Morgunblaðið - 21.02.1999, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999
.1-- ---
|
Fj ölmiðlar
og neytendur
Það gerir mann ekki upplýstan að kann
sampykki eða hafni tiltekinni fullyrðingu,
heldur pað að hann reyni eftir megni að
komast að því hvers vegna hann samþykk-
ir eða hafnar einhverju. “
Eftir Kristján
G. Arngrímsson
Fjölmiðlar eru upp-
lýsandi í þeim skiln-
ingi að þeir veita
upplýsingar. En þeir
eru ekki upplýsandi í
þeim skilningi sem fram kemur
hér að ofan og var skilningur
þýsks fræðimanns um miðbik
18. aldar. Líklega gætum við
mikið lært af honum.
Nýverið gagnrýndi Páll
Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, fjölmiðla - sérstaklega
sjónvarp - fyrir að koma fram
við áhorfendur eins og óvirka
neytendur sem hefðu engan
áhuga á að öðlast skilning á um-
hverfi sínu og þeim öflum sem
mótuðu það.
Páll spurði: „Hverjir skyldu
uinunnc hafa hag af því
VIÐHORr að fóik öðlist
ekki skilning á
þvf sem er að
gerast í heim-
inum? Hvaða öfl eru það sem
vilja halda fólki í ánauð ólæsis
og skilningsskorts og hindra um
leið að það beri ábyrgð á eigin
lífi, öðlist sjálfsvirðingu og
metnað til að breyta heiminum
til hins betra?“
Páll hvatti til þess að farið
yrði afskaplega varlega í að leita
svara við þessum spurningum.
Málið er sannarlega flókíð, ekki
síst vegna þess að það getur vel
verið að sú mynd sem Páll dreg-
ur upp sé raunveruleg niður-
staða án þess þó að nokkur hafi
beinlínis ætlað sér að svona færi.
Þessi niðurstaða kann vel að
vera afleiðing þess hvemig fjöl-
miðlar - og þá sérstaklega sjón-
varp - virka í raun, alveg óháð
því hvað stjórnendur þeirra ætla
sér. Það sem ræður ferðinni er
þá einfaldlega frásagnarfonn
miðilsins, en ekki innihald (eða
innihaldsleysi) fréttanna.
Það eru gömul ósannindi að
mynd segi meira en þúsund orð.
Gallinn við sjónvarp sem frétta-
miðil er ekki síst sá, að það er
algerlega háð myndum (sjón-
varp án mynda er einfaldlega
ekki sjónvarp). Auðvitað eru
myndir oft það sem best segir
fréttina - til dæmis fréttir af eld-
gosum - en ef nánar er að gáð
kemur í ljós að sennilega eru
myndir oftar en ekki til trafala í
fréttum.
Myndir eru áhrifameiri en
orð, en þær eru ekki þar með
sannari. En í sjónvarpsfréttum
þarf - formsins vegna - að mynd-
gera allt. Og það er líka mynd-
gering á frétt þegar þulur les
hana án myndskreytingar - þá
getur svo smávægilegt atriði
sem hárgreiðsla fréttaþularins
orðið að stórmáli og getur dreg-
ið alla athygli frá innihaldi frétt-
arinnar.
Ekki svo að skilja að hár-
greiðsla skipti engu máli. Hár-
greiðsla er mikilvæg. En ekki í
þessu tilviki. Maður er bara svo
vanur því að hún skipti máli í
sjónvarpi. Sjónvarp er nefnilega
fyrirtaks afþreyingarmiðill, og
þegar maður er að horfa á Fri-
ends þá skiptir hárgreiðslan á
Jennifer Aniston máli. Banda-
rískt sjónvarpsefni, annað en
fréttir, er það besta sem fyrir-
finnst í heiminum. En banda-
rískar sjónvarpsfréttir eru hins
vegar eitthvert versta sjón-
varpsefni sem til er. Hvernig
stendur á þessu?
Vegna þess hversu afgerandi
afþreyingarmiðill sjónvarpið er
fer maður smám saman að taka
sjónvarpsfréttum eins og öðru
sjónvarpsefni: sem afþreyingu.
Og við þessu eiga sjónvarps-
fréttastofur einfaldlega ekkert
svar. Þær verða að dansa með
eða hætta starfsemi.
Útkoman verður sú, að frétta-
tímar bandarískra sjónvarps-
stöðva eru einnar og hálfrar
klukkustundar (mínus auðvitað
um 10 mínútur af auglýsingum)
sjónvarpsleikrit um frétta-
mennsku, þar sem þulurinn er í
aðalhlutverki og fréttamenn í
aukahlutverkum. Atburðimir
sem fjallað er um eru hins vegar
ekki annað en söguþráður og
vettvangur atburðanna er sviðs-
myndin.
Þátttakendur vita að þetta er
leikrit. En bæði fréttamenn og
áhorfendur láta sem um alvöru
sé að ræða. Það er þessi tví-
skinnungur sem veldur því að
bandarískar sjónvarpsfréttir eru
skelfilegt sjónvarpsefni. Eina
ljósið í þessu myrkri er sú stað-
reynd að það vita allir (frétta-
menn og áhorfendur) að þetta er
allt tilgerð. Er nema von að
menn verði kaldhæðnir?
Hér skiptir meginmáli að
ástæðan fyrir þessu er alls ekki
endilega óheilindi ráða- og
fréttamanna sjónvarpsstöðv-
anna, heldur er það miklu frem-
ur eðli sjónvarpsins sem fjölmið-
ils sem leiðir til þessarar óhugn-
anlegu niðurstöðu. Flestir sem
starfa við sjónvarpsfréttir vita
að þar er allt í plati - blóð er al-
veg eins á myndum frá Kosovo
og í þætti um Bráðavaktina. En
fréttamennirnir eru ekki viljandi
að reyna að gabba áhorfendur.
Það er því sannarlega nauð-
synlegt að fara varlega í að
álasa þeim sem stýra fjölmiðlun-
um. Það sem Páll Skúlason var-
aði við er að miklu leyti afleiðing
tiltekinnar tækni sem setur
manni mjög ákveðnar skorður.
En þá vaknar reyndar önnur
spurning: Er enginn ábyrgur, úr
því enginn beinlínis ætlaði sér
að þetta yrði útkoman?
Állt í einu er spurningin orðin
siðferðisleg. Er maður einungis
ábyrgur fyrir því sem maður
ætlar sér að gera, eða ber manni
að axla ábyrgð á afleiðingum
gerða sinna, jafnvel þótt maður
hafi alls ekki ætlað þær? Geta
þeir sem stýra sjónvarpsfréttum
vikist undan ábyrgð með réttu á
þeim forsendum að ytri aðstæð-
ur setji þeim óviðráðanlegar
skorður?
Svo kaldranalega sem það
hljómar, þá er það kannski
huggun harmi gegn, að traust
almennings (í Bandaríkjunum að
minnsta kosti) á fréttamiðlum
fer sífellt minnkandi, að því er
fram kemur í fjölmiðlaritinu
Columbia Journalism Review.
Þetta er líklega til marks um að
fólk gerir sér grein fyrir því að
sjónvarpsfréttir eru ekki sér-
staklega áreiðanlegar. (En lík-
lega er rétt að taka fram, að
traust bandarísks almennings á
dagblöðum er reyndar enn
minna en traust hans á sjón-
varpsfréttum.)
SKOÐUN
VEIÐIGJALD TIL LAUSNAR
AUÐLIND A V AND A
sjAvarútvegsins
HÖFUNDUR þessara lína hóf um-
ræðu um auðlindaskatt á málþingi
um inngöngu í efnahagsbandalög í
ársbyrjun 1962, en gerði fyrst fulla
grein fyrir hugmyndinni í Fjár-
málatíðindum 1975. Nývakin um-
ræða gefur tilefni til yfírlits og
endurmats í ljósi breyttra að-
stæðna. Hugmyndin
var reist á sérstöðu ís-
lensks þjóðarbúskapar
á auðlindagrunni sjáv-
ar, sem veitt hefur
sjávarútvegi yfirburða
framleiðni og færi á
tekjumyndun og hagn-
aði umfram aðra at-
vinnuvegi, um leið og
útvegurinn átti þess
þröngan kost að færa
út kvíamar án þess að
spilla færum sínum í
bráð og lengd. Hug-
myndin fól í sér fulla
virðingu fyrir atvinnu-
frelsi og jafnræði í
markaðskerfi, án úti-
lokunar neinna frá nytjum almenn-
inga á grunni hefðarréttar og um
leið án beinnar skírskotunar til
sameignar þjóðarinnar.
I þessu fólst tilefni hagkvæmrar
gjaldheimtu, um leið og Ijóst varð,
að eins konar auðlindaskattur hafði
lengi verið innheimtur í formi
brenglandi verndartolla. Þurfti því
að færa æskilega aðstöðujöfnun
samkeppnisatvinnuvega yfir í
beina gjaldtöku fyrir verðmæt af-
not auðlindarinnar en þeir stæðu
að öðru leyti jafnt á grundvelli
gengis, sem réðist af almennu
efnahagsjafnvægi. Ekki hafði náðst
nægur skilningur fyrir þessu sam-
hengi, þegar tollverndin var aflögð,
né við endurteknar útfærslur fisk-
veiðilögsögu. Hefur það reynst
annmarki í gengismálum, svo að
aðrar útflutnings- og samkeppnis-
greinar hafa orðið íyrir skakkafóll-
um í góðæri sjávarútvegs. Reynt
var að spyrna við fótum með verð-
jöfnunarsjóði sjávarafurða, en það
varð aldrei máttugt tæki og með
það hringlað, uns lagt var niður.
Loks rak nauður til þess að tak-
marka veiðar með kvóta til ein-
stakra útgerða. Vonuðu fylgjendur
veiðigjalds þá, að gjafakvóti yrði
veittur aðeins tímabundið, meðan
sjávarútvegur efldist af friðun, en
nú er Ijósara orðið, að einnig órétt-
mætir hagsmunir ala af sér fylgi.
Nú er gerð krafa um skýrari rétt-
argrundvöll stjórnkerfis fiskveiða.
Greinir eru með þeim, sem vilja
byggja sem mest á hefðarrétti og
hinum, sem vilja leysa úr málum út
frá meginreglum laga og lýðrétt-
inda. Til nútímaþarfa er enn merku
landnámi ólokið inn til hálendisins
og út til þess hafsvæðis, sem þjóðin
hefur náð tökum á með samfélags-
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaii
Skólavördustíg 21, Reykjavík, kíiiií 551 4050
legu átaki. Tilraunir til að skil-
greina efnislegan séreignarrétt á
auðlindum sjávar eru unnar fyrir
gýg, svo innbyrðis háðar sem þær
eru. Verður því að horfast í augu
við, að þær eru varanlega samfé-
lagslegar. Því er lífsnauðsynlegt að
tryggja yfir þeim ævarandi umráð
þjóðarinnar, sem þetta
land byggir, svo að
þær verði ekki arð-
nýttar utan frá, sem
hætt er við, ef bein eða
óbein séreignartök
nást á henni. Sameign-
arákvæðið er sett til að
tryggja þennan samfé-
lagslega rétt. Akvæðið
kemur sumum lög-
fræðingum spánskt
íyrir sjónir, þar sem
ekki megi ráðstafa
eigninni né skipta
henni upp. Þeir mættu
að ósekju kanna fræði-
lega, hvort hér sé ekki
um annars konar inn-
tak að ræða en hið hefðbundna.
Einn kostur sameignarákvæðisins
er að taka af skarið um, að óheimilt
sé að skipta út andvirði auðlindar-
innar milli landsmanna, enda yrði
það eyðslueyrir í hendi margra, um
leið og veiðirétturinn safnaðist á
fárra hendur líkt og nú gerist. Gall-
inn er þó sá, að almennum lögum
Aðlögunin verður að
miðast við skýrt mark-
mið um stjórnkerfi að
henni lokinni, segir
Bjarni Bragi Jónsson.
Um árabil verður að
gera ráð fyrir, að
kvótakerfinu verði
haldið, um leið og
vaxandi þungi stýring-
arinnar færist yfir
á veiðigjald.
má breyta með nýjum lögum, og
því það eitt tryggt að taka ákvæðið
í stjómarskrá.
Hagræn sérstaða sjávarútvegs
felst í því, að frjáls aðgangur að
auðlindinni leiðir til minnkandi
hreins afrakstursauka á hverja
aukalega sóknareiningu. Lengi vel
bæta nýjar einingar einhverju við
sjálfbæran afla, en með vaxandi
kostnaði á einingu, svo að ekki er
lengur hagkvæmt. Að endingu
bætist ekkert við, en fiskistofninn
fer að rýrna, svo að hætt er við lak-
ari afla frá ári til árs. Útvegsmenn
með ný og öflug tæki geta þó
máske gengið svo á hlut annarra,
að sóknarauki verði þeim arðbær,
þótt svo sé ekki á þjóðhagslegan
kvarða. Kjarni málsins er misræmi
milli einkahags, sem mælist við
meðalafla á sóknareiningu, og
þjóðarhags, sem mælist við jaðar-
afla eða afrakstursauka. Þjóðhags-
lega arðsamur sjávarútvegur er því
rekinn á bili, þar sem hann skilar
talsverðri rentu, arði umfram það
að umbuna vinnuafli, fjármagni og
framtaki hæfílega. Lausn auðlinda-
vanda sjávanitvegsins felst í því að
stöðva vöxt sóknar við þetta mark.
Það verður gert með öðru hvoru að
upphefja einkahag af meiri sókn
með veiðigjaldi eða beinum höftum
á sóknina. Hið fyrra er að sjálf-
sögðu hagstæðara fyrir þjóðar-
heildina og er eitt til lengdar í sam-
ræmi við atvinnufrelsi og jafnræði,
sem Hæstiréttur setti á oddinn.
Hið síðara veitir forréttindi,
brenglar tekju- og eignaskiptingu
og teflir rétti byggðarlaga til lífs-
bjargar í tvísýnu.
Kvótakerfið hefur fært að hönd-
um svo margháttaða, óeðlilega
hagsmuni, að meiriháttar aðlögun
þarf til að vinda ofan af því. Þar
ber hæst myndun stóreigna í verð-
lögðum kvóta, óhóflegt aflaverð,
tilfærslu vinnslu til flotans og fjár-
festingar í trausti hennar, og aukið
tekjumisræmi milli sjómanna og
landvinnslufólks. Þessu hefur verið
til kostað fyrir stjórnkerfi, sem
leiðir til mikils brottkasts afla og
tryggir ekki fiskvernd sem skyldi.
Aðlögunin verður að miðast við
skýrt markmið um stjórnkei-fi að
henni lokinni. Um árabil verður að
gera ráð fyrir, að kvótakerfinu
verði haldið, um leið og vaxandi
þungi stýringarinnar færist yfir á
veiðigjald. Meta þarf, til hve langs
tíma kvótinn teljist hafa verið
veittur. Til mála kemur að kaupa
upp slíkan kvótarétt til einfóldunar
á kei'finu. Aukinn eða nýjan kvóta
á að mega leigja eða selja til sama
endingartíma, annaðhvort fullu
gjaldi frá byrjun eða gjaldið sé lát-
ið hækka í áfóngum í fulla hæð
þess. Fullt gjald miðist við athugun
á umræddu misræmi meðal- og
jaðarafraksturs, tilraunir með hæð
þess og þróun markaðsvirðis kvóta
til samræmis við gjaldið. Það hlýt-
ur að verða mismunandi eftir teg-
undum og ástandi veiðistofna.
Sjávarútvegurinn býr við miklar
sveiflur í árferði og á því rétt á því,
að útjöfnun þeirra hafi vissan for-
gang fyrir upptöku auðlindaarðs.
Oryggiskei'fi í líkingu við verðjöfn-
unarsjóð má endurreisa í krafti
auðlindaforræðis samfélagsins með
álagningu sveigjanlegs veiðigjalds,
er þjóni þannig fleirþættum til-
gangi. Hugsanlega mætti gjaldið
sveiflast yfir í beinar verðbætur,
þegar verst áraði. Síður er vert að
taka upp jöfnun aflabragða, þar
sem kvótinn á að miðast við að nást
og varla ástæða til að auka hvatn-
ingu til sóknar, ef afli tregðast.
Gjaldheimta til hins opinbera tæki
samkvæmt þessu þá fyrst við, er
sveiflujöfnun hefði verið sinnt.
Skýr markmið þarf þó að setja um,
hvernig markmið þessi vegist á og
náist tfl langs tíma litið.
Svipaðar öryggiskröfur kalla á,
að ákveðið gjald verði á lagt sam-
hliða kvóta, fremur en að uppboð
sé látið ráða, en útgerðir gætu þá
staðið uppi verkefnalausar og
byggðfr þar með án atvinnu. Þar
sem arðurinn hefur flætt yfir í
hlutaskiptin, er það og sjálfsögð ör-
yggis- og réttlætiskrafa, að veiði-
gjald sé tekið af óskiptu aflaverð-
mæti. Að liðnum nokkuiTa ára
reynslutíma ætti að taka á ný til
skoðunar, hvort leysa mætti kvóta-
úthlutun af hólmi eða gera hana
sveigjanlegri í trausti á áhrif veiði-
gjaldsins til sóknaitakmörkunar.
Þá fyrst mundi freistingin til að
fleygja nýtanlegum afla hverfa.
Með markvissri kerfisuppbyggingu
og fiskveiðistjórn eftir hagrænum
jafnt sem líffræðilegum viðhorfum
ætti að mega treysta mun betur á
sjávarútveginn sem meginstoð lífs-
bjargar þjóðarinnar, meðan unir
lífi og byggðum í þessu landi.
► Meira á Netinu
Höfundur er hagtræðingur og
fyrrum efnahagsrádunautur.
Bjarni Bragi
Jónsson