Morgunblaðið - 28.02.1999, Side 22
22 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
,^Aftf_ FRAMHALDSNAM VIÐ
KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Kennaraháskóli íslands býður upp á íramhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræð-
um. Rétt til að sækja um inntöku eiga þeir sem lokið hafa fullgildu starfsmenntanámi
á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar. Gilt er talið nám frá Fósturskóla
íslands, Háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri, (þróttakennaraskóla íslands, Kenn-
araháskóla Islands, Kennaraskóla íslands, Þroskaþjálfaskóla íslands og öðrum skólum sem veita sambærilega
menntun. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu.
Unnt er að Ijúka framhaldsnámi við Kennaraháskóla íslands með tvennum
hætti, með formlegri viðurkenningu (diplómu) eða meistaraprófi (M.Ed.).
Nám sem leiðir til formlegrar viðurkenningar (diplómu) getur verið að
lágmarki 15 einingar og að hámarki 60 einingar.
Við 30 eininga framhaldsnám er hægt að bæta við 30 eininga námi til M.Ed.
prófs. Hluti námsins er 15-30 eininga meistaraprófsverkefni.
Haustið 1999 verður boðið nám á eftirtöldum sviðum ef næg þátttaka fæst:
X Börn og unglingar með sérþarfir í skóla og samfélagi (30 eininga fjarnám, tvö ár), einkum
ætlað leikskólakennurum, grunnskólakennurum og þroskaþjálfum.
X íslenskukennsla (15 eininga fjarnám, eitt ár), einkum ætlað íslenskukennurum í grunn- og
framhaldsskólum.
X Stjórnun (forysta, þróunarstarf, matsfræði og gæðastjórnun; 30 eininga fjarnám, tvö ár eða
staðbundið nám, eitt ár). Námið er einkum ætlað skólastjórum og stjórnendum deilda og
stofnana, fag- og árgangastjórum, ráðgjöfum, kennurum og þroskaþjálfum sem stefna á
stjórnunarstörf.
X Tölvu- og upplýsingatækni (15 eininga fjarnám, eitt ár). Náminu er einkum ætlað að mennta
frumkvöðla í upplýsingatækni í skólastarfi sem geta skipulagt og unnið að framkvæmd
upplýsingamála í skóla- og uppeldisstofnunum og leiðbeint samstarfsfólki um notkun á
tölvum og upplýsingatækni.
X Uppeldis- og kennslufræði (30 eininga fjarnám, tvö ár). í náminu, sem ætlað er öllum
starfsstéttum sem Kennaraháskólinn þjónar, er leitast við að dýpka þekkingu og skilning á
undirstöðuatriðum uppeldis- og menntunar, s.s. uppeldisheimspeki, uppeldissögu,
uppeldissálarfræði og námskrárfræðum.
X Þroskaþjálfun fullorðinna (30 eininga fjarnám, tvö ár), einkum ætlað þroskaþjálfum.
X Meistaranám til M.Ed. prófs (30 eininga fjarnám, tvö ár). Rétt til að sækja um meistaranám
eiga nemendur sem lokið hafa 30 einingum í framhaldsnámi með að lágmarki fyrstu
einkunn (7.25).
Leiðbeiningar til umsækjenda, umsóknareyðublöð og inntökureglur fást á skrifstofu Kennara-
háskóla íslands og á heimasíðum framhaldsdeildar (vefslóð: http://www.ismennt.is/vefir/uppvis).
Nánari upplýsingar veita Guðrún Sóley Guðjónsdóttir verkefnastjóri
kennslusviðs (sími 563 3898, árdegis, netfang soley@khi.is)
og námsráðgjafar skóians (símar 563 3912 og 563 3913).
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1999.
Landbúnaðarráðuneytið ógilti kaup
Fljótshlíðarhrepps á Múlakoti
Óheimilt að
nýta sér for-
kaupsréttinn
LANDBUNAÐARRAÐUNEYTIÐ
hefur úrskurðað að Fljótshlíðar-
hreppi sé ekki heimilt að nýta sér
forkaupsrétt að jörðinni Múlakoti II
í Fljótshlíð. Að mati ráðuneytisins
verður í þessu máli að byggja á
meginreglu stjórnsýsluréttar, að
aldrei megi íþyngja almenningi að
nauðsynjalausu. Helga Sigurðar-
dóttir varaoddviti sagðist telja að
þessi niðurstaða þýddi að ákvæði
jarðalaga um heimild sveitarfélaga
til að nýta sér forkaupsrétt væri
gagnslaust og eðlilegast væri að
fella það úr lögunum.
Sl. haust gerðu Árni Jónsson og
Guðrún Stefánsdóttir, bændur í
Hlíðarendakoti, og hjónin Guðjón
Stefán Guðbergsson og Sigríður
Hjartar úr Reykjavík kauptilboð í
Múlakot og var málið í framhaldinu
lagt fyrir hreppsnefnd. Kauptilboð-
ið var 11 milljónir. Eftir umræður í
nefndinni og eftir að hluti hrepps-
búa hafði skrifað undir áskorun til
hennar um að nýta sér forkaups-
réttinn samþykkti hreppsnefndin
með þremur atkvæðum gegn tveim-
ur að ganga inn í tilboðið. Þá lá fyrir
yfirlýsing frá kaupendum um að
þau ætluðu sér að nota hluta jarðar-
innar til hefðbundinnar landbúnað-
arframleiðslu og að hluta til skóg-
ræktar í samræmi við áætlun Suð-
urlandsskóga.
Vísað í sljórnsýslulög
Helga sagði að Múlakot væri sér-
stakur staður sem ætti sér merki-
lega sögu. Þar hefði lengi verið
stunduð skógrækt, garðyrkja og
ferðaþjónusta. Staðurinn væri
einnig tengdur menningar- og lista-
lífi því þar hefðu margir listamenn
starfað um lengri eða skemmri
tíma. Hún sagði að það væri álit
margra að það væri mikilvægt að
hreppsnefndin gæti haft áhrif á
uppbyggingu staðarins í framtíðinni
með það að markmiði að viðhalda
sérstöðu hans og gera hann að-
gengilegan almenningi. Meirihluti
hreppsnefndar hefði talið að kaup á
jörðinni gætu styrkt sveitarfélagið
og verið grundvöllur fyrir atvinnu-
sköpun.
Kaupendur kærðu ákvörðun
hreppsnefndar til landbúnaðarráðu-
neytisins. Ráðuneytið hefur nú ógilt
ákvörðun hreppsnefndar, að ganga
inn í tilboðið. Ráðuneytið taldi að
áform kaupenda um nýtingu jarðar-
innar samræmdust ákvæði jarða-
laga. Að mati þess yrði í þessu máli
að byggja á þeirri meginreglu
stjórnsýsluréttar, að aldrei megi
íþyngja almenningi að nauðsynja-
lausu. Helga kvaðst vera mjög
undrandi á þessari niðurstöðu. Hún
sagðist ekki telja að sveitarstjórnin
hefði gert mistök í þessu máli. Ekki
væri hins vegar hægt að skilja úr-
skurðinn á annan veg en að ákvæði
jarðalaga um forkaupsrétt sveitar-
félaga væri gagnslaust. Hún sagðist
telja eðlilegt að fella það úr gildi.
Helga sagði að hreppsnefnd hefði
ekki fjallað um úrskurð ráðuneytis-
ins og því væri óvíst hver viðbrögð
hennar yrðu.
Hádegisverðarfundur á Akureyri
Þriðjudaginn 2. mars 1999, kl. 12:00 - 13:30 á Fosshótel KEA
, ATVINNULIFIÐ
A LANDSÚYGGÐINNI
OG ALÞJOÐAVÆÐING
• Hvernig heíur alþjóðavæðingin áhrif á atvinnulíf landsbyggðarínnar?
• Verður landsbyggðin hálauna- eða láglaunasvæði?
• Verða ný störf líka til á landsbyggðinni?
• Er landsbyggðin aðlaðandi kostur fyrir langskólamenntað fólk?
• Hvemig getur landsbyggðin nýtt sér sérstöðu sína?
FRAMSÖGUMENN: _____________________________________________________^
Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Islands hf.
Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands.
V_______________________________________________
Að loknum framsöguerindum geta fundarmenn komið á framfæri fyrirspumum eða
komið með athugasemdir.
Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.000,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða
bréfasima 568 6564 eöa með tölvupósti mottaka@chamber.is.
VERSLUNARRÁÐ ISLANDS
4
Morgunblaðið/Ingimundur
Pýramída úr
plastbrett-
unum
HAKON Hrafnsson var einn að
dunda í innilauginni í Borgarnesi
á dögunum. Eftir nokkrar til-
raunir tókst honum að byggja
pýramída úr plastbrettunum. Ef
til vill byggir hann verklegri
byggingar seinna á lífsleiðinni.
------------------
Tjón vegna
reyks í verslun
ELDUR kom upp við Kleppsveg 152
á föstudagskvöld en þai- er verslun-
armiðstöð.
Slökkviliðið var um klukkustund
að slökkva eldinn og reykræsta.
Nokkrar skemmdh- urðu af völdum
reyksins.