Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 + MORGUNBLAÐIÐ c .. .. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á SJOTIU ára afmælinu. Helgi er lengst til vinstri, þá kemur Paul, og loks feðgarnir Orn og Sigurður. Flaskan er ein af 2.000 flöskum af Frapin konfaki, sem sérstaklega var blandað í tilefni aldamótanna. H. O. og Bernhöft keypti 10 flöskur af koníakinu og eru níu nú þegar seldar. Elsti hluti blöndunnar er 150 ára gamall en sá yngsti 35 ára. NÝJAR ÁHERSL UR MEÐ NÝJUM MÖNNUM gm--------------------------\ Aðalfundur HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hotel fimmtudaginn 11. mars 1999 og hefst kl. 14.00. VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Örn Bernhöft fæddist í apríl árið 1930 í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Óskar Guido Bernhöft og María Jóhanna Möller. Örn nam rafmagnsverkfræði í Þýskalandi og hóf störf í heild- sölunni H. Ólafsson og Bernhöft árið 1971, en þá var faðir hans, annar af stofnendum heildsölunnar, orðinn roskinn. Fé- lagið H.Ó. og Bernhöft var stofnað 2. janúar árið 1929. Fyrir- tækið er nú í eigu Arnar, sonar hans Sigurðar Arnar, Helga Jónassonar og Pauls Hansen. --- DAGSKRÁ ------------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum. sem bera á fram á aðalfundi. skutu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Pósthússtræti í Reykjavík frá 3. mars til hádegis 11. mars. Reykjavík. 21. janúar 1999 STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS EIMSKIP eftir Maríu Hrönn Gunnarsdóttur AÐ VORU tveir frændur sem stofnuðu heildsöluna H. Ólafsson og Bernhöft. Þeir höfðu báðir unnið hjá O. Johnson & Kaaber, annar að ég held sem bókari og faðir minn sem sölu- maður,“ segir Örn, en fyrir skömmu voru sjötíu ár liðin frá stofnuninni. Frændurnir voru þeir Ólafur Hauk- ur Ólafsson, sonur Ólafs Hauks Benediktssonar á Vatnsenda, bróður Einars Benediktssonar skálds og at- hafnamanns, og faðir Arnar, Óskar Guido Bernhöft, sonur Vilhelms, tannlæknis, Bernhöft. Vilhelm var sonarsonur Daníels Bemhöft, fyrsta bakarans á íslandi. Ólafur Haukur og Guido voru systrasynir og ná- skyldir eigendum O. Johnson & Kaaber. Þeir byrjuðu að versla með sæl- gæti og tóbak en ári síðar mættu þeir fyrsta mótbyrnum þegar Tó- bakseinkasala ríkisins var stofnuð. Þar á ofan var innflutningur á sæl- gæti takmarkaður skömmu síðar. „Síðan hefur eiginlega alltaf verið einhver kvóti á innflutningi," segir Örn. Frændurnir urðu því að leita á S önnur mið og fljótlega fóru þeir að flytja inn bragð- og ilmefni frá Bush sem notuð eru í matvæla- og sælgæt- isiðnaði. Enn er fyrirtækið með um- boð fyrir Bush, sem nú heitir reynd- ar BushBoakeAllen og flytur inn bragð-, ilm- og ýmis hjálparefni fyrir matvöruiðnaðinn sem þá var að slíta bamsskónum. Einnig var flutt inn allskyns mjölvara, bæði pökkuð og ópökkuð, ásamt sykurvörum. „Þegar þetta var voru höftin svo mikil í innflutningi að allt varð að framleiða hér,“ segir Örn og bendir á að það sé m.a. ástæðan fyrir því hversu gott íslenskt sælgæti er. „Sælgætisiðnaður hér á Islandi hef- ur verið þróaður svo lengi að hann er orðinn einn sá besti í heimi.“ Auk efnavörunnar hófu þeir fljót- lega innflutning á skrifstofuhús- gögnum og stálskápum frá Roneo. „H. Ólafsson og Bemhöft er senni- lega þekktast fyrir þessa skápa,“ segir Órn. Þrátt fyrir kreppu og viðskipta- höft á innflutningi fjölgaði vöruteg- undum sem H. Ólafsson & Bernhöft fluttu inn jafnt og þétt. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var mest flutt inn frá Englandi og Þýskalandi ásamt Danmörku, en eftir að styrjöldin skall á var farið að leita viðskipta- sambanda í Bandaríkjunum. „Þar voru allt aðrir viðskiptahættir en höfðu tíðkast fram til þessa hér á landi. Þar þurfti að gera stórvöru- kaup til að fá gott verð og Banda- ríkjamenn litu ekki við þeim smásendingum sem íslenskir heildsalar réðu við að kaupa. SIS hafði öll kaupfélögin á bak við sig og gat flutt inn í stórum stíl svo allt útlit var fyrir að Sambandið stæði eitt að innflutningnum þaðan,“ segir Örn og leynir því ekki að Sambandið var ekki í neinu uppáhaldi hjá honum. Tökum upp í dag Á þessum árum elduðu heildsalar grátt silfur saman, segir Öm. Engu að síður tókst þeim að ná samkomu- lagi og stofna innflutningssamtökin Impuni. Heildverslun H. Olafsson og Bemhöft var ein af eigendum Impuni. Heildsalar voru síðan með ákveðinn kvóta hjá Impuni. „Eftir strið var kvóti á öllum sköp- uðum hlutum. Þetta fyrirtæki átti stóran kvóta af t.d. eplum og appel- sínum. Ég fór margar ferðir til kaup- manna með epla- og appelsínukassa fyrir jólin en það var eiginlega eini tími ársins sem þessi vara fékkst,“ segir Öm og bætir hálfkíminn við: ,Annars veit ég ekki hversu náið við eigum að fara út í þessa sálma. Flestir þeir sem muna þessa tíma em famir.“ Hann samsinnir því þó að gott geti verið fyrir yngra fólk að sjá hversu mikið aðstæður hafa breyst. Impuni var starfrækt fram á áttunda áratuginn. „Það var margt sem þróaðist öðru vísi en það hefði átt að gera vegna þessarar haftastefnu," segir Öm. „Á þessum tíma auglýstu kaupmenn: „Tökum upp í dag,“ og biðraðir mynduðust gjarnan við verslanir." Eftir stríðið fór innflutningurinn aftur að færast til Evrópu en þá frá fleiri löndum en áður hafði verið, að sögn Arnar. „En þá kom nýr vágest- ur til sögunnar. Fjárhagsráð var stofnað og fyrir því þurfti að sitja til að fá innflutningsleyfi." Þá var um að gera fyrir heildsala að eiga nógu mikið af umboðum, segir hann, því leyfin voru gjarnan smá. „Umboð og innflutningsleyfi gengu kaupum og sölum en héðan voru aldrei seld nein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.