Morgunblaðið - 21.02.1999, Side 29
28 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999 29
J®tr|pmMfílrtl>
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRl
RITSTJÓRAR
SKIPULEG skógrækt hófst
fyrir einni öld á íslandi.
Fyrir réttum 100 árum hófst
danskur skipstjóri, Carl Hart-
vig Ryder, ásamt félögum sín-
um handa við að planta trjám á
svæði, sem hann fékk úthlutað
á eystri barmi Almannagjár á
Þingvöllum. Þar óx úr grasi
Furulundurinn svokallaði, sem
landsmenn þekkja, og er þetta
frumkvæði danska skipstjór-
ans talið upphaf skipulegrar
skógræktar á íslandi.
Þetta frumkvæði Ryders
varð íslendingum til eftir-
breytni og árið 1907 voru
fyrstu skógræktarfélögin
stofnuð og Skógrækt ríkisins
einnig. Árið 1930 var hins veg-
ar Skógræktarfélag íslands
stofnað og hefur það haldið
uppi áróðri og fræðslu um
skógrækt auk þess sem það
hefur staðið fyrir gróðursetn-
ingu öll þau ár, sem það hefur
starfað. Samstarf Skógi’æktar-
félagsins og Skógræktar ríkis-
ins hefur ávallt verið mjög
gott, mikið og farsælt.
Á þeim eitt hundrað árum,
sem liðin eru frá því er skip-
stjórinn og félagar hans hófu
plöntun á Þingvöllum, hefur
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
verið plantað skipulega 60
milljónum plantna í um 12 til
15 þúsund hektara svæði.
Helmingi plantnanna hefur
verið plantað á síðastliðnum
áratug. Upphaflegt takmark
þeirra aðila sem ötulast hafa
staðið að skógræktarmálum í
landinu var að fá almenning til
þátttöku í skógræktarmálum.
Það starf hefur greinilega bor-
ið árangur, ekki sízt nú undan-
farin ár.
Ari fróði Þorgilsson segir í
Landnámu að þegar landnáms-
menn hafí komið að landinu
fyrir rúmum 1.100 árum hafí
það verið viði vaxið milli fjalls
og fjöru. Svo gekk maðurinn
nærri landinu að fyrir réttri
öld var svo komið að aðeins
voru skógar á mjög afmörkuð-
um svæðum landsins. Við
stofnun Skógræktar ríkisins
og síðar Skógræktarfélags ís-
lands hafa menn leitazt við að
snúa þessari óheillaþróun við
og rækta skóga víða um land.
Á þann hátt hafa menn reynt
að gjalda skuldina við landið,
fegra það og bæta í eitt hund-
rað ár.
í tilefni þessara merku tíma-
móta hafa Skógræktarfélag ís-
lands og Skógrækt ríkisins
ákveðið að efna til hátíðahalda
á þessu ári. Hulda Valtýsdótt-
ir, formaður Skógræktarfélags
Islands, upplýsti nú í vikunni
að samningar stæðu yfir milli
félagsins og Félags íslenzkra
tónlistarmanna um að félagið
leggi fram krafta sína á sér-
stökum skógardögum, sem
haldnir verða í sumar, og
verða sérstaklega tileinkaðir
tónlist sem og öðrum atburð-
um á afmælisári skógræktar-
innar. Hinn 26. júní efnir
Skógrækt ríkisins í samvinnu
við forsætisráðuneytið og
Þingvallanefnd til hátíðarsam-
komu á Þingvöllum og helgina
17. til 18. júlí halda Skógrækt
ríkisins og Skógræktarfélag
Islands sameiginlega skógar-
daga, sem áður er vikið að. Að-
alfundur Skógræktarfélags Is-
lands verður síðan haldinn á
Laugarvatni 6. til 8. ágúst og
verður hann tileinkaður af-
mælisárinu. í tengslum við
fundinn verður afhjúpaður
minnisvarði í Haukadalsskógi
til minningar um störf Hákon-
ar heitins Bjarnasonar, sem
var skógræktarstjóri í áratugi.
Loks er ætlunin að halda ráð-
stefnu um fortíð og framtíð
skógræktar á íslandi hinn 16.
október. Einnig verður gefín
út bók um sögu skógræktar á
íslandi þessi fyrstu hundrað
ár. Ritstjóri bókarinnar er Sig-
urður Blöndal, fyrrverandi
skógræktarstjóri.
Markmið hátíðahaldanna í
sumar verður að vekja athygli
almennings á skógrækt og
þeim skógarsvæðum, sem
hann hefur frjálsan aðgang að.
Skógræktin og Skógræktarfé-
lögin munu í sumarbyrjun gefa
út bækling, þar sem kynnt
verða með yfirliti þau skóg-
lendi sem almenningur hefur
aðgang að til útivistar og dval-
ar. Mun sá bæklingur áreiðan-
lega verða kærkominn fólki.
SKOGRÆKT
f HEILA ÖLD
3 • heitum segir að
lykilsaga verði ekki
skilin til fulls „nema
lesendur átti sig á
þessu samspili veru-
leika og skáldskapar".
Það getur vafizt fyrir mönnum þeg-
ar tímar líða. Tilgangur lykilsögu er
annaðhvort sá, ef marka má Hugtök
og heiti, að „fegra ákveðnar persón-
ur og syngja þeim lof eða á hinn
bóginn að gagnrýna og sýna per-
sónur í spéspegli".
Þetta gæti átt við um Guðsgjafa-
þulu og Borgarlíf, en ekki Hrafn-
kötlu.
Höfundur klausunnar í Hugtök-
um og heitum segir að lykilsögur
eigi upptök sín í endurreisnartíman-
um. Ef það er rétt gætu íslenzk
fornrit ekki talizt til þeirra. Eg hall-
ast að því að þau séu þó stundum að
einhverju leyti á undan sínum tíma
og sérstæð að þessu leyti einnig og
sumt í ritskýringum Barða Guð-
mundssonar og Hermanns Pálsson-
ar geti átt við rök að styðjast. En
langt frá því allt(!) Þessar sögur
voru sízt af öllu í ætt við The Moon
and Sixpenee sem Somerset Maug-
ham skrifaði um Gauguin. Þar
gengur listmálarinn ljósum logum
og líf hans á Tahiti lykillinn að öll-
um galdrinum.
4Það er raunar með ólíkindum
• hvað mikið efni saga einsog
Sons and Lovers eftir D.H.
Lawrence hefur þegið úr lífi hans
sjálfs. I sögunni ganga ættmenn
hans, faðir, móðir og bróðir, og
unnusta ljósum logum, en þó er með
öllu ómögulegt að segja, hvað er
skáldskapur og hvað minningar úr
æsku. Fléttan er sambland af
reynslu og hugmyndum og erfitt að
greina þar á milli en sýnir vel
hvernig skáldverk eru spunnin úr
HELGI
spjall
þessum tveimur þátt-
um, svo að vart verður
í sundur greint.
5Slík rit sem ég
• hef nú nefnt eru
með öðrum hætti en
skáldskapur Landshornamanna
sem er skrifaður útúr ævintýrum
okkar Guðmundar Daníelssonar
með nokkrum fyrirvara þó, en ég
hef ávallt verið stoltur af hlutverki
mínu sem fyrirmynd aðalpersón-
unnar, M, vegna þess ég tel söguna
eitt fínasta verk Guðmundar Daní-
elssonar, bæði hvað snertir stfl og
listræn tilþrif. Landshomamenn er
betri bókmenntir en meginið af
þeim skáldskap sem við eigum nú
að venjást í óbundnu máli. Innan-
sveitarkronika, sú perla, kom
nokkru síðar, einnig vaxin úr næsta
nágrenni einsog minning. Samt
skáldskapur.
Landshornamenn lifir í stílnum.
Mikilvægar bókmenntir lifa annað-
hvort í stílnum eða deyja að öðrum
kosti. Efni skáldverka, hversu mik-
ilvægt sem það er, getur ekki
bjargað lífi þeirra ef stíllinn gerir
það ekki. Ef svo væri, hlytu þeir
sem komizt hafa í mestar mann-
raunir að vera mestu rithöfundarn-
ir, ef þeir skrásettu reynslu sína.
En svo er ekki. Rithöfundur þarf
ekki að vera þátttakandi til að
koma efni til skila. Eg veit einungis
deili á einum hermanni sem hefur
ort frambærileg kvæði um Ví-
etnamstríðið. Hann er ljóðskáld.
En kvæðin eru þó ekki eftirminni-
legur skáldskapur.
hafa einlægt
6. hreyft við hugmyndaflugi
Lykilsögur
hreyft
fólks. Margoft hefur verið reynt að
lesa raunverulegar persónur inní
skáldsögur Halldórs Laxness og
raunar oftar talið en skáldið hefur
viljað vera láta að fyrirmyndimar
séu ljóslifandi í verkum hans.
Þannig eiga Einar Benediktsson og
Eggert Stefánsson að fylla út í hlut-
verk sýslumanns og söngvarans í
Paradísarheimt og Brekkukotsann-
ál án þess þær „ritskýringar" eigi
rétt á sér að þessir menn séu í raun
„persónur" í fyrr nefndum verkum.
Enginn höfundur hefur áhuga á að
skrifa persónur úr lífinu í heilu lagi
inní skáldverk sín, þótt einhver
þáttur í lífsstfl fyrirmyndar eða at-
vik sé notað við persónusköpun. En
það er annað en viðkomandi per-
sóna sé sá eini sanni sýslumaður
eða söngvari.
7Hitt er svo annað mál að fyrr
• nefndar persónur hafa haft
áhrif á það gervi sem skáldið hefur
klætt sögupersónur sínar í og er það
algengt í bókmenntum. Eg hef sjálf-
ur reynslu af þessu en þá einnig því
hversu vonlaust það er að skrifa ein-
hverja fyrirmynd „ómengaða“ eða í
heilu lagi inní skáldskap. Margar
sögupersónur eru spunnar úr ólíkum
þráðum ólíks fólks úr umhverfinu og
fer það eftir atvikum - og væntan-
lega einnig lögmálum sögunnar -
hver þátturinn er sterkastur í þeim
myndvefnaði. Þannig er Kristrún í
Hamravík unnin úr tveimur eða
þremur ólíkum kvenpersónum sem
Guðmundur Hagalín hafði fyrir aug-
um í ungdæmi sínu fyrir vestan,
einsog frægt er orðið. Og aðalper-
sóna Guðsgjafaþulu sækir hráefnið í
Oskar Halldórsson útgerðarmann,
en presturinn í Innansveitarkroniku
er skrifaður eins nálægt séra Jó-
hanni dómkirkjupresti og skáld-
sagnapersóna getur verið. En líf
þessa fólks í skáldsögunum er í litl-
um tengslum við líf þess í réttu um-
hverfi og starfsvið þess að öðru leyti.
M.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 20. febrúar
STOFNUN ÞINGFLOKKS
Samfylkingarmnar sl.
fimmtudag er frá sögu-
legu sjónarmiði merkileg-
ur viðburður. Þau stjórn-
málaöfl, sem að Samfylk-
ingunni standa hafa verið
sundruð í að minnsta kosti
60 ár og sumir mundu segja í tæp 70 áw»-
Það er álitamál, hvort klukkan hafi verið
færð til baka til þess tíma, sem var áður en
Héðinn Valdimarsson klauf Alþýðufiokk-
inn og stofnaði Sameiningarflokk alþýðu -
Sósíalistaflokkinn með Kommúnistaflokki
Islands árið 1938 eða hvort fara á aftur til
þess tíma, þegar jafnaðaimenn og sósí-
alistar voru sameinaðir í einum flokki áður
en Kommúnistaflokkur íslands var stofn-
aður árið 1930.
Fyrir þá, sem hafa áhuga á stjórnmála-
sögu þessarar aldar er stofnun sameigin-
legs þingflokks Samfylkingarinnar sögu-
legur atburður. Margir forystumenn á
vinstri væng stjórnmálanna hafa haft það
að yfírlýstu markmiði að sameina vinstri
menn í einum flokki. Að því kvaðst Hanni-
bal Valdimarsson stefna með myndun Al-
þýðubandalagsins sem kosningabandalags
Málfundafélags jafnaðarmanna og Sam-
einingarflokks alþýðu - Sósíalistaflokks
fyrir kosningarnar 1956 en tókst ekki. Að
því kváðust þeir Hannibal og Björn Jóns-
son stefna með stofnun Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna, sem buðu fram í
þingkosningunum 1971 en tókst ekki. Að
því kváðust reyndar líka forystumenn Al-
þýðubandalagsins stefna, þegar það var
gert að formlegum stjórnmálaflokki 1968
en tókst ekki. Það var líka yfirlýst mark-
mið Vilmundar Gylfasonar með stofnun
Bandalags jafnaðarmanna en tókst ekki. I
eina tíð fóru þeir Jón Baldvin Hannibals-
son og Olafur Ragnar Grímsson saman um
landið á rauðu ljósi og sumir segja, að þen
hafi báðir hrokkið í kút, þegar þeim varð
ljóst hve frjór jarðvegur var á meðal al-
mennra stuðningsmanna Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags fyrir sameiningu flokk-
anna. Loks var þetta líka yfirlýst fyrirætl-
an Jóhönnu Sigurðardóttur með stofnun
Þjóðvaka fyrir síðustu kosningar en tókst
ekki.
Hvers vegna er þetta að takast nú?
Þrjár ástæður blasa við. í fyrsta lagi er
hinn hugmyndafræðilegi ágreiningur, sem
lengi ríkti á milli sósíalista og sósíalde-
mókrata horfinn. Hann kemur því ekki
lengur í veg fyrir sameiningu. í öðru lagi
er kalda stríðinu lokið, en grundvallar-
ágreiningur á milli jafnaðarmanna og sósí-
alista um utanríkismál og þá sérstaklega í
afstöðu til aðildar íslands að Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamningsins við
Bandaríkin útilokaði sameiningu í áratugi.
Ági-einingur um þetta mál er að vísu ekki
úr sögunni og kann að valda erfiðleikum
við samningu kosningastefnuskrár Sam-
fylkingarinnar en kemur þó ekki lengur í
veg fyrh' sameiningu. I þriðja lagi er hægt
að færa að því rök, að brottfór öflugra leið-
toga af vettvangi stjórnmálanna á borð við
Ólaf Ragnar Grímsson og Jón Baldvin
Hannibalsson hafi greitt fyrir sameiningu.
Þegar slík umskipti verða í stjórnmálum
eru þau stundum vísbending um djúpstæð-
ar þjóðfélagsbreytingar, sem endurspegl-
ast í uppstokkun á vettvangi stjórnmál-
anna. Halda má því fram með nokkrum
rökum, að sú flokkaskipan, sem við höfum
búið við lengst af öldinni hafi orðið til í
framhaldi slíkra þjóðfélagsbreytinga, þeg-
ar sjálfstæðisbaráttan á síðustu áratugum
nítjándu aldar og fyrstu tveimur áratugum
tuttugustu aldarinnar var ekki lengur meg-
inverkefni stjórnmálamannanna.
Eru slíkar þjóðfélagsbreytingar á ferð-
inni nú? Það er a.m.k. erfitt að koma auga
á þær. Spyrja má hvort hinn mikli styrkur
Sjálfstæðisflokksins á þessum áratug og
yfirburðastaða hans hafi orðið til þess að
sannfæra vinstri menn um, að þeir ættu
engra kosta völ, ef þeir vildu hafa ein-
hverja möguleika á að skapa mótvægi við
þennan sterka og öfluga flokk, sem hefur
jafnmikil tengsl út um allt þjóðfélagið og
raun ber vitni. Það má vel vera, að þetta sé
hluti af skýringunni.
En hvað sem því líður er veruleikinn sá,
að þingflokkur Samfylkingarinnar er orð-
inn annar fjölmennasti þingflokkurinn á
Alþingi. Framsóknarflokkurinn, sem í ára-
tugi hefur haft þá stöðu utan nokkuiTa
missera eftir kosningarnar 1978 er nú í
þriðja sæti. Framtíð rauðgræna fram-
boðsins er óráðin. Það fer eftir úrslitum
kosninganna, hvort það verður áfram sjálf-
stætt stjórnmálaafl eða hvort það á eftir að
renna inn í Sámfylkinguna með einhverj-
um hætti eins og Svavar Gestsson hefur
hvað eftir annað gefið í skyn, ef ummæli
hans eru rétt skilin.
Það er hins vegar ekki allt fengið með
stofnun sameiginlegs þingflokks. Grund-
vallaratriði er hver þjóðmálastefna Sam-
fylkingarinnar verður. Sjálfsagt eiga þing-
mennirnir og aðrir trúnaðarmenn ekki
erfitt með að koma sér saman um afstöðu
til innanlandsmála en lykilþáttur í stefnu
hvers stjórnmálaflokks er afstaðan til ut-
anríkismála. Verður Samfylkingin með eða
móti aðild Islands að Atlantshafsbandalag-
inu? Hér dugar ekki loðin afstaða. Svörin
verða að vera skýr. Er Samfylkingin með
eða móti varnarsamstarfi við Bandaríkin?
Það sama á við hér. Svörin verða að vera
skýr. Nú er beðið eftir þessum svörum.
FYRIR nokkru var
hópur íslendinga
saman kominn og
skiptust menn m.a.
á upplýsingum um
hvaðan þeir væru af
landinu. Lítill drengur togaði í ermina á
föður sínum og hvíslaði: Ekki segja, að við
séum frá Djúpavogi.
Hvemig má þetta vera? Hvernig má það
vera, að ungur og myndarlegur drengur
vilji halda því leyndu, að hann sé frá einu
fallegasta sjávarplássi á Austfjörðum,
Djúpavogi? Skýringin getur varla verið
önnur en sú, að opinberar umræður um at-
vinnuvandamál á Austfjörðum hafi haft
þau áhrif á ímynd sjávarplássanna fyrir
austan í huga æskufólks, að það vilji ekki
flíka því hvaðan það sé. Ef svo er segir það
meiri sögu en flest annað um það, hvernig
komið er.
Raunar þarf ekki ummæli þessa unga
drengs til að átta sig á því, að á Austur-
landi ríkir örvænting um framtíðina. Þetta
er þeim mun meira umhugsunarefni vegna
þess, að á Austfjörðum eru starfrækt
nokkur öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki
landsins. Þar má nefna Sfldarvinnsluna á
Neskaupstað og Hraðfrystistöðina á Eski-
firði. Þar má líka nefna hið kraftmikla sjáv-
ai’útvegsfyrirtæki á Þórshöfn. Að auki er
ljóst, að Áustfirðir hafa árum saman notið
góðs af loðnu- og sfldveiðum og vinnslu
þessara afurða og afraksturinn verið góð-
ur.
Þrátt fyrir öflugan sjávarútveg, sem
hingað til hefur verið talinn undirstaða og
raunar forsenda þess, að byggð gæti hald-
izt í dreifbýlinu á Austurlandi fækkar fólki
og margir Austfirðingar telja, að komi
stóriðja ekki til sögunnar eigi þessi lands-
hluti sér enga framtíð. Að vísu er ljóst, að
sjávarútvegurinn hefur átt á brattann að
sækja á Hornafirði en þó eru vonir bundn-
ar við þá endurskipulagningu í rekstri fyi'-
irtækja þar, sem nýlega var skýrt frá. Svo
virðist sem ástandið sé verst á Breiðdals-
vík og áhyggjur miklar á Stöðvarfii'ði og
Djúpavogi. Á Breiðdalsvík má segja, að
kvótinn sé horfinn og á Stöðvarfirði og
Djúpavogi byggjast áhyggjur manna m.a. á
því, að á kvóta í eigu einstaklinga eða fyrir-
tækja utan byggðarlaganna sé lítið að
byggja-
Á undanförnum mánuðum og misserum
hafa Austfirðingar byggt vonir sínar mjög
á áformum Norsk Hydro um byggingu ál-
vers á Reyðarfirði og um byggingu stór-
vh'kjunar í því sambandi norðan Vatnajök-
uls. Tvennt hefur hins vegar orðið til þess
að draga úr þessum vonum. Annars vegar
hörð andstaða annars staðar á landinu við
virkjanh' á umræddu svæði og svo hins
Örvænting
á Aust-
fjörðum
SMÁFUGLAR á fundi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
vegar þær spurningar sem hafa vaknað
með réttu um það, hvort yfirleitt sé eitt-
hvað á hugmyndum norska fyrirtækisins
að byggja.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem bygging
stóriðjuvers á Austurlandi kemur til alvar-
legrar umræðu. Á síðasta áratug voru slík-
ar viðræður komnar býsna langt en ekkert
varð úr þeim áformum, þegar upp var stað-
ið. Þróun álmarkaðarins hefur orðið allt
önnur en ætlað var fyrir nokkrum misser-
um. í stað þess, að álverð ætti að hækka
stöðugt miðað við spádóma þá hefur það
lækkað verulega og engar líkur á hækkun í
fyrirsjáanlegri framtíð. I viðtali við Dag
fyrir skömmu dró Þórður Friðjónsson,
ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu í efa,
að álfyrirtækin byggðu áætlanir sínar á
slíkum skammtímasveiflum í álverði. Veru-
leikinn er hins vegar sá, að þau gera það.
Atlantsálfyrirtækin, sem ætluðu að byggja
200 þúsund tonna álver á Keilisnesi eru
skýrt dæmi um það.
Auðvitað getur enginn fullyrt, að Norsk
Hydro muni fara sér hægt þegar til alvör-
unnar kemur en óneitanlega setur að
mönnum ugg, þegar fréttir berast frá Nor-
egi um vaxandi erfiðleika í rekstri fyrir-
tækisins bæði vegna lækkandi verðs á áli
og einnig vegna lækkandi olíuverðs.
Það hefur aldrei verið skynsamlegt að
setja öll eggin í sömu körfu. Það er lítið vit
í því fyrir Austfirðinga að byggja fi-amtíð
sína á ákvörðunum, sem teknai- eru í Nor-
egi. Skynsamlegra er að huga að því hvern-
ig hægt er að efla sjávarútveginn og tengd-
ar atvinnugreinar á Austurlandi. Að því
leyti til standa Austfirðingar betur að vígi
en Vestfirðingar, að fyrir eru nokkur mjög
stérk sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi.
Þau eru reyndar líka til á Vestfjörðum en
ekki í sama mæli.
Reynsla Vestfirðinga af þeim miklu sam-
göngubótum, sem felast í jarðgöngunum
þar er góð. Byggðimar við Djúp, ísafjörð-
ur, Hnífsdalur og Súðavík, Bolungarvík að
nokki-u leyti, svo og Flateyri og Suðureyri,
eru orðnar að einu atvinnusvæði. Fólk get-
ur sótt vinnu fram og til baka og hægt er
með auðveldum hætti allt árið um kring að
flytja fisk á milli staða.
Það sýnist full ástæða til að huga í fullri
alvöru að verulegum samgöngubótum á
Austfjörðum, sem geti stuðlað að því, að
byggðimar renni saman og verði eitt at-
vinnusvæði í ríkara mæli en nú er. Þá skipt-
ir minna máli hvar fólkið býr og hvar kvót-
inn er vistaður. Óneitanlega vekur það
spumingar, þegar í ljós kemur, að Fjarðar-
byggð sækist eftir að fá flóttafólk frá Evr-
ópu til sín, væntanlega vegna skorts á
vinnuafli, á sama tíma og fólk í nærliggj-
andi byggðum telur allan afkomugrandvöll
brostinn.
Það er vel hægt að rökstyðja mikla fjár-
festingu í samgöngubótum á Austurlandi
m.a. með jarðgangagerð, á þann veg, að um
fjárfestingu í atvinnulífinu sé að ræða. Hinn
kosturinn er auðvitað sá, að samfélagið
leggi fram fjármuni til þess að kaupa upp
húseignir fólks á þeim stöðum, þar sem
vonleysið ræður ríkjum en samgöngubætur
era betri leið en svo róttækar aðgerðir.
Stórfelldar samgöngubætur á Austur-
landi mundu ekki einungis greiða fyrir því,
að fólk ætti auðvelt með að sækja vinnu á
milli staða og að hagkvæmt gæti verið að
flytja fisk á milli til vinnslu, þær mundu
einnig verka sem mikill hvati á ferðaþjón-
ustu á Austfjörðum. Enginn skyldi nú orðið
gera lítið úr þeim atvinnugrein, sem hefur
vaxið með miklum hraða á undanfórnum
árum.
Eitt er hins vegar ljóst: það er ekki hægt
að loka augunum fyrir því vonleysi, sem
ríkir á Austurlandi.
Ný stórhuga
samgöngu-
áætlun
BYGGÐAMALIN
verða augljóslega
mjög til umræðu í
kosningabaráttunni.
Þar er ekki allt
svart. Verð á jörðum
í Borgarfirði og á Suðurlandi hefur hækk-
að verulega að undanförnu. Um margra
ára skeið hefur mátt fá jarðir í Borgarfirði
fyrir andvirði lítillar blokkaríbúðar í
Reykjavík. Hvalfjarðargöngin hafa breytt
þessu. Þau era skýrt dæmi um það hvað
róttækar umbætur í samgöngumálum geta
haft mikil áhrif. Borgarfjarðarsvæðið er að
renna saman við höfuðborgarsvæðið. Og
það hefur áhrif lengra en upp í Borgar-
fjörð. Það mun líka hafa áhrif um allt Snæ-
fellsnes. Reynslan af Hvalfjarðargöngun-
um og Vestfjarðagöngunum sýnir, að mikil
fjárfesting í samgöngum skilar sér með
margvíslegum hætti.
Það má búast við mikilli uppbyggingu í
Borgarfirði á næstu árum. Fólk á höfuð-
borgarsvæðinu mun finna, að það getur á
margan hátt verið betri kostur að búa á
þeim slóðum og sækja vinnu daglega til
Reykjavíkursvæðisins. Tvöföldun Reykja-
nesbrautar er líkleg til að hafa sömu áhrif.
Samgangur á milli Suðurnesja og Reykja-
víkur verður enn meiri og að því kemur að
það skiptir ekki meginmáli, hvort búið er í
einstökum úthverfum Reykjavíkur eða á
Vatnsleysuströndinni eða á Suðumesjum.
Hið sama á við um byggðirnar fyrir austan
fjall. Betri vegatenging á milli Suðumesja
og Þorlákshafnar er áreiðanlega skynsam-
leg fjárfesting.
Sömu rök eiga við um samgöngubætur á
landsbyggðinni. Eyjafjarðarsvæðið heldur
sínu en ekki meira en það og er þar þó að
finna alla helztu kosti þéttbýlis. Sam-
göngubætur með jarðgöngum á milli Siglu-
fjarðar og Ólafsfjarðar mundu gera byggð-
irnar norðan lands að einu atvinnusvæði og
efla þær mjög.
Þegar horft er til reynslu liðinna áratuga
er margt sem mælir með því, að Alþingi og
ríkisstjórn boði nýja stórhuga samgöngu-
áætlun til næstu 25 ára. Framtak fólks og
fyrirtækja mundi sjá til þess, að slíkri sam-
göngubyltingu yrði fylgt eftii’ með blóm-
legri atvinnuuppbyggingu. í umræðum
undanfarinna missera er að finna kjamann
í þeirri samgöngubyltingu. Halldór Blön-
dal, samgönguráðherra á að fela starfsliði
sínu að fella þær hugmyndir saman í eina
skipulega heildarsýn. Ef fólk á lands-
byggðinni veit að hverju það gengur mun
það auka því bjartsýni og kraft til nýrra
átaka.
„Verður Samfylk-
ingin með eða
móti aðild íslands
að Atlantshafs-
bandalaginu? Hér
dugar ekki loðin
afstaða. Svörin
verða að vera
skýr. Er Samfylk-
ingin með eða
móti varnarsam-
starfi við Banda-
ríkin? Það sama á
við hér. Svörin
verða að vera
skýr. Nú er beðið
eftir þessum svör-