Morgunblaðið - 28.02.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 39
MINNINGAR
INGIBJÖRG
* *
PALSDOTTIR
EGGERZ
+ Ingibjörg Páls-
dóttir Eggerz
fæddist í Búðardal
18. júlí 1916. Hún
andaðist 2. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Páll Ólafur
Olafsson frá Hjarð-
arholti og Hildur
Stefánsdóttir frá
Auðkúlu. Þau eign-
uðust fimm börn:
Stefán, tannlækni,
Ingibjörgu, Þor-
björgu Guðrúnu,
Olöfu og Jens Ólaf
Pál, prófessor, sem öll ólust upp
í Reykjavík. Ingibjörg stundaði
nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík og Verslunarskóla
íslands. Um skeið starfaði hún í
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Hinn 17. febrúar 1940 giftist
Ingibjörg Pétri Eggerz, syni
hjónanna Sigurðar Eggerz, ráð-
herra, og Sólveigar Kristjáns-
dóttur Eggerz. Þau Ingibjörg
og Pétur bjuggu í Reykjavík til
ársins 1945, þar sem Pétur
gegndi störfum ríkissljóra- og
forsetaritara. Eftir það dvöldu
Ingibjörg Pálsdóttir Eggerz ólst
upp á fjölmennu og glaðværu heim-
ili. Faðir hennar var umsvifamikill
útgerðarmaður, sem unni tónlist og
bókmenntum, samdi lög og orti ljóð.
Móðir hennar var hvortveggja í
senn, listelsk og listfeng. Bæði komu
þau hjón frá landskunnum prests-
setrum, í Hjarðarholti og Auðkúlu.
Heimilið í Reykjavík var fyrst á
Hólavöllum og síðar í nýbyggingu á
Sólvallagötu 4. Páll Ólafsson, faðir
Ingibjargar, var einn þeirra atorku-
manna sem kreppan á fjórða ára-
tugnum lék illa og lítt gátu sætt sig
við þann hag, sem þeim var búinn
hér á landi á þessum tíma. Árið 1936
seldi hann hús sitt og fluttist með
fjölskyldu sína til Danmerkur og
síðar Færeyja. Þar gerðist hann at-
kvæðamikill í útgerð og kaupsýslu
pg var jafnframt fyrsti ræðismaður
Islands þar í landi. Ingibjörg varð
eftir í Reykjavík, ein systkina sinna.
Fáum árum síðar gekk hún að eiga
unnusta sinn, Pétur Eggerz, þegar
hann hafði lokið laganámi. Var þá
orð á því gert, hve glæsileg hin ungu
hjónaefni væru.
Leiðir mínar og þeirra Ingibjargar
og Péturs lágu saman í Washington
tíu árum síðar, eða árið 1950. Eg
hafði þá tekið til starfa í Alþjóða-
bankanum um sumarið og sest að í
Washington ásamt Guðrúnu konu
minni, en þau Ingibjörg og Pétur
komu um haustið frá London. Var
Sólveig dóttir þeirra þá sjö ára göm-
þau langdvölum er-
lendis á vegum ut-
anríkisþjónustunn-
ar, í London, Was-
hington og Bonn,
þar sem Pétur var
skipaður sendi-
herra 1978. Á þeim
árum hóf Ingibjörg
listnám, lagði stund
á málaralist, tók
þátt í sýningum er-
lendis og sýndi verk
sín í eitt skipti hér
heima. Þau Ingi-
björg og Pétur
eignuðust tvö börn,
Sólveigu og Pál Ólaf. Er Sólveig
bókmenntafræðingur, gift Allan
Brownfeld, lögfræðingi og
blaðamanni. Þau eru búsett í
Washington og eiga ema dóttur
og tvo syni. Páll Ólafur er
stærðfræðingur, kvæntur Ga-
briele Eggerz, kennara. Eru
þau búsett í Miinchen og eiga
fjóra syni. Tvo síðustu áratugi
ævinnar dvaldi Ingibjörg hér á
landi.
Útfór Ingibjargar fór fram
frá Dómkirkjunni hinn 6. febrú-
ar.
ul, en sonurinn Páll Ólafur fæddist í
Washington á næsta ári. A þessum
tíma var fjarlægðin á milli Banda-
ríkjanna og Islands ótrúlega mikil
miðað við það sem nú er orðið. Flug-
samgöngur voru stopular og enn
treyst mjög á skipaferðir. Talsími var
ekki notaður en boð flutt með bréfum
og símskeytum. í sannleika fannst að
dvalist var í annarri heimsálfu.
íslendingar voru fáir á þessum
slóðum, en héldu dyggilega hópinn.
í fyrstu bjuggu þau Ingibjörg og
Pétur í gamalli fjögurra hæða bygg-
ingu, sem mátti muna fífil sinn fegri
og stóð neðarlega á 16. götu, að
heita mátti örskot frá Hvíta húsinu.
Þar var íslenska sendiráðið til húsa
á neðri hæðum, en bústaður sendi-
fulltrúa þar fyrir ofan og starfs-
stúlkna sendiráðsins efst. Þetta hús
keypti bandaríska Alþýðusambandið
skömmu siðar, lét rífa það og reisa
veglega skrifstofubyggingu sem enn
stendur. Flutti sendiráðið þá á 23.
götu, þar sem einnig var bústaður
sendiherra. Þau Ingibjörg og Pétur
gerðu hið sama og við Guðrún gerð-
um, og raunar flestir nýrra borgar-
búa, - leituðu til úthverfanna. Við
Guðrún færðum okkur vestur yfir
ána til Virginíu, en Ingibjörg og Pét-
ur fluttu sig í austur, til Marylands, í
átt til Baltimore. Eignuðust þau þar
gott og þægilegt hús í friðsælu um-
hverfi.
Allmikið var á þessum árum um
heimsóknir íslendinga til Bandaríkj-
GUÐRÚN
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Guðrún Krist-
jánsdóttir fædd-
ist á Voðmúlastöðum
í Austur-Landeyjum
liinn 5. október 1915.
Hún andaðist á dval-
arheimili aldraðra,
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli, 10. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Voðmúlastöðum 20.
febrúar.
Nú hefur góð vin-
kona mín, frú Guðrún
Kristjánsdóttir, verið
kvödd hinstu kveðju. Ég er þakklát
fyrir að hafa kynnst henni. Við ól-
umst upp í Voðmúlastaðahverfinu,
þar var nágrenni gott. Þar er fjalla-
sýn mikil og fögur og „hafið skín-
andi bjart“ og Vestmannaeyjar í
suðri. Við höfðum ævinlega gott
samband, sérstaklega þó meðan hún
bjó í Reykjavík og
minntumst oft æsku-
daga okkar. Guðrán
var ekki heilsusterk en
komst með sóma í
gegnum líf sitt hér á
jörð. Hún var vinur
vina sinna og elskaði
Jónas son sinn og alla
hans heilsteyptu og
hamingjusömu fjöl-
skyldu af öllu sínu
hjarta. Guðrún var trú-
uð, bænrækin og bæn-
heit og varð margt að
ósk sinni og nú síðast
það að fá að deyja blíð-
um dauða. Ég óska vinkonu minni
góðrar og skemmtilegrar ævi á ei-
lífðarlandinu og þakka henni fyrir
alla þá góðvild sem hún sýndi mér
og mínum alla tíð. Systkinum henn-
ar, Jónasi syni hennar og fjölskyldu
hans, votta ég mína dýpstu samúð.
Ingibjörg Björgvinsdóttir.
anna í opinberum erindum eða kynn-
isferðum, og var það í verkahring
Péturs að leiðbeina slíkum gestum.
Var það mikils metið að fá að hitta
þessa landa á heimili þeirra Ingi-
bjargar og Péturs. En þau gerðu sér
einnig far um að halda saman þeim
íslendingum sem staðbundnir voru.
Var þá oft glatt á hjalla.
Ég minnist Ingibjargar á þessum
tíma sem glæsilegrar og fágaðrar
konu, sem bar mikla reisn, var
hnyttin í tilsvörum, ákveðin í skoð-
unum og skapmikil. Hún var fyrir-
myndar húsmóðir, sem allt lék í
höndum. Dóttir hennar segir, að á
heimilinu hafi það verið hún, en ekki
húsbóndinn, sem beitti hamri og
sög. En Ingibjörg hafði þó jafnframt
önnur áhugamál en að halda mynd-
arlegt heimili, eins og bráðlega kom
á daginn.
Um þetta leyti gætti hugmynda
um nýtt hlutverk kvenna ennþá lítt í
Bandaríkjunum. Þetta voru ár frið-
sæls fjölskyldulífs og margra barna,
í kjöifari kreppu og styrjalda, - árin
sem kynslóðin, sem kennd er við
1968, var að fæðast. í víðlendum út-
hverfum Washington-borgar sátu
konurnar heima og gættu bús og
barna á meðan eiginmennirnir óku
til starfa og skiluðu sér stundum
seint heim. Frami kvenna var fólg-
inn í frama eiginmannsins. Ég vil
ekki lasta þessa tíma. Þeh' voru okk-
ur Guðrúnu góðir tímar, og ég held
einnig þeim Ingibjörgu og Pétri, - ef
til vill þeir bestu sem þau lifðu. En
það var ekki von til þess að konur
gætu til lengdar unað því að fá enga
aðra út.rás en heimilishaldið íyrir
hæfileika sína og skapandi orku og
að eiga allt sitt undir eiginmönnum,
sem ekki gat alltaf tekist að ná settu
marki. En þær konur, sem vildu
leggja á nýjar brautir, voi’u á þess-
um tíma fæstar undir það búnar. Það
kom í hlut dætra þeirra að takast að
fullu á við þá erfiðu þraut að finna
getu sinni eigin farveg án þess að
fórna heill fjölskyldu og barna.
Tvær íslenskar konur í Was-
hington tóku á þessum árum að
leggja fyrir sig málaralist. Önnur
var Ingibjörg, hin var Ragnheiður
Jónsdóttir Ream. Vinum þeirra varð
fljótlega ljóst, að um annað og meira
var að ræða en tómstundagaman.
Báðar stunduðu þær nám af mikilli
alvöru og hlutu áður en langt um
leið viðurkenningu fyrir árangur
sinn. Eftir að hún fluttist til Þýzka-
lands hélt Ingibjörg áfram námi hjá
þekktum þýzkum málurum, sýndi
verk sín og vann til verðlauna.
Þau Ingibjörg og Pétur héldu frá
Washington til Bonn um haustið
1956, en við Guðrún dvöldum enn
vestra um hríð. Rofnaði þá samband
okkar að mestu, enda þótt þau Ingi-
björg og Pétur kæmu eitt sinn heim
til okkar í Kópavog í hóp gamalla
vina_ frá Washington. Utivist þeirra
frá Islandi varð löng, - svo löng að
börn þeirra hlutu menntun sína er-
lendis að mestu og settust að í þeim
löndum, þar sem þau höfðu alizt
upp. Þó gerði dóttirin, Sólveig, sér
far um að kynnast Islandi vel og
lauk héðan stúdentsprófi.
Þegar tímar liðu fram reyndist
dvölin í Þýzkalandi Ingibjörgu þung.
Hún varð fyrir alvarlegu bflslysi, og
þegar hún sneri aftur til Islands var
heilsan á þrotum. Við útför hennar
var sagt að á erfiðleikaárum sínum
hefði hún átt góða vini, sem reynd-
ust henni vel.
Blessuð sé minning hennar.
Jónas H. Haralz.
Okkar ástkæri
FINNUR KÁRI SIGURÐSSON,
Hátúni 12,
lést á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 24. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Erla Hafliðadóttir,
systkini og tengdasystkini.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ODDUR GUÐMUNDSSON
blikksmiður,
Skipasundi 64,
Reykjavík,
sem andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 14. febr-
úar, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju á
morgun, mánudaginn 1. mars, kl. 13.30.
Guðmunda Árnadóttir,
Ingiríður Oddsdóttir, Óli Pétur Friðþjófsson,
Þórunn Oddsdóttir, Örn Ottesen,
Davíð Atli Oddsson, Ingigerður Friðriksdóttir,
Hjörtur Oddsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir,
Eygló íris Oddsdóttir, Hannes Ó. Sampsted,
Dagný Oddsdóttir, Jónas Hjartarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LAUFHEIÐUR (Heiða) JENSDÓTTIR,
Hátúni 4,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu aðfaranótt miðviku-
dagsins 17. febrúar, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. mars
kl. 13.30.
Guðrún Eiríksdóttir, Viðar Janusson,
Þórður Eiríksson, Guðrún G. Björnsdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BÖÐVAR PÉTURSSON
verslunarmaður,
Skeiðarvogi 99,
sem lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur sunnudaginn 21. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
2. mars kl. 13.30.
Halldóra Jónsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
POVL HILMER BOVIEN HANSEN
kaupmaður,
Aðalstræti 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 2. mars kl. 13.30.
Brynhildur Guðjónsdóttir Hansen,
Guðjón Jóhannsson, Auður Inga Ingvarsdóttir,
Henry Kristján Hansen,
Jóhanna Hansen,
Brynhildur, Ingvar, Jóhann
og Rebekka Brynhildur.