Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 19.01.1999, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR „Af frjálsum vilja“ í Hindisvík Reiðfært á tæpri klukkvi- stund t Tamningaaðferðin „Af frjálsum vilja“ nýtur mikilla vinsælda og stöðugt bætast menn í þann hóp sem kynnir sér aðferðina á nám- skeiði hjá Ingimari Sveinssyni fyrrum kenn- ara á Hvanneyri. Valdimar Krístinsson kíkti inn á námskeið sem haldið var í hestamið- stöðinni Hindisvík í Mosfellsbæ um helgina. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson INGIMAR Sveinsson hyggst nú heimsælga hestamenn og kenna „Af frjálsum vilja' ÞAÐ var mikill hugur í þeim fimmmenningum sem höfðu fengið Ingimar til að halda námskeiðið og eins og allir sem sótt hafa þessi nám- ■^r-skeið voru þeir yfír sig hrifnir og undrandi á hvílíkt kraftaverk þessi aðferð væri svo notuð séu orð eins þátttakandans. Eins og venjan er á þessum námskeiðum var hver þeir með sinn hestinn og þegar blaða- mann bar að garði var Magnús Bjamarson kominn á bak glæsileg- um Kirkjubæing sem hann hafði eignast nýlega í einhverjum skipt- um. Hafði lítillega verið átt við fol- ann og hann tvisvar búinn að henda fyrri eiganda og Magnús hafði sjálf- ur farið einu sinni á bak honum og ^fengið flugferð. Sá blesótti hrekkti hnakkinn í fyrstu en síðan ekki sög- una meir og Magnús reið honum um alla skemmuna án nokkurra vand- kvæða á þriðja og síðasta degi nám- skeiðsins. Ingimar sagði þetta ár- angur af tæplega klukkustundar tamningu í heildina þessa þrjá daga. Krafsaði sig upp veggina Næsti hesturinn sem farið var á bak var svartur foli frá Hindisvík. „Alveg stjömuvitlaus í upphafi," sögðu tamningamennimir en Ingi- mar sagði hann bara svona hræddan. Þegar þeir nálguðust stíuna sem hann var hafður í byrjaði hann að krafsa sig upp eftir veggnum og verulegum vandkvæðum bundið að koma múl á hann í upphafí. í tveim- ur homum skemmunnar em litlir pallar í ríflega metershæð og stökk sá brúni upp á einn pallinn þegar verið var byrja að eiga við hann inni í skemmunni. I lokin elti sá brúni bæði Ingimar og tamningamanninn Stefán Þórisson eins og hundur um allan skemmuna. Stefán sem þarna steig sín fyrstu skref við tamningar sagðist ekki hafa verið hræddur við Líflegt á Þingeyrum Benedikt og Magnús með fjöl- breytt námskeið STARFSEMIN á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu verður lífleg í vetur eins og til stóð að yrði á síðasta ári. Þá setti hita- sóttin strik í reikninginn þar sem megnið af starfseminni féll niður. Nú hefst starfsemin 30. og 31. janúar með frumtamninganám- skeiði þar sem Magnús Lámsson mun kenna. Nemendum verður gefinn kostur á að koma með trippi með sér eða fá þau lánuð á staðnum. Framhaldsnámskeið verður haldið 27. til 28. mars þar sem nemendur komi með reiðfær hross með sér en 14. mars verður Magnús á Þingeymm og býður upp á einkatíma þar sem hann ráðleggur um þjálfun hrossa. Benedikt Þorbjömsson verður með námskeið 5. til 7. febrúar, 12. til 14. febrúar og 26. til 28. febrú- ar. Yfirskrift námskeiðanna er „Bætt samskipti - betri tamning". Verður þar bent á leiðir til að ná fram aga sem byggist á trausti og því að maðurinn hlusti á hestinn. Þá mun Benedikt kenna nýstár- legar aðferðir við vinnu í hendi sem síðar em yfirfærðar í reið- mennsku. Þá verður Benedikt með einkatíma 12. febrúar. Samtök hrossabænda verða með sölusýningu á Þingeyram 10. apríl og í vor verður boðið upp á reiðkennslu fyrir börn og ung- linga. Að síðustu er að nefna nám- skeið fyrir útlendinga 17. til 23. mars, sem er hluti af því sem kall- að er vetrarheimsókn á íslenskan hestabúgarð. Kennari verður Magnús Lámsson og verður kennt á ensku. Þá verður boðið upp á Þing- eyratölt eins og undanfarin ár þar sem keppt verður um farandbikar sem veittur er þeim sem nær bestum samanlögðum árangri í þeim þremur mótum sem boðið er upp á. SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 C . Austurver Sími 568 4240 íþróttir á Netinu ^mbl.is _ALLTXKe e/TTHV'AO HÝTT að fara á bak enda undir góðri og ör- uggri handleiðslu Ingimars. ,Adrenalínið var að sjálfsögðu á fullu en ég óttaðist aldrei þótt ég væri að fara í fyrsta skipti á bak ótömdum hesti. Ég hef verið að gutla í hesta- mennsku síðan 1991 og þá alltaf á þægum tömdum hestum. Ég átti ekki von á svo skjótum árangri þótt búið hefði verið að segja mér hversu áhrifarík þessi tamningaaðferð er. Mér sýnist tamningmenn vera að gera sömu hluti á mánuði þar sem hér hefur verið gert á þremur dög- um“ sagði Stefán hæstánægður með þá nýju kunnáttu sem hann var að afla sér. Félagar hans tóku undir all- ir sem einn og einn í hópnum, Björn Baldursson, sagðist vera búinn að vera yfir tuttugu ár í hestamennsk- unni og hann sæi ekki betur en að nú hefði hann meðtekið meiri og gang- legri þekkingu en hann hefði aflað sér í öll þessi ár. Þetta mun fyrsta námskeiðið hér á landi sem Ingimar heldur fyrir utan Hvanneyri og má segja að nú hafi þessi fræðsla hleypt heimdraganum eftir að hann hætti kennslu á Hvann- eyri og fór á eftirlaun. Venjulega eru átta þátttakendur á hverju nám- skeiði en voru nú fimm eins og áður segir. Ekki það að fleiri hefðu ekki áhuga heldur hitt að Ingimar vildi ekki hafa fleiri af því þetta var fyrsta námskeiðið við nýjar aðstæður. Verklegi hlutinn fór fram í reið- skemmunni í Hindisvík og var tæp- lega helmingur reiðvallarins skermaður af. Sagði Ingimar þetta hafa tekist með ágætum, aðstaðan prýðileg og nemendurnir áhugasam- ir. Fyrr á þessu var Ingimar pantað- ur til Danmerkur þar sem hann kenndi frændum vomm Dönum að- ferðina við góðar undirtektir. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um þessa aðferð má upplýsa að hún felst í því að vinna traust hestsins með þeim hætti að tamningamaðurinn lætur hestinn hlaupa í hring sem er um það bil 15 metrar í þvermál. Þegar hest- urinn gefur ákveðin merki með eyr- um og munni getur tamningamaður- inn farið að nálgast hestinn. Ef hest> urinn reynist ekki alveg tilbúinn rek- ur tamningamaðurinn hann áfram og bíður eftir að hesturinn gefi aftur merki og reynir þá á nýjan leik. Hest- urinn er meðhöndlaður í 15 til 20 mín- útur í hvert skipti og eftir þrjú skipti em hrossin orðin mjög hænd að manninum og elta hann án þess að sé haldið í taum. Sá brúni sem fyrr var getið um var erfiðastur þeirra fola sem teknir vora í þessum hópi. Hann var örlítið viðkvæmur en sætti sig við allt það sem gert var við hann. Ingi- mar var fljótur að leiðrétta nemand- ann ef eitthvað var ekki rétt gert og sást þá vel að folinn brást alltaf við eins og hann átti að gera. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson GALSI frá Sauðárkróki á landsmótinu á Melgerðismelum, knapi er Baldvin Ari Guðlaugsson sem á tíu prósent í hestinum. Kaupin á Galsa í uppnámi SAMTÖK hrossabænda víða um land hafa fundað undanfarna daga vegna fyrirhugaðra kaupa á stóð- hestinum Galsa. Þrátt fyrir hátt verð virðist nokkur áhugi fyrir kaupum á hestinum. Eins og staðan var í gær þá em þrenn hrossaræktarsamtök búin að samþykkja að kaupa hluti í hestinum. Dalamenn eru hættir við þátttöku í kaupunum og setur það þá hugmynd sem unnið hafði verið eftir í uppnám. Hrossaræktarsamtök Suðurlands vora ákveðin í að kaupa 21,67% í hestinum. Skagfirðingar sem vom búnir afsegja kaup em nú aftur komnir inn í myndina en nú með 10,83% eiganarhlut í stað 21,67% eins og upphaflega var talað um og Austurhúnvetningar kaupa 10,83%. Vesturhúnvetningar eru mjög tvístígandi eftir þessa ákvörð- un Dalamanna og þeir setja það skil- yrði að hlutur vegna sæðistöku verði í samræmi við eignarskipti en ekki þannig að núverandi eigandi Andre- as Trappe fái 50%. Kristinn Guðnason formaður hrossaræktarsamtaka sagði að á fundi hjá samtökunum nýlega hafi verið tryggt að 11 deildir af 19 innan samtakanna séu búnar að staðfesta þátttöku í kaupunum með því að tryggja sölu á folatollum til sex ára. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að einstaklingar geti tryggt sér eignaraðild í gegnum deildir sam- takanna. Með þessum hætti taka sjálf samtökin ekki mikla áhættu. Sjálfur kvaðst Kristinn ekki í vafa um að fengur væri í þessum hesti en hann viðurkenndi að verðið væri mjög hátt. Miklar vangaveltur hafa verið um kosti og galla Galsa á undanförnum vikum og er þar verið að togast á um annarsvegar vilja, geðslag og gang- rými og hinsvegar efasemdir um gæði töltsins og fótaburðinn. Einnig er bent á að afkvæmin veki litla at- hygli í útliti enn sem komið er hvað sem síðar kann að verða. Fjögur af- kvæmi hafa verið sýnd undan Galsa enn sem komið er en ekkert þeirra hlotið háar einkunnir enda allt fjögra vetra trippi. Tvö era rétt yfir 7,70 í aðaleinkunn en eitt þein-a með 7,63 og það fjórða með 7,29. A þessari stundu virðast áform um kaupin geta farið á hvom veginn sem er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.