Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 31

Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 31 Vinstrihreyfingin - grænt framboð kynnir nýtt kynningarátak Morgunblaðið/Jón Svavarsson FORYSTUMENN Vinstrihreyfingar - græns framboðs, kynna fræðslu- og kynningarátak, sem hlotið hefur nafnið Græna smiðjan. Það sem ber hæst eru fræðslufundir um umhverfismál og gönguferðir með fræðslu um náttúru, menningu og sögu. Frá vinstri: Kristín Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Gutt- ormsson og Álfheiður Ingadóttir. Holl og bragdgód jurtakœfa PtiárUúffengar hmaMemndir! nraifinn ■ Moilcn Umhverfis- mál sett á oddinn VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð hefur kynnt fræðslu- og kynningarátak, sem hlotið hefur nafnið Græna smiðjan og undirbúið hefur verið af starfs- hópi á vegum hreyfmgarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Græna smiðjan mun verða með dagskrá í allt vor og fram á sum- ar, en starfinu lýkur á Umhverfis- degi Sameinuðu þjóðanna, þann 5. júní. Það sem ber hæst eru fræðslufundir um umhverfismál og gönguferðir með fræðslu um náttúru, menningu og sögu. Krist- ín Halldórsdóttir sagði greinilegt að mikill áhugi væri á umhverfis- málum í samfélaginu því mjög auðvelt hefði verið að fá fólk til að taka þátt í því starfi sem framund- an væri. Fræðslufundirnir, þar sem sér- fróðir fyrirlesarar munu koma fram, verða haldnir í miðstöð hreyfingarinnar að Suðurgötu 7. Fyrsti fundurinn verður á þriðju- daginn klukkan 20.30 og mun fjalla um málefni tengd hafinu. Gönguferðirnar verða um valda staði á höfuðborgarsvæðinu og verða leiðsögumenn með í hverri ferð. Fyrsta gönguferðin verður á morgun en gengið verður um Oskjuhlíð og nágrenni Reykjavík- urflugvallar. Þá mun smiðjan halda málþing um umhverfisvæna atvinnuþróun þann 13. apríl í Norræna húsinu og þann 25. apríl verða áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í umhverfis- og samfé- lagsmálum kynntar í Iðnó. Vertu laukhress, notaðu Kyolic daglega Einstakt lífummyndandi ferii viö kaldþroskun Kyolic breytir ertandi efnum hvítlauks í örugg, virk og gagnleg efni. [f-)heilsuhúsið Heimasíöa: mælir meö KYOLIC www.kyolic.com Dreifing: Logaland ehf. landnAma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.