Morgunblaðið - 21.02.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 17
LISTIR
‘iQíkJgSs*
www.simi.is
Morgunblaöið/Árni Sæberg
EINNI mynda Kristjáns komið fyrir í Hallgrímskirkju.
RIJNAR Óskarsson með
bassaklarínettuna.
Bassaklar-
ínettu-
leikur í
Hásölum
RÚNAR Óskarsson bassaklar-
ínettuleikari heldur tónleika í Há-
sölum Hafnarfjarðarkirkju mánu-
daginn 22. febrúr kl. 20.30.
A tónleikunum verða leikin verk
eftir Isang Yun, Elínu Gunnlaugs-
dóttur, Theo Loevendie, Claudio
Ambrosini, Eric Dolphy og Wayne
Siegel. Allt eru þetta verk frá þess-
ari öld, það elsta er djassspuni eftir
E. Dolphy og það yngsta er verk
eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, sem
hún samdi fyrir Rúnar og verður
frumflutt á tónleikunum.
Rúnar Óskarsson lauk einleikara-
og kennaraprófí frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík vorið 1993. Þaðan
lá leiðin tO Hollands þar sem hann
nam hjá George Pietersonog
Walther Boeykens. Auk þess að
leika á klarínettu hefur Rúnar und-
anfarin ár verið í bassaklarínettu-
námi hjá manninum sem hvað mest-
an þátt hefur tekið í að hefja
bassaklarínettuna til vegs og virð-
ingar, Hari-y Sparnaay, og lauk
Rúnar einleikaraprófi á bassaklar-
ínettu frá Sweelinck Conservatori-
um í Amsterdam í júní sl.
Eftirlæti margra tónskálda
Bassaklarínettan er ekki gamalt
hljóðfæri. Fyrstu eintökin voru
gerð um 1750 en það er ekki fyrr en
á þessari öld sem farið var að skrifa
eitthvað að ráði fyrir hljóðfærið.
Síðastliðin 30 ár hefur vegur
bassaklarínettunnar sem einleiks-
hljóðfæris vaxið hratt og er hún nú
orðin eftirlæti margra tónskálda
sem nýta sér óspart þá gífurlegu
möguleika sem hljóðfærið hefur upp
á að bjóða umfram flest önnur
blásturshljóðfæri, segir í fréttatil-
kynningu.
Kristján Davíðsson
sýnir í Hallgrímskirkju
SÝNING á málverkum eftir Krist-
ján Davíðsson verður opnuð í Hall-
grímskirkju í dag eftir messu. Kri-
stján hefur lánað kirkjunni tvö
gríðarstór og litsterk olíumálverk
til þess að prýða kirkjuna á fóst-
unni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
hann leggur sinn skerf til styrktar
Hallgrímskirkju, því á unglingsár-
unum vestur á fjörðum lék hann á
fiðlu og mandólín í Þingeyrar-
kirkju á tónleikum til þess að safna
fé til byggingar Hallgrímskirkju í
Reykjavík. Kristjáni var þegar í
bernsku margt til lista lagt, og
kenndi hann sjálfum sér á hljóð-
færi í héraðsskólanum á Núpi. Æ
síðan hefur tónlistin verið ríkur
þáttur í lífi hans, segir í fréttatil-
kynningu.
Myndhst Kristjáns hefur farið
víða, og voru myndir hans m.a. á
sýningu í Róm í tengslum við heim-
sókn forseta íslands og biskups
þangað í haust. Málverk hans má
sjá á sérstökum samsýningum
þessa dagana, bæði í Listasafni ís-
lands og í Gerðubergi.
Sýningin stendur til fimmtu-
dagsins 15. apinl.
RAÐSTEFNA
23. febrúar 1999
A T M
Sveigjanleiki, hraði og gæði
í marsmánuði nk. mun Landssíminn opna nýja
gagnaflutningsþjónustu sem byggir á ATM tækni.
í tilefni þessara tímamóta boðar Landssíminn til
ráðstefnu um ATM fjarskipti þriðjudaginn
23. febrúar nk. kl. 13 -17.
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík.
Hægt verður að taka þátt í ráðstefnunni á Akureyri
í húsi Háskólans að Glerárgötu 36 með hjálp ATM
sambands milli Reykjavíkur og Akureyrar. Notaður
verður fjarfundabúnaður sem þróaður hefur verið
fyrir ATM samband.
Fluttir verða fyrirlestrar um ATM taeknina,
þá þjónustu sem hægt er að bjóða með ATM,
verðlagningu þjónustunnar og reynslu nokkurra
fyrirtækja sem hafa notað ATM í tilraunarekstri.
Ráðstefnustjóri verður Þórarinn V. Þórarinsson,
stjórnarformaður Landssímans.
Ráðstefnugjald er 5.000 kr.
Skráning fer fram í síma 550 7700 eða með tölvupósti
til atm@simi.is, eigi siðar en á hádegi mánudagsins
22. febrúar.
RAÐSTEFNA UM ATM
23. febrúar 1999
DAGSKRÁ
13:00 Opnunarávarp frá Akureyri
Halldór Blöndal, samgönguráðherra
13:10 Yfirlit yfir ATM tæknina
Davíð Gunnarsson, verkfræðingur hjá
Landssíma Islands hf.
13:35 The Benefits of ATM in the Business
Environment - ATM Services
FrédéricThépot, Fore Systems Inc.
14:25 Ouality of Service in Data Networks
-IPvs. ATM
Peter Feil, Deutsche Telekom Berkom
15:10 Kaffihlé
15:40 Nýting ATM og annarra háhraða
fjarskipta frá sjónarhóli Flugleiða
Öm Orrason, verkfræðingur hjá Flugleiðum hf.
16:00 Kostir háhraða fjarskipta fyrir fyrirtæki
á landsbyggðinni
Bjami Hjarðan forstöðumaður nekstrardeildar
Háskólans á Akuneyri
16:15 Hagkvæmni ATM fjarskipta
Sævar Freyr Þráinsson, forstöðumaður
fyrirtækjaþjónustu landssfmans
\ ' ■ • y*
i6:35 Fyrirspumir og umræður
H7:oo\ LéttarveitingarJ
*
ori/lame
Náttúrulegar sænskar snyrtivörur
______Gæða snyrtivörur__
i á góðu yerði. ____
29 ár á fslandi.
' Sími 567 7838 - fax 557 3499
e-maii raha@islandia.is
V www.xnet.is/oriflame