Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 28
28 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Áratugur frá afnámi bjórbanns
Áfengisneysla
ungmenna
jókst með til-
komu bjórsins
Þau tímamót urðu fyrir tíu órum, miðviku-
daginn 1. mars 1989, að leyft var að
selja áfengt öl á Islandi eftir 74 ára bjór-
bann. Síðan hefur 1 . mars gjarnan verið
nefndur bjórdagurinn og vita flestir hvað
FRÁ bindindismóti í Galtalækjarskógi.
Ljósmynd/Valdór Bóasson
við er átt þótt engar skýringar fylgi.
María Hrönn Gunnarsdóttir velti því m.a.
fyrir sér hvort drykkjusiðir þjóðarinnar
hefðu breyst með tilkomu bjórsins.
%
Hlutfall helstu áfengisflokka af heildarsölu
áfengis á íslandi á ýmsum tímum
Bjór
Léttvín
.Clorlrir
drykkir
I
-85 -05 -15 -20
IFRÉTT sem birtist í Morgun-
blaðinu daginn eftir að bjórsala
varð heimil segir að látið hafi
nærri að um 340 þúsund dósir
af bjór hafi verið seldar úr verslun-
um ATVR þennan fyrsta söludag.
A fyrstu þremur dögunum var bjór
seldur fyrir um það bil 60 milljónir
króna, sem svarar til rúmlega 94
milljóna á verðlagi dagsins í dag.
Heildarsala áfengis árið á undan
nam um 4,2 milljörðum króna en
þegar áfengissala fyrstu þrjá daga
marsmánaðar árið 1989 er reiknuð
til heils árs svarar hún til heildar-
sölu upp á 7,3 milljarða króna.
Þessar tölur einar segja vitanlega
lítið um það hvort áfengissala og
áfengisneysla hafi breyst í kjölfar
þess að sala áfengs öls var leyfð en
þær benda þó til þess að þjóðin hafi
verið orðin nokkuð bjórþyrst. Fólk
stóð jafnvel í biðröð fyrir utan
verslanirnar um morguninn svo
kátir voru menn með þessa ný-
breytni.
En þeir voi'u líka til sem ekki
glöddust á þessum tímamótum og
raddir þeirra, sem efast um að með
því að aflétta bjórbanninu hafi
þjóðin stigið heillaspor, hafa ekki
þagnað. Meðal þeiiTa eru fjölmarg-
ir bindindismenn, sem unnið hafa
að fíkniefnavörnum.
Unga fóikið hefur val
Góðtemplararegla vai- stofnuð á
Islandi árið 1884. Fyrir hennar
áhrif var hert á lagasetningu vegna
sölu áfengis árið 1887, þegar laga-
frumvarp um veitingar og sölu
áfengra drykkja var samþykkt. A
þessum árum var opinber áfengis-
málastefna á landinu smám saman
að taka á sig mynd og var henni
hvort tveggja ætlað að veita aðhald
og vera til tekjuöflunar fyrir ríkis-
sjóð. Mörg ákvæði lagafrumvarps-
ins frá 1887 eru enn í gildi, óbreytt
eða lítið breytt, rúmri öld síðar.
Góðtemplarar vinna enn sem
fyrr að bindindismálum og reyna
þeir sífellt að finna nýjar leiðir í
baráttu sinni við böl áfengis og
annarra vímuefna með það meðal
annars að leiðarljósi að fá ungt fólk
til að hugsa sinn gang, minna það á
að það hefur val um áfengislaust líf
og til að reyna að seinka því í
Sterkur og viðbúinn
Morgunblaðið/Kristinn
HÆTTURNAR eru fleiri núna en fyrir
nokkrum árum, segir Valdór og minnir á
að dreifing og sala vímuefna helst í hend-
ur. Á árinu 1997 voru vínveitingaleyfi á
landinu 444 en 80 tíu árum áður.
VALDÓR Bóasson hefur starfað
að bindindismálum á vegum góð-
templarareglunnar frá árinu
1967 er hann „var polli í Kefla-
vík“, eins og hann orðar það
sjálfur, auk þess sem hann hefur
í mörg ár tekið þátt í mótshaldi
bindindismanna í Galtalæk. Hann
er smíðakennari í Hamraskóla í
Grafarvogi og er í nánum tengsl-
um við börn og ungmenni, við-
fangsefni þeirra og áhugamál, í
gegnum kennarastarfið en einnig
vegna starfa sinna að bindindis-
málum. Um siðustu mánaðamót
gerði hann sér ferð, fyrir hönd
Stórstúku íslands, til Björgvinjar
í Noregi þar sem hann sat ráð-
stefnu um bindindismál og kynnti
sér nýjar leiðir sem Norðmenn
hafa verið að feta sig eftir und-
anfarin þijú ár.
Vaxandi áhugi sveitarfélaga
„Bindindi á nú ekki uppi á pall-
borðið í þjóðfélaginu," segir Val-
dór um leið og hann rifjar upp að
heldur fleiri hafi verið virkir í
bindindishreyfingunni þegar
hann var strákur en nú, þrjátíu
árum síðar. Hann bendir þó á að
ýmis sveitarfélög hafi að undan-
förnu sýnt forvörnum í vímu-
efnamálum og bindindismálum
vaxandi áhuga. í Grafarvogi sé
t.d. unnið að þessum málum und-
ir yfirskriftinni Grafarvogur í
góðum málum og svipaða sögu sé
að segja frá Suðurnesjum og víð-
ar. „Vonandi getum við gengið
inn í það starf með tímanum því
við höfum mikla reynslu af for-
vörnurn," segir hann.
„Forvarnir eru náttúrlega allt
félagsstarf barna og unglinga
þar sem þau eru svo virk að þau
hugsa ekki einu sinni um hluti
eins og vímuefni," segir Valdór
einnig.
Ýmsar aðferðir hafa verið not-
aðar til að vekja ungt fólk til um-
hugsunar þegar vímuefni, lögleg
sem ólögleg, eiga í hlut. Einn
þeirra er að stunda hræðsluáróð-
ur en sjálfur hefur Valdór meiri
trú á öðrum forvörnum. „Við er-
um að reyna að sinna forvarnar-
starfi án þess að skrattinn sé
málaður á vegginn. Við viljurn
hafa félagsstarf ungmenna það
kröftugt að þau geri sér grein
fyrir vandanum strax. Nýlegar
rannsóknir sýna að ef við getum
frestað því að 14 ára unglingur
byrji að nota áfengi þar til hann
verður 17 til 18 ára getum við
minnkað líkurnar á því að hann
leiðist út í notkun annarra efna
um tugi prósenta."
Viti hvar börnin eru
Þótt góðtemplarareglan sé
orðin meira en aldar gömul
lireyfing leitar hún sífellt nýrra
leiða til að stuðla að bindindi og
þá ekki síst unga fólksins. Bind-
indishreyfingin í Noregi er að
sögn Valdórs mjög sterk, sér-
staklega í Björgvin og nágrenni.
Þar hafa menn reynt nýtt form
forvarna sem byggist á góðu
samstarfi foreldra og ungmenna.
Átakið heitir þar í landi Klar og
sterk en er á íslensku kallað
Sterkur og viðbúinn. Verkefnið
er undirbúið af ungmennahreyf-
ingu Stórstúku Islands en grunn-
skóium, sveitarfélögum og öðr-
um sem starfa með ungmennum
landsins er boðið að taka þátt í
verkefninu. „Þátttaka í Noregi er
um 20-30% í þeim unglingadeild-
um þar sem verkefnið hefur ver-
ið tekið upp. Við erum að vona
að okkur takist að fá fleiri til að
vera með,“ segir Valdór.
Góðtemplarar hugsa sér að
átakið styrki foreldra í uppeldis-
hlutverki sínu. „Bestu og árang-
ursríkustu forvarnirnar hefjist
heima. Verkefnið byggist á því
að foreldrar afsali sér ekki for-
eldrahlutverkinu heldur viti
alltaf hvar börnin þeirra eru,
hvað þau eru að gera og með
hveijum þau eru,“ útskýrir hann.
Hugmyndina að átakinu á
norskur uppeldisfræðingur, Odd-
var Björnestad að nafni. Hann
hefur starfað með ungmennum í
vanda til fjölda ára og verið
skólastjóri í sérskóla sem norska
ríkið rekur fyrir ungmenni með
hegðunarvandamál. Undanfarin
ár hefur Björnestad einkum sinnt
fyrirbyggjandi starfi með börn-
um og unglingum þar sem hann
hefur lagt höfuðáherslu á hlut-
verk fullorðinna í því sambandi.
Átakið Klar og sterk er einmitt á
þeim nótum.
Burt með tvískinnunginn
Áætlað er að íslenska átakið
Sterkur og viðbúinn hefjist með
vorinu og er undirbúningur þess
nú á lokastigi. Foreldrum barna í
8. bekk grunnskólans er boðið að
taka þátt í átakinu, sem stendur
yfír í þijú ár allt þar til grunn-
skólanámi lýkur. Á þessum
þremur árum sinna foreldrar
ákveðnum verkefnum í félagi við
aðra foreldra og með börnunum
sínum. Foreldrar fá til að mynda
tækifæri til að læra hvernig hægt
er að tala um viðkvæm málefni í
fjölskyldunni og um leiðir til að
takast á við óæskilega hegðun
barna sinna. Einnig er kynnt
hvernig foreldrar geta unnið
saman og komist að samkomu-
lagi uin reglur á borð við úti-
vistarreglur og hvemig þeim
skuli framfylgt.
„Allir þekkja hvernig börn og
unglingar reyna að telja foreldr-
um sínum trú um að vinir þeirra
og kunningjar hafi rýmri reglur
en þau sjálf. Þegar til kastanna
kemur er það yfírleitt ekki rétt.
Verkefninu er m.a. ætlað að
hjálpa foreldrum að fást
við þetta,“ segir Valdór.
Hann segir einnig að ætl-
unin sé að vekja foreldra
til umhugsunar og varpa
Ijósi á þann tvískinnung
sem ríkir í þjóðfélaginu
gagnvart neyslu vímu-
efna. Þessi tvískinnungur
segir hann að birtist m.a.
í því að sumir foreldrar
kaupi áfengi fyrir börnin
sín í þeirri trú að með því
móti komi þeir í veg fyrir
að þau neyti landa eða
annarra vímuefna. Við-
horf foreldra til áfengis-
notkunar almennt skipta
miklu máli og segir Val-
dór að verkefnið eigi að
minna foreldra á það.
Valdór segir enn frem-
ur að unglingum sem
standi sig vel verði umb-
unað t.d. með spennandi
og óhefðbundnum verð-
iaunum. Oft vill gleymast
að hampa þeim sem eru
til fyrirmyndar en óláta-
belgjunum einum hrósað
þegar þeim tekst að snúa
af villu síns vegar, segir
Valdór.
Áætlað er að fyrsta ár-
ið sé þátttaka í verkefninu
ókeypis en síðan þurfi að greiða
ákveðið þátttökugjald enda er
gert ráð fyrir að ef vel tekst til
geti umfang verkefnisins orðið
svo mikið að ráða þurfi starfsfólk
til að halda utan um það.
Þeir sem hafa áhuga á að
kynna sér átakið nánar geta haft
samband við skipuleggjendur
þess í síma 863 8333 milli klukk-
an 17 og 19 alla virka daga. Þá
geta þeir sem hafa aðgang að
Netinu litið inn á heimasíðu
norsku góðtemplarareglunnar en
slóð hennar er
http://www.iogt.no/.