Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 6

Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 6
6 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Skotlandsþing endurreist f vor eftir næstum þrjú hundruð ár Sjálfstæðis- kröfur setja svip á kosn- ingabaráttuna Skotar ganga til kosninga í maí og í kjölfarið munu þeir fá sitt eigið heima- ----------------------------------------— stjórnarþing og sína eigin heimastjórn. I grein Davíðs Loga Sigurðssonar kemur fram að háværar kröfur um sjálfstæði Skotlands eru helsta kosningamálið. Reuters AÐDÁENDUR skoska knattspyrnulandsliðsins þykja oft litríkir og hafa gjaman í heiðri ýmis þjóðern- istákn og liti þegar þeir mæta til að styðja sitt Iið á knattspyrnuvellinum. Skosk þjóðernisvitund nær enda oftast hámarki þegar „tartan-herinn" svokallaði stendur sig vel. S1 i ft .. KOTAR kjósa sér nú í vor sitt eigið þing í fyrsta sinn síðan 1707 og virðist kosn- ingabaráttan fyrir þessar sögulegu kosningar ætla að verða bæði spennandi og harðvítug. Skoðanakannanir, sem birtar hafa verið að undanfömu, sýna að Verka- mannaílokkurinn nýtur örlítið meira fylgis en Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) en þessi munur er svo lítill að útilokað er að spá um hvor stendur uppi sem sigurvegari í vor. Hafa flokkarnir tveir því að undanförnu tekið að skei-pa mjög á áróðri sín- um. Kosningarnar fara fram 6. maí og mun þingið nýja koma saman strax í kjölfarið í höfuðstaðnum Edinborg. Er ekki laust við að eftirvæntingar sé tekið að gæta enda munu Skotar nú fá sitt eigið löggjafarþing og sína eigin heimastjóm, eftir næstum þrjú hundruð ár, í stað þess að lúta beinni stjóm Lundúna. Míkilvægi kosninganna er hins vegar ekki aðeins fólgið í hinum sögulegu tíðindum. Yfirlýst mark- mið SNP er að stefna að sjálfstæði Skotlands og ljóst þykir að fái SNP til þess umboð mun flokkurinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skilnað við Bretland. Kröfur flokks- ins em því vitaskuld helsta deilumál kosninganna, enda hafa hinir flokk- amir snúist til varnar sambandinu við Bretland. Notast verður við hlutfallskosn- ingakerfi, ólíkt því sem gerist í þing- kosningum á Bretlandi, og dreifast atkvæði því jafnar en ella. Skoðana- kannanir sýna að ólíklegt er að Verkamannaflokknum eða SNP tak- ist að vinna hreinan meirihluta. Myndi Verkamannaflokkurinn skv. síðustu skoðanakönnun tryggja sér 57 þingsæti af 129, SNP fengi 46, frjálslyndir demókratar 17 og íhaldsmenn 9. Líklegast þykir því að það verði samsteypustjóm Verka- mannaflokksins og frjáls- lyndra demókrata sém taki við völdum sem “ fyrsta heimastjórn hins nýja heima- stjómarþings. Skerpt á áróðrinum Það er bjargfóst trú SNP-manna að Skotlandi muni vegna betur sé það sjálfstætt ríki heldur en það gerir nú undir bresku krúnunni. Að vísu er að finna athyglisverða þver- sögn í rökum SNP, nefnilega þá að á sama tíma og málflutningur flokks- ins ber augsýnilega merki sterkrar þjóðernishyggju þá em SNP-menn jafnframt um leið'miklir alþjóða- hyggjusinnar. Alex Salmond, leið- togi flokksins, hefur t.d. bent á að ef þeir stöfnuðu sjálfstætt rrkr gætu Skotar sótt um aðild að Evrópusam- bandinu og nýtt sér þróunarsjóði þess til umfangsmikillar uppbygg- ingar, jafnvel gengið í Efnahags- og Myntbandalag Evrópu (EMU) og þannig tekið upp evruna. Allt yrði þetta Skotlandi til hagsbóta. I raun er það mat SNP-manna að England sé dragbítur á Skota en eins og kunnugt er hefur tregða við ESB-samvinnu einkennt bresk stjórnmál undanfarin ár og áratugi. Salmond hefur hins vegar bent á að smáríki njóti sín vel í ESB og vísar hann þá iðulega til írlands sem hef- ur átt að fagna blómstrandi efnahag og lifandi þjóðmenningu á síðustu ámm, m.a. vegna aðildar landsins að ESB. Salmond lítur í raun svo á að sjálfstætt smáríki geti, ef rétt er að málum staðið, gert sig mun meira gildandi í samfélagi þjóðanna. Verkamannaflokkurinn sakaður um hræðsluáróður Enginn hinna flokkanna styður þessar hugmyndir SNP. Donald Dewar, Skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og vænt- anlegur forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, vinni Verka- mannaflokkurinn sigur í maí, lýsti nýlega undmn sinni á því að á tím- um síaukinnar hnattvæðingar þar sem stórar blokkir (Bandaríkin, hin sameinaða Evrópa) réðu mestu um framgang mála vildi SNP slíta sig frá Bretlandi. Dewar lagði áherslu á að þótt tengsl Skotlands við Evrópu væru mikilvæg væm tengslin við Bretland enn mikilvægari og að þau mætti ekki rjúfa. Sagði hann nauð- syniegt að Bretland tali einni röddu á alþjóðavettvangi enda myndu Bretar (Skotar, Walesverjar og Englendingar) hljóma heldur hjáróma sundraðir. Málflutningur Dewars er dæmi- gerður fyrir þau rök sem Verka- _________ mannaflokkurinn ætlar augsýnilega að byggja kosningabaráttu sína á. Fulltrúar flokksins hafa hamrað á þeim skilaboð- um að Skotar verði að skoða hug sinn vel og vandlega áður en þeir taka þá ákvörðun að greiða SNP atkvæði sitt og stuðla þannig að fullum skilnaði við Bretland. SNP-menn hafa gagnrýnt þennan málflutning og segja andstæðinga sína einblína á „hættuna" sem fylgi sjálfstæði en að þeir fáist aldrei til að ræða menntamál, málefni heil- brigðisþjónustunnar eða önnur þjóðþrifamál. Vart verður hjá því komist að taka undir að Verkamannaflokkur- inn sé sekur um hræðsluáróður. Á hitt ber hins vegar að h'ta að óvissuþátturinn um það hvort Skotland verði áfram innan Bret- lands eða segi skilið við ríkjasam- SNP vill ganga í ESB og taka upp evruna bandið hlýtur óhjákvæmilega að vera ofarlega í hugum bæði stjórn- málamanna og almennings á þess- um tímamótum. Getur Skotland staðið á eigin fótum? SNP varð fjTÍr nokkni áfalli í áróðursstríðinu á dögunum þegar ný skoðanakönnun leiddi í ljós að einungis sex af hveijum eitt hund- rað fyrirtækjum í Skotlandi voru á þeirri skoðun að hagsmunum þeirra yrði betur borgið væri Skotland sjálfstætt. Var það skoðun stjómenda þriggja af hverjum fjór- um fyrirtækjum að andstætt staðhæflngum SNP-manna þá myndi sjálfstæði valda skoskum fyr- irtækjum erfiðleikum. Þessar upp- lýsingar nýtti Tony Blair sér út í æsar þegar hann ávarpaði nýlega ráðandi öfl í skosku viðskiptalífi. Lagði Blah- þar sem fyrr áherslu á það mat sitt að efnahagur Skota myndi bíða varanlegan skaða fengi SNP að ráða. Andstæðingar sjálfstæðis hafa vitaskuld áður bent á að skatttekjur bresku krúnunnar af Skotum séu minni en útgjöld ríkisins í Skotlandi (Skotar eru 8,7% af íbúum Bret- lands en um 10,1% skatttekna er eytt í Skotlandi). Skotland sé því í raun ekki fært um að sjá sjálfu sér farborða. Talsmenn SNP halda því hins vegar fram að verðmætar auðlindir sem skila miklu fé í ríkiskassann breska séu á skosku yfirráðasvæði. Þannig er það mat SNP að sjálfstætt myndi Skotland eiga rétt á um 90% þeirra tekna sem olíu- og gaslindir í Norðursjó afla Bretlandi. Þessi rök SNP eru að vísu um- deilanleg og í nýlegri umfjöllun The Economist er greint frá því að nákvæm rannsókn hafí leitt í ljós að Skotar myndu e.t.v. ekki eiga rétt á nema 45% tekna af olíu og gasi. Er blaðið heldur efíns um að þjóðar- tekjur Skota almennt myndu hækka við sjálfstæði. Liggur enda í augum uppi að sjálfstæði eitt og sér færir ekki hagsæld. Efnahagsleg afkoma Skotlands og Bretlands er þó alls ekki eina deilumál kosningabaráttunnar. Mik- il umræða hefur t.d. spunnist í kringum þær hugmyndir SNP að sjálfstætt Skotland myndi halda úti eigin her sem, andstætt Bretlandi, léti afskipti af hemaðarbandalögum eins og Atlantshafsbandalaginu (NATO) eiga sig en einbeita sér að friðargæslustörfum fyrir Samein- uðu þjóðirnar (SÞ) svo eitthvað sé nefnt. Bresk stjórhvöld kæra sig senni- lega ekjíert . um .sjáífstætt skoskt ríki í bakgarái sínum með ólíka ut- anríkisstefnu og sem ógnaði þannig í raun vamarhagsmunum Bret- lands. Hér spilar inn í að breska „stríðsvélin“ er að hluta til staðsett í Skotlandi, t.d. er kjamorkukaf- bátalægi breska hersins í Faslane í nágrenni Glasgow. SNP vill hins vegar kjarnorkuvopnalaust Skotland og því yrði það til að riðla öllum áætlunum breskra heryfir- valda fengi SNP að ráða, finna yrði kafbátunum nýtt heimili og yrði sá flutningur kostnaðarsamur og reyndar óvíst hvar ætti að búa til nýtt kafbátalægi. Af framansögðu er Ijóst að deilur milli skoskra sjálfstæðissinna og hinna, sem ekki vilja ganga svo langt, eiga að mörgu leyti rætur í mikUvægum hagsmunamálum. Yffr- ráð yfír náttúmlegum auðlindum í Norðursjó, hálendinu skoska (sem bresk stjórnvöld vilja taka af hönd- um fárra auðkýfinga og dreifa jafn- ar milli íbúanna) og ’ólíkar hug- myndir í utanríkis- og varnarmálum em öll mikilvæg deilumál í kosn- ingabaráttunni. Hvað gerir menn að Bretum? Umræðan fyrir kosningarnar á þó ekki síður rætur sínar að rekja til „tilfinningalegra" þátta. Að minnsta kosti er víst að hugmyndafræði SNP minnir um margt á sígildar hugmyndir þjóðemishreyfinga í gegnum tíðina og það er flokksmönnum SNP augsýnUega mikið tilfinningamál að Skotland hljóti sjálfstæði, verði fullvalda ríki. SkUjanlega er það ekki síður tU- finningamál fyrir bresk stjómvöld að halda sambandi Skotlands og Bretlands. Þessi umræða hefur ýmsar og flóknar afleiðingar fyrir „breska" þjóðernisvitund, og reynd- ar hafa margir orðið til að bera fram þá spumingu hvað það sé eiginlega sem sameini Walesverja, Skota, Englendinga (og jafnvel __________ N-Ira) sem Breta. Sjálfstæði Margir virðast hafa „erður áffram komist að þeim mður- stöðu að bresk þjóðarvit- und sé heldur innantóm og í raun sé fátt sem geri áðumefnd þjóðarbrot að einni þjóð. Það er engin ein þjóðkirkja í Bretlandi öUu, ekkert samhæft menntakerfi, lögregla eða jafnvel knattspymu- landslið sem allir geti fylkt sér á bak við. Bretland á sér ekki einu sinni stjórnarskrá og breski þjóðfáninn sameinar eiginlega ekki Skota og Englendinga því hvorar um sig eiga þjóðirnar sinn eigin fána. WUliam Hague, leiðtogi Ihalds- flokksins, gerði nýlega hina veiku bresku sjálfsmynd að umtalsefni. Hague vildi reyndar kenna höfuðandstæðingi sínum, Tony Bla- ir, um hvemig komið er; sagði Blair „halda rýtingi“ að öllu því sem stóra málið breskt væri. Kvaðst Hague óttast að fengi Blair vilja sínum framgengt myndu Bretar „verða útlendingar í eigin heimalandi". Samt sem áður virðist sem þeir Blair og Hague deUi í raun óttanum á því hvað sjálfstæði Skotlands gæti haft í fór með sér fyrir breska sjálfsmynd. Þeir eiga það t.d. sam- eiginlegt að óttast báðir að Bretland sé í þann mund að liðast í sundur. Þar með væri heimsveldið fyrrver- andi endanlega liðið undir lok, stór- veldið forna orðið smáriki. Erfitt er vísast að meta sálræn áhrif slíkra breytinga en þau hljóta að vera um- talsverð, ekki síst fyrir helstu valda- menn í breskum stjórnmálum. Blair fann sjálfstæðisþrá Skota farveg Þótt Tony Blair kæmist til valda í Bretlandi í maí 1997 með það yfir- lýsta markmið í farteskinu að auka sjálfsákvörðunarrétt Skota og Wa- les var það alls ekki markmið hans að stuðla að sjálfstæði Skotlands. Þvert á móti vildi Blair gera tilraun til að slá vópnin úr höndum sjálf- stæðissinna með því að koma tU móts við það sem telja mátti sann- gjarnar sjálfræðisóskir íbúanna. Þjóðaratkvæðagi-eiðsla um stofnun heimastjórnarþings í Skotlandi sem fram fór síðasta haust var til marks um þetta. William Hague hitti hins vegar naglann á höfuðið þegar hann benti á að aukið sjálfsforræði Skotlands ruglar í raun valdajafn- vægi sem verið hefur við lýði 1 næst- um þrjú hundruð ár. Afleiðing þess, segir Hague, verður næstum örugg- lega sú að frekari breytinga verði krafist. Staðreyndin er vissulega sú, og þetta sýnir þjóðfrelsisbarátta hvar- vetna, að eriitt er að hafa stjóm á þjóðemishyggju sem afli þegar hún __________ á annað borð hefur verið leyst úr læðingi. Með því að veita Skotum sitt eig- ið þing og þannig aukin áhrif í eigin málefnum virðist Blair í raun hafa fært SNP vopnin upp í hendumar því með frumkvæði sínu gaf hann sjálfstæðisþrá Skota þann farveg sem ávallt hafði vantað til að úr gæti orðið þfiugfrelsishreyfing. Einmitt þess'vegna er allsendis óvíst að sigur Blairs og Verka- mannaflokksins í maí, takist þeim að hafa betur í baráttunni við SNP, verði meira en tímabundinn. Telja má öraggt að sjálfstæði Skotlands verður áfram stóra málið í skoskum stjórnmálum, hverjar svo sem nið- urstöður kosninganna verða, og alls ekki útilokað.áð HNP.nái sínu fram á endanum. •Heimildir: The Scotsman, The Daily Telegraph, The Economist, Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.