Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 37

Morgunblaðið - 28.02.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 37 Skaffar hann vel? Ég skammast mín ekki beint fyrir að eigin- konan sé heimavinnandi, en það hljómar óneitanlega betur að segja hana í verk- takabransanum. Hún tekur að sér að eyða peningunum sem ég afla. Ungt par gengur inn á elliheimili. Stúlk- an, litfríð og Ijós- hærð, um tvítugt, er að koma í fyrsta skipti með unnustann í heim- sókn til langömmu sinnar. Pilt- urinn er á svipuðu reki, tiltölu- lega snyrtilegur, gæti meira að segja verið af þokkalega efnuðu fólki kominn. Framkoma hans og yfirbragð er einhvern veginn þannig. Gömlu konunni líst ekki illa á piltinn. AIls ekki. Hún los- ar níunda tuginn, er örlitlu yngri en öldin. Af kynslóð þeirra kvenna sem voru heima. Eins og dætur þeirra, flestar; sú kynslóð vann ekki heldur eins og allir vita. Hún var heima, ól upp börnin, bjó til VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson matinn, vaskaði upp, þvoði þvottinn, bjó um rúmin, hélt heimilinu hreinu og þar fram eftir götunum. En hún vann ekki. Unga fólkinu fannst það nokk- uð skondið, er mér sagt, að gamla konan skyldi bera upp sömu spurningu og dóttir henn- ar, amma stúlkunnar, þegar drengurinn var kynntur fyrir henni í fyrsta skipti. Þær mæðg- ur höfðu nefnilega helst áhuga á einu, e.t.v. skiljanlega, þegar það er skoðað í réttu ljósi - þótt spurningin sé vísast ekki talin heppileg nú á tímum jafnréttis og kvennabaráttu. Amman hafði tekið stúlkuna afsíðis á heimili sínu til að forvitnast, en langamman hafði engar áhyggj- ur af því þótt drengurinn yrði var við áhuga hennar á því að stúlkan kæmi til með að hafa nóg að bíta og brenna í framtíð- inni. Spurningin var sem sagt þessi: Skaffar hann ekki vel? Nú er það svo að fólk óskar þess jafnan, geri ég ráð fyrir, að afkomendur þess hafi í sig og á og vel það. Læri jafnvel eitthvað eða nái sér í það minnsta í góða vinnu. Ekki eru svo ýkja mörg ár síðan húsbóndinn á heimilinu var yfirleitt eina fyrirvinnan og konurnar tvær eru ef til vill enn með hugann á því tímaskeiði. Sagan er nefnilega ekki tilbún- ingur. Ekki nema þá að afar litlu leyti. Langamman bar reyndar einnig upp aðra spurningu, sem varla er við hæfi að birta á prenti - að minnsta kosti ekki orðrétt (sú gamla spurði nefni- lega, hátt og snjallt svo undir tók í dagstofu elliheimilisins, hvort kynlíf unga fólksins væri ekki mikið og fjörugt; það væri ungu fólki svo hollt!) - og henni þar af leiðandi sleppt hér. Velferð unga fólksins er því eldra ofarlega í huga, og hefur alltaf verið hygg ég. Og oft öf- ugt, sem betur fer. Umhyggjan er mikil í þjóðfélaginu, því er ekki að neita. Hún birtist reynd- ar í mismúnandi myndum; um- hyggjan fyrir gamla fólkinu er iðulega þannig að það er lokað inni í þar til gerðum geymslum. Islendingum er einnig mikið í mun að hér þjálfist upp öflug sveit sérfræðinga sem fást við vandamál tengd unglingum, svo dæmi sé tekið. Til að svo megi verða þurfa viðfangsefnin vita- skuld að vera næg og fyrir því er séð. Fátt er hallærislegra en heimavinnandi mæður. Fyrir- vinnur eiga að tvær, það segir sig sjálft. Konan mín hefur reyndar ver- ið heimavinnandi síðustu árin, þótt það fari ekki hátt. Ég segi nú yfírleitt, ef ég er spurður, að hún sé verktaki. Og það er eig- inlega engin lygi. Segja má að hún sé verktaki hjá mér; ég afla þeirra peninga sem fjölskyldan eignast og hún sér um að eyða þeim. Getur það ekki talist verk- takastarfsemi? Ekki það ég skammist mín beint fyrir að eiga heimavinnandi konu, en þetta hljómar þó betur. Eiginkona mín ólst upp við það sjálf að móðir hennar var heima þegar hún kom úr skólan- um á yngi-i áram, jafnvel með nýsteiktar kleinur eða nýbakaða snúða á borðum. Það er nokkuð sem við vildum einnig veita börnum okkar og létum okkur hafa það, þótt það sé hallæris- legt. Annars finnst mér eins og konur séu stöðugt að færa sig upp á skaftið. I barnabókunum í gamla daga minnir mig þær hafi að mestu haldið sig í eldhúsinu. Voru að minnsta kosti ekki að þvælast á vinnumarkaðnum. En nú er öldin önnur. í þeim bókum sem ég hef lesið fyrir dætur mínar síðustu ár finnst mér kon- ur vinna meira en áður. Utan heimilis, altso. En fráskildu mæðurnar í umræddum bókum, sem ég held séu flestar sænskar að upplagi, era ótrúlega margar. Annaðhvort einstæðar með böm eða þá komnar aftur í sambúð. Og faðirinn er giftur annarri konu og á barn eða börn með henni. Ein móðirin er leigubíl- stjóri og sambýlismaður hennar, hann Eiríkur, ekur lögreglubíl en í frístundum bakar hann brauð, les bækur eða iðkar knattspyrnu. Og hann fer í kirkju á sunnudögum. Góður maður, Eiríkur. Þess vegna hrökk ég í kút í vikunni þegar mér barst til eyrna viðhorf aftan úr gráiTÍ fomeskju úr sjónvarpinu mínu. Var viss um að ég hefði heyrt í Rúrik Haraldssyni leikara, ég sem hélt að hann væri svo nú- tímalegur í hugsun. Ég stökk til og þakkaði mínum sæla fyi-ir að þetta var teiknimynd. Dætur mínar voru að horfa á mynd- bandið um Aladdín frá honum Disney heitnum, soldáninn hafði reynt hvað hann gat að fá dóttur sína til að giftast og var alveg í öngum sínum vegna þess að henni líkaði enginn biðlanna. „Ég verð að vera viss um að ein- hver annist þig og sjái fyrir þér,“ sagði soldáninn. Rúrik var sem sagt blásaklaus, þótt hann hafi látið soldáninum rödd sína í té tímabundið. Ég faldi vitaskuld myndband- ið um leið og færi gafst og vona að dætur mínar þrjár beri ekki varanlegan skaða af ummælum soldánsins. Tímarnir breytast svo hratt að ef til vill verður spurt á ein- hverju elliheimilinu á næstu öld; Skaffar hún ekki vel? Morgunblaðið/Kristinn MIKIÐ er spjallað og grúskað á skrifstofu ORG ættfræðiþjónustunnar á Hjarðarhaganum. Frá vinstri: Tómas V. Albertsson, Eiríkur Eiríksson, Oddur Friðrik Helgason, Guðmundur Hansen og Ragnar Ólafsson. Ættfræði verður aðeins unnin með fólkinu í landinu ODDUR Friðrik Helgason, ættfræð- ingur og fyrrverandi sjómaður - eins og hann kýs að kalla sig - hefur lengi grúskað í fræðunum, en ár er nú lið- ið síðan hann stofnaði fyrirtækið ORG ættfræðiþjónustu. Hann segir Islendinga hafa mikinn áhuga á ætt- fræði, yngri kynslóðina meira að segja ekki miklu minni en eldra fólk, þótt það kunni að koma mörgum á óvart, og telur ástæður þess mega rekja til þess hve ættarmót eru orðin algeng. „Ættfræðingur þarf auðvitað að hafa mikinn áhuga á ættfræði en það er ekki nóg. Hann verður líka að hafa gott minni, vera í góðu sam- bandi við fólk úti um allt land - þjóð- ina - og síðast en ekki síst verður hann að vera mjög þolinmóður," seg- ir Oddur og fær sér í nefið, þegar blaðamaður sest að spjalli við hann. Svo bætir hann við: „Ættfræði verð- ur aldrei unnin á Islandi nema í góðu sambandi við fólkið. Og ég get sagt þér það að ég hef gagn af hverjum einasta manni sem kemur eða hring- ir í mig. Hverjum einasta. Það getur alltaf eitthvað bæst við.“ Oddur og Tómas V. Albertsson sitja sveittir á kontórnum að Hjarð- arhaga 26; eru að safna í ættfræði- grunn sinn. „Við erum mest að vinna um þessar mundir milli manntalsins 1703 og 1900,“ segh- Oddur. Þeir era lítið sem ekkert farnir að stunda við- skipti enn, enda segir Oddur að þeg- ar ættfræði sé annars vegar verði fræðin alltaf að vera númer eitt. Fjármálin megi aldrei vera ofar á listanum en í öðra sæti! Peningar eru sem sagt ekki farnir að streyma í kassann, þótt þeir hafi unnið eina og eina ættartölu, en þeir kvarta þó ekki. Og svo hafa þeir þurft að fjár- magna kaup á fjölda bóka. Blaða- maður spyr Odd þai- af leiðandi á hverju hann lifi; hvernig dæmið gangi eiginlega upp. Hann fær sér aftur í nefið áður en hann svarar. „Með hjálp ýmissa aðila. Besta sag- an sem ég hef heyrt er úr heitum potti norður á Akureyri. Þeir sögðu þar að ég ætti svo ríka konu! Hún er að vísu rík; af skilningi á því sem ég er að gera og er minn besti stuðn- ingsmaður. Ég get ekki neitað því að ýmsir hafa hjálpað mér og marga hef ég talið upp hér og þar síðan ég byrj- aði á þessu. En reksturinn höfum við líka fjármagnað með lánum.“ Oddur bauð upp á kaffi og vínar- brauð og talið snerist um stund að mat. „Það vill svo til að ég þarf lík- amlegt fóður ekki síður en andlegt og ég er ófeiminn við að upplýsa að rinir mínir og venslamenn í Kjarna- fæði á Akureyri hafa sent mér kjöt- flís við og við.“ Á kontór í vesturbæn- um í Reykjavík situr fyrrverandi sjómaður og grúskar daglangt í ættfræði. Skapti Hall- grímsson leit inn hjá Oddi Helgasyni - en fékk sér ekki í nefið. Oddur segir að haldi fólk að það sé einhver gullnáma að stunda ættfræði hérlendis - að um uppgrip sé að ræða - sé það misskilningur. En hann vonast vitaskuld til þess að ein- hvern tími þéni hann eitthvað á fyr- irtækinu og segir að í framtíðinni muni hann vinna bæði fyrir einstak- linga og bókaútgefendur. „Áhugi á ættfræði er mikill og hefur aukist gífurlega eftir að ættarmótin urðu svo algeng sem þau eru. Og eftir að umræðan um erfðafræðina varð jafn mikil og raun ber vitni hefur áhuginn blossað upp. Ég vann svolítið með unglingum fyrir einum þremur árum og þeir virðast hafa mikinn áhuga á ættfræði. Ég er viss um að það er ættarmótunum að þakka.“ Ættfræði hefur mikið verið rædd í tengslum við gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Oddui- segir fyrirtæki sitt ekki tengjast gerð slíks gagnagrunns. „Að minnsta kosti ekki eins og er. íslensk erfðagreining hringdi reyndar og vildi fá frá mér 100 ættartölur en mér láðist að nota aðferð sem hann afi þinn, Skapti í Slippnum á Akureyri, nefndi einu sinni í gamla daga þegar ég vann hjá honum.“ Oddur fær sér enn í nefið og hermir svo eftir afa blaðamanns: „Drengir, drengir. Það er um að gera að setja nógu hátt verð upp, þá er hægt að slá svo vel af og þá eru allir ánægðir!“ Það varð ekkert af viðskiptunum við íslenska erfða- greiningu þótt uppsett verð hafi ekki verið nema helmingur af því sem við vitum að menn hafa verið að taka fyr- ir svona vinnu,“ segir Oddur. Hann nefnir að líkt og heilsufars- upplýsingar um landsmenn liggi ætt- fræðiupplýsingar hvarvetna „og ótrúlegasta fólk er að vinna að þessu úti um allt land. Samantekt ætt- fræðigagna verður aldrei gerð nema í samstarfi við þjóðina og þohnmæði er eitt lykilatriðanna. Það þarf að kanna hversu traustar heimildir era, ég tala nú ekki um ef heimildum ber ekki saman, vegna þess að ekkert er varið í ættfræðiupplýsingar ef þær era ekki réttar þegar upp er staðið. Ég hvet þess vegna fólk endilega til að hafa samband við mig ef það veit um villur í einhverjum ritum um sjálft sig eða aðra.“ Oddur fær sér nokkur korn th viðbótar í nefið og segir svo: „Það er best að fá hæfa menn úr hverju héraði til að vinna þetta með okkur og á það verður mikil áhersla lögð.“ Oddur segir talið að um tvær milljónir íslendinga hafi fæðst og að í gagnagrann mætti ná um einni milljón manna. Hann hefur safnað miklu til þessa og segir að í gagna- granni fyrirtækisins séu nú t.d. ættir flestra þeirra sem fóru vestur um haf á sínum tíma. Oddur er í sambandi við Eirík Ei- ríksson frá Dagverðargerði, fyrrver- andi bókavörð Alþingis, „sem er með alla Austfirðinga í kolhnum,“ eins og Oddur segir, Guðmund Hansen, fyrrverandi skólastjóra, sem hann segir þekkja Sturlungu fram og til baka og Ragnar Olafsson, fyri-ver- andi deildarstjóra á Skattstofunni, sem sé sérfræðingur sinn í Borgfirð- ingum en allir vora staddir á skrif- stofu Odds þegar ljósmyndarann bar að garði. Þá segist Oddur vera í sam- bandi við erfðafræðinefnd, handrita- deild Landsbókasafns, Stofnun Áma Magnússonar á Islandi, Héraðs- skjalasaöfn Borgarfjarðar og Skag- firðinga, Gunnlaug Haraldsson þjóð- háttarfræðing og Nelson Gerrad, ættfræðing í Kanada. Einnig þá aðila sem vinna að skráningu ábúendatala Eyfirðinga, Landeyinga og Borgfir- skra æviskráa auk ættfræðinga og ættfræðiáhugafólks um allt land, sem enn eigi eftir að fjölga. + Ástkær móðir mín og tengdamóðir, KRISTÍN ÁSGEIRSSON, lést 26. febrúar í Bandarikjunum. Útför hennar fer fram 1. mars i Bandaríkjunum. Fyrir hönd fjölskyldunnar Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.