Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÞENSLAN ÓGNAR VERÐ S TÖÐU GLEIK A Mikill uppgangur hefur verið í efnahagslífínu und- anfarin ár, svo mikill að óttast er að þenslan sé að breytast í hættulega ofþenslu, sem ógni verðstöð- ugleika. Morgunblaðið leitaði álits nokkurra sér- fræðinga, sem segja margvísleg merki slíkrar of- þenslu, hvort sem litið sé til stóraukins innflutn- ings á síðasta ári og gífurlegrar einkaneyslu, mikils viðskiptahalla, síminnkandi atvinnuleysis og aukinna útlána, auk þess sem fasteignaverð hafí hækkað nokkuð að undanförnu. Þeir segja harðn- andi samkeppni og hagstætt innfiutningsverð m.a. hafa ýtt undir verðstöðugleika, en nú sé það stjórnvalda að sýna aðhaldssemi, til að vega á móti þróuninni. MÁR Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir margvísleg merki um ofþenslu, sem gæti ógnað verðstöðugleika. „Undanfarið hefur verið mjög mikil aukning á innflutningi, eða um 26% á síðasta ári, en á síðustu mánuðum hefur dregið þar nokk- uð úr. Þá hefur atvinnuleysi fa.ll- ið hratt á síðustu mánuðum og er núna árstíðaleiðrétt um 2,3%, sem er fyrir neðan það sem hing- að til hefur verið talið geta sam- rýmst verðstöðugleika. Á móti kemur, að á síðasta ári var tölu- verður innflutningur vinnuafls, sem létti á þrýstingi á vinnu- markaði." Már segir að þrátt fyrir þessi greinilegu ummerki um þrengri vinnumarkað mælist ekki enn sem komið er umtalsvert launa- skrið á almennum markaði. „Hjá hinu opinbera hafa hins vegar verið miklar launahækkanir. Síðasta ársfjórðung 1998 voru laun hjá hinu opinbera og bankakerfinu um 12% hærri en á sama tima árinu áður, á meðan launavísitaian í heild hækkaði um 8%.“ Már segir mikinn vöxt í pen- inga- og lánastærðum. „Aukning- in í útlánum á árinu 1998 var 31%. Þetta getur haft í för með sér ákveðna áhættu fyrir banka- kerfið og kyndir undir þenslunni. landsframleiðslu og innflutning, að sögn Más. „Gjaldeyrisforðinn verður hins vegar varla aukinn nema með því að minnka við- skiptahallann og auka með því móti gjaldeyrisinnstreymi eða stuðla að auknu fjármagnsinn- streymi eða draga úr fjármagns- útstreymi, til dæmis með hærri vaxtamun gagnvart útlöndum." Erum á tæpasta vaði Niðurstaða Más er að við séum á tæpasta vaði, þótt ekki sé með óyggjandi hætti hægt að fullyrða að hér á landi sé ofþensla sem ógni verðstöðugleika, en hins vegar séu töluverð hættumerki. „Það blikkar ekki á öllum rauðu aðvörunarljósunum, en tvímæla- laust á meirihluta þeirra. Með hverju árinu sem líður, þar sem hagvöxtur er umfram það sem búast má við að hann geti verið til lengdar, atvinnuleysi minnkar og æ fleiri framleiðsluþættir inn- anlands eru fullnýttir, því minna borð verður fyrir báru. En það er ekkert öruggt í þessu. Það getur verið að við komumst klakklaust í gegnum þetta ár. Það er hins vegar ýmislegt sem bendir til þess nú að aukið aðhald í pen- ingamálum og/eða ríkisfjármál- um þurfi að koma til ef við eigum að forðast ofhitun og brotlend- ingu hagkerfisins." IÍOí I Zf. ■7 < <C 2 i •1 CfiS ' i ^ s helstu viðskiptalöndum. Hérna hefur einnig ríkt aðhaldssöm peningastefna, sem hefur stuðlað að hækkandi gengi. Þetta er meginskýringin á því að verð- bólgan er undir 2%, en við getum ekki reiknað með áframhaldandi lækkun á hrávöruverði. Undir- liggjandi verðbólga er sennilega að lágmarki 2% og fer líklega í það far á næstu mánuðum. Hvort verðbólga verður síðan meiri en þetta veltur á því hvort þrengri vinnumarkaður skilar meira launaskriði á næstunni og hvort gengi krónunnar helst stöðugt. Þar hafa menn auðvitað áhyggj- ur af miklum viðskiptahalla. Það hefði verið best að taka á mikilli aukningu eftirspurnar eftir láns- fé og vaxandi viðskiptahalla með meira aðhaldi í ríkisfjármálum, annaðhvort með lægri útgjöldum eða hærri sköttum.“ Gjaldeyrisforði er tiltölulega lítill um þessar mundir miðað við Fasteignaverð hefur einnig hækkað, þótt þar séu enn engin stór stökk miðað við hvað það lækk- aði mikið að raungildi um árabil. í desem- ' ' ber sl. var fast- eignaverðið þó um 7% hærra en árið á undan, sem er auðvitað þenslumerki." Undirliggjandi verð- bólga 2% að lágmarki Már segir að það sé nokkuð mótsagnakennt að verðbólgan hafi haldist lítil þrátt fyrir þessi þenslumerki, eða um 1,4% miðað við tólf mánaða tímabil. „Það skýrist að töluverðu leyti af mjög hagstæðri þróun innflutnings- verðs, þar sem hrávöruverð hef- ur verið lágt og verðbólga lítil í Friðrik Már Baldursson Þjóðhagsstofnun Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Margvísleg merki um ofþenslu / Astæða til að vera á verði gagnvart verðbólgu FRIÐRIK Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að vöxtur í útgjalda- stærðum, einkaneyslu, fjárfestingu og innflutningi, hafi verið feykimikill á síðasta ári. „Við höfum engar marktækar vísbendingar um að eitt- hvað sé farið að draga úr, nema hvað nokkuð hefur hægt á innflutn- ingi. Það vekur vonir um að ákveðin umskipti séu að verða. Eftirspurn eftir mannafla hefur hins vegar auk- ist mikið á síðustu mánuðum, skráð atvinnuleysi er orðið mjög lágt og ekkert sem bendir til að það breyt- ist. Það eru því öll skilyrði á þann veg, að ástæða er til að vera á verði gagnvart aukinni verðbólgu." Friðrik Már segir að þrátt fyrir að laun hafi hækkað mikið hafi verðlag ekki gert það að sama skapi. „Skýringin á þessu er að inn- flutningsverðlag hefur verið mjög hagstætt og jafnframt hefur orðið mikil framleiðniaukning hjá fyrir- tækjum. Þau hafa þannig náð að halda í við launahækkanir, að minnsta kosti að einhverju leyti. Það verður fróðlegt að sjá niður- stöður ársreikninga þeirra fyrir síðasta ár. Ef þau hafa náð að halda hagnaði í horfi þrátt fyrir miklar launahækkanir þýðir það að þau hafa bætt sig á öðrum sviðum og aukið framleiðnina. Þá er minni ástæða til að óttast að þau þurfi að vinna kostnaðarhækkanir inn með verðlagshækkunum.“ Ekki verður gengið öllu lengra Friðrik Már segir ljóst að ekki verði gengið öllu lengra sömu braut í efnahagsmálum. „Það er mjög æskilegt að slá á eftirspurn, ekki eingöngu vegna verðbólguhættu heldur vegna mikils viðskiptahalla, meðal annars vegna mikillar aukn- ingar á innflutningi neysluvöru." Friðrik Már segh' aðspurður að vissulega hefði verið æskilegt að meira aðhald hefði verið veitt af hálfu ríkisins og ekki síður sveitar- félaga, sem væru rekin með halla í góðærinu. Þjóðhagsstofnun hefur ofspáð verðbólgu síðustu tvö árin, að sögn Friðriks Más. „Það má vera að við séum að því aftur núna, enda erum við með hæstu spána af íslenskum aðilum. Það er ljóst að hingað til hefur efnahagslífið staðið sig betur en við reiknuðum með.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.