Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 19
LISTIR
Listaklúbburinn
Saga harm-
onikkunnar
í eina öld
FÉLAGAR úr Harmonikkufélagi
Reykjavíkur kynna sögu harmon-
ikkunnar í tali og tónum á morgun,
mánudag kl. 20.30, í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans, með aðstoð
ungra dansara.
I fréttatilkynningu segir að talið
sé að harmonikkur hafí fyrst komið
til íslands með frönskum sjómönn-
um upp úr 1840. Þetta voru einfaldar
og tvöfaldar harmonikkur, en fljót-
lega uppúi' aldamótum fara krómat-
ískar hai-monikkur að bætast í hóp-
inn. Þeir sem spiluðu á harmonikkur
í fyrstu voru sjálfmenntaðir. í byrj-
un aldarinnar hlustuðu svo spilar-
arnir eftir lagi og undirröddum af
grammafónplötum. Dansamir voru
oftast hefðbundnir evrópskir dansar
s.s. valsar, rælar, polkar, marsúkkar,
mai'sar, o.fl. Þó svo að Islendingar
hafi fai'ið að spila sveiflu um 1920 er
það vera Breta og Bandaríkjamanna
hér á landi í seinna stríði sem hafði
hvað mest áhrif á dansmenninguna.
Unga fólkið drakk í sig nýtt hljóm-
fall og skyndilega urðu til nýju og
gömlu dansarnir. Smám saman upp
úr 1960 verður allur tónlistarflutn-
ingur margraddaðri og harmonikkan
missir mikilvægi sitt, þó að hún hafi
víða verið notuð til dansleikjahalds.
Tónleikar
bandarísks
háskólakórs
BANDARÍSKUR háskólakór frá
The University of Minnesota-Crook-
ston, Háskólakórinn og kammerkór
Háskóla Islands, Vox Academiae,
syngja í Norræna húsinu þriðjudag-
inn 2. mars kl. 20.30.
A efnisskránni eru einkum trúar-
leg kórlög frá Ameríku en einnig lög
eftir Schumann og fleiri. Stjórnandi
kórsins er George French en stjórn-
andi íslensku kóranna beggja er Eg-
ill Gunnarsson. Þeir munu einkum
flytja íslenska tónlist.
Aðgangur er ókeypis.
Nýir hljómdiskar
• MÁVAHLÁTUR er með tónlist
Péturs Grétarssonar úr samnefndu
leikriti eftir Kristínu Marju Baldurs-
dóttur sem sýnt hefur verið í Borg-
arleikhúsinu. A plötunni eni 15 verk,
þar af fjögur sönglög með textum
eftir Jón Hjai'tarson.
Pétur Grétarsson hefur samið og
flutt tónlist við fjölmargar leiksýn-
ingai', þar á meðal Rómeó og Júlíu í
Þjóðleikhúsinu og Ljós heimsins hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og fyrir ári
kom út hljómdiskur með tónlist hans
við sýningu Þjóðleikhússins á
Grandavegi 7 efth' Vigdísi Gríms-
dóttur.
Pétur starfar við hljóðfæraleik,
m.a. hjá Sinfóníuhljómsveit Islands,
auk þess að sinna tónsmíðum og
dagskrárgerð.
Tónlistin er flutt af Sigurði Flosa-
syni er leikur á bassaklarinett, klar-
inett, altsaxófón og altflautu, flautu
og pikkolóflautu. Annar hljóðfæra-
leikur er fluttur af höfundi.
Útgefandi er Pétur Grétarsson í
samvinnu við Leikfélag Reykjavík-
ur.
C/9
SÍÐUMÚLA 2
SIMI568 9090
www.sm.is
• 29" Super flatur Black Line myndlampi
• 2x20 watta Nicam Stereo hljóbkerfi
• Textavarp meb íslenskum stöfum
• Allar abgerbir á skjá
• Hátalara tengi
• RCA tengi framan á tækinu
• Tvö Scart tengi
• Fjarstýring
TVC293
OOO
GRUnDIG
• 29" Megatron rykfrír super
flatur/svartur myndlampi
• Dínamískur fókus
• CTI Clear Color litakerfi
• 2x20 watta Nicam Stereo hljóbkerfi
• Textavarp meb íslenskum stöfum
• Valmyndakerfi
• RCA tengi framan á
• Tvö Scart tengi
• Fjarstýring
ST72860
GRUÍ1DIG
• 29" Super flatur/svartur myndlampi
• 100Hz myndtækni
• CTI og Perfect Clear litakerfi
• 2x20 watta Nicam Stereo magnari
• Textavarp meb íslenskum stöfum
• Valmyndakerfi
• RCA tengi framan á tækinu
• Tvö Scart tengi
• Fjarstýring
M72100
LflfiERDflfiflR - LA6ERDAGAR Ótrúlegt verð!
Nýjar
sendingar af
sumarefnum
Trönuhrauni 6, FHafnarfirði
Sími 565 1660