Morgunblaðið - 19.01.1999, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Seytt rúgbrauð
Matur og matgerð
✓
Islendingar borða talsvert mikið af
rúgbrauði segir Kristín Gestsdóttir,
en henni fínnst seyddu brauðin oft of
sæt, einkum þau heimabökuðu.
HÉR áður fyrr var lítill
eða enginn sykur eða
önnur sætuefni sett í
seydd rúgbrauð, enda verða
seydd brauð sæt án þess að
sætuefni séu sett í þau. Þegar
rúgbrauð er bakað við lágan
hita í langan tíma brotnar
sterkja komsins niður og sykur
myndast. Hliðstætt því sem
gerist í eplum sem geymd eru
við of hátt hitastig, þau verða
mjölmikil og sæt. Sama gerist
með kartöflur sem eru geymdar
við of lágt hitastig. Við könn-
umst mörg við það að ef hitinn í
kartöflugeymslunni fer niður
undir frostmark verða kartöfl-
umar sætar. Aður en Islending-
ar fengu bakarofna vom bökuð
pottbrauð við glæður á hlóðum
þegar hinn eiginlegi eldur var
kulnaður og glóðin sat eftir, en
mór og svarð var sett yfir til að
halda hitanum, sem mátti ekki
verða of mikill. Potti var hvolft
yfir brauðið í bakstrinum og
þannig er nafnið til komið.
Brauðið var bakað að afliðnum
degi þegar eldamennsku var
lokið og var það tilbúið að
morgni áður en skarað var í eld-
inn og hann glæddur á ný.
Auðvelt er að baka seydd
rúgbrauð en það tekur langan
tíma, þ.e. um hálfan sólarhring.
Það er bakað við lágan hita í
lokuðu íláti, t.d. góðri dós,
mjólkurfemum eða bökunar-
potti, ég nota ferkantaða glæra
skál með loki, þá er auðveldlega
hægt að fylgjast með bakstrin-
um. Nú þegar þorri er á næsta
leiti getur verið gott að eiga
rúgbrauð í frysti og borða með
þorramatnum.
Rúgbrauð með
hveiti og sírópi
8 bollar rúgmjöl
4 bollar hveiti
5 tsk. matarsódi
__________7 tsk, salt______
__________1 dl síróp_______
1 lítri súrmjólk
1. Setjið rúgmjöl, hveiti,
matarsóda og salt í skál.
2. Penslið desilítramál með
matarolíu og hellið sírópi í það
og setjið saman við mjölið. Oli-
an vamar því að sírópið festist
við málið. Setjið súrmjólk út í
og hrærið saman. Best er að
nota hrærivél, en deigið á að
vera það lint að hægt sé að taka
það í sleif.
3. Smyrjið fimm mjólkur-
femur, skiptið deiginu jafnt í
þær. Klippið álpappír og þrýst-
ið þétt ofan á deigið, gott bil á
að vera ofan á. Lokið femunum
og bakið brauðin í blástursofni
við 95-100°C í um 8 klst. en í
ofni án blásturs við 100-105°C.
Athugið: Gott er að setja ör-
lítið vatn í lítið álmót eða annað
létt ílát og leggja ofan á deigið.
Gufan frá vatninu varnar því
að brauðið myndi harða
skorpu. Þetta getur verið svo-
lítið erfitt ef brauðin eru bökuð
í mjólkurfernu, en þá má setja
skál með vatni á botn bak-
arofnsins
Rúgbraud úr
rúgmjöli með
eða ún sykurs
1 kg rúgmjöl
2 msk. þurrger
2 tsk. salt
8 dl fingurvolgt vatn úr krananum
2 msk. púðursykur, ef ykkur
hentar
1. Setjið rúgmjöl, þurrger,
salt og púðursykur ef þið notið
hann í skál og blandið saman.
2. Setjið fingurvolgt vatn út í
og hrærið eða hnoðið deig.
3. Smyrjið það ílát sem þið
ætlið að baka í, setjið deigið í
það, fyllið að 4/5. Þrýstið vel
niður og leggið álpappír ofan
á.
4. Bakið við 100-105° í ofni
án blásturs, en í blástursofni
við 95-100°. Baksturstími 14
klst.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sammála
í VELVAKANDA sl.
fóstudag var grein sem hét
„Öryrkjar í góðæri". Ég er
svo hjartanlega sammála
þessum manni sem skrif-
aði þetta. Ég er sjálf ör-
yrki og finnst svivrða
hvemig farið er með okk-
ur. Við báðum ekki um
þetta. Vil ég að við berj-
umst fyrir bættari kjörum.
Ég hef unnið fyrir mér alla
mína ævi og aldrei þurft að
vera á bótum en er að upp-
lifa það nú og það er ekki
eitthvað sem maður kýs
sér.
Dóra Skúladóttir.
Fuglakorn
FUGLAVINUR hafði
samband við Velvakanda
og sagði að það hefði verið
útilokað undanfarið að fá
fuglakorn keypt í verslun-
um í miðbæ og vesturbæ.
Alls staðar sé sama svarið
- verslanirnar séu búnar
að panta þetta kom en það
komi ekki í búðimar. Vili
fuglavinur fá að vita
hvernig standi á þessu.
Tapað/fundið
Max-galli
í óskilum
HINN 12. janúar sl. fannst
Max-galli í Hlíðunum sem
greinilega hafði fokið af
snúm. Eigandi gallans
getur fengið hann afhent-
an gegn greinargóðri lýs-
ingu. Upplýsingar í síma
568 9708.
Úlpa týndist í
Laugardal
ÚLPA, dökkblá Karl Kani-
úlpa, vattemð, týndist úr
geymsluhólfi í Skautahöli-
inni í Laugardal fimmtu-
daginn 7. janúar. Þeir sem
kannast við að hafa séð
úlpuna hafi samband í
síma 588 6471.
Dýrahald
Pjakkur óskar eftir
hcimili
PJAKKUR, sem er 9
vikna fress, bráðskemmti-
legur og kassavanur, óskar
eftir góðu heimili. Upplýs-
ingar í síma 588 2422.
^ Morgunblaðið/RAX
A skautum.
BRIDS
IJm.vjiín (iuOiniiiiflur
1‘áll Arnarson
„HVERNIG er hægt að
spila kerfi sem meinar
manni að melda á svona
spil?“ Reykjavíkurmótið í
sveitakeppni stendur sem
hæst um þessar mundir og
spilið í dag kom upp í þriðju
umferð. Sá sem vitnað er til
hélt á suðurhendinni; þrett-
án rauðum spilum, sem
hann gat aldrei sagt frá!
Vestur gefur; AV á
hættu.
Vestur
♦ KG95
VG7
♦ 7
+ Á87432
Norður
+ ÁD764
V 106
♦ 82
+ D1096
Austur
* 10832
V ÁK4
♦ KD10
+ KG5
Suður
+ -
VD98532
♦ ÁG96543
*-
Norður vakti á tveimur
spöðum, Tartan, sem sýnir
veik spil með fimmlit í
spaða og láglit til hliðar.
Austur ákvað að passa og
suður varð að gera það
einnig, því allar sagnir hans
í rauðum lit yrðu túlkaðar
sem kröfusagnir. Og suður
þóttist vita að makker ætti
lauf til hliðar og sá fram á
mikil vandræði ef hann
freistaðist til að segja.
Vestur sagði auðvitað pass
einnig og norður fékk fjóra
slagi í tveimur spöðum og
AV 200 í dálkinn. Á hinu
borðinu fóru NS í fimm
tígla yfir fjórum spöðum
AV!! Fimm tíglar fóru tvo
niður, doblaðir, sem gaf AV
300. Það reyndist því 3ja
IMPa ávinningur að spila
tvo spaða i norður.
Annars spiluðu margir
fjóra spaða doblaða í AV.
Sá samningur lítur ekki út
fyrir að vinnast, eins og
legan er, en reyndar þarf
góða vörn til að taka spilið
einn niður. Segjum að suð-
ur spih út tígulás og meiri
tígh. Líklega freistast
sagnhafi til að spila trompi
einu sinni. Nú er vörnin sú
að taka tvo slagi á ÁD í
spaða og spila þeim þriðja.
Þá lekur spilið einn niður.
Ef norður spilar hins vegar
hjarta til baka, þá hirðir
sagnhafi slagina þrjá á lauf
og víxltrompar svo upp í tíu
slagi.
Víkverji skrifar...
NÚTÍMAFÓLK á erfitt með að
sætta sig við að vera innilokað
vegna ófærðar, að ekki sé talað um,
ef bæði verður rafmagnslaust og
símasambandslaust, eins og varð á
köflum sums staðar á landinu um
helgina. En þrátt fyrir alla tækni og
nýjungai- i samgöngum verða þessi
mannanna verk að lúta í lægra
haldi, þegar veðurofsinn kemur til
sögunnar.
Hitt er svo annað mál, að okkur
hættir til að gera of mikið úr veðri,
þegar eitthvað bjátar á. Alþekkt er,
að fólk á höfuðborgarsvæðinu kann-
ast stundum ekki við lýsingar út-
varpsstöðva á aðstæðum, þegar ein-
hver vandamál kom upp í umferð-
inni að vetrarlagi.
Sl. laugardag var Víkverji að
hlusta á hádegisfréttir Ríkisút-
varpsins. Þar var því lýst, að það
væri „blindöskubylur" á Akureyri.
Víkverja varð litið út um gluggann á
Fosshóteli KEA og varð ekki var
við slíkt veður þar fyrir utan.
Það vakti einnig athygli, að flug
til og frá Akureyri hefði getað hafizt
fyrr, ef miðað er við upplýsingar,
sem fengust hjá Flugfélagi íslands,
ef snjómokstur á flugvellinum hefði
ekki tekið svo langan tima. Var ekki
byrjað nógu snemma á sunnudags-
morgni?
XXX
FIRLÝSING Geirs H. Haarde,
fjármálaráðherra, um að ríkis-
sjóður mundi á þessu ári greiða
meira niður af innlendum skuldum
en til stóð hefur að vonum vakið
mikla athygh og yfirleitt fengið já-
kvæðar undirtektir eins og við mátti
búast. Þó hefur Víkverji heyrt at-
hugasemdir þess efnis, að eðlilegra
hefði verið að nota umframfé til
þess að greiða hraðar niður erlend-
ar skuldir.
En vissulega má segja, að það sé
til marks um batnandi tíð, að álita-
málið sé ekki hvort hægt sé að
greiða niður skuldir heldur hvaða
skuldir.
XXX
SITT sýnist hverjum um þær
hugmyndir Sjálfstæðismanna í
Reykjavík að efna ekki til prófkjörs
vegna komandi þingkosninga. Þótt
Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft for-
ystu um prófkjör frá upphafi hafa
alltaf verið skiptar skoðanir innan
flokksins um það, hvort þau væru
skynsamleg leið til að velja fram-
bjóðendur á lista. Sumir líta á próf-
kjör ekki sízt sem mikilvægan und-
irbúning að kosningabaráttu og að
vel heppnað prófkjör geti gefið byr
í seglin í upphafi kosningabaráttu
eins og segja má t.d. um prófkjör
Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör-
dæmi sl. haust.
Á hinn bóginn eru það vissulega
rök, að prófkjörin eru mjög kostn-
aðarsöm og fjáraustur í því sam-
bandi hefur legið undir þungri
gagnrýni. Spurningin um prófkjör
eða ekki prófkjör verður alltaf
sama álitamálið og verið hefur frá
því að almenn og víðtæk prófkjör
voru tekin upp í fyrsta sinn fyrir
þingkosningarnar 1971. Prófkjör
höfðu áður farið fram á vegum
Sjálfstæðisflokksins en þá voru þau
bundin við stofnanir innan flokks-
ins.