Morgunblaðið - 26.01.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 26.01.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA burt með ykkur, átvöglin ykkar, ætlið þið að éta okkur út á gaddinn. Samkeppnisráð um lögfræðistörf kennara við lagadeild Aukastörf kennara ekki skaðleg samkeppni SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna erindis Lögmannafélags Islands vegna lög- fræðistarfa kennara við lagadeild Háskóla Islands. Samkeppnisstofn- un barst erindið 7. október 1997 þar sem frá því er greint að kennarar við lagadeild hafí um langt árabil tekið að sér lögfræðileg verkefni, þ.e. samningu lögfræðilegra álits- gerða fyrir einstaklinga og fyrir- tæki, sem ekki teljast til starfa þeirra sem kennara við lagadeild. Lögmannafélagið benti í erindi sínu á að í lögum sé kveðið á um skyldur lögmanna, m.a. að lögmenn skuii hafa skrifstofur opnar fyi-ir al- menning, starfsábyrgðartryggingu, halda fjárvörslureikninga fyrir skjólstæðinga og sæta eftirlits- og agavaldi stjórnar Lögmannafélags- ins. Einnig beri þeim að hafa gjald- skrár aðgengilegar og innheimta fjármagnstekjuskatt hjá viðskipta- vinum sínum og standa skil á hon- um í ríkissjóð. I erindinu kom fram að það sé álit margra sjálfstætt starfandi lög- manna að með því að taka að sér samningu lögfræðilegra álitsgerða séu kennarar við lagadeildina í verulegri samkeppni við lögmenn sem einnig veita slíka þjónustu. I erindinu segir að stjóm Lög- mannafélagsins sé ljóst að hvorki lögmenn né aðrir hafí einkarétt til að semja lögfræðilegar álitsgerðir en margvíslegar kvaðir löggjafans geri samkeppnisstöðu lögmanna erfíðari en annarra í þessum efnum. Ekki var Lögmannafélaginu Ijóst hvort kennarar við lagadeild nýti starfsaðstöðu sína þar í lög- fræðistörfum sínum en taldi að það bætti verulega samkeppnisstöðu þeima gagnvart lögmönnum ef svo væri. „Nátengt rannsóknarvinnu“ I greinargerð lagadeildar um er- indi Lögmannafélagsins kemur fram að lögmenn hafi ekki einkarétt á því að semja lögfræðilegar álits- gerðir og deildin líti svo á að samn- ing þeirra sé oftlega nátengd og raunhæfur þáttur í rannsóknar- vinnu sem fer fram innan deildar- innar. Starfsemi kennara lagadeild- ar í tengslum við álitsgerðir sé al- farið málefni Háskólans annars veg- ar og kennara hins vegar og starf- semin sé ekki opin almenningi. Lög- fræðilegar álitsgerðir kennara laga- deildar séu unnar utan vinnutíma og utan veggja Háskólans en þó geti verið um skiptivinnu að ræða. Fram kemur í greinargerðinni að ekki hafi verið samdar nema 20-25 álitsgerðir af kennurum deildarinn- ar á undanfömum árum og telur lagadeild að samkeppni af hálfu kennara lagadeildar við störf lög- manna hljóti að vera til góðs íyrir markaðinn. I niðurstöðum Samkeppnisráðs segir m.a. að með því að fella samn- ingu lögfræðilegra álitsgerða ekki undir einkarétt lögmanna hafí löggjafinn ákveðið að samkeppni skuli ríkja á því sviði á milli lög- manna og annarra en ekki milli lög- manna eingöngu. Samkeppnisráð telur að aukastörf kennara við laga- deild Háskóla Islands við samningu lögfræðilegra álitsgerða séu ekki skaðleg samkeppni eða fari gegn markmiði samkeppnislaga eða ein- stökum ákvæðum laganna. Andlát SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON SIGURÐUR Svein- bjömsson, fyrrum for- stjóri og stofnandi Vélaverkstæðis Sig. Sveinbjörnssonar hf. í Garðabæ, lést í gær- morgun. Hann var á 91. aldursári. Sigurður Svein- björnsson var fæddur í Reykjavík 13. nóvem- ber 1908. Hann ólst upp í Þingvallasveit og lærði vélvirkjun hjá Hamri árin 1925 til 1928, fór til fram- haldsnáms hjá Burmeister og Wain í Kaupmanna- höfn 1929 og útskrifaðist þaðan sem vélsmiður 1930. Sigurður starfaði í Landssmiðjunni í eitt ár og nokkur ár í Hamri en hóf snemma sjálf- stæðan atvinnurekstur. Stofnaði hann Vélaverkstæði Sig. Svein- bjömssonar hf. árið 1946. Störfuðu þar upp- haflega tveir menn en vora orðnir fímm fáum árum síðar og árið 1969, þegar fyrirtækið flutti í nýtt og stórt verk- smiðjuhúsnæði í Garða- bæ, störfuðu þar milli 30 og 40 manns. Sigurður var einnig stofnandi skipa- smíðastöðvarinnar Nökkva hf. í Garðabæ árið 1960 og skipa- smíðastöðvarinnar Stál- víkur ári síðar. Hann starfaði í Meistarafélagi jámiðnað- armanna, sat í stjóm þess í áratug og var prófdómari í vélvirkjun. Kona Sigurðar var Ingibjörg Ingimundardóttir, sem lést árið 1989. Þrjú uppkomin böm þeirra eru á lífi. Landssamtök Lífeyrissjóða Þarf að vinna að samskipta- reglum sjóða Þórir Hermannsson M SÍÐUSTU áramót voru form- lega stofnuð Landssamtök lífeyris- sjóða. Þórir Hermannsson er formaður samtakanna. „Lengi voru starfandi tvenn stór hagsmunasam- tök lífeyrissjóða, Samband almennra lífeyrissjóða, SAL, og Landssamþand lífeyrissjóða. Þegar ný lög um lífeyrissjóði tóku gildi breyttist starfsumhvei'fið mikið og menn vildu at- huga hvort ekki væri hægt að sameina sjóðina undir einn hatt og stofna sterk hagsmunasamtök. Efth' setningu laganna falla hagsmunir lífeyris- sjóðanna saman að vem- legu leyti.“ Þórir segir að í samtökunum séu 49 lífeyr- issjóðir eða um 97% lífeyrissjóða landsins og eignir þem'a nema um 390 milljörðum. - Hvernig verður starfsemi samtakanna háttað? „Enn sem komið er höfum við aðallega verið að vinna að stefn- umótun og því hvemig við ætlum að vinna að sameiginlegum hags- munamálum gagnvart stjórnvöld- um. Við þmfum að eiga gott sam- starf við fjármálaeftirlitið sem stofnað var um síðustu áramót og lífeyrissjóðimir borga verulegan hluta kostnaðai' við. Við þurfum að fylgja eftir framkvæmd lag- anna um starfsemi lífeyrissjóða og skyldutryggingu lífeyristrygginga og að hún verði sem hnökraminnst. Það er einnig þýðingarmikið að hagsmunasam- tökin sýni frumkvæði varðandi ýmsa túlkun á lögunum. En að sjálfsögðu er meginhlutverk sam- takanna að gæta hagsmuna sjóðs- félaga." -Ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi líf- eyrissjóða fela í sér að ullir verða að tryggja sér ævilangan lífeyii. Styrkir þetta ákvæði stöðu lífeyr- issjóðanna? „Það era e.t.v. skiptar skoðanir um hvort þessi skyldutrygging- ai'ákvæði styrki lífeyrissjóðina en þessu fylgii' að minnsta kosti meiri sanngimi og aukið réttlæti þar sem nú era allir skyldugir til að undirbúa ævikvöld sitt með jöfnum spamaði á lífsleiðinni. Líf- eyrissjóðir banka og fjárfestinga- stofnana ásamt lífeyrissjóðum lík- is og sveitarfélaga era núna komnir í sama umhverfi og hinir svokölluðu almennu lífeyrissjóðir. Flest allir sjóðirnir hafa þegar farið yfir og aðlagað sínar samþykktir að lögunum og munu fyrir 1. júlí nk. öðlast starfsleyfi samkvæmt þeim.“ - Hvemig lítið þið á aukna sam- keppni eins og hefur endurspegl- ast í auglýsingum undanfarið með 2,2% lífeyrissparnað? „Lögin kalla á fleiri valkosti og það er þegar komin upp samkeppni á þessu sviði sem kemur glöggt í ljós með öllu því írafári sem fylgh' 2,2% lífeyrisspam- aðinum. Þai' standa allir sjóðirnir jafnh' gagnvart lögunum. Ég full- yrði að þessi lagasetning um líf- eyrissjóðina mun í framtíðinni leiða til þess að eftir því verði tekið hversu vel við höfum skipað okkar lífeyrismálum. Skýrai' og ákveðnar skyldur lífeyrissjóða, samfara auknu frjálsræði og val- kostum, þýðir að þeir sem era ungir í dag munu ekki þurfa að líða þann skort sem við sjáum ► Þórir Hermannsson er fædd- ur í Kjós árið 1946. Hann lauk námi í útvarpsvirkjun frá Iðnskóla Reykjavíkur árið 1970 og árið 1971 var hann kjörinn í stjórn Sveinafélags útvarps- virkja. Þórir hefur verið for- maður Félags rafeinda virkja frá stofnun þess en hættir á næsta aðalfundi. Hann hefur setið í miðstjórn Rafiðnaðar- sambandsins frá árinu 1980 og gegnir nú varaformennsku þar. Hann settist í sljórn Lífeyris- sjóðs rafiðnaðarmanna árið 1988 og er sá sjóður sameinaðist í Lífiðn ásamt Iífeyrissjóðum matreiðslu- og framreiðslu- manna varð hann formaður þeirra samtaka. Þórir var í stjórn SAL og sat síðasta ár í framkvæmdastjórn. Hann gegn- ir nú formennsku í Landssam- tökum lífeyrissjóða. Þórir starfar hjá flugrekstardeild flota Varnarliðsins. Eiginkona hans er Elísabet Jónsdóttir sjúkraliði og eiga þau þrjú börn. marga eftirlaunamenn búa við í dag.“ - Hvaða verkefni eru framund- an hjá ykkur? „Stóra verkefni landssamtak- anna varða samskiptareglur milli lífeyrissjóða. Þær taka á því ef menn era að skipta um vinnu og lífeyi'issjóð. Reglurnar era breytL ar og það er orðið breiðara milli ákvæða sjóðanna. Nú reynir á þessar samskiptareglur. Þegai’ einstaklingar skipta um vinnu og lífeyrissjóð eiga þeh' að ávinna sér réttindi með svipuðum hætti í nýja lífeyrissjóðnum og þeir höfðu í þeim lífeyrissjóði sem þeir vora í.“ Þórir segir að hann sé ánægður með að það skyldi takast að sam- eina alla lífeyrissjóðina undir einn hatt í Samtök lífeyrissjóða eins ólíkir og þeir vora fyi'ir lagasetn- inguna. „Ég er full- viss um það að ef vinna stjómar Lands- samtaka lífeyrissjóða verður sterk mun hún leiða til þess að færri árekstrar verða í kerfinu. Með styrk sínum geta samtökin átt stóran þátt í að meiri sátt ríki um lífeyrissjóðakerfið en verið hefur. Það eru öflugir menn í stjórn sam- takanna og við höfum ráðið fram- kvæmdastjóra sem hefur yfir- burða þekkingu á lífeyrismálum, Hrafn Magnússon. Það er ærið verkefni að stilla alla þessa strengi saman og ég er stoltur að fá tækifæri til að takast á við það.“ 49 lífeyrissjóð- ir eiga aðild að samtökunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.