Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 53 FRÉTTIR Rey kj avíkur deild RKÍ heldur kynningarfund REYKJAVÍKURDEILD Rauða ki'oss íslands heldur kynningar- fund um starfsemi deildarinnar miðvikudaginn 20. janúar nk. kl. 20 á Hverfisgötu 105. Þar verður starfsemin kynnt og umræður verða um ný verkefni deildarinnar. Reykjavíkurdeildin er stærsta deild Rauða kross íslands og starfa innan hennar um 500 sjálf- boðaliðar. Fjölmennasta undir- deildin er kvennadeild R-RKI, sem starfrækir sölubúðir á sjúkra- húsum borgarinnar, rekur sjúk- lingabókasöfn og sér um útlán bóka og hljóðbóka til sjúklinga og skipuleggur heimsóknarþjónustu til aldraðra og sjúkra. Einnig er á vegum deildarinnar öflugt fönd- urstarf. Hagnaði af sölubúðum kvennadeildarinnar er varið til kaupa á rannsóknar- og lækninga- tækjum sem sjúkrahúsunum eru gefin. Opin kosningaskrifstofa Stefán Ben. í Bankastræti STEFÁN Benediktsson, fyrrver- andi alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingar í Reykja- vík, hefur opnað kosningaskrif- stofu í Bankastræti 11, annarri hæð. Skrifstofan verður opin fram að prófkjörinu 30. janúar nk. Á vegum ungmennadeildar Reykjavíkurdeildarinnar er unnið fjölbreytt sjálfboðastarf. Börn sem dvelja í Kvennaathvarfinu eru heimsótt, opin hús eru haldin fyrir gesti Vinjar, sem er athvarf fyrir geðfatlaða og ungmennin sinna m.a. fræðslu um Rauðakrossstarf og skyndihjálp. Á sumrin stendur deildin fyrir námskeiðum fyrir 9- 11 ára börn undir yfirskriftinni Mannúð og menning. Reykjavíkurdeildin rekur síma- þjónustu, Vinalínuna, sem er ætluð þeim sem eru einmana, eiga í vanda og þarfnast einhvers til að tala við. Sjálfboðaliðar Vinalínunnar svara í símann kl. 20-23 öll kvöld vikunnar. Á vegum ReykjavíkurdeOdarinnar eru haldin námskeið í almennri skyndihjálp og sálrænni skyndi- hjálp, námskeið um bamaslys og skyndihjálp og bamfóstrunámskeið. Deúdin tekur þátt í rekstri fjög- urra öldrunarstofnana í Reykjavík og rekur í samvinnu við Reykjavík- urborg, félagsmálaráðuneytið og heObrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið Fjölskyldumiðstöð vegna bama í vanda. Sjálfboðamiðstöð deildarinnar er á Hverfisgötu 105, þangað em allir velkomnir sem vilja láta gott af sér leiða í sjálfboðastarfi sem samræmist gmndvallai-mark- miðum Rauða krossins, segir í fréttatOkynningu. Allir era velkomnh’ á kynningar- fundinn. EFLA ALLA ] :ja, viljann A, HUGANN H VEFJA LÝÐ. 0 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemdir frá Pétri Péturssyni þuli: „Þau mistök urðu í laugardags- blaði Mbl. að í stað ljósmyndar af einkunnarorðum Háskóla íslands sem birtast áttu með fréttatilkynn- ingu um fyrirlestur Páls Gaimards þá fylkti flokkur íþróttamannaliði undir íslenskum fána jafnframt því að brenglaðist tilvitnun í bréf Jónasar Hallgrímssonar. Jónas sagði um dvöl sína: „Reykjavíkin vill verða mér dýr“. I umræddri fréttaklausu breyttist þetta í „Reykjavíkin vill verða með dýr“. Segja má að prentvillan hafi ræst með glæsibrag því ég veit ekki bet- ur en Reykjavíkurborg hafi komið upp glæsilegum dýragarði í Laug- ardalnum." Einnig segh' Pétur: „í grein sem ég ritaði í sunnudagsblaðið birtust myndir af allmörgum þeim er sátu veislu 16. janúar 1839. Meðal veislu- gesta var ungur námsmaður sem var í ritnefnd Nýrra félagsrita, hann hét Bjarni Sívertsen og var sonarsonur Bjarna riddara. Myndin sem birt er af Bjarna riddara á ekki heima í hópi veislugesta, hann var löngu látinn. Morgunblaðið/Sig. Fannar NÝSTÚDENTAR Fjölbrautaskóla Suðurlands af haustönn 1998. Brautskránmg frá Fjölbrautaskóla Suðuriands Aldrei fleiri skráðir Selfossi. Morgunblaðið. Brautskráning nemenda Fjöl- brautaskóla Suðurlands fór fram laugardaginn 19. des. Alls voru brautskráðir 43 nemendur, þar af 33 stúdentar. Fjórir nem- endanna brautskráðust af tveim- ur brautum. Alls voru 715 nemendur skráðir í dagskóla í upphafí ann- ar og hafa aldrei fleiri verið skráðir til náms í skólanum. Tæplega 85% nemenda stóðust próf sín og er það með því besta sem náðst hefur. Bestum heild- arárangri náði Helga Árnadóttir frá Hellu, en hún fékk alls níu verðlaun fyrir árangur í ís- lensku, ensku, dönsku, þýsku, sögu, eðlis- og efnafræði, stærð- fræði og náttúrufræði. Það bar einnig til tíðinda að þúsundasti stúdentinn var brautskráður frá skólanum. til náms HELGA Árnadóttir frá Hellu sýndi stórkostlegan árangur í níu námsgreinum. Veitingamenn kynna afmælis- hátíð bjórsins TÍU ár verða liðin 1. mars nk. frá því að sala áfengs bjórs var lögleidd á íslandi og hafa veitingamenn inn- an Samtaka ferðaþjónustunnar ákveðið að nota þau tímamót til að efna til vikulangrar hátíðar á veit- ingahúsunum. Áform eru um að slík hátíð verði 1.-7. mars á hverju ári þaðan i frá og verði hún markaðssett bæði inn- anlands og eriendis. Markmiðið er að auka viðskipti á veitingahúsun- um á þessum árstíma og fjölga ferðamönnum. Að undirbúningi haf'a unnið veit- ingamennirnir Guðvarður Gíslason, Stefán Sigurðsson, Sigþór Sigur- jónsson, Þórður Sigurðsson og Magnús Halldórsson. Thor Ólafs- son, markaðsráðgjafi, hefur tekið að sér vinna að verkefninu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa því ákveðið að halda kynningarfund fyrir veitingamenn miðvikudaginn 20. janúar kl. 14 í Víkingasal Hótels Loftleiða um fyrirhugaða hátíð. Veitinganefnd SAF mun halda fé- lagsfund á Akureyri 27. janúar nk. kl. 14.30 á Hótel KEA þar sem m.a. hátíðin verður kynnt. h EFUR ÞÚ EKKI ÖRUGGLEGA FENGIÐ BLÁU SENDINGUNA? QreMNiti #% af laufvymt $mim t ht*tM WaytlavtMiMit og séMkunartífoviÉudéi tandsins Það er einfalt að hefja sparnað í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Veldu þér leið. 1. Þú sendir svarseöil bláa bréfsins sem þú fékkst í pósti. 2. Þú hringir í síma 540 5000. 3. Þú notar Internetið WWW. fjarvangur.is. 4. Þú ferð l Fjárvang Laugavegi 170, eða næsta útibú VÍS. LÍFEYRÍSSjÖÐlíRíNN - ti\ aðnjðttt lifsins Frjálsi lífeyrissjóðurinn er I vörslu Fjárvangs hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.