Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913
49. TBL. 87. ÁRG.
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Kristinn
Sleðaferð í Seljahverfí
ÞEGAR snjóar fínnst ungum jafnt sem öldnum gaman að renna hverfið má jafnan fínna fólk sem klætt hefur sig í hlýrri gall-
sér á skíðum eða skella sér í sleðaferð. I brekkunni við Selja- ann og þar voru til að mynda þessi feðgin.
Líbýustjórn sett tímamörk vegna Lockerbie-máls
Fær 30 daga til að
framselja mennina
Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
Eins og kóngur
í ríki sínu
FULLTRÚI á lögþinginu á Filippseyjum,
sem situr í fangelsi fyrir að hafa haft kyn-
mök við stúlku undir lögaldri, á fullan
rétt á því að leika tennis og reka fyrir-
tæki úr fangaklefa sínum, að því er lög-
maður hans heldur fram. Yfirvöld gera
sig nú líkleg til að afnema þau sérréttindi
sem þingmaðurinn Romeos Jalosjos hefur
notið en lögmaðurinn heldur uppi vörn-
um og segir ekkert, óeðlilegt við aðbúnað
þingmannsins.
Eftir að kvartanir tóku að berast dóms-
málayfirvöldum á Filippseyjum ákváðu
þau að rannsaka hvort nokkurt sannleiks-
korn væri í staðhæfingum þess efnis að
Rómeó Jalosjos hefði verið leyft að setja á
stofn tennisklúbb, stýra hamborgarastað
úr fangaklefa sinum, byggja sér lítið
íbúðarhús innan fangelsisrimlanna og
dvelja í risastórum fangaklefa með loft-
kælingu og baðkari. Gagnrýna dóms-
málayfírvöld jafnframt að fangelsisyfir-
völd hafi leyft Jalosjos að leggja undir sig
svæði sem eðlilega myndi rúma 796
fanga. Þykir mörgum óeðlilegt að Ja-
losjos skuli fá að lifa eins og kóngur í ríki
sínu innan fangelsismúranna.
Rene Saguisag, lögmaður Jalosjos,
neitar því reyndar að klefi skjólstæðings
síns sé með loftkælingu og baðkari og
segir að allir fanganna hafi jafnan að-
gang að íbúðarhúsinu. Tennisvöllinn seg-
ir hann hafa þegar verið til staðar þegar
Jalosjos var settur á bak við lás og slá og
að hamborgarastaðurinn, sem Jalosjos
rekur í fangelsinu, sé hluti af „endurhæf-
ingarmeðferð" sem fangayfirvöld reki
fyrir lögbrjóta.
Fljúgandi kýr og
undarleg slys
HELDUR óvenjulegt bílslys kostaði banda-
rískan ökumann lífið í vikunni en ökumað-
urinn lést þegar fljúgandi kýr Ienti á bíl-
rúðu hans.
Lögreglan í Kaliforníu greindi frá því
að eins og hálfs árs gömul kvíga, sem vó
340 kg, hefði ráfað upp á þjóðveg í mikl-
um stormi siðastliðið miðvikudagskvöld
80 km norðaustur af San Fransisco. Öku-
maður Mercedes-Benz bifreiðar, sem var
á leið norður, ók á kúna sem olli því að
hún tókst á loft og endasentist í veg fyrir
Toyota pallbO sem var á leið suður. Kvíg-
an lenti beint á framrúðu ökutækisins og
banaði bflstjóra þess með fallþunga sínum
en skall síðan strax í kjölfarið í veg fyrir
aðra bifreið sem var á leið suður.
„Eg held að slysin gerist ekki öllu
stórfurðulegri," sagði Chris Linehan, full-
trúi lögreglunnar í Kaliforníu. „Dýr
verða vissulega fyrir bflum en það þekk-
ist nú varla að þau fljúgi langar leiðir og
lendi á annarri bifreið." Gat Linehan sér
þess til að kýrin hefði drepist samstundis
við fyrsta áreksturinn.
BRETAR og Bandaríkjamenn gáfu Líbýu-
stjórn á fóstudag þrjátíu daga frest til að
framselja tvo menn sem grunaðir eru um að
hafa staðið á bak við sprengingu í flugvél Pan
Am-flugfélagsins árið 1988 yfir Lockerbie í
Skotlandi, en 270 manns fórust í tilræðinu,
þar af ellefu á jörðu niðri. Ekki kom hins veg-
ar fram hvað myndi gerast ef stjórnvöld í
Trípólí neituðu að verða við kröfum vestur-
veldanna. Fulltrúi ættingja þeirra sem létust í
Lockerbie tóku tímamörkunum illa og sögðu
verið að skaða tilraunir til að leysa málið
farsællega.
Fréttir af tímamörkunum bárust i sama
mund og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti að endumýja viðskiptabann gegn Líbýu
sem verið hefur við lýði um árabil vegna þess
að Líbýustjórn hefur neitað að framselja þá
Lamen Khalifa Fhimah og Abdel Basset Ali al-
Megrahi, sem grunaðir eru um ódæðisverkið.
Abuzed Omar Dorda, sendifulltrúi Líbýu hjá
SÞ, benti hins vegar á að tímamörkin kæmu
ekki frá öryggisráðinu og væru því ekki
fullgild. Sagði hann að krafa Líbýu væri enn sú
að viðskiptabanni SÞ yrði aflétt að íúllu gegn
framsali mannanna, en ekki aðeins lyft í bráða-
birgðaskyni. Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, sagði 30 daga frest hæfilegan en hann segir
að Líbýustjóm hafi fengið svar við öllum
spurningum sínum varðandi framsal mannanna
og að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu leng-
ur að mennirnir yrðu framseldir.
Líbýa hafði um árabil neitað að framselja
mennina nema gegn því að réttað yrði yfir
þeim í hlutlausu landi en ekki í Bretlandi eða
Bandaríkjunum, eins og þarlend stjórnvöld
gerðu kröfu um. Á síðasta ári ákváðu Banda-
ríkjamenn og Bretar hins vegar að samþykkja
að réttað yrði yfir Líbýumönnunum í Hollandi
og komst þá skriður á málið.
Segir vopna-
hlé að fara út
um þúfur
ÓSTÖÐUGT vopnahlé milli stríðandi fylkinga
í Kosovo er við það að fara út um þúfur, að
sögn yfirmanns eftirlitssveita Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í héraðinu.
Haft er eftir William Walk-
er, yfirmanni ÖSE, á
heimasíðu BBC að bæði
Serbar og skæruliðar
Frelsishers Kosovo (UCK)
hafi gerst sekh- um að rjúfa
þá samninga sem þeir
gerðu í viðræðunum í Ram-
bouillet í Frakklandi sem
lauk á þriðjudag.
„Deilendur samþykktu
báðir að virða vopnahlé í
Kosovo. Þetta vopnahlé hefur hins vegar ít-
rekað verið rofið og eins og mál standa nú er
varla hægt að segja að vopnahlé sé til staðar,"
sagði Walker í gær. Hafa menn nú miklar
áhyggjur af vaxandi spennu í héraðinu en
bardagai- munu hafa átt sér stað í nágrenni
höfuðborgarinnar Pristina í gær.
William Walker
að upplýsingar
séu tiltækar
Togast á um
HVALINN
Verslun með
villandi nafni
30
FSugkappar
i kappaksfri
Kjórir fílagar fr4 Ulanbflugi fftru 1
bjTjun ársiru f nnnkalUA* evintýra-
ferð, þpgar þeir tóku aj aér að fljúga
með akipuleggjendur og fréttamenn I
kappakatrinum fnega Ktn kenndur
hefur verlð vid Parfs-Dakar, þótt upp-
haflð núorðid ad I Granada i Spáni.
Flugkappamir héldu dagbók yfir ferðir
•Inar acm SoRIa Sigurgeiraddttir
skrSði þessa frSaðgn eflir.