Morgunblaðið - 28.02.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 41
MINNINGAR
heiður breyst mikið. Hún þurfti að
spyrja í þaula um hagi og heilsu og
ekki síður að ræða pólitíkina í þaula
og lýsa skoðunum sínum og á henni
og stjómmálamönnunum.
Að leiðarlokum er margt að
þakka og margs að minnast. Við
vottum Palla og Þórunni, Baldvini
og Ingu, Helgu Mæju og Áma Páli,
Hrafni og öllum bamabömunum og
bamabarnabörnunum innilega sam-
úð okkai’. Þeirra missir er mestur.
Guð veri með ykkur.
Arnbjörg og Garðar Rúnar.
Elsku amma okkar. Nú ert þú
farin forfeðranna til og situr nú
sjálfsagt og ræðir fall kommúnism-
ans við Lenín og Marx. Einar fyrstu
minningar mínar af þér elsku amma
mín og systur minnar sjálfsagt líka,
era um manngæskuna sem alltaf
var í öndvegi hjá þér og var ég ekki
búinn að taka mörg skrefin á lífsins
braut þegar við marseruðum um
bæinn með kröfuspjöldin syngjandi
og hrópandi: „Island úr Nató, her-
inn burt.“ Á þessum tíma var þetta
háleitt markmið með mannúð í huga
og jöfnun allra þegna landsins sem
og heimsins og setningar eins og
„Oreigar allra landa sameinist"
vora fólki eins og þér sem morgun-
bæn. í mínum huga varst þú alltaf
mikil og góð manneskja og man ég
enn hvað ég hlakkaði til þegar þú
komst til mömmu í lagningu fyrir
helgina því það var nánast óbrigðult
að ég fékk að fara með og vera hjá
þér yfir helgina. Var hver þessara
helga sem h'til jól fyrir mér enda séð
til þess að mér leiddist aldrei og
sátum við saman daginn út og inn
og spiluðum og átum gott og fífluð-
umst hvort í öðra og svindluðum
hvort sem betur gat enda hefur
enginn annar viljað spila við okkur
sökum þessa. En allt vill lagið hafa
og var þetta okkar mesta ánægja og
að reyna að standa hitt að einhverju
stórsvindlinu. Það breyttist lítið
samskiptamunstrið þó að við elt-
umst bæði og var alltaf jafn gott að
koma í Möðravallastrætið enda sem
manns annað heimili og alltaf séð til
þess að öllum þörfum okkar systk-
inanna yrði fyrir séð. Á áranum
sem við stunduðum nám í Gagn-
fræðaskólanum gátum við lengt há-
degið mikið með að spara okkur
sporin upp á Brekku og vera hjá
þér og matast og tala um málefni
líðandi stundar eða grípa í spil svo
eitthvað sé nefnt. Þú varst okkur
alltaf mjög kær og þó að þessi síð-
ustu ár hafi heimsóknum okkar til
þín fækkað þá varstu okkur alltaf
ofarlega í huga og fengum við nú oft
samviskubit þegar of langt leið á
milli heimsókna í Möðró. Þú varst
bara alltaf svo hress og kát þrátt
fyrir ýmis líkamleg mein að við
bjuggumst ekki við að þú færir fyrr
en einhvern tímann á nýrri öld. Var
fréttin að kveldi 19. febrúar því
nokkurt áfall fyrir okkur en þar
sem við vissum að þú heldur hlakk-
aðir til dagsins stóra, frekar en að
kvíða hans gleðjumst við fyrir þína
hönd og þökkum þér fyrir allt sem
þú hefur fyrir okkur gert og kveðj-
um þig, elsku amma okkar, með
söknuði og virktum. Megir þú hvfla
í friði.
Skúli Þór Pálsson,
Ragnheiður Pálsdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Ragnheiði Pálsdóttur bíða birtingar
og munu biriast, í blaðinu næstu
daga.
Kransar
Rauðihvammur Kistuskreytingar
v/Suðurlattdsveg, lIORvik. Brtíðatvendir
Skreytingar við
á7/ t /i * L>»*f
Alvöru skreytinga-
verkstaði
ANDRES
GUNNLAUGUR
ÓLAFSSON
+ Andrés _ Gunn-
laugur Ólafsson
fæddist á Laugabóli í
Mosfellsdal 27. ágúst
1938. Ilann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu 17. febrúar
síðastliðinn og fór
útför lians fram frá
Fossvogskirkju 26.
febrúar.
Skyndilega og
ótímabært hefui- dauð-
inn kvatt dyra, maður í
blóma lífsins er hrifinn
burt. Svo mörgu er
ólokið, ótal hugmyndir að gerjast,
byggingar, lagfæringar heima fyrir,
breytingar á starfsemi Blómamið-
stöðvarinnar, en svona era örlögin.
Margt flaug í gegnum huga minn er
Valgerður hringdi hinn 17. febrúar
síðastliðinn og sagði að hann
Andrés, eða Addi eins og hann var
kallaður, væri dáinn, hefði orðið
bráðkvaddur heima á Laugabóli þá
um kvöldið.
Adda kynntist ég fyrst þegar ég
kom í Brúarlandsskóla veturinn
1949-50. Þá var hann einn af stóra
strákunum en ég fjóram árum yngri
og jafnaldri Erlings bróður Adda.
Það var alltaf gaman að koma að
Laugabóli því Olafur faðir þeirra
átti alltaf svo flotta bfla. Eins vai-
það síðan með þá Laugabólsbræður
er þeir höfðu aldur til og höfðu þeir
gaman af bílum og bflaviðgerðum.
Ekki lágu leiðir okkar saman fyrr
en mörgum árum seinna er ég hafði
stofnað fyrirtæki mitt hér í sveitinni
og var Áddi einn af mínum fyrstu
viðskiptavinum og leiddi það af sér
traust vináttubönd sem stóðu til
hinstu stundar.
Það var 1973 að nokkrir áhuga-
menn um handknattleik, Bernhard
Linn, Davíð Sigurðsson, Níels
Hauksson og undirritaður, stofnuðu
deild innan UMFA.
Vantaði okkur einn í
hópinn og leituðum við
þá til Adda, báðum
hann að taka að sér
það erfiða verkefni að
vera gjaldkeri hjá fyr-
irtæki sem hafði engan
fastan tekjustofn en
marga gjaldaliði og tók
Addi það að sér. Addi
var taustur, maður
fylginn sér og yfirveg-
aðm-. Var gott að hafa
hann sem bakhjarl.
Unnum við síðan
saman að uppbyggingu
íþróttastarfs innan UMFA í fimm
til sex ár og væri hægt að skrifa
heila bók um þann kafla í lífi okkar.
Nokkur atriði era mér mjög minnis-
stæð, t.d. 17. júní-hátíðahöld með
öllu sem þeim fylgir, svo sem útveg-
un skemmtiatriða, dansleikjahaldi
og sælgætis- og pylsusölu. Hlógum
við oft að því hvað Addi var lipur
pylsusali. En 17. júní gaf okkur
tekjur til rekstrar UMFA. Einnig
tókum við okkur til og endurbyggð-
um og innréttuðum aðstöðu fyrir
æskulýðsstarf í kjallara Brúarlands
ásamt Hestamannafélaginu Herði
og unglingastarfi Lágafellskirkju.
Nutu þar sín kraftar, útsjónarsemi
og smekkvísi Adda. Addi lagði
áherslu á að UMFA fengi Klöru-
stofu, en þar höfðu flestir okkar
lært að lesa og draga til stafs hjá
Klöra Klængsdóttur. Með okkur
unnu þama meðal annarra þeir sr.
Bh-gir Ásgeirsson og Hreinn Ólafs-
son, bróðh- Adda.
Eftir samstarf okkar innan
UMFA hélt vinátta okkar áfram og
voru þá konurnar okkar meira með.
Komu þær á laggirnar matarklúbbi
þar sem þær Vala, Hulda og Krist-
jana matreiddu hinar girnilegustu
krásir til að freista okkai- karlanna.
Hefur þetta verið góður vinahópur,
ÚTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AUAIXraÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK
LIKKISTUVINNUSTOFA
F.YVJNDAR ÁRNASONAR
. . t, ú 1899
Y .
Blómostofa
Fríðjtnns
Suöurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar íyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
Crfisdrykkjur
A
VcttÍA9ohú/i«
GRiH-inn
Sími 555 4477
^fakarsto^
/SLAMD&
í
Útfararstofa íslands sér um:
Útfararstjóri tekur að sér umsjón ótfarar
í samráði viö prest og aöstandendur.
- Flytja hinn látna af dánarstað i likhús.
- Aðstoða víð val á kistu og likklæðum.
- Undirbúa lik hins látna í kistu og
snyrta ef með þarf.
Útfararstofa íslands útvegar:
- Prest.
! - Dánarvottorð.
i - Stað og stund fyrir kistulagningu
og ótför.
J - Legstað í kirkjugarði.
i - Organista, sönghópa, einsöngvara,
’ einleikara og/eða annað listafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við val a
sálmum.
- Líkbrennsluheimild.
. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skilti á leiði.
' - Legstein.
- Flutning á kistu út á land eða utan af
landi.
- Flutning á kistu til landsins og frá
landinu.
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa islands - Suðurhlíð 35
- 105 Reykjavík. Sími 581 3300 -
allan sólarhrínginn.
en nú er traustur vinur fallinn frá.
Við Kristjana fóram með Adda og
Völu margar ferðir um landið, í
Þórsmörk, yfir hálendi íslands,
norður á Strandir og um Vestfirði.
Alltaf var jafn gott að ferðast með
þeim, Addi var gætinn og þaulvanur
ferðamaður og naut hann þar
reynslu sinnar frá því að hann starf-
aði með björgunarsveitinni Kyndli
um árabil.
Ein er þó sú ferð sem aldrei
gleymist en það er ferð okkar á síð-
astliðnu sumri til Þýskalands, af-
mælisferð Adda, en hann varð 60
ára í ferðinni. Við ókum um hin
gróðursælu og fallegu héruð við
Mósel og Rín og fannst okkur hjón-
um gaman að sjá hrifningu þeirra
Adda og Völu yfir þeim miklu rækt-
unarmöguleikum sem þarna eru.
Þau þurftu að skoða, snerta og
njóta þeirra ávaxta sem þarna uxu.
Við Kristjana skynjuðum þetta á
allt annan hátt vegna þátttöku
þeirra. Þótt hann hafi verið ánægð-
ur með ferðina var hann samt feg-
inn að vera kominn heim tíu dögum
seinna, því heima fannst Adda best.
Fyrir hönd okkar félaga er stofn-
uðum handknattleiksdeild UMFA
vil ég þakka þér, vinur, fyrir sam-
starfið.
Á þessum tímamótum viljum við
Kristjana þakka fyrir vináttu þeirra
hjóna og vottum Völu og allri fjöl-
skyldunni innilegustu samúð okkar.
Þeirra huggun er minningin um
góðan eiginmann, föður og afa.
Blessuð sé minning Andrésar
Ólafssonar.
Ingólfur Árnason.
Með sorg í hjarta og söknuði kveð
ég kæran vin, Andrés G. Ólafsson.
Óhætt er að segja að tilveran sé
undarlegt ferðalag þar sem við fá-
um í engu ráðið um upphaf eða
endalok.
Kynni mín af Andrési hófust fyrir
tæpum fimmtán áram þegar ég hóf
störf hjá Blómamiðstöðinni, ’sölu-
samtökum blómaframleiðenda. Þar
var Andrés stjómarmaður, en í
stjóm Blómamiðstöðvarinnar var
hann meira og minna í 24 ár, auk
þess að reka ásamt fjölskyldu sinni
Garðyrkjustöðina Laugaból í Mos-
fellsdal. Það var ekld fyrir tilviljun
að Andrés var af félögum sínum val-
inn til forystu í Blómamiðstöðinni,
heldur vegna þess að þar fór traust-
m’ maður svo af bar. Traustur er
eitt það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um Andrés
Ólafsson. Við höfum um langt skeið
verið nánir samstarfsmenn, hann
lengst af sem stjórnarformaður og
ég sem næstráðandi hans. Aldrei
bar skugga á það samstarf þótt oft
væri unnið að erfiðum málum. Alltaf
var hægt að treysta því að Andrés
stæði við orð sín og hvikaði hvergi.
Andrés bar hag Blómamiðstöðvar-
innar mjög fyrir brjósti og var boð-
inn og búinn að leggja hönd á plóg-
inn í stóra og smáu. Eg tel að ekki
sé á neinn hallað þegar ég fullyrði
að enginn einn maður hefur unnið
meira og öflugara starf fyrir fyiir-
tækið. Mörg fleiri orð gæti ég haft
um störf og mannkosti Andrésar
Ólafssonar, en læt hér staðar numið
því ég veit að það hefði verið honum
mjög á móti skapi.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast og starfa með
Andrési og á ég margar góðar
minningar um samverastundir okk-
ar sem aldrei munu gleymast. Erfitt
er að sætta sig við að fá ekki aftur í .
þessu lífi að heyra hans kumpán-
legu kveðju eða að ræða málin yfir
kafflbolla, en leiðir munu liggja
saman síðar. Óvænt og ótímabært
fráfall hans kemur illa við okkur
samstarfsfólk og vini, en þó er sorg
og missir fjölskyldu hans mestur.
Konu hans, börnum og fjölskyldu
allri bið ég guðs blessunar á erfiðri
stundu.
Sigurður Moritzson.
• Fleiri minningargreinar um
Andrés Gúnnlaug Ólafsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkaerrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
VIKTORIU EGGERTSDÓTTUR,
Langholtsvegi 142.
Guðlaug E. Konráðsdóttir,
Sigríður Unnur Konráðsdóttir, Ægir Vigfússon,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður og afa,
EINARS FRIÐFINNSSONAR
bryta,
Borgartanga 1,
Mosfellsbæ.
Friðfinnur Einarsson,
Þórunn Ingibjörg Einarsdóttir
og fjölskyldur.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU SIGURGEIRSDÓTTUR,
Efstasundi 29.
Gunnar Klængur Gunnarsson, Móeiður Gunnlaugsdóttir,
Rannveig Gylfadóttir, Jón Gunnar Gylfason,
Margrét Gylfadóttir, Steingrímur Leifsson,
Runólfur, Katla, Klængur, Urður, Theódór,
Hrafn, lllugi og Úlfur.