Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR GUÐMUNDSSON, Hjaltabakka 8, er lést miðvikudaginn 13. janúar sl., verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóta þess. Helena Svavarsdóttir. Linda Birgisdóttir, Svan H. Trampe, Brynja Birgisdóttir, Birgir F. Birgisson, Dagmar Kristinsdóttir, Rósa G. Svavarsdóttir, Gísli Eysteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Hjartkær móðir okkar, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Feilsmúia 7, Reykjavík, áður búsett á Þúfu í Kjós, lézt miðvikudaginn 13. janúar. Útför hennar verður gerð frá Grensáskirkju á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Sveindís Eggertsdóttir Charais, Þorsteinn Veturliðason. ÁGÚSTÍNA ELÍASDÓTTIR + Ágústína Elías- dóttir fæddist í Bolungarvík 1. ág- úst 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík að kvöldi nýárs- dags. Foreldrar hennar voru Elías Þórarinn Magnús- son, formaður í Bolungarvík, f. 5. nóvember 1878, d. 7. nóvember 1923, og kona hans Jónína Sveinbjörns- dóttir, f. 26. okt. 1873, d. 26. okt. 1918. Systkini Ágústínu voru: Jón Árni, f. 26. júlí 1901, d. 24. júlí 1925, Olga, f. 13. okt. 1902, d. í aprfl 1906, Sveinbjörn, f. 25. aprfl 1905, d. 8. febr. 1925, Olga, f. 13. sept. 1906, d. 17. júlí 1997, Elías, f. 13. júlí 1909, d. 20. júlí 1909, og Jónína, f. 24. okt. 1918. Jónína, móðir Ágústínu, var áður gift Árna Helga Gunnlaugssyni, f. 19. júní 1873, d. 28. febr. 1898. Þeirra börn voru: Sveinbjörn Ejbæk, f. 1. nóv. 1895, d. 13. maí 1896, Sveinsína Guðlaug, f. 2. júlí 1897, d. 6. júlí 1897, og Árný Jóna, f. 2. júlí 1898, d. 6. maí 1988. Elías kvæntist eftir lát konu sinnar Sigríði Jens- dóttur, f. 1881, d. 1968. Þau áttu þrjár dætur: Guðmundu, f. 23. jan. 1920, Þorgerði, f. 20. maí 1922, d. 15. júlí 1922, og Þorgerði Nönnu, f. 23. maí 1923. Börn Ágústínu eru: 1) Esther Inga Guðmundsdóttir, f. 21. des. 1932, henn- ar dóttir er Hrafn- hildur Bernharðs- dóttir, gift Jóni Magnússyni, synir þeirra eru Hrafn og Atli, áður átti Hrafnildur son, Örn Kára. 2) Elías Egill Guðmunds- son, f. 30 júní 1934, hans kona er Guð- ný Sigurðardóttir, börn þeirra eru: 1) Guðlaugur Ágúst, kvæntur Guðrúnu Júlíusdóttur, dóttir Lilja Björk. 2) Kristján, kvæntur Sesselju Jónsdóttur, dætur þeirra eru Guðný og Ár- ný. 3) Erla, sambýlismaður hennar er Gunnar Hjálmars- son, börn þeirra eru Birgitta og Egill. 4) Elías Egill, ókvænt- ur. _ Hinn 10. júní 1960 giftist Ágústína Jóni Þorgeiri Jóns- syni sjómanni, f. 6. júlí 1914, d. 18. mars 1997. Þau voru barn- Iaus, en Þorgeir átti son frá fyrra hjónabandi, Óskar, sem er búsettur á Akranesi. Heimili Ágústínu og Jóns var í Reykja- vík utan tveggja ára í Hafnar- firði. _ titför Ágústínu var gerð frá Áskirkju 13. janúar. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EINAR HALLDÓRSSON frá Holti, Hrafnakletti 4, Borgarnesi, sem lést mánudaginn 11. janúar sl., verður jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju laugar- daginn 23. janúar kl. 15.00. Sætaferðir frá BSÍ kl. 13.00. Brynja Gestsdóttir, Þorgeir Einarsson, Anna Einarsdóttir, Guðmundur V. Guðsteinsson, Helga Einarsdóttir, Óskar I. Þorgrímsson, Brynjar, Írís, Soffía og Rakel. t Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐNA KRISTINSSONAR bónda, Skarði, Landsveit. Að kvöldi nýrársdags lést tengda- móðir mín hún Gústa eins og hún var ávallt kölluð. Hún var fædd í Bolungarvík og bar hún mjög sterk- ar taugar til heimahaganna og hafði gaman af að segja frá æskudögum sínum þar. Faðir hennar og Jónína móðir hennar voru mikið athafna- og dugnaðarfólk. Má þar nefna að þau fluttust frá Bolungarvík með fjögur böm sín 1910 til Vestur- heims, alla leið til Vancouver í Kanada, en voru komin aftur eftir tvö ár þar sem þeim líkaði ekki ver- an þar. Ekki voru æskuárin öll mjög björt fyrir hana Gústu mína því sex ára missti hún móður sína og þrett- án ára var hún búin að missa fóður sinn og tvo bræður. Fór hún þá í fóstur til hjónanna Kristínar og Jóns á Kvíum í Aðalvík á Jökul- fjörðum. Talaði hún alla tíð um þau hjón með mikilli virðingu og þökk fyrir hvað góð og umhyggjusöm þau hefðu verið við sig. Hún fluttist til Reykjavíkur sautján ára og hóf ýmis störf hér, en fór í sfld á sumram til Siglufjarð- ar. Síðar tók hún að sér þjónustu við stúdenta á Gamla og Nýja Garði ásamt góðri vinkonu sinni, Jónu Sigurðardóttur, og ráku þær þjón- ustuna saman í 25 ár, og margar voru þær flíkurnar sem þær höfðu stoppað, bætt og straujað á þeim tíma, og oft gerðu þær að gammi sínu og töluðu um strákana sína sem þá voru í þjónustu hjá þeim, og sumir þeirra eru fyrirmenn þjóðar- innar í dag. Kynni mín af Gústu hófust fyrir rúmum fjörutíu árum er ég giftist syni hennar Elíasi. Gústa var mikil hagleiksmanneskja við það sem hún tók sér fyrir hendur, hvort heldur var við matargerð, hannyrðir eða hvað það annað sem hún gerði. Ófá- ir eru þeir fallegu hlutirair sem hún hefur gert og liggja eftir hana. Eiga þeir eftir að ylja okkur um ókomna framtíð. Gústa var ekki allra, en ákaflega traust og vel gerð kona. Hún gat verið glettin, en hafði alltaf svör á reiðum höndum ef svo bar undir. Gústa átti tvö böm sem hún unni mjög, Esther Ingu og Elías Egil, en það var henni alla tíð mjög erfitt að þurfa að láta þau frá sér sem korna- BJÖRN MAGNÚS ARNÓRSSON Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir Kristinn Guðnason, Fjóla Runólfsdóttir, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ingvar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR JÚLÍUSSONAR, Skúlaskeiði 5, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Margrét Sigurðardóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Eyþór Guðlaugsson, Sarah Sigurðardóttir og barnabörn. + Björn Magnús Arnórsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1945. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 24. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 5. janú- ar. Bjössi, besti vinur minn, félagi og fóstur- faðir er látinn, langt fyrir aldur fram. Mig langar að minnast hans stuttlega nú í tilefni af afmælisdegi hans sem var 16. janúar. Bjössa kynntist ég fyrst þegar ég var 11 eða 12 ára, þegar ég kom heim að lokinni sumardvöl í sveit. Þama mætti ég manni, sem mér fannst taka mér sem jafningja frá fyrstu stund, En það var ékki bara ég sem Björn náði góðu sambandi við, heldur voru það öll böm í minni ætt og víðar að því er ég best veit, og þar er hans sárt saknað. Birni á ég margt að þakka, svo sem að vera góður vinur þeg- ar ég þurfti á því að halda, standa við bak mér þegar þess þurfti og veita mér góð ráð. Eg veit ekki hve margar góðar sam- verustundir við áttum saman, þær voru svo margar, á vellinum að fylgjast með Fram enda báðir Framarar, horfa á Liverpool í sjón- varpinu eða bara tala saman um allt og ekkert. Það var alltaf gaman að eiga stund með honum því það var alltaf stutt í húmorinn hjá hon- um. börn I fóstur. Alla tíð átti það eftir að marka djúp spor í sál hennar. En bæði börnin fóru í fóstur til mikilla sæmdarhjóna sem sáu um að þau hefðu samband við móður sína frá upphafí. Það má til gamans nefna að frá unga aldri voru sunnudagar alltaf fráteknir fyiár Gústu mömmu. Hinn 10. júní 1960 giftist Gústa Jóni Þorgeiri Jónssyni sjómanni, miklum ágætismanni. Þorgeir var mikill sjósóknari og gerði út hér frá Reykjavík og var heimili þeirra hér í Reykjavík fyrir utan tvö ár sem þau bjuggu í Hafnarfirði. Ótaldar eru þær ánægjustundirn- ar sem við fjölskyldan áttum með þeim, svo ekki sé talað um jóladag en hann var alltaf frátekinn fyrir Gústu og síðar fyrir þau bæði. Ekki má gleyma ferðalaginu um Evrópu sem við fórum með þeim í tilefni af 70 ára afmæli Gústu og er sú ferð perla í minningasafni okkar. Það var mikill missir fyrir Gústu þegar Þorgeir lést í mars 1997. Þá vora þau nýflutt á Hrafnistu en höfðu áður verið í þjónustuíbúðum Hrafnistu við Jökulgrann í rúm sex ár. Á þessum tíma var heilsu þeiira farið að hraka mikið, og veitti Esther dóttir hennar þeim þá mik- inn stuðning. Eftir að Gústa var orðin ein og komin á Hrafnistu var umhyggja Estherar alveg einstök. Hún heim- sótti móður sína minnst tvisvar í viku og þá alltaf í strætó ofan úr Breiðholti, og sýndi henni aðra um- hyggju og hlýju til að létta henni líf- ið og til að henni liði sem allra best. Gústu, nöfnu hennar og frænku, og Ingu dóttur Gústu þökkum við um- hyggju og hlýju við hana. En Gústa nafna hennar og frænka bjó um nokkurra missera skeið hjá þeim Gústu og Þorgeiri. Að leiðarlokum kveðja barnabörn og langömmubörn ömmu sína og þakka henni umhyggju og kærleika sem hún sýndi þeim. Gústa mín, ég kveð þig með þökk í hjarta og bið þér Guðs blessunar. Hinstu þakkir fyrir allt. Guðný Sigurðardóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stíð. Far þú í friði, ffiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma, nú era þrautir þín- ar búnar og þú hefur fengið hvfld. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvfl þú í friði. Erla, Gunnar, Birgitta og Egill. Það var gaman að fylgjast með því hvernig Björn náði alltaf góðu sambandi við öll börn, meðal ann- ars við mín börn. Sigþór sonur minn, gat ekki hugsað sér að vera annars staðar en hjá Bjössa afa á gamlárskvöld, því hann vissi að þar yrði hann með afa sínum að gera margt skemmtilegt. Mér þykir mjög sárt til þess að hugsa að Sig- þór geti ekki eytt fleiri gamlárs- kvöldum með afa sínum og ég er viss um að hann á eftir að sakna þeirra og ljónaleikjanna sem þeir fóru svo oft í saman. Eins er erfitt að sætta sig við að tvíburarnir, þær Anita og Helena, fái ekki að njóta þess að kynnast Bjössa afa betur en þær gerðu, sökum fjarlægðar milli Noregs og Islands. Ég var beðinn fyrir góðri kveðju frá Steina, Hildi og börnum, með þökk fyrir ánægjuleg kynni. Að lokum vil ég þakka vini mín- um þau forréttindi að hafa átt þess kost að fá að kynnast honum svo vel sem raun ber vitni og fyrir allar samverustundir okkar. Með sökn- uði. Þinn fóstri Gunnar Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.