Morgunblaðið - 21.02.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 líí
LISTIR
Leikriti Brynju Benediktsdóttur vel tekið á Grænlandi
Island er landið -
með Guðríðar sögu
Kaupniannahöfn. Morgunblaðið.
SAGAN á útjaðrinum, á Islandi,
Grænlandi og Norður-Ameríku,
hingað til mest sögð af körlum, en
nú sögð af konu, segir í umsögn í
Information um sýningu á Guðríðar
sögu Brynju Benediktsdóttur í
Nuuk á Grænlandi. I umsögninni
um sýninguna, sem Brynja bæði
samdi og leikstýrir, kemst Erik
Lund gagnrýnandi að þeirri niður-
stöðu að sýningin, sem í Nuuk var
leikin á sænsku af leikkonunni
Tristan Gribbin, eigi brýnt erindi
við Dani, svo vonandi komi sýning-
in þangað, eftir að hafa verið sýnd
svo víða annars staðar.
„Norður-atlantísk farandsýning,
sem hefur þegar slegið í gegn, er
nú loksins komin aftur til þess
lands, þar sem drjúgur hluti leiks-
ins á heima,“ segir í inngangi grein-
arinnar um Guðríðar sögu og um
leið bent á að Brynja Benedikts-
dóttir sé eiginlega einnig komin
heim. Rifjað er upp að hún hafi
unnið í þrjátíu ár við Þjóðleikhúsið,
en reki nú sitt eigið leikhús,
Skemmtihúsið, í hjarta höfuðborg-
arinnar. Utan Islands sé hún þó
þekktust fyrir hið verðlaunaða leik-
rit, Inuk, sem fjalli um Grænlend-
inga og sem hún hafi ferðast með til
tuttugu landa.
„Nú er Grænland aftur á dag-
skrá. I þetta skiptið með mjög
gamla en um leið mjög nútímalega
einnar konu sýningu," og bent á að
sá sem vilji skilja ríkjasambandið
danska ætti að láta eftir sér að sjá
þessa sýningu, sem sprottin sé úr
tveimur Islendingasögum, Græn-
lendingasögu og Eiríks sögu rauða.
„Ríkjasambandið er í raun örlaga-
samband, hvort sem okkur líkar
það betur eða verr, orðið til löngu
áður en íyrstu ríkin voru mynduð
með því að draga undarlegar bein-
ar línur á landakort, síðan kallaðar
ríkjamæri.“
Sjónarhorn
kvenna
Rakið er að rammi sýningarinnar
sé einfóld en áhrifamikil sviðs-
mynd, gamalt kort yfir norðrið,
sem á íVz klukkustundar ferð
leikkonunnar Tristan Gribbins í
tíma og rúmi verði hluti af leik-
reynslunni. „Af'tur og aftur bendir
hún á kortið, eftir því sem verkinu
vindur fram og löndin, ekki ríkin, fá
nöfn eftir fólkinu, sem byggir þau
og þeim atburðum, sem gerast.
Þess vegna geta þættirnir tveir,
sem rúma alla söguna, fangað og
haldið utan um sögu Guðríðar Þor-
bjarnardóttur og ferðir hennar um
heiminn - fimm hundruð árum fyrir
ferðir Kólumbusar."
Erik Lund rekur síðan sögu Guð-
ríðar, sem fæddist á íslandi, bjó á
Grænlandi og síðan í Norður-Am-
eríku, þar sem hún varð fyrst til að
fæða evrópskt barn, en fer síðan á
efri árum í pflagrímsför um Dan-
mörku til Rómar. „Á íslenskan hátt
fór hún út í heim og á íslenskan
hátt snýr hún aftur til íslands. Sem
nunna á íslandi lýkur hún lífsferð-
inni, sem frá sjónarhorni konunnar
veitir okkur nýja innsýn í lífið á út-
jöðrum íslands, Grænlands og
Norður-Ameríku, sem hingað til
hefur íyrst og fremst verið rakið af
körlum. Rammi leikritsins, sem nú
er til í þremur útgáfum, á íslensku,
sænsku og ensku, er þessi heims-
hluti í upphafi mannkynssögunnar,
þegar þeim lýstur saman Þór og
Kristi."
Síðan segir að einhver útgáfn-
anna þriggja hljóti á endanum að
berast á danskt svið, því Dönum sé
nauðsyn á að sjá þetta verk um
elstu rætur sínar. Það sé í raun
grunsamlegt að leikferð til Dan-
merkur komi ekki fyrr en eftir sýn-
ingar í höfuðborgunum Reykjavík,
Þórshöfn, Dyflinni, Stokkhólmi og
nú síðast Nuuk. „Að vísu liggur
Danmörk nokkuð utan við þennan
leik. En fyrir sjónarhornið er það
hollt að fá hér hlutverk sem út-
kjálkasvæði og áfangastaður á leið-
inni að hinu endanlega takmarki.
Gömul nýlenduveldi hafa á stund-
um þörf fyrir slíkt innsæi. Og hér
er auk þess hægt að fá það á svo
skemmtilegan hátt að það gerir
ekki hætishót til að fá það rifjað
upp.“
Heimsferðir
óska eftir
íslenskum flugfreyjum
Heimsferðir og Sabre Airways óska eftir íslenskurn ilugfreyjum til að
íljúga frá íslandi 2-3 daga í viku í sumar á hinum nýju Boeing 737-800
þotum Sabre Airways.
Sabre Airways mun annast þjálfun viðkomandi í Bretlandi og í Keflavfk.
Viðkomandi verða staðsettir á íslandi í sumar. Fyrsta flug hefst 30. mars
og lýkur í október. Viðkomandi verða að geta unnið allt tímabilið.
Umsækjendur eru beðnir um að skila skriflegum umsóknum á ensku
með mynd, til Heimsferða með upplýsingum um málakunnáttu, menntun
og fyrri störf. Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið sem flugfreyja áður,
en er ekki skilyrði.
Eingöngu er tekið við skriflegum umsóknum.
Öllum umsóknum verður svarað og er farið með sem trúnaðarmál.
Umsóknir sendist til:
Heimsferðir,
Austurstræti 17,
101 Reykjavík,
merkt: Flugfreyja/flugþjónn.
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Fréttagetraun á Netinu mbl.is
ALLTAf= e/TTH\SA£> A/ÝT7
ISPifei,-
Kaupmannahöfn
Árósar
Álaborg
Malmö
Stokkhólmur
Gautaborg
Osló
Bergen
Stavanger
Amsterdam
Ziírich
París
22380
22.600
22.870
22.380
23.570
23.550
24.660
24.660
24.660
29.830
29.490
29.590
Lágmarksfyrirvari er 7 dagar. Síðasta heimflug 29. maí.
Flugvallarskattar innlfaldir í verði.
Söluskrifstofa SAS Laugavegi 172 Sími 562 2211 Netfang sasis@itn.is
Út í vorið með SAS
Frábær tilboð á fargjöldum
Vorfargjöld SAS eru ótrúlega hagstæð.
Þau gilda fyrir ferðatímabilið frá 3. apríl til
29. maí og er flogið með SAS á
laugardögum. Hámarksdvöl er einn
mánuður. Allar nánari upplýsingar fást á
næstu ferðaskrifstofu eða hjá SAS.
SAS
Scandinavian Airlines