Morgunblaðið - 28.02.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
Landspítalans) og 1996 (Heilsuefl-
ing) má sjá að fólk neytir áfengis
heldur oftar en áður en algengast
er að neyta áfengis nokkrum sinn-
um í mánuði. Dagleg áfengisneysla
er nánast óþekkt. Afengisneysla í
ölvunarskyni er enn eitt af ein-
kennum íslenskra di-ykkjusiða.
Rannsóknir á áfengis- og vímu-
efnaneyslu unglinga síðustu ár
benda til þess að ungt fólk neyti
1 áfengis oftar en áður. Unglinga-
| drykkja hefur því aukist og unga
fólkið drekkur bjór á svipaðan hátt
og fullorðna fólkið drakk sterkt
áfengi í ölvunarskyni á sínum ung-
dómsárum. Flest bendir til þess að
aukin áfengisneysla ungs fólks sé
alvarlegasta afleiðing þess að bjór-
inn var leyfður.
Eins og minnst var á hér að
i framan eru líkur á miklum breyt-
ingum á áfengismálum á næstu ár-
I um. Þessar breytingar munu að-
* eins að litlu leyti byggjast á ís-
lenskri löggjöf. Þátttaka Islands í
evrópska efnahagssvæðinu og er-
lend áhrif munu hafa fullt eins mik-
il áhrif á þróunina. Fvi’irkomulag á
áfengissölu er ákveðið með reglu-
gerðum sem settai' eru í Brussel.
Einstakar þjóðir ráða ekki nema að
takmörkuðu leyti stefnunni á
Iáfengismálum. Dæmi um það eru
þær breytingar sem nú þegar hef-
ur þurft að gera á ATVR svo
einkasalan fái staðist.
Ríkisvaldið og bæjarfélög geta
þó enn ráðið tilteknum þáttum í
áfengisvörnum eins og fjölda
áfengisútsalna og vínveitingaleyfa
og reglum um áfengiskaupaaldur
svo dæmi séu tekin. Afengisauglýs-
ingar eru að hluta til utan yfín'áða-
svæðis íslenskra aðila. Samkvæmt
I íslenskum áfengislögum eru allar
1 auglýsingar á áfengi bannaðar en
§ samt blasa þær við íslenskum sjón-
varpsáhorfendum þegar þeir horfa
á erlenda íþróttaviðburði. Svipaða
sögu er að segja um verðlag. Evr-
ópa er að verða einn markaður og
það mun koma fram í verðlagi.
Danir lækkuðu verð á áfengi vegna
þess að fólk fór til Þýskalands og
keypti áfengi. Verð á áfengi í Finn-
Ilandi og Svíþjóð mun smám saman
lækka til samræmis við verð í öðr-
um löndum Evrópusambandsins.
Norðmenn munu laga sig að verð-
lagi í Svíþjóð og áfengisverð á Is-
landi mun án efa taka mið af verði í
nágrannalöndunum.
A síðasta ári voru gerðar tals-
verðar lagabreytingar á sviði
áfengismála. Ný áfengislög gengu í
gildi, lögum um gjald af áfengi var
breytt og sett vora lög um áfengis-
Iog vímuvarnaráð. Lög um gjald af
áfengi eru merkileg fyrir þær sakir
að þar er mörkuð sú stefna að beita
mismunandi gjaldtöku á einstaka
flokka áfengis og hafa þannig áhrif
á neysluna eftir því hvort um er að
ræða bjór, létt vín eða sterkt
áfengi. Hér á landi hefur ekki verið
greint á milli flokka hvað aðgengi
varðar. I flestum löndum eru t.d.
lægri aldurstakmörk fyrir kaup á
bjór og léttu víni en á sterku
áfengi. Grundvallarbreyting var
gerð á forvömum því að hið nýja
áfengis- og vímuvarnaráð er ekki
pólitískt ráð eins og áfengisvarna-
ráð heldur embættismannaráð.
Akvarðanh' ráðsins verða því ekki
teknar út frá pólitísku gildismati
heldur sem stjómsýsluaðgerðir.
I upphafi aldarinnar sameinaðist
almenningur í baráttu gegn áfengi.
Að vera bindindismaður var tengt
ákveðinni sjálfsvitund og táknaði
ákveðna lífsskoðun og lífsstíl. Nú á
dögum hefur áfengi ekkert samein-
ingargildi, nema um misnotkun sé
að ræða. Þá tengist hún sjálfsvit-
und og er undirstaða félagslegra
fjöldahreyfinga. Þannig hafa skilin
á milli alkóhólista og annarra orðið
skýi'ari.
Sala á bjór breytti því ekki að
enn er mikill munur á íslenskum og
suður-evrópskum drykkjuvenjum.
Afengisneysla er því ekki aðeins
spurning um framboð heldur er
hún einnig tengd menningarlegum
þáttum. Einn aðalmunurinn á milli
áfengisneyslu á Islandi og í flestum
öðmm Evrópulöndum er neysla
áfengra drykkja með mat, sem er
enn sjaldgæf á íslandi og leiðir til
minni heildarneyslu. Þrátt fyrir al-
menna tilhneigingu til þess að laga
sig að alþjóðlegum venjum og sið-
um virðast drykkjusiðir enn fylgja
sérstökum menningarlegum skil-
yrðum, sem er þáttur sem skiptir
máli fyrh' forvarnir og meðferð.
Hins vegar em íslendingar ef til
vill að líkjast öðmm Evrópuþjóð-
um í viðhorfum. I framtíðinni verð-
ur ekki hjá því komist að taka tillit
til þess að Island er hluti af Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Mikilvægt
verður að fylgjast með þróun
áfengisneysluvenja og viðhorfa því
að stefnumótun í áfengismálum
verður að hafa hljómgmnn meðal
almennings. Þegar leyfð var sala á
bjór var það mikilvæg áfengispóli-
tísk ákvörðun af því að í kjölfarið
breyttist heildarsýn á áfengis-
vandamálin. Flestir neyta áfengis
og hafa af því ánægju en almenn-
ingur á rétt á því að reynt sé að
draga úr skaðsemi áfengis. Miklu
fleiri fjölskyldur eiga í vanda vegna
áfengis en ólöglegra vímuefna. Þeir
era líka miklu fleiri sem búa við
skert lífsgæði vegna áfengisneyslu
en neyslu nokkurs annars vímuefn-
Höfundur er yfirfélagsfræðingur d
geðdeild Laiidspítalans og vinnur
við áfengisrannsóknir.
, Ævintýraferðin
(mars og apríl býður lcelandic SuperJeep Safari upp á spennandi helgarferðir
um heillandi vetrarríki hálendisins þar sem m.a. verður gengið á skíðum á
sjálfum Langjökli. Ferðast verður á öflugum jeppum að jöklinum.
Bjóðum einnig fjölbreyttar dagsferðir fyrir erlenda gesti
_ ICELANDIC.
SuperJeep
. - i?.
Sfmi 552 2040
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 35
FRETTIR
Skákkeppni stofnana
og fyrirtækja 1999
SKÁKKEPPNI stofnana og fyrir-
tækja 1999 hefst þriðjudaginn 2.
mars nk. kl. 20.00 í félagsheimili
Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni
12. Tefldar verða níu umferðir efth’
Monrad-kerfi með 30 mín. umhugs-
unartíma. Hver sveit skal skipuð
þremur skákmönnum sem verða að
vera starfsmenn viðkomandi fyrir-
tækis eða stofnunar. Tefldar verða
níu umferðir með 30 mín. umhugs-
unartíma.
Dagskráin verður sem hér segir:
1.-3. umferð þriðjudaginn 2.
mars kl. 20, 4.-6. umferð þriðju-
daginn 9. mars kl. 20, 7.-9. umferð
þriðjudaginn 16. mars kl. 20. Hrað-
skákmót þriðjudaginn 23. mars kl.
20.
Hvert fyrirtæki getur sent fleiri
en eina sveit til þátttöku og skal
þá sterkasta sveitin nefnd A,
næststerkasta sveitin B o.s.frv.
Rétt til þátttöku eiga einungis
starfsmenn fyi-irtækjanna og
stofnananna. Þátttökugjald í
keppninni er 6.000 kr. fyrir hverja
sveit. Sendi fyrirtæki fleiri en eina
sveit til keppni er þátttökugjald
fyrir hverja umframsveit 4.000 kr.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú
efstu sætin.
Skráning fer fram í síma Taflfé-
lags Reykjavíkur. Einnig er hægt
að skrá sig með netpósti trey@is-
holf.is
Bókaðu til
Benidorm
oo tryggðu þér
40.
kr. afslátt
fyrir fjölskylduna
meðan enn er laust
www.jeepsafari.co
Opið í dag
Bókaðu í síma 562 4600
milli kl. 13 og 16 í dag
Við tiöfum nú tengið
viðbótargistingu á
Levante-ströndinni
Benidortnferðir Heimsferða hafa fengið
ótrúlegar viðtökur og nú þegar er uppselt í 8 brottfarir á þennan vinsæla áfanga-
stað. Hjá Heimsferðum getur þú valið um góða gististaði í hjarta Benidorm,
spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða og fyrir fjölskyldumar
verður bamaklúbburinn starfræktur í allt sumar. Bókaðu meðan enn er laust og
tryggðu þér frábært sumarleyfi á Benidorm í sumar.
Uppselt í 8 brottfarir
Bókaðu meðan
enn er laust
Verð kr.
27.155
Flugsæti til Aiicante,
ef bókað er fyrir 10. mars
Verð kr.
39.855
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
Picasso/Acuarium, 19. maí,
2 vikur með 40.000 kr. afslætti.
íslendingahótelið
Picasso
Barnaklúbbur
Heimsferða
Eítthvað spennandi fyrir
börnin alla daga í bar-
naklúbbi Heimsferða
Verð kr.
49.990
M.v. 2 í íbúð, Picasso/Acuarium, ef
bókað er fyrir 10. mars, 23. júní
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
J