Morgunblaðið - 19.01.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 53
FRÉTTIR
Rey kj avíkur deild
RKÍ heldur
kynningarfund
REYKJAVÍKURDEILD Rauða
ki'oss íslands heldur kynningar-
fund um starfsemi deildarinnar
miðvikudaginn 20. janúar nk. kl.
20 á Hverfisgötu 105. Þar verður
starfsemin kynnt og umræður
verða um ný verkefni deildarinnar.
Reykjavíkurdeildin er stærsta
deild Rauða kross íslands og
starfa innan hennar um 500 sjálf-
boðaliðar. Fjölmennasta undir-
deildin er kvennadeild R-RKI,
sem starfrækir sölubúðir á sjúkra-
húsum borgarinnar, rekur sjúk-
lingabókasöfn og sér um útlán
bóka og hljóðbóka til sjúklinga og
skipuleggur heimsóknarþjónustu
til aldraðra og sjúkra. Einnig er á
vegum deildarinnar öflugt fönd-
urstarf. Hagnaði af sölubúðum
kvennadeildarinnar er varið til
kaupa á rannsóknar- og lækninga-
tækjum sem sjúkrahúsunum eru
gefin.
Opin kosningaskrifstofa
Stefán Ben. í
Bankastræti
STEFÁN Benediktsson, fyrrver-
andi alþingismaður og þátttakandi
í prófkjöri Samfylkingar í Reykja-
vík, hefur opnað kosningaskrif-
stofu í Bankastræti 11, annarri
hæð. Skrifstofan verður opin fram
að prófkjörinu 30. janúar nk.
Á vegum ungmennadeildar
Reykjavíkurdeildarinnar er unnið
fjölbreytt sjálfboðastarf. Börn sem
dvelja í Kvennaathvarfinu eru
heimsótt, opin hús eru haldin fyrir
gesti Vinjar, sem er athvarf fyrir
geðfatlaða og ungmennin sinna
m.a. fræðslu um Rauðakrossstarf
og skyndihjálp. Á sumrin stendur
deildin fyrir námskeiðum fyrir 9-
11 ára börn undir yfirskriftinni
Mannúð og menning.
Reykjavíkurdeildin rekur síma-
þjónustu, Vinalínuna, sem er ætluð
þeim sem eru einmana, eiga í vanda
og þarfnast einhvers til að tala við.
Sjálfboðaliðar Vinalínunnar svara í
símann kl. 20-23 öll kvöld vikunnar.
Á vegum ReykjavíkurdeOdarinnar
eru haldin námskeið í almennri
skyndihjálp og sálrænni skyndi-
hjálp, námskeið um bamaslys og
skyndihjálp og bamfóstrunámskeið.
Deúdin tekur þátt í rekstri fjög-
urra öldrunarstofnana í Reykjavík
og rekur í samvinnu við Reykjavík-
urborg, félagsmálaráðuneytið og
heObrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið Fjölskyldumiðstöð vegna
bama í vanda. Sjálfboðamiðstöð
deildarinnar er á Hverfisgötu 105,
þangað em allir velkomnir sem vilja
láta gott af sér leiða í sjálfboðastarfi
sem samræmist gmndvallai-mark-
miðum Rauða krossins, segir í
fréttatOkynningu.
Allir era velkomnh’ á kynningar-
fundinn.
EFLA ALLA ]
:ja, viljann
A, HUGANN H
VEFJA LÝÐ. 0
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemdir frá Pétri
Péturssyni þuli:
„Þau mistök urðu í laugardags-
blaði Mbl. að í stað ljósmyndar af
einkunnarorðum Háskóla íslands
sem birtast áttu með fréttatilkynn-
ingu um fyrirlestur Páls Gaimards
þá fylkti flokkur íþróttamannaliði
undir íslenskum fána jafnframt því
að brenglaðist tilvitnun í bréf
Jónasar Hallgrímssonar. Jónas
sagði um dvöl sína: „Reykjavíkin
vill verða mér dýr“. I umræddri
fréttaklausu breyttist þetta í
„Reykjavíkin vill verða með dýr“.
Segja má að prentvillan hafi ræst
með glæsibrag því ég veit ekki bet-
ur en Reykjavíkurborg hafi komið
upp glæsilegum dýragarði í Laug-
ardalnum."
Einnig segh' Pétur: „í grein sem
ég ritaði í sunnudagsblaðið birtust
myndir af allmörgum þeim er sátu
veislu 16. janúar 1839. Meðal veislu-
gesta var ungur námsmaður sem
var í ritnefnd Nýrra félagsrita,
hann hét Bjarni Sívertsen og var
sonarsonur Bjarna riddara. Myndin
sem birt er af Bjarna riddara á ekki
heima í hópi veislugesta, hann var
löngu látinn.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
NÝSTÚDENTAR Fjölbrautaskóla Suðurlands af haustönn 1998.
Brautskránmg frá
Fjölbrautaskóla Suðuriands
Aldrei fleiri
skráðir
Selfossi. Morgunblaðið.
Brautskráning nemenda Fjöl-
brautaskóla Suðurlands fór
fram laugardaginn 19. des. Alls
voru brautskráðir 43 nemendur,
þar af 33 stúdentar. Fjórir nem-
endanna brautskráðust af tveim-
ur brautum.
Alls voru 715 nemendur
skráðir í dagskóla í upphafí ann-
ar og hafa aldrei fleiri verið
skráðir til náms í skólanum.
Tæplega 85% nemenda stóðust
próf sín og er það með því besta
sem náðst hefur. Bestum heild-
arárangri náði Helga Árnadóttir
frá Hellu, en hún fékk alls níu
verðlaun fyrir árangur í ís-
lensku, ensku, dönsku, þýsku,
sögu, eðlis- og efnafræði, stærð-
fræði og náttúrufræði. Það bar
einnig til tíðinda að þúsundasti
stúdentinn var brautskráður frá
skólanum.
til náms
HELGA Árnadóttir frá Hellu
sýndi stórkostlegan árangur í
níu námsgreinum.
Veitingamenn
kynna afmælis-
hátíð bjórsins
TÍU ár verða liðin 1. mars nk. frá
því að sala áfengs bjórs var lögleidd
á íslandi og hafa veitingamenn inn-
an Samtaka ferðaþjónustunnar
ákveðið að nota þau tímamót til að
efna til vikulangrar hátíðar á veit-
ingahúsunum.
Áform eru um að slík hátíð verði
1.-7. mars á hverju ári þaðan i frá
og verði hún markaðssett bæði inn-
anlands og eriendis. Markmiðið er
að auka viðskipti á veitingahúsun-
um á þessum árstíma og fjölga
ferðamönnum.
Að undirbúningi haf'a unnið veit-
ingamennirnir Guðvarður Gíslason,
Stefán Sigurðsson, Sigþór Sigur-
jónsson, Þórður Sigurðsson og
Magnús Halldórsson. Thor Ólafs-
son, markaðsráðgjafi, hefur tekið að
sér vinna að verkefninu.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa
því ákveðið að halda kynningarfund
fyrir veitingamenn miðvikudaginn
20. janúar kl. 14 í Víkingasal Hótels
Loftleiða um fyrirhugaða hátíð.
Veitinganefnd SAF mun halda fé-
lagsfund á Akureyri 27. janúar nk.
kl. 14.30 á Hótel KEA þar sem m.a.
hátíðin verður kynnt.
h EFUR ÞÚ EKKI
ÖRUGGLEGA
FENGIÐ BLÁU
SENDINGUNA?
QreMNiti #% af laufvymt $mim
t ht*tM WaytlavtMiMit og
séMkunartífoviÉudéi tandsins
Það er einfalt að hefja sparnað í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Veldu þér leið.
1. Þú sendir svarseöil bláa bréfsins sem þú fékkst í pósti.
2. Þú hringir í síma 540 5000.
3. Þú notar Internetið WWW. fjarvangur.is.
4. Þú ferð l Fjárvang Laugavegi 170, eða næsta útibú VÍS.
LÍFEYRÍSSjÖÐlíRíNN
- ti\ aðnjðttt lifsins
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
er I vörslu Fjárvangs hf.