Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, í ham. Margir segja að hann hafi stolið pólitískum klæðum hægrimanna og beri þau með meiri glæsibrag en þeir. Hægrimenn til- kynna þjófnað Vinstriöflin í Evrópu hafa sótt inn á miðj- una síðustu árin með góðum árangri undir forystu kraftmikilla leiðtoga. Vopnin hafa verið „nýu markmið eins og markaðs- hyggja og áhersla á jafnvægi í ríkisbú- skapnum en um leið umhyggja fyrir al- Reuters mennum launþegum. Kristján Jónsson kynnti sér umfjöllun erlendra fjölmiðla og ræddi við íslenska fræðimenn um meinta kreppu hægrimanna. VIÐ hrun Berlínarmúrs- ins fögnuðu lýðræðis- sinnar um allan heim sigri en hægrimenn töldu sig gera það með meiri rétti en aðrir; höfðu þeir ekki verið í fararbroddi baráttunnar gegn heimskommúnismanum? Og þeir spyrja sárreiðir hvemig vinstriflokkamir dirfíst að pakka hefðbundnum stefnumálum íhalds- manna inn í nýjar umbúðir og segja, án þess að biðja nokkurs staðar um leyfi, að innihaldið sé jafnaðar- stefna. I grein Rogers Cohens í The New York Times segir að orðið íhalds- samur sé búið að fá mjög neikvæð- an hljóm í Evrópu og hann vitnar í fræðimenn, máli sínu til stuðnings. „Allir hægriflokkamir æptu „sig- ur!“ þegar Berlínarmúrinn hrandi en þeir skildu ekki að þeir vora bún- ir að missa aflið sem þeir skil- greindu sig gagnvart," hefur hann eftir Pascal Perrineau sem er franskur stjómmálafræðingur. „Og síðan hafa þeir verið ófærir um að boða eitthvað sem ekki virkar eins og afturhaldssemi, fortíðarþrá eða úrelt tugga.“ Hægriöflin njóta þess ekki núna að hafa stuðlað að falli jámtjaldsins og stöðvað ofvöxt í opinberam út- gjöldum sem var ógnvekjandi vandamál þegar þeir hrepptu völdin á níunda áratugnum. Margir álíta að ekki sé um nein tímamót að ræða heldur hafi ein- faldlega verið kominn tími til að skipta um stjóm í mörgum löndum eins og eðlilegt sé í lýðræðisríkjum. Ekki megi heldur gleyma jafn eðli- legum mannlegum viðbrögðum og leiða á sitjandi ráðamönnum. Breska tímaritið The Economist fjallaði nýlega um vanda evrópskra hægrimanna og sagði þá ekki aðeins sigraða heldur einnig ráðvillta. Þeir væra ekki búnir að gera upp við sig hvort bíða bæri nýrra tækifæra, endurbæta gömlu stefnuna eða reyna að koma sér upp nýjum markmiðum sem næðu eyram al- mennings. Hægristefna í Evrópu hefur verið ofin úr tveim meginþáttum. Annars vegar frjálshyggjustefnu, sem Margaret Thatcher boðaði af mestri sannfæringu. Hins vegar varfærinni íhaldsstefnu sem kristilegir demókratar í mörgum löndum hafa fylgt og er umhyggja fyrir lítil- magnanum einn af lykilþáttum hennar, svo mjög að oft er erfitt að greina mun á henni og hógværri jafnaðarstefnu. The Economist sagði að sums staðar, einkum í kaþólskum löndum, væri rætt um að hægri- og íhalds- flokkar ættu að leggja rækt við fom gildi eins og kristindóm og fjöl- skyldutengsl, aðrir legðu til að rök- semdir frjálshyggjunnar yrðu brýndar aftur gegn ofstýringar- og forsjárhyggju andstæðinganna. Mestan byr í seglin hefðu þó fengið hugmyndir um að höfða til þjóð- rækni en þá gæti verið vandasamt að misstíga sig ekki. Menn gætu auðveldlega hafnað í ofstækisfullu útlendingahatri. Hroki og hugmyndafátækt? Fall Helmuts Kohls og kristilegra demókrata hans í Þýskalandi síðast- liðið haust var síðasti kaflinn í sorg- arsögu hægrimanna er hófst um miðbik áratugarins. 1997 sögðu breskir og franskir kjósendur þeim upp störfum, í fyrmefnda tilfelhnu eftir 18 ára óslitinn valdaferil. Margar skýringar hafa verið nefndar. Flokkamir hafi verið of lengi við völd, kjósendur verið orðn- ir þreyttir á hroka þeirra og hug- myndafátækt. Bent er á að hægri- menn Jose Maria Aznars á Spáni hafi sigrað sósíalista sem höfðu þó geysisterkan leiðtoga en vora búnir að vera lengi við völd. Fólk vildi breytingu. Þýskir hugsuðir á hægri vængn- um hafa stungið upp á ýmsum markmiðum til að marka hægri- flokkunum sérstöðu gagnvart miðjustefnu Gerhards Schröders: Áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, umhverfisvemd, vemdun klassískrar menntunar til að varðveita gömul gildi og sporna þannig við kreddubundinni ofurá- herslu á nútímavæðingu og loks rót- tækum efnahagstillögum til að efla framkvæði á kostnað félagslegrar umhyggju sem oft er bent á að snú- ist geti í ofvemdun af hálfu ríkisins. Ríkið sé að breytast í eins konar af- skiptasama bamfóstra. Samstaða hefur ekki náðst um þessar tillögur. „Eina leiðin fyrir okkur núna er að bíða,“ segir hnugginn hðsmaður kristilegra demókrata í Þýskalandi. Sums staðar er vandinn vegna staðbundinna aðstæðna og má nefna að lýðræðissinnaðir, franskir hægrimenn era klofnir í fimm aðal- flokka, sumir þeirra eru aftur klofn- ir í skipulagðar fylkingar. A Ítalíu hrjáir leiðtogavandi hægrimenn, helstu foringjamir eru orðaðir við fjármálaspilhngu eða gamlan fas- isma. Alþjóðavæðing ógnar Mikilvægur þáttur í þróuninni hjá kjósendum er alþjóðavæðingin í öll- um samskiptum þjóða. Heimurinn er að verða einn markaður og fjöldi fólks finnur til öryggisleysis við þessar nýju aðstæður þar sem sam- keppni frá fjarlægum löndum er skyndilega farin að ógna hefðbundn- um störfum þeirra ekki síður en tæknibreytíngar. Samfélagið sem menn þekktu er á hverfanda hveh. Vinstriflokkamir eiga auðveldara með að sýna þessum ótta skilning en þeir sem hafa haft frjálsa verslun og óhefta markaðshyggju án rikis- afskipta af atvinnumálunum að leið- arljósi. Hvað sem hður raunveru- legri stefnu margra hægriflokka geta andstæðingar þeirra vísað í stefnuskrámar og spurt hvort þeim verði íylgt og hverjar afleiðingamar verði þá. „Og nýju vinstri-miðflokkamir vora fljótir að nýta sér færi á því að höfða til fjöldafylgisins; þeir boðuðu að markaðurinn skyldi ráða en taka yrði tillit til félagslegra sjónar- miða,“ hefur áðurnefndur Cohen eftir breskum stjómmálaskýranda, Jonathan Eyal. Mikið atvinnuleysi er landlægt í mörgum Evrópulöndum og hefur jafnvel verið svo áratugum saman. Þess er því krafist að staðinn verði vörður um velferðarkerfið þótt flestum sé ljóst að ákveðnir þættir þess geti ekki staðist til lengdar vegna innbyggðar þenslu. Má nefna að hlutfall aldraðra af íbúafjöldan- um eykst hratt næstu áratugi. Nægja skatttekjur framtíðarinnar til að halda uppi ókeypis heilsu- gæslu og umönnun fyrir alla, án til- hts til aðstæðna þeirra, er spurt. „Nýja vinstristefnan boðar eins konar andspyrnu gegn sigurhrósi kapítahsta að loknu kalda stríðinu og gerir sér miskunnarlaust mat úr svonefndu tilfinningaleysi hægri- manna,“ segir The Economist. En ritið segir jafnframt að mikil- vægasta ástæðan íyrir umskiptun- um hjá kjósendum sé að vinstri- flokkarnir hafí breyst. Tony Blair í Bretlandi hafi klófest miðjuna í stjórnmálunum með því að „stela“ fótum hægrimanna og bera þau auk þess með meiri glæsibrag. Sama sé upp á teningnum í fleiri Evrópu- löndum. Oft er bent á að ýmis hefð- bundin gildi og áhersluatriði flokka til hægri við miðju eins og trú, þjóð- ernisvitund og fjölskyldan eigi í vök að verjast. En breski leiðtoginn er trúrækinn og hefur gripið á lofti ákall íhaldsmanna um gömul og góð gildi. Hann vill t.d. reyna að spoma við fjölgun einstæðra mæðra, betra sé að böm njóti umönnunar beggja foreldra og stuðla beri að slíkri þró- un með hjálp trygginga- og skatta- kerfis. „Blair er að mörgu leyti hægra megin við okkur í efnahags- og fjöl- skyldumálum," hefur ritið eftir kristilegum demókrata í Þýska- landi. The Economist segir mann- inn vera í senn vantrúaðan og graman vegna þessa. Og vissulega hefur margt breyst; viðtekin sann- indi í flokkaslagnum milh hægri og vinstri eru á faralds fæti. Friðarstefna og stuðningur við minnihlutahópa í venjulegum vinstriskilningi á ekki lengur upp á pallborðið vinstra megin í öllum til- vikum. Blair sendi hiklaust breskar þotur til að taka þátt í loftárásunum á írak íyrir skemmstu og Lionel Jospin í Frakklandi olli fjaðrafoki í fyrra er hann neitaði að veita rúm- lega 60.000 ólöglegum innflytjend- um landvistarleyfi. „Ataður auði“ Efnahagstefnan er gerbreytt og fátítt er að heyra talsmenn vinstri- manna tala um gróða og einka- framtak með hneykslunartón í röddinni nema kannski á lokuðum samkomum fyrir valda hópa gam- alla byltingarsinna. Ráðherra í stjórn Blairs gekk svo langt að segja að ekkert væri rangt við að vera „ataður auði“. Þá var sumum nóg boðið. En skiptir miklu hver fer með völdin? Oft hefur verið meira gert úr raunveralegum breytingum á 11 ára valdatíma frjálshyggjuleiðtog- ans Thatcher í Bretlandi en efni standa tíl. Sem dæmi má nefna að hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarfram- leiðslu jókst lítillega, þrátt fyrir allt. En eins og víðar undir stjóm hægri- manna var þó reynt að hamla gegn taumlausri útþenslu útgjaldanna, vald stéttarfélaga var skert, mark- aðshyggja og einkavæðing náðu sér á strik. Stjóm Verkamannaflokks- ins hefur ekkert hróflað við þessum arfí og segir það sína sögu. Aðhald í ríkisfjármálum er nú meðal fastra hða hjá nánast öllum vinstriflokkum sem vilja láta taka sig alvarlega. Og stjórn franskra sósíalista hefur einkavætt meira en hægrimennirnir sem voru við völd á undan þeim. „Röksemdir hægrimanna urðu ofan á en þeir töpuðu slagnum um atkvæðin," segir einn af fulltrúum breska íhaldsflokksins. Engu virðist skipta þótt erfitt hafi reynst að festa hendur á því hvað Blair og fleiri vinstrileiðtogar eigi við þegar þeir boða „Þriðju leið- ina“, stefnu sem hvorki sé vinstri- né hægristefna heldur eitthvað al- veg nýtt. Blair blandar í málflutningi sín- um saman annars vegar markaðs- hyggju í efnahags- og atvinnumál- um og hins vegar loforðum um að ríkisvaldið muni tryggja að þeir sem raunverulega þurfi aðstoð muni fá hana. Blair er tvímælalaust helsta átrúnaðargoð nýju vinstri- aflanna í álfunni og hefur eitt fram yfir marga talsmenn gömlu hægri- flokkanna: Hann notar orð sem hrífa. Og þegar hann skýrir frá því að framvegis skuh fólk á atvinnuleysis- bótum mæta reglulega til skráning- ar gætir hann þess vel að brýna um leið fyrir mönnum að Verkamanna- flokkurinn sé þrátt fyrir allt trygg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.