Morgunblaðið - 28.02.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 25
JÓN Eiríksson t.h. og starfsbróðir hans bogra yfir borkjörnum um
borð í rannsóknarskipi í fyrrasumar.
ferskvatni í norðurhöf. Sjórinn
þurfti að aðlagast breytingunni,
selta og hitastig þurftu að jafnast
út til þess að dælan gæti farið aftur
í gang. Þegar það gerðist slaknaði á
áhrifum hlýja sjávarins hér á landi
og kuldaskeið fylgdi í kjölfarið. En
það hlýnaði á sama tíma í Norður-
Evrópu. Við erum þó að tala hér
um sveiflur sem stóðu yfir í 500 til
1.000 ár. Með þvi að ná eldri gögn-
um úr sjónum eigum við að geta
spáð um 10 til 50 ára sveiflur og
það er afar mikilvægt. Jarðsögu-
gögnin sýna að íslenska umhverfið
bregst ekki alltaf við á sama hátt
þegar breytingar verða annars
staðar.
Kannski olía?
Það má ekki minnast á setlög á
hafsbotni án þess að olíudraumar
vakni með þjóðinni. Er einhver slík
von þarna á ferðinni?
„Eg ætla ekkert að fullyrða eða
fjölyrða um það, en segi þó að það
væri óskynsamlegt að rannsaka
það ekki. Þarna eru þykk setlög, að
vísu mjög ung, en jarðhiti sem
þarna er gerir það að verkum að
það er ekki útilokað að olíu og gas
sé þarna að finna. Fyrir fimmtíu ár-
um hefði enginn trúað því að olíu-
lindir væri að finna undir yfirborði
Norðursjávar og í hafinu við Fær-
eyjar, en annað hefur komið á dag-
inn. Það sem þarf til að mynda olíu
og gas er jarðhiti og lífræn efni.
Síðan sér tíminn um að breyta hrá-
efnunum. Nú, ef olía og gas eru
þama ekki þá er möguleiki á því að
ýmis lífræn ferli séu þama tengd
jarðhitasvæðunum.“
Hvað gerist svo næst?
„Það er staðreynd að Norður-
Atlantshafið er lykilsvæði í rann-
sóknum á straumakerfi heimsins og
jarðsögu ísaldar og eins og ég gat
um áðan þá verður farinn umfangs-
mikill rannsóknarleiðangur á kom-
andi sumri. Franska ríkisstjórnin
leggur til glæsilegt skip, Marion
Dufresne, og stór hópur vísinda-
manna, m.a. frá Bandaríkjunum,
Frakklandi, Þýskalandi og
Englandi, verður á skipinu við
rannsóknir í þrjár vikur. Hópurinn
sem verðm- um borð tengist rann-
sóknarhópnum „Images“ sem Is-
lendingar eiga aðild að í gegnum
Rannsóknarráð Islands.
Leiðangurinn mun halda þvert
yfir Atlantshafið, allt frá Karíba-
hafinu og yftr til Norðursjávar.
Halda síðan norður um, allt til Sval-
barða. Það sem við íslensku vís-
indamennirnir munum fást við í
þessum leiðangri er að taka sýni úr
fjórum 16 metra borkjörnum. Tveir
verða teknir úti fyrir Vestfjörðum
og hinir tveir úti fyrir Norðurlandi.
Hinir vísindamennirnir munu
margir taka sýni úr sömu kjömum
og síðan verður skipst á niðurstöð-
um og skoðunum. Þama verðum
við farnir að skyggnast mun lengra
aftur í tímann og verður spennandi
að sjá hvað þá kemur á daginn.
Sniðteikningar af öskulögum í borkjörnum
HM10741?
HEKLA-I (IHMAOl
, UEKUA-Í (3*79 t V|»
œX,lA-Hm>± 12)
~ WH í W
HMI074M
HM »07-05
- t«U 14S
-f&S t ftí
‘ VmiRWIIKA
„Vedde“-askan er talin vera upprunnin í eldstöðvakerfinu við Kötlu
En hvað gerir þessi setlög svona
sérstök?
„Landgrunnið norðan Islands er
einstakt því þar mætast tveir ólíkir
straumar, Austur-Grænlands-
straumurinn sem er tær og kaldur
og kominn að norðan og svo Irmin-
gerstraumurinn sem er grænn af
lífi og miklu hlýrri. A þessum slóð-
um mætast þeir og em báðir að
deyja út og missa set. Þetta svæði
er enn fremur frábmgðið öðmm að
því leyti að þetta er rólegt umhverfi
þar sem ölduhreyfinga gætir lítt og
setlögin varðveita því betur tíma og
upplausn heldur en setlög á landi.
Þessi setlög innihalda mikið af
steingervingum og lífrænu efni og
af því getum við séð hitastig og
seltumagn í sjónum á hverjum tíma.
Setkornin sjálf sýna okkur straum-
hraða, hafískomur og eldvirkni.
Hafísnum fylgir ákveðinn sandur og
leir og aska eldsumbrotunum. Sem
dæmi má nefna að við höfum stað-
sett nokkur Heklugos í borkjörnum
þeim sem við höfum rannsakað og
a.m.k. eitt gos á Kolbeinseyjar-
hrygg sem ekki var til vitneskja um.
Eldgosin sjáum við mjög vel, því
það er enginn jai-ðvegur saman við
gosöskuna og raunar er þetta í
fyrsta sinn sem Heklugosin sem um
ræðir, gosið frá 1104 og svokölluð
Hekla 3 og 4, koma fram á hafs-
botni. Þá sjáum við þarna sögu
brotahreyfinga og jarðskjálfta.
Stórir kippir hafa orðið á þessum
slóðum, ekki minni heldur en hafa
orðið á Suðurlandi í gegn um aldirn-
ar. Af þessu má sjá að við fáum
skýrari mynd en áður af jarðsögu
og eldgosasögu umrædds tímabils,
sem er sem ég segi síðustu 15.000
árin, eða frá síðustu ísöld.“
Hlýnaði hér -
kólnaði allt í kring
Jón segir að miklar sviptingar
megi sjá í borkjörnunum og í sýn-
um sem eru u.þ.b. 13.700 ára göm-
ul megi sjá merki um bráðnun ís-
aldarjökla. Þar sést t.d. að þeir
hafa ekki gengið út á landgrunnið
þó einhvern tíma hafi þeir náð út
fyrir Grímsey. Gögn úr borkjörn-
um úr Grænlandsjökli og jarð-
vegssýni frá Norður-Evrópu sýna
fylgni við það sem lesa má úr set-
lagasýnum af landgrunninu, t.d. er
hægt að staðfesta að það skiptast
á ísköld tímabil og hlýskeið.
Jón segir enn fremur að niður-
stöður sýni nokkuð sem ekki var
vitað áður varðandi kulda- og hlý-
skeið á norðurhjara. Þannig eru
dæmi um að ekki hlýnaði eða kóln-
aði samtímis á Islandi og bæði í
Skandinavíu og á Grænlandi.
Segðu okkur frá þessu, Jón.
„Golfstraumurinn leikur hér lyk-
ilhlutverk ekki síður en í dag. Hann
lagðist í vestur og var sem nú
varmadæla til okkar og Irminger-
straumurinn styrktist við það að
sjór hlýnaði, en á sama tíma kólnaði
mjög á Grænlandi og í Norður-Evr-
ópu. Hlýnun hér fylgdi aukin úr-
koma og stækkun jökla, sem getur
átt sér stað án þess að beinlínis sé
um kólnun að ræða. Það hlýnaði
ekki annars staðar vegna þess að
þessi hlýi sjór mætti köldum sjó
fyrir norðan okkur sem stafaði af
miklum hafís sem skilaði miklu
■ 1
Ásmundur
Daníel Bergmann
Efni:
m
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni.
Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lifinu. Kenndar verða
leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og
lifsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga
nauðsynleg.
Þri. og fim. kl. 20. Hefst 4. mars.
Yoga - breyttur lífsstíll
7 kvölda grunnnámskeið
með Daníel Bergmann.
Mán. og mið. kl. 20. Hefst 3. mars.
Engin reynsla af jóga nauðsynleg.
* jógaleikfimi (asana)
* mataræði og lifsstíll
* öndunaræfingar
* slökun
* andleg lögmál
sem stuðla að
velgengni, jafnvægi
og heilsu.
Yoga - fyrir big
Ingibjörg Sigurjónsdóttir heldur 4ra vikna grunn-
námskeið í jóga á þriðjud. og fimmtud. kl. 16-
17 sem hefst 2. mars nk.
Engin reynsla af jóga nauðsynleg.
* jógaleikfimi (asana)
* mataræði og lífsstíll
* öndunaræfingar
* slökun
* andleg lögmál
sem stuðla að
velgengni, jafnvægi
og heilsu.
Y06A#
STU D IO
■
I
Yoga - Tæki - Sauna - Polarity therapy
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560.
(E>
mmm