- fellt viðfangsefni og hafði nóg að lifa fyrir. Samt var dauði hans ekki ósigur heldur innganga til hlutdeildar í ei- lífum sigri. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ (I. Korintubr. 15:57.) Formáli minning'ar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.