Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ Á árinu 1989 höfðu 126 aðilar leyfi til vín- veitinga á landinu öllu en árið 1997 voru þeir orðnir 444. lengstu lög að ungt fólk bragði áfengi í fyrsta sinn. Miklar breytingar með tilkomu bjórsins „Tilkoma bjórsins 1. mars 1989 hafði í fór með sér miklar breyting- ar,“ segir í ritinu Afengis- og fíkni- efnamál á Islandi, þróun og staða, sem Fræðslumiðstöð í fíknivörnum gaf út á síðasta ári. Heildarsala áfengis hafði verið tiltölulega stöðug á árunum 1970 til 1989 en heildameysla, mæld í hreinum vín- anda, jókst aftur á móti um 23% milli áranna 1988 og 89. Skráð áfengisneysla hefur reyndar aldrei verið meiri. Fjórum árum síðar var hún komin niður í það sem hún var 1988. Frá árinu 1993 hefur áfengis- neysla aukist á ný og var hún sam- kvæmt opinberum sölutölum 3,6 lítrar af hreinum vínanda á hvern íbúa árið 1995. Tölur síðari ára era ekki fyllilega sambærilegar við töl- ur frá áranum fyrir 1995, að því er segir í ritinu, þar sem lögum um heildsölu áfengis var þá breytt. Hlutfall sterkra drykkja í heild- arsölu áfengis hefur minnkað tölu- vert frá því farið var að leyfa sölu á bjór. Árið 1988 var hlutur sterkra vína af heildarsölunni 77% en ári síðar 53%. Fyrst eftir að bjórbann- inu var aflétt minnkaði sala á létt- um vínum en hin síðari ár hefur hlutfall þeirra aukist með hverju árinu. Heildarneysla áfengis hefur auk- ist veralega í flestum löndum heims, segir í áðurnefndu riti. Lúx- emborgarbúar keyptu þjóða mest af hreinum vínanda á árinu 1994 eða 12,5 lítra á hvern íbúa. Hver Islendingur keypti aftur á móti 3,5 lítra. Munurinn felst í því að Lúx- emborgarbúar drekka meira af léttum vínum og áfengu öli en fs- lendingar. Ef sala á sterku áfengi er borin saman milli landa sést að sala á sterku áfengi á hvern íbúa er ekki tiltölulega mikil á íslandi og er hún svipuð og t.d. í Bandaríkj- unum, Kanada og Japan. íslend- ingar drekka á hinn bóginn ekki mikið af léttum vínum og bjór sam- anborið við aðrar þjóðir. íslending- ar stilla sér aftur á móti upp við hliðina á íbúum Sovétríkjanna fyrr- verandi og Pólverjum þegar hlut- fall sterkra drykkja í heildarneyslu áfengis er athugað og er, á árinu 1994, með því hæsta sem þekkist. Fáir velja bindindi Vínveitingahúsum hefur fjölgað mjög frá því bjórbanninu var aflétt. Á árinu 1989 höfðu 126 aðilar leyfí til vínveitinga á landinu öllu en árið 1997 vora þeir orðnir 444. Ekki era til nákvæmar tölur um fjölda leyfa eins og stendur þar sem ný lög, t — Blöndunaríæki Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora sænsk gæðavara Heildsöludreifing: TEndehf Smiðjuvegi 11. Kópavogi Sími 564 10S8.íax564 1089 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 29 áfengislög nr. 75/1998, hafa tekið gildi en reglugerð sem kveður nán- ar á um veitingu leyfanna hefur enn ekki verið gefin út. í svipinn er því eingöngu hægt að veita bráða- birgðaleyfi. Samkvæmt nýju lögun- um er það á könnu einstakra sveit- arstjórna að veita leyfi til vínveit- inga. Vínbúðum á landinu hefur einnig fjölgað mikið á undanfórn- um áram og era þær nú orðnar 26 að tölu. Árið 1985 voru þær 12. Geðdeild Landspítalans kannaði drykkju meðal ungs fólks á aldrin- um 13-19 ára um hálfu ári áður en sala bjórs varð leyfileg, hálfu ári eftir og loks haustið 1992. Var það gert til að athuga hvort tilkoma bjórsins hefði áhrif á drykkju og drykkjuvenjur Islendinga. Þátttak- endur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá og var svarhlutfall í öllum þremur um 80%. Samkvæmt könn- ununum höfðu 90% ungmenna á aldrinum 16-19 ára einhvem tíma neytt áfengis þannig að hlutfall þeirra sem velja bindindi er ekki hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í Ijós að neytendum í þess- um aldurshópi fjölgaði ekki með tilkomu bjórsins. Aftur á móti kom í ljós að áfengisneysla þeirra jókst verulega eða sem svarar til 57% þegar búið var að umreikna yfir í hreint áfengi. Neysla ungmenna á áfengu öli margfaldaðist eftir 1. mars 1989, samkvæmt niðurstöð- um rannsóknarinnar, en ekki á kostnað sterkra vína þar eð neysla á þeim jókst einnig. Það er því ljóst að drykkja ungmenna hefur aukist og þeir verða að jafnaði ölvaðri en áður. Rannsóknir sýna svo ekki verður um viOst að tengsl ungmenna við foreldra sína skipta miklu máli þeg- ar áfengisneysla á í hlut. Ekki kem- ur á óvart að því nánari sem þau era því minna drekkur ungmennið af áfengum drykkjum. Það sama verður og sagt um eftirlit foreldra með bömum sínum, því betur sem þeir fylgjast með þeim því minni drykkja. Enda segir í lokaorðum ritsins Áfengis- og fíkniefnamál á Islandi: „Hlutverk foreldra í for- vörnum kemur skýid, fram í rann- sóknum. Þeir era fyrirmyndir og hafa áhrif á börn sín sem félagar þeirra. Samverastundir og gott samband við börnin era eitt af lyk- ilatriðum í því að minnka líkur á neyslu - reykingar og tíð ölvun þeirra að bömum eða unglingum ásjáandi auka líkm-nar á neyslu.“ Veggljós / Loftljós Fákafeni 9 Reykjavík Sími 568 2866 #>ÍfS§í!íÍ| Portú r . . fAallorca 6- *«P' Aiwawn Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is FERÐIR Akranes ísafjörður Akureyri Selfoss Keflavík Kirkjubraut 3 Vesturferðir, Aðalstræti 7 Ráðhústorg 3 Suðurgarður hf., Austurvegi 22 Hafnargötu 15 S: 431 4884 • Fax: 431 4883 S: 456 5111 • Fax: 456 5185 S: 462 5000 • Fax: 462 7833 S: 482 1666 «Fax: 482 2807 S: 421 1353* Fax: 421 1356 Borgarnes Sauðárkrókur Höfn Vestmannaeyjar Grindavík Vesturgarður, Borgarbraut61 Skagfirðingabraut 21 Jöklaferðir, Hafnarbraut Eyjabúð, Strandvegi 60 Flakkarinn, Víkurbraut 27 S: 437 1040« Fax: 437 1041 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 S: 478 1000-Fax: 4781901 Sími 481 1450 S: 426 8060 »Fax: 426 7060 Fæst í byggingavðruverslunum um landallt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.