Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 14/2 - 20/2 ► KR-INGAR minntust á þriðjudaginn aldarafmælis félagsins með fjölmennri móttöku i Ráðhúsi Reykja- víkur. Flutt voru ávörp í til- efni dagsins, félaginu færð- ar kveðjur og gjafir og kynnt var bók um sögu fé- lagsins „KR - fyrstu hund- rað árin.“ ► LANDSBANKI íslands hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur til að afhenda ríkisskatt- stjóra upplýsingar um inni- stæður, vaxtatekjur og af- dregna staðgreiðslu 1.347 einstaklinga á árinu 1997. Bankinn hafði áður hafnað þessari beiðni ríkisskatt- stjóra og borið fyrir sig bankaleynd. ► FÉLAG fasteignasala hefur sent Páli Péturssyni félagsmálaráðherra skeyti þar sem segir að ófremdar- ástand ríki á fasteigna- markaðnum. Stjórnin krefst þess að ráðherra grípi taf- arlaust til aðgerða vegna langvarandi tafa á af- greiðslu umsókna hjá Ibúðalánasjóði. ► VISTORKA, nýtt íslenskt fyrirtæki, hefur tekið hönd- um saman við stórfyrirtæk- in DaimlerChrysler, Norsk Hydro og Shell um að stofna hér á landi íslenska vetnis- og efnarafalafélagið ehf. Félaginu er ætlað að kanna framleiðslu- og notk- unarmöguleika vetnis, sem framtíðarorkugjafa. Þingflokkar Samfylk- ingar sameinaðir NÝR 17 manna þingflokkur var stofn- aður á fimmtudag úr þingflokkum Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Rannveig Guðmundsdótt- ir, var kjörin formaður þingflokksins. Formaður Alþýðuflokksins, lagði til í vikunni að Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, yrði talsmaður Samfylkingarinnar í kosn- ingabaráttunni. Ahöfn Vatneyrar yfirheyrð SKÝRSLUTÖKUR vegna veiða Vatn- eyrar BA umfram kvóta fóru fram hjá ríkislögreglustjóra á miðvikudag en skipið landaði afla á Patreksfirði á þriðjudag. Að loknum skýrslutökum verður gagnaöflun haldið áfram. Ákveður saksóknari síðan hvort gefin verður út ákæra á hendur útgerðinni. Svavar Guðnason útgerðarmaður sagði að með veiðunum væri verið að mót- mæla kvótakerfínu. Viðbúnaður á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu NOKKUR hús voru rýmd á Vest- fjörðum á fimmtudagskvöld vegna snjóflóðahættu. Ákvað Veðurstofan í samráði við sýslumanninn á ísafirði og í Bolungamk að rýma hús á hættusvæð- um. Á ísafirði voru hús undir Selja- landshlíð og Súðavíkurhlíð rýmd, en í Bolungarvík voru átta íbúðarhús rýmd. Tyrkir handsama Abdullah Öcalan ABDULLAH Öcalan, leiðtogi Verka- mannaflokks Kúrdistan (PKK), var handsamaður í Naíróbí í Kenýa og flutt- ur til Tyrklands að- faranótt þriðjudags. Öcalan hefur verið á flótta frá því í október síðastliðnum. Bylgja harkaiegra mótmæla útlægra Kúrda reið yf- ir Evrópu er fregðan- ist að Grikkir hefðu sleppt vemdarhendi af Öcalan og hann væri kominn í hendur Tyrkja. Þrír ráðherrar í grísku ríkisstjóminni neyddust til að segja af sér. Israelskir öryggisverðir skutu þrjá Kúrda til bana er hópur Kúrda réðist til inngöngu í Berlínarúti- bú sendiráðs Israels í Þýzkalandi. í Lundúnum héldu 90 Kúrdar gríska sendiráðinu á valdi sínu í þrjá daga. Samtök Kúrda og ýmis vestræn ríki hafa skorað á Tyrki að efna til heiðar- legra réttarhalda yfir Öcalan og ábyrgj- ast mannréttindi hans en Tyrkir kváð- ust ekki mundu líða nein erlend afskipti. Endasprettur Kosovo-viðræðna Á HÁDEGI í gær, laugardag, rann út fresturinn sem samningamönnum Serba og Kosovo-Albana vom gefnir af Tengslahóp stórveldanna til að ná sam- komulagi um framtíð héraðsins í við- ræðunum í Rambouillet-kastala í Frakklandi. Litlar líkur virtust til þess í gærmorgun að niðurstaða næðist áður en fresturinn rynni út, en samningavið- ræður stóðu óslitið alla nóttina. Slobod- an Milosevic, forseti Júgóslavíu bauð stórveldunum birginn og sagðist á fóstudag hvergi hvika í afstöðu sinni og heldur vilja þola loftárásir NATO. Öcalan ► KOSNINGAR til græn- lenzka heimastjórnarþingsins fóru fram á þriðjudag. Si- umut, grænlenzki jafnaðar- mannaflokkurinn undir for- ystu Jonathans Motzfeldts, missti eitt sæti á þinginu, þar sem samtals 31 á sæti, og Atassut, borgaralegur sam- stjórarflokkur Siumut, missti tvö sæti. Sigurvegari kosn- inganna var bandalag óháðra frambjóðenda, sem flestir eru mjög ungir og fylgis- menn grænlenzks sjálfstæðis. Vinstriflokkurinn Inuti Ataqatigiit, sem lengi liefur verið í stjórnarandst öðu, bætti við sig þingmanni. ► ENGIN ástæða er til að fresta frekar afnámi toll- fijálrar verzlunar innan Evr- ópusambandsins (ESB), sem til stendur að gerist um mitt þetta ár, að mati fram- kvæmdastjórnar ESB. Að þessari niðurstöðu komst hún eftir að hafa kannað, að beiðni leiðtoga ESB-ríkjanna, hvaða áhrif bann við fríhafn- arverslun á feijum og í flug- höfnum sambandsins hefði á vinnumarkaðinn og hvort fýsilegt væri að heimila slíka starfsemi enn um sinn. ► YFIRVÖLD sjávarútvegs- mála í Noregi og Rússlandi verða að loka Barentshafi að hluta. Einar Johansen, vara- formaður i Norges Fiskarlag, helztu hagsmunasamtökum norskra sjómanna, lýsti þessu yfir á fimmtudag. Sagði hann lokun svæðisins einu Ieiðina til að koma í veg fyrir stór- fellt dráp á smáþorski. FRÉTTIR Friðrik Sophusson um stækkunarmöguleika Landsvirkjunar Tæknileg'a tilbúnir að tvöfalda raforkufram- leiðslu fyrir árslok 2006 FRIÐRIK Sophusson forstjóri Landsvirkjunar segir í viðtali við Reuters fréttastofuna í vikunni að fyrirtækið sé tilbúið að tvöfalda orkuframleiðslu sína, frá því sem hún er nú, fyrir árslok 2006, eða úr 7,7 terawattstundum í 14,9 ter- awattstundir. I fréttinni kemur fram að virkjað vatns- og gufuafl á landinu árið 1996 hafi verið 5,1 terawattstund. Að meðtöldum þeim vatns- og gufuaflsvirkjunum sem fram- kvæmdir eiga að hefjast við á þessu ári verði árleg orkufram- leiðsla hins vegar komin í 7,7 ter- awattstundir, og eru Búðarháls- virkjun, Svartsengi og Vatnsfells- virkjun inni í þeirri tölu, að sögn Friðriks. Friðrik sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri um að ræða áætlanir Landsvirkjunar heldur þá aukningu sem Landsvirkjun teldi sig tæknilega undirbúna að ráðast í á tilteknu tímabili. Það væri hins vegar að sjálfsögðu háð orkukaup- endum, útkomu úr mati á umhverf- isáhrifum og leyfi Alþingis hvort ráðist yrði í þessar framkvæmdir. Ekki áætlanir Landsvirkjunar heldur tæknilegur möguleiki Að sögn Friðriks miðast aukning raforkuframleiðslu í 14,9 terawatt- stundir á ári við framkvæmd Fljóts- dalsvirkjunar, N orðlingaölduveitu, Skaftárveitu, virkjunar í Bjarn- arflagi og Kárahnúkavirkjunar. „Þetta er það sem er tæknilega mögulegt að áliti Landsvirkjunar fram til loka árs 2006 en í okkar áætlunum er ekkert á fram- kvæmdastigi nema Vatnsfellsvirkj- un, Búðarhálsvirkjun og Svartsengi sem við framkvæmum ekki heldur kaupum raforku af. Við höfum lýst áhuga okkar á virkjun í Bjam- arflagi, Norðlingaalda er enn á við- ræðustigi og Kárahnúkavirkjun er á frumstigi, en talsverðum fjármun- um verður veitt í rannsóknir við Kárahnúka á þessu ári,“ sagði Frið- rik í samtali við Morgunblaðið í gær. I viðtali Friðriks við Reuters fréttastofuna segir einnig að ef samningar við Norsk Hydro gangi upp verði um að ræða 120,000 tonna álver með möguleika á að vera stækkað í 360,000 tonn. Til þess að mæta þeirri orkuþörf sem þar skap- ast þurfi að fara út í tvær nýjar virkjanir, og er þar átt við Fljóts- dalsvirkjun og Kárahnúkavirkjun, að sögn Friðriks. S Morgunblaðið/Kristinn Áfram norðan strekkingur BUIST er áfram við norðan strekkingi víða um urhæðar í gær og fyrradag hefur verið erfitt um land í dag með talsverðu frosti norðanlands en samgöngur en tveir jafnfljótir skila mörgum um heldur minna frosti syðra. Vegna snjókomu og veð- drjúglangan veg þegar á þarf að halda. Breyttar aðferðir við innheimtu hjá tollstjóranum í Reykjavík skila betri árangri Bætt innheimta skilaði 650 milljónum til ríkisins ÁRANGUR innheimtumála hjá toll- stjóranum í Reykjavík batnaði á síð- asta ári í kjölfar breytinga sem gerðar vöru í innheimtunni. Bætt innheimta skilaði ríkissjóði 650 milljónum meira á árinu en ef inn- heimtan hefði verið með óbreyttum hætti. Fjárnámsbeiðnum hjá emb- ættinu hefur fækkað um helming og gjaldþrotaskiptabeiðnum um þriðj- ung. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspum frá Guðmundi Hallvarðs- syni alþingismanni. Gjaldheimtan í Reykjavík var lögð niður 1. janúar 1998 og inn- heimta á vegum hennar flutt til embættis tollstjórans í Reykjavík. Jafnframt var starfsemi innheimtu- sviðs embættisins endurskoðuð með það að markmiði að auka skilvirkni í innheimtumálum, samræma störf innheimtumanna, draga úr dýrum innheimtuaðgerðum vegna lágra fjárhæða og tryggja jafnræði gjald- enda. Sett var á stofn sérstök milli- innheimtudeild, sem var ætlað að gefa gjaldendum upplýsingar um vanskil og gefa þeim kost á að leysa mál sín án þess að til frekari og kostnaðarsamari innheimtuaðgerða þyrfti að koma. Minna um fjárnám og gjaldþrot Þær breytingar sem gerðar voru leiddu til þess að fjámámsbeiðnum fækkaði úr um 16.000 árið 1997 í 8.164 árið 1998. Útlagður kostnaður við fjárnámsbeiðni er að lágmarki 3.500 kr. og því hafa sparast a.m.k. 28 milljónir kr. vegna færri fjár- námsbeiðna. Sá sparnaður er aðal- lega hjá gjaldendum. Gjaldþrota- beiðnum fækkaði um 286 milli ára sem er 31% fækkun. Jafnframt fækkaði uppkveðnum úrskurðum um gjaldþrotaskipti um 86, sem er 23% fækkun milli ára. Þegar mál eru tekin til gjaldþrotaskipta þarf tollstjóri að leggja fram 150.000 kr. tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar við skiptin. Tollstjóri áætlar að þessi fækkun hafi sparað ríkissjóði 8 milljónir króna á síðasta ári. Fjármálaráðherra segir í svari sínu, að þegar ákveðið var að leggja Gjaldheimtuna niður og færa verk- efni hennar til tollstjóra hafi verið reiknað með að innheimtuárangur versnaði fyrst um sinn. Þetta hefur hins vegar ekki gerst heldur þvert á móti hefur hann almennt batnað milli ára. Innheimtuái-ar.gui- toll- stjórans í Reykjavík á þinggjöldum félaga batnaði um 5,44%. Arangur varðandi innheimtu þinggjalda ein- staklinga batnaði um 5,07%. Inn- heimta á virðisaukaskatti batnaði um 0,45%, en innheimtuárangur á staðgreiðslu opinberra gjalda versnaði um 0,18%. „I heild hefur bættur innheimtu- árangur tollstjórans í Reykjavík í framangreindum gjaldflokkum leitt til þess að innheimt hefur verið um það bil 650 milljónum kr. meira á árinu 1998 en verið hefði ef inn- heimtuárangur hefði verið óbreytt- ur miðað við árið 1997 að teknu til- liti til lakari innheimtuárangurs í staðgreiðslu opinberra gjalda,“ seg- ir í svari fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.