Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bankastjóri Landsbankans vill auka hlut bankans á Austurlandi
Vilja bæta áhættu-
dreifingu útlána
Gæsluvarð-
haldi hafnað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur hafnað kröfu ríkislögreglu-
stjóra um gæsluvarðhald yfir Níg-
eríumanni sem tengist öðrum Níg-
eríumanni sem nú er í haldi vegna
gruns um ávísanafals. Krafist hafði
verið gæsluvarðhalds í viku.
Nígeríumaður var í byrjun síð-
ustu viku úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 4. mars þar sem erlendar
ávísanir sem hann lagði í banka
reyndust falsaðar en maðurinn
hafði fengið andvirði þeirra greitt.
Ekki hefur tekist að ná nema litl-
um hluta þeirra rúmu 11 milljóna
króna sem manninum voru greidd-
ar út. Hann hefur neitað áburði um
að hafa falsað ávísanir.
Lést eftir
bílslys
KONAN sem slasaðist í hörð-
um árekstri við Norðurá í
Akrahreppi 18. febrúar lést sl.
fimmtudag. Hún hét María
Steingrímsdóttir til heimilis að
Asvegi 12, Dalvík. María var
64 ára gömul þegar hún lést.
Hún lætur eftir sig eiginmann
og fjórar uppkomnar dætur.
„VIÐ teljum æskilegt að bæta
áhættudreifingu útlána bankans
með því að hún endurspegli sem
mest skiptingu þjóðarframleiðsl-
unnar og í þeim efnum höfum við
mikið rými til að auka lánveitingar í
ýmsum atvinnugreinun, til dæmis
orkufrekum iðnaði,“ segir Halldór
J. Kristjánsson, bankastjóri Lands-
banka Islands hf., en hann ræddi
m.a. þessi framtíðaráform bankans
á kynningarfundi á Eskiftrði í fyrra-
kvöld.
Halldór J. Kristjánsson segir
Landsbankann stærsta viðskipta-
bankann á Austurlandi með um 70%
innlána og 80% útlána og nemi út-
lánin um 7 milljörðum króna. Hann
sagði bankann hafa áhuga á að taka
þátt í þeirri uppbyggingu sem
heimamenn vildu helst ráðast í, það
væri skylda bankans. Hann sagði
um 35% af útlánum bankans í dag
tengjast sjávarútvegi en ekki nema
um 1% orkufrekum iðnaði og væri
áhugi á að auka þau, svo og útlán í
upplýsinga- og þekkingariðnaði. Út-
lán í orkufrekum iðnaði ættu að
vera 10-12% ef þau ættu að endur-
spegla hlutfall útflutningstekna
landsmanna í þessari grein og yrðu
þá 8 til 10 milljarðar króna í heild.
Þau gætu þó aldrei orðið meiri en
2,5 til 3 milljarðar í einstökum verk-
efnum.
Aukinn hlutur í orku-
frekum iðnaði
„Landsbankinn hefur þess vegna
mikið rými til að auka lánveitingar
sínar í orkufrekum iðnaði, upplýs-
ingaiðnði, fjölmiðlun og taka með
auknum hætti þátt í fjármögnun
þessara vaxtarbrodda og um leið ná
betri áhættudreifingu í útlánum.
Þátttaka okkar í uppbyggingu á
orkufrekum iðnaði á Austurlandi
myndi því falla mjög vel að þessum
áherslum. Við viljum sem stærsti
viðskiptabankinn á Austurlandi og
með yfirgnæfandi hlut taka mynd-
arlega þátt í því með öðrum að
koma að fjármögnun nýrrar iðn-
greinar hver sem hún verður, til
dæmis orkufrekum iðnaði," sagði
Halldór í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði vöxt bankans í útlánum
einkum beinast að þessum nýju
sviðum um þessar mundir.
Þá kom fram í máli Halldórs á
fundinum að efla á þjónustu bank-
ans á Austurlandi meðal annars
með því að hafa fulltrúa frá Lands-
bréfum á Eskifirði og sömuleiðis
fulltrúa Landsbankans - Framtaks
sem einkum á að sinna aðstoð við
uppbyggingu lítilla og meðalstórra
fyrii-tækja í fjórðungnum. Kynning-
arfundurinn var haldinn í tilefni
þess að Kristján Einarsson hefur
tekið við af Arna G. Jenssyni sem
svæðisstjóri bankans á Austurlandi
með aðsetur á Eskifirði. Fundinn
sóttu um 220 manns.
Skýrsla nefndar utanríkisráðherra
um alþjóðavæðingu
Stöðugleiki for-
senda framfara
Morgunblaðið/Jónas
Fór fullhlaðin
út af veginum
JAFNA þarf hagsveiflur, tryggja
stöðugleika með því að beita ríkis-
fjármálum og peningamálum með
markvissum hætti enda er stöðug-
leiki hin raunhæfa forsenda fram-
fara í nútíma markaðsbúskap í al-
þjóðlegu efnahagsumhverfi, er með-
al þess sem fram kemur í skýrslu
nefndar utanríkisráðherra um það
hvernig best verði staðið að því að
efla útflutnings- og samkeppnis-
greinar landsmanna.
í niðurstöðum nefndarinnar segir
að ríkisfjármálastefnan verði að
miða að því að lækka opinberar
skuldir og opinber útgjöld sem hlut-
fall af landsframleiðslu. Lagt er til
að heildarútgjöld og skuldir hins
opinbera verði innan við þriðjungur
af landsframleiðslu árið 2010 og að
samneyslan verði innan við fimmt-
ungur á þeim tíma. „Slíkur árangur
myndi án efa efla mjög traust á ís-
lensku efnahagslífi, þjóðarbúskap-
urinn yrði betur í stakk búinn til að
mæta ófyrirséðum áföllum og raun-
vaxtastigið yrði líklega litlu hærra
en í helstu viðskiptalöndum,“ segir
m.a. í skýrslunni.
Þá segir að efla verði markaðsbú-
skap og samkeppni í þjóðarbú-
skapnum. Verði sérstaklega hugað
að þeim sviðum þar sem þróun sé
skammt á veg komin, svo sem í
orkubúskap og fjarskiptum. Jafn-
framt verði stefnt að því að virkja
markaðsöflin í þágu aukinnar fram-
leiðni og afkasta í opinberam
rekstri og haldið verði áfram á
braut einka- og markaðsvæðingar í
fjármálum þjóðarinnar. Segir að
skipulagsbreytingar af því tagi
myndu án efa skila sér í bættum
lífskjöram landsmanna á næstu ár-
um.
Aukin þátttaka útlendinga
í íslensku atvinnulíil
Einnig er lagt til að efla þær stoð-
ir atvinnulífsins sem vinna í þágu ís-
lensks útflutnings og þátttöku út-
lendinga í atvinnurekstri hérlendis.
Þurfi líka að tryggja íslenskum út-
flytjendum öragg og greið við-
skiptatækifæri með rafrænum
hætti.
Nefndin kemst að þeirri niður-
stöðu að til að tryggja stöðugleika
þurfi stjóm ríkisfjármála að miða
að því að halda jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum, halda þurfi uppi nægileg-
um þjóðhagslegum sparnaði til að
spoma gegn viðskiptahalla og að
verðbólga verði ekki meiri en 1-2%.
V ÖRUFLUTNIN G ABIFREIÐ
með tengivagni fór út af þjóðveg-
inum við Skarphól í Mýrdal full-
hlaðin fiski skömmu fyrir hádegi
í gær. Ekki urðu meiðsli á mönn-
um.
Vöruflutningabifreiðin var á
leið til höfuðborgarinnar með
fiskfarm og fór samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu í kjölfar
snjóruðningstækis. Svo virðist
sem bifreiðin hafi farið út af veg-
inum sökum lélegrar færðar.
Björgunarsveitarmenn voru kall-
aðir út til að bjarga fiskinum.
Lögreglumenn frá Kirkjubæjar-
klaustri skoðuðu vettvang
óhappsins í gær.
6.000 skatt-
framtöl
á Netinu
FRESTUR til að skila skatt-
framtali á Netinu rennur út á
miðnætti. Talsvert hefur verið
um að menn hafi nýtt sér
þessa nýju þjónustu ríkis-
skattstjóra. Klukkan tólf á há-
degi í gær höfðu 6.096 skilað
skattframtali sínu á Netinu.
Netsíðan er mikið sótt
þessa dagana og sem dæmi
má nefna að um 300 manns
skiluðu skattframtölum sín-
um á milli klukkan tíu á föstu-
dagskvöld til tólf á hádegi í
gær.
Með blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingablað frá Elko „Lága
verðið 1 árs“.
Þeir sem hafa
Viðskiptakort BYKO
eíga nú kost á enn
lægra verði í aimik£>J
FfltUí trf wmAókntTiB á txsfcb&>ty,m& |
Með blaðinu í dag fylgir aug-
lýsing frá Byko „Þeir sem hafa
Viðskiptakort Byko eiga nú
kost á enn lægra verði í Elko“.
Blaðinu í dag, utan höfuðborg-
arsvæðisins, fylgir auglýsinga-
blað frá Vöku-Helgafelli:
„Fjölbreyttur Bókaklúbbur
iyrir alla fjölskylduna!"
Togast á um hvalinn
► Frá því Islendingar hættu
hvalveiðum hefur umræðan um
að hefja veiðar á ný fengið byr
undir báða vængi með jöfnu milli-
bili. /10
Síðustu leifar
nýlenduveldis
► Stjórnvöld í Indónesíu léðu í
síðasta mánuði máls á því í fyrsta
skipti að veita Austur-Tímor
sjálfstæði. /12
Hugbúnaður og
heilbrigðisþjónusta
► Skiptir miklu að upplýsingar
séu tiltækar. /20
Verslun með
villandi nafni
► í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Einar Ei-
ríksson í Sportleigunni./30
► l-24
Flugkappar í
kappakstri
►Með íslandsflugi í Granada-
Dakar-rallinu./l & 12-14
Það er enginn barna-
leikur að passa
► Rauði krossinn gengst fyrir
barnfóstrunámskeiðum fýrir til-
vonandi barnapíur. /4
í ruggustól með
barnabörnin á hnján-
um
► Fanný Jónmundsdóttir í við-
tali. /8
C FERÐALÖG
► l-4
Norðurljós
► Ný ferðaskrifstofa í London
selui’ íslandsferðii-. /2
Magasleðar
► Sleðaferðm era ekki bara fyrir
börn. /4
D BÍLAR
► l-4
Leiðréttingartæki
fyrir hraðamæla. /2
►Verkfræðiskrifstofan Samrás
sækir um einkaleyfi. /2
Reynsluakstur
►Fagi’ar línur og fölskvalaus
akstursánægja á Alfa
Romeo 166. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-24
Upplýsingakerfið
AXEL fer víða
►Nýlega sett upp í færeyskum
skólum. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir V2J418/bak I dag 50
Leiðari 32 Brids 50
Helgispjall 32 Stjörnuspá 50
Reykjavíkurbréf 32 Skák 50
Skoðun 34 Fólk í fréttum 54
Viðhorf 37 Utv/sjónv. 52,62
Minningar 38 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 18b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 22b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6