Morgunblaðið - 21.02.1999, Page 1

Morgunblaðið - 21.02.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 43. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vetrarsól í Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Golli ÞÓTT Vetur konungur hafl sannarlega sýnt mátt sinn og megin undanfarna daga hefur hann líka sýnt sínar fegurri hliðar eins og hér í Hafnarijarðarhöfn þar sem febrúarsólin lýsti upp snævi þakta smábátabryggjuna og varpaði löngum skuggum. Frestur til að ná samkomulagi um frið í Kosovo rann út á hádegi í gær Viðræðum haldið áfram fram yfír úrslitafrest Rambouillet, Belgrad. Reuters. FRESTURINN sem stórveldi Tengsla- hópsins svokallaða settu til að samninga- menn Serba og Kosovo-Albana næðu sam- komulagi um framtíð Kosovo-héraðs rann út kl. 11 í gær án þess að bólaði á niður- stöðu. Viðræður stóðu þá enn sem hæst í Rambouillet-kastala utan við París, og höfðu staðið óslitið alla nóttina. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Þýzkalands, Ítalíu og Rússlands sátu á aðskildum samninga- fundum með sendinefndum Serba og Kosovo-Albana, og þótt ekkert hefði form- lega frétzt af gangi mála þegar fresturinn rann út var getum leitt að því að viðræð- urnar myndu halda áfram að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Yfír 400 herþotur Atlantshafsbandalags- ins (NATO) voru í viðbragðsstöðu til að hefja loftárásir á hemaðarleg skotmörk í Júgóslavíu, yrðu þær ákveðnar, meðan samningamenn og sáttasemjarar tókust á um orðalag samkomulags, á grundvelli til- lagna sem sáttasemjarar Tengslahópsins höfðu lagt fram og gera ráð fyrir að al- banski meirihlutinn í Kosovo fái víðtæka sjálfstjóm innan vébanda Júgóslavíu - sem er sambandslýðveldi Serbíu og Svartfjalla- lands - til þriggja ára til að byrja með. Aðalhindrunin í vegi fyrir sáttum var eft- ir sem áður hörð andstaða Slobodans Milos- evic Júgóslavíuforseta við að hleypa herliði NATO inn í Kosovo, en samkomulagsdrög- in gera ráð fyrir að hátt í 30.000 manna her- lið á vegum NATO fylgi framkvæmd sam- komulagsins eftir í héraðinu og hafa Vest- urveldin ekki viljað hvika frá því. Heimildamenn Reuters innan veggja Rambouillet-kastala sögðu þá sem stjóma samningunum fyrir hönd Tengslahópsins hafa hugsað sér að fá fulltrúa Kosovo-Al- bana til að samþykkja allan samninginn um hádegi í gær, því eftir að undirskrift þeirra væri fengin væri hægt að þrýsta meira á Serba að gefa eftir. Einn af samningamönn- um Serba sagði í gærmorgun að allir mögu- leikar væm enn opnir. Vestrænir erindrekar hafa sig á brott Starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Belgrad yfírgáfu Serbíu í gær vegna hinna yfirvofandi loftárása NATO og hinir 1.300 eftirlitsmenn Oryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, ÖSE, í Kosovo voru í við- bragðsstöðu til að fara frá héraðinu, en þeir biðu fyrirmæla frá Knut Vollebæk, utanrík- isráðherra Noregs sem nú fer fyrir ÖSE. Trúin læknar ekki sjúkdóma TRÚIN getur hugsanlega veitt sjúkum huggun en engar læknisfræðilegar sann- anir eru fyrir því að hún lækni fólk eða bæti heilsufar þess. Það eitt að treysta lækningarmætti trúarinnar getur jafnvel verið hættulegt. Þetta er niðurstaða hóps bandarískra lækna, en talsmaður þeirra sagði á föstudag, að við athugun á rann- sóknum, sem gerðar hefðu verið á lækn- ingarmætti trúarbragða, hefði komið í Ijós að þær hefðu ekki verið byggðar á sterkum grunni og væru þess vegna ekki sannfærandi. Að tengja trúna við heilsufar getur haft hættur í för með sér, að sögn læknanna, þar sem hugsanlegt sé að fólk sem ekki er mjög trúað fari að rekja veikindi sín til þess. „Það er nógu slæmt að vera veikur en verra er að hafa í ofanálag samvisku- bit af því að vera ekki nógu stöðugur í trúnni.“ I könnun sem nýlega var birt í Banda- ríkjunum kom fram að um 790 af 1.000 þátttakendum hölluðust að því að trúin hjálpaði fólki við að ná bata. Gennifer Flowers ræður frá framhjáhaldi GENNIFER Flowers tjáði háskólanem- um í Oxford á Englandi í fyrradag hvernig hún stóð af sér stærsta kynlífs- hneyksli Bandaríkjanna fyrr og síðar, og sagði það mjög óráðlega leið til frægðar og frama að sofa hjá manni sem síðar ætti eftir að verða forseti. Flowers, sem er að reyna að fóta sig á ný sem söngkona, ávarp- aði fund stúdentasam- taka Oxford-háskóla rúmum 30 árum eftir að Bill Clinton stund- aði þar nám. Flowers kynntist Clinton árið 1977 og áttu þau í sambandi í 12 ár, en þetta samband kom Flowers í hóp fræg- ustu kvenna heims. Ávarp hennar bar yf- irskriftina „Að lifa af kynlíf, völd og áróður“. New York-blaðið The Wall Street Jo- urnal greindi frá því á föstudag, að sjón- varpsstöðin NBC hefði tekið viðtal við Juanitu Broaddrick, sem ákveðið hefði verið að senda ekki út. í viðtalinu er Broaddrick sögð lýsa í smáatriðum meintum „óvelkomnum kynferðisatlot- um“ Clintons á hótelherbergi í Little Rock x Arkansas árið 1978, þegar Clint- on var að berjast fyrir kosningu til ríkis- stjóra þar. ÞENSLAN ÓGNAR VERÐSTÖÐUGLEIKA Hægrimenn til- kynna þjófnað Nýjar áherslur með nýjum mönnum B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.