Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 16
16 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
„Umhverfis
jörðina“ með
Skólakór
Kársness
„UMHVERFIS jörðina“ er yfir-
skrift tónleika Skólakórs Kárs-
ness sem verða í Salnum í
kvöld, sunnudag, kl. 20.30.
Tónleikarnir eru í tónleikaröð-
inni Tíbrá sem Kópavogsbær
stendur fyrir.
Efnisskrá tónleikanna er
fjölbreytt og verða flutt um 30
lög frá 25 löndum. Þar má
heyra mörg lög sem hafa ekki
áður verið sungin hér á tón-
leikum, allt frá lögum frum-
byggja í Astralíu til nýrra ís-
lenskra kórlaga, gamalt og
nýtt í bland við glens og al-
vöru, segir í fréttatilkynningu.
Drengjakór Kársnesskóla flyt-
ur ameríska kúrekasöngva,
Guðrún S. Birgisdóttir leikur á
flautu og strengjasveit skipuð
ungum kórsöngvurum leikur
með í einu verki.
I Skólakór Kársness eru
rúmlega 60 kórfélagar á aldr-
inum 10-16 ára en í Drengja-
kórnum syngja um 30 hressir
strákar. Stjórnandi er Þórunn
Björnsdóttir og Marteinn H.
Friðriksson leikur undir á pí-
anó.
Miðasalan verður opin tón-
leikadaginn frá kl. 14 í anddyri
Tónlistarhúss Kópavogs, miða-
verð er 1.200 krónur.
SKÓLAKÓR Kársness syngur í Salnum í kvöld.
Morgunblaðið/Golli
Þorsteiim Gauti leikur á fyrstu píanótónleikunum í Salnum
„Eitt glæsilegasta píanó-
verk þessarar aldar“
SÓNATA opus 26 eftir Samuel
Barber, þrjár etýður Chopins opus
10 nr. 4, 6 og 8, Tunglskinssónata
Beethovens, Gnossía eftir Eric
Satie og þrjár prelúdíur eftir Ge-
orge Gershwin í flutningi Þor-
steins Gauta Sigurðssonar munu
hljóma í Salnum í Kópavogi á
þriðjudagskvöld á fyrstu píanótón-
leikum hússins. Tónleikarnir eru
hluti af tónleikaröðinni Tíbrá.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson á æfingu í Salnum.
í fréttatilkynningu frá Salnum
segir að það séu tíðindi þegar ís-
lenskur píanóleikari tekur sér það
fyrir hendur að flytja sónötuna eft-
ir Barber, eitt glæsilegasta píanóv-
erk þessarar aldar. Sónatan er
skrifúð 1948 og Vladimir Horovitz
frumflutti hana 9. desember 1949 í
Fyrstu verðlaun
á sýningu Ljósmyndarafélags ísland
Ljósmynd: Fríöur Eggertsdóttir
Svipmyndir
Hverfisgötu 18, sími 552 2690
Barnamyndir • brúðarmyndlr • fjölskyldumyndlr
HOFUNDAR
VITJI
HANDRITA
Dómnefnd Verðlaunasjóðs
íslenskra barnabóka 1999
hefur lokið störfum og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að
ekkert þeirra handrita sem
bárust í samkeppnina stand-
ist þær kröfur sem dóm-
nefhdin gerir til verðlauna-
handrita. Stjórn sjóðsins
hefur af þessum sökum
ákveðið að íslensku barna-
bókaverðlaunin verði ekki
veitt í ár. Um leið og höfund-
um er þakkað fyrir að taka
þátt í samkeppninni eru þeir
beðnir að vitja handrita sinna
sem fyrst til Vöku-Helgafells,
Síðumúla 6, Reykjavík. Þar
eru þau afhent gegn því að
gefinn sé upp titill handrits
eða dulnefni höfundar.
Havana á Kúbu. „Sónatan er tíma-
mótaverk nýrra strauma, í traustu
formi, áhrifamikið skáldverk," seg-
ir þar ennfremur.
Nýtir píanóið til hins ýtrasta
„Þetta er stórt verk, í fjórum
köflum. Síðasti kaflinn er fjögurra
radda fúga og er oft spilaður sem
sérstakt verk,“ segir Þorsteinn
Gauti. „Það sem gerir verkið
svona frábæi-t er það að hann
blandar saman gömlum og nýjum
aðferðum og nýtir píanóið alveg til
hins ýtrasta. Þetta er ekki orðið
atónal, heldur heyrir maður ennþá
tóntegund, og þó að það hljómi á
köflum mjög flókið, þá er ljóð-
rænn strengur í því og það er
mjög glæsilega skrifað fyrir hljóð-
færið,“ heldur hann áfram. Þor-
steinn Gauti segir þessa sónötu
Barbers vera með betri verkum
sem hann hefur spilað og segist
raunar vel geta trúað að það sé
líka með þeim erfiðari, einkum og
sér í lagi síðasti kaflinn.
Hin víðfræga Tunglskinssónata
Beethovens er einnig á efnis-
skránni. „Eg hef tekið mig til síð-
ustu árin og spilað mjög fræg
verk, sem ég gerði aldrei þegar ég
var yngri. Það er svo skrýtið að
maður heyrir Tunglskinssónötuna
ekki oft á tónleikum. Þetta er það
frægt verk að það er eiginlega
varla spilað,“ segir Þorsteinn
Gauti.
Tónleikamir verða sem áður
sagði á þriðjudag og hefjast þeir
kl. 20.30. Miðasalan í anddyri Tón-
listarhúss Kópavogs verður opin
tónleikadaginn frá kl. 14.00.
Samsæri
í fortíð
og nútíð
ERL. BÆKUR
Spennusaga
ÞÖGUL BORG „SILENT CITY“
Eftir James Kennedy. Aitow 1999.
311 síður.
JAMES Kennedy heitir írskur
rithöfundur sem er að þreifa fyrir
sér í spennusagnagerðinni. Hann
hefur sent frá sér tvær bækur, „Ar-
med and Dangerous", og síðan
þessa, Þögla borg eða „Silent City“,
sem nýlega kom út í vasabroti hjá
Arrow-útgáfunni. Sögusvið beggja
bóka hans er að vonum Irland í for-
tíð og nútíð. Sú fýrri fjallaði um
nokkra IRA-meðlimi sem ætlpðu að
spilla friðarviðræðunum á írlandi
en þessi nýja saga, Þögul borg, er
um mann, sagnfræðing reyndar,
sem álpast til þess óafvitandi að
spilla heilmiklu samsæri tengdu
mikilvægri heimsókn til Irlands.
Hugmyndin er ekki alvond en sem
pólitískur samsæristryllir er sagan
verulega óspennandi, langdregin og
óskýr.
Sagnfræðingur leitar svara
James Kennedy þessi segist vera
fæddur í suðausturhluta írlands en
býr nú í Dublin. Hann hefur stund-
að ýmis störf um dagana, verið
verkamaður og kennari og nú síðast
rithöfundur. Hann segir forfeður
sína hafa komið frá Lincolnshfre á
Englandi.
Ails er óvíst af hverju sagan heit-
ir Þögul borg því titillinn hefur ekk-
ert með innihaldið að gera. Hún
hefst á því að Eddie Halpin, sagn-
fræðingi sem beitt hefur sér í bar-
áttu fyrir auknum mannréttindum,
er sýnt fólskulegt banatilræði á
þjóðvegum Irlands. Hann tengir
það um síðir rannsóknum sínum á
stórum og mikilvægum góðgerðar-
samtökum á írlandi en hann hefur
verið að kafa í sögu þeirra og spurn-
ingar hafa vaknað um fortíðina. Svo
virðist sem samtökunum tengist
gamall hópur írskra fasista sem öm-
uðust mjög við gyðingum við upphaf
síðari heimsstyrjaldarinnar og
þekkjast af leyniorðinu Kólumbus.
Innvígðir spyrja: Hvaða ár fann
Kólumbus Ameríku? og það er eins
gott að svörin séu á reiðum hönd-
um. Sagnfræðinginn Halpin grunar
að hópurinn hafi á sínum tíma
framið einhverskonar ódæði sem
tengist háöldruðum forsvarsmanni
góðgerðarsamtakanna en hann
kemst einnig að því að annað og
mun skelfilegi-a ráðabrugg er í
gangi í nútímanum. Hvort hann get-
ur komið í veg fyrir það er svo önn-
ur saga.
Litlausar persónur
James Kennedy fóðrar sögu sína
með frásögnum af ástum í meinum
bæði að fornu og nýju, með skugga-
legum náungum sem hafast við í
neðanjarðarvistarverum, mönnum
sem hverfa á dularfullan hátt en
bfrtast aftur, njósnum og leyni-
bruggi og morðtilræðum. En ekkert
af því er hægt að segja að sé veru-
lega áhugavert eða spennandi. Að-
alpersónan, Halpin, er nokkurn
veginn gersamlega litlaust dauðyfli
og það sama er að segja um lög-
reglufulltrúann Charlottu Rainey,
helsta hjálparkokk hans í málinu og
auðvitað gamla kærustu. Það sama
er að segja um illmennin, þau vekja
hvorki ótta né skelfingu og varla
hinn minnsta áhuga. Plön þeirra eru
fyrirsjáanleg.
Ofan á þetta bætist að frásögnin
er leiðinlega formleg og stíllinn sér-
lega hátíðlegur sem verður ákaflega
þreytandi þegar til lengdai’ lætur.
Það má vera að James Kennedy sé
með gott efni í höndunum en honum
tekst ekki að kveikja líf í persónum
sínum, frásögnin er á stundum löt-
urhæg og spennan nánast engin.
Arnaldur Indriðason