Morgunblaðið - 28.02.1999, Side 42

Morgunblaðið - 28.02.1999, Side 42
,42 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR + Sigríður Kristín Jónsdóttir fædd- ist í Minna-Garði í Mýrahreppi í Dýra- firði 5. október 1917. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 27. febrúar. Hin látna vinkona mín var mikil öndveg- is- og mannkostakona, ósérhlífin og dugmikil, enda féll henni aldrei verk úr hendi. Hún stjórnaði innanstokks af röggsemi mannmargri fjölskyldu, sem kallaði á alla hennar hæfiieika, en hún átti sér líka drauma í rækt- un, því þegar voraði undi hún löng- um stundum í garðinum sínum, hlúði þar að skrautjurtum og nytja- ræktun, en efldi um leið hag fjöl- skyldunnar við þau störf. Sjálf útbjó hún garða sína af mikilli alúð, hlóð þar steinbeð, mok- aði götur og skipti í reiti af hug- - kvæmri list, - svo unun var að skoða þau verk, þegar gróður lífs- ins svaraði hennar grænu höndum með dýrð Skaparans. Án efa hafði hún þar viðmiðun af þeim þjóð- fræga „Skrúð“ séra Sigtryggs, en sjálf ólst hún upp í nábýli við Núp sjálfan eða á Gemlufalli í Dýrafirði. Áhugi hennar var feikimikill, svo á stundum var hún jafnvel að sumri til komin út í garð á nær náttserkn- um einum klæða til að vökva og hlúa að reitum sínum. En Kristín ~t átti hauk í horni við ræktunina, því sonur hennar, Ásmundur, sem hef- ir haldið heimili með móður sinni, bar sömu kennd í brjósti til gróð- ursins og aðstoðaði móður sína á alla vegu, og var sama hvað hún orðfærði við soninn, allt var það gert af nærfærni og kunnáttu. Sök- um starfa utan heimilis biðu stund- um þessar annir uns heim var kom- ið að kveldi, en ávallt léði Ásmund- ur fullt lið móður sinni. Pað var því ekki að undra að dóttur minni, Ingveldi, yrði á orði, þegar henni var sagt andlát Kristínar: „Nú bregður honum Ás- mundi við.“ Og það voru orð að sönnu, því einkar kært var með þeim mæðginunum. Kristín var hjartahlý kona, sem umvafði bæði böm sín og fjöl- skyldu, vini og vanda- menn - og reyndar líknaði hún öllum þeim, sem þess þurftu og hún hafði afskipti af. Eins og jafnan er brá Kristín sér oft bæjarleið til barna sinna og dvaldi hjá þeim og fjölskyldum þeima tímana tvo, en ekki sat hún þar auðum höndum, því margt handtakið skilaði sér í þeim heim- sóknum en fulllaunað þótti henni með kærleiksríku atlæti ættbogans í sinn garð. Kristín var einkar gestrisin kona og tók myndarlega á móti öllum þeim, sem kvöddu dyra hjá henni og séra Eiríki. Kaffibrauð hennar, vínarbrauð og annað heimabakað „kruðerí", var bæði í sérflokki og slílct sælgæti að umtal vakti. Oft hefir mér orðið hugsað til þess, hversu veröld okkar hefði orðið ríkari hefði þessi sómakona orðið kennari og tekið að sér um- önnun barna, því þolinmæði hennar var takmarkalaus og eins vissi hún öðrum fremur þau sannindi skálds- ins, „að aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Pau hjón, Kristín og séra Eiríkur Eiríksson, bjuggu fjöldamörg ár á Núpi í Dýrafirði, því mikla höfuð- bóli fyrri alda, en þar var maður hennar bæði preláti og skólastjóri, en hún matráðskona staðarins. Matseldin, þótt erfið væri, lék í höndum hennar, en skólaumsjón fórst hinum mikla kennimanni afar vel, enda mikill reglumaður sem leið ekki leti eða amlóðahátt, held- ur agaði hann skólanemendur til þroska, svipað og Erlingur í Noregi forðum. Aðspurð sagði Kristín mér að skólastjórinn hefði aldrei vísað nemendum úr skóla sínum, heldur hefði hann brugðið á það ráð að lesa heimaverkefnin með þeim, er þess þurftu, að kennslu lokinni, - enda mun það sönnu næst að vin- fengi hélt hann við fjölmarga nem- endur sína langt fram á ellidaga. Skýrast kom þetta í ljós við andlát séra Eiríks, en þá vottuðu fyn-ver- andi nemendur fjölskyldunni ein- læga samúð við fráfall þessa rík- lundaða kennimanns. Á árinu 1960 bregða þau hjón búi vestra og flytja á tilkomumesta stað Islendinga, Þingvöll við Öxará, en þar var presturinn ráðinn stað- arhaldari. Áuk móttöku eriendra sem innlendra fyi'irmanna, með til- heyrandi fyrirlestrum um sögu staðarins, lands og þjóðar, gættu þau hjón símaþjónustunnar og sinntu athugunum fyrir Veðurstof- una. Ekki voru aðstæður þannig á Þingvelli að mulið væri undir þau hjón, því aðstaðan var nokkuð erf- ið, t.d. þurfti húsfreyjan að sinna öllum þvottum uppi á lofti, en Kristín tjáði mér að blessuð börnin hefðu létt af sér mörgu aukaspor- inu á þeim stað. Á áttræðisafmæli Ki’istínar héldu börn þeirra hjóna móður sinni veglegt kaffisamsæti, enda kunnu þau öll vel að meta móður- arf, sem þeim hafði hlotnast. I af- mælishófinu flutti Aðalsteinn, son- ur hennar, áhrifamikla ræðu og þar voru felld í lofgjörð mörg sönn og fógur orð um hjartkæra móður. Öll sóttu börn þeirra séra Eiríks sér menntun, hvert með sínum hætti, en ekki tyllti Kristín sér á hræsibrekkur með þau tíðindi, því svo gagnmenntuð var hún sjálf úr skóla lífsins að hún nam að forlög gefa sér fáir. Við fráfall þessarar mikilhæfu konu er víða skarð fyrir skildi og verður hennar minnst um langa framtíð, bæði í heimahéraði sínu Dýrafirði og annars staðar, hvar spor hennar lágu, sem einnar perlu sinnar samtíðar. Ég, dóttir mín og eiginmaður flytjum Kristínu heila þökk fyrir löng og lærdómsrík mannúðar- kynni, jafnframt því sem við vott- um börnum hennar, tengdabörn- um, barnabörnum og langömmu- börnum djúpa samúð á sorgar- stundu. Guð blessi minningu Kristínar Jónsdóttur. Bjarney G. Björgvinsdóttir. Þingvöllur skipar einstakan sess í hugum íslendinga. Þar á þjóðin og landið stefnumót í sögu og sam- tíð. Þar sátu þau síra Eiríkur J. Ei- ríksson og frú Kristín Jónsdóttir með þvílíkum sóma þann tíma, sem þau þjónuðu þar, að þeh-ra heimili varð kunnugum þjóðarheimili í fjöl- þættum skilningi. Eg kynntist frú Kristínu Jóns- dóttur og síra Eiríki á háskólaárum mínum, er eg rjeðst til starfa við vörzlu í þjóðgarðinum um tveggja sumra skeið. Eg þekkti til þeirra af afspurn frá Núpsárum jieirra hjóna og bar fyrirfram með mjer verð- skuldaða virðingu í þeirra garð, er eg hjelt á Þingvöll til að starfa á vegum síra Eiríks og í skjóli frú Kristínar. Kynnin við þau hafa síð- an orðið mjer og mínum bæði gagnleg og dýrmæt og þar er eng- inn endir á þótt þau sjeu nú bæði gengin inn til fagnaðar annars heims. Heimilið á Þingvöllum var á all- an hátt einstakt. Þar var jafnan fjölmenni og um leið eitthvert merkilegasta mannamót, sem eg hefi kynnst. Þar voni börn og skyldulið þeirra húsbændanna, starfsmenn þjóðgarðsins og til- kvaddir verkkarlar af ýmsu tilefni, erindismenn stjórnvalda, menning- ar- og listafólk, vísindamenn, heim- sækjandi klerkdómur, höfðingjar, spekingar og spyrjendur auk sókn- arbarna og tilfallandi gesta, eins og gengur. Öllum var tekið með virktum, öllum veittur beini, öllum skipað til sætis með því viðmóti, að þar urðu allir öndvegismenn. Þetta var látlaus gestrisni í hvorri tveggja merkingu lýsingarorðsins. Orðin að reisa og rísa eru þar ekki fjarri og er þá strax komið hálfa leið inn í þær merkingarfræðilegu íþróttir sem voru eitt margra sjer- sviða orðlistarmannsins síra Ei- ríks. Orðlistin og lífslistin fóru saman á Þingvelli í þeirra tíð, í þeirri grennd þar sem Orðið varð líf í landi og orð skópu líf lýði. Það náttaði aldrei í önninni á Þingvöll- um og þó var hún endalaust borð- HÁLFDÁN ÓLAFSSON + Hálfdán Ólafs- son fæddist á Tjaldtanga í Fola- fæti 3. ágúst 1926. Hann lést á Kanarí- eyjum 19. febrúar síðastliðinn. For- ejdrar hans voru Ólafur Hálfdánsson, f. 4.8. 1891, d. 26.3. 1973, og eiginkona hans, María Rögn- valdsdóttir, f. 13.1. 1891, d. 19.10. 1989. Börn þeirra eru Ósk, f. 6.3. 1916, Guðrún, f. 24.9. 1917, Karitas Guðrún, f. 26.3. 1919, d. 1919, Einar, f. 26.3. 1919, Kristín, f. 17.10. 1920, Rögnvaldur, f. 17.10. 1920, d. 3.9. 1964, Lilja, f. 10.6. 1922, Fjóla, f. 10.6. 1922, Jónatan, f. 24.1. 1925, Helga Svana, f. 3.8. 1926, Hálfdán sem hér er minnst, Halldóra, f. 5.6. 1928, Haukur, f. 5.6. 1928, María, f. 16.1. 1932, Ólafur Daði, f. 16.1. 1932, d. 15.2. 1992. Hann átti einn fósturbróður, Ármann Leifsson, f. 17.9.1937. Hinn 25. desem- ber 1954 giftist Hálfdán eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- ríði Jónu Norðkvist, f. 7.6. 1935. Börn þeirra eru: 1) Unnur Guðbjartsdóttir, f. 7.9.1956, eiginmað- ur hennar er Garðar Benediktsson. Börn þeirra eru: Hálfdán Ólafur, Benedikt Ágúst, Branddís Jóna og Guðlaug Björg. 2) Elísabet María Hálfdánsdótt- ir, f. 8.7. 1965, sambýlismaður hennar er Halldór Óskarsson. Barn hennar er Sigríður Halla Magnúsdóttir. Börn þeirra: Ehn- ar Gauti og óskírð dóttir. 3) Ár- ný Hafborg Háifdánsdóttir, f. 3.2.1968. Eiginmaður hennar er Helgi Laxdal Helgason. Börn þeirra eru Helgi Laxdal, Ólafur Daði og Helena Lind. Útför Hálfdáns fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 1. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Það er sárt að setjast niður og skrifa um þig minn- ingarorð. Síðast þegar ég sá þig voruð þið mamma að gera allt klárt fyrir Kanaríeyjaferðina. Þið hlökk- uðuð til að komast út í hitann. Sól og hiti áttu mjög vel við þig. Við systumar og mamma stríddum þér 'Soft á því, þegar þú varst í sólbaði úti í glugga að þama væri „beri maður- inn í Hlíðunum". Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur systram varst þú alltaf fyrstur til að koma og rétta okkur hjálparhönd. Minn kæri pabbi, það verður erfitt að geta ekki taiað við þig og faðmað þig eins og ég var vön að gera. Mér þykir gott að þú þjáðist ekki við andlát þitt, þú sagðir alltaf að þú vildir sko ekki vera rúmliggjandi gamalmenni og vera upp á hjálp annarra kominn. Söknuðurinn er mikill en tíminn læknar öll sár og ég á yndislegar minningar um þig, elsku pabbi, sem ég geymi í hjarta mínu. Við systurnar áttum yndislega æsku í Bolungarvík hjá þér og mömmu. Mér fannst svo gott þegar þið mamma fluttuð suður. Þá var svo stutt að koma til ykkar. Fyrir þremur árum þegar við Helgi fluttum í Sandgerði varst þú mjög ánægður fyrir okkar hönd, það eina sem þér fannst vanta þar voru fjöllin. Þú taiaðir líka oft um það hvað það væri nú gott að ala upp börn í svona litlu sjávarplássi og ég er innilega sammála þér. Mér fannst alltaf svo gott þegar þú og mamma komuð til mín í Sandgerði, þið stoppuðuð oft ekki lengi en bara það að hitta ykkur og knúsa ykkur var svo yndislegt. Ég vona að góður Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við sorg- ina og að við munum þig eins og þú varst, glaðlegur og yndislegur mað- ur. Kæri pabbi minn, ég kveð þig nú með söknuði og bið góðan Guð að geyma þig. Þín dóttir, Árný Hafborg. Elsku Halli afi. Nú ert þú farinn upp til Guðs og hann ætlar að geyma þig fyrir okk- ur. Guð er svo góður við alla og hjá honum líður þér vel. Þú komst oft til okkar í Sandgerði, söngst fyrir okk- ur og lékst við okkur. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Þínir afastrákar og þín afastelpa. Helgi Laxdal, Ólafur Daði og Helena Lind. Að morgni 19. þessa mánaðar hringdi móðir mín og sagði mér að þá um nóttina hefði bróðir hennar, frændi minn og vinur, Hálfdán Ólafsson, látist úti á Kanaríeyjum. Slíkum fréttum er ætíð erfitt að taka og þungt að hugsa til að við- komandi sé horfinn að eilífu. Eng- inn má sköpum renna, en minningin um góðan dreng og sannkallaðan gleðigjafa lifir. Við Halli áttum saman margar góðar stundir. Mín fyrsta minning honum tengd var þegar hann ungur maður stundaði sjó frá sinni heima- byggð, Bolungarvík, og móðir hans, María Rögnvaldsdóttir, beið eftir honum í eldhúsinu heima á Horni. Hann kom oft seint um kvöld af sjó og var þá soðin ýsa og mörflot með. Eg naut góðs af, þá og síðan, ná- lægðarinnar við þennan frænda minn. Haili kenndi mér til verka við lax- og silungsveiði, fyrst í Syðri- dalsvatni og seinna fóram við víðar til veiða. Fyrir kom að öngullinn var á ónefndum stað við heimkomu en alltaf var gaman og oft sungið dátt í veiðihúsum fjarri mannabyggð. Nú er söngurinn hljóðnaður og ferðinni lokið. Ég þakka fyrir til- veru Hálfdáns frænda míns og votta eiginkonu hans, Sigríði Norðkvist, dætrum og öðram aðstandendum mína dýpstu samúð. Reynir Hlíðar. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. hald og veizla til lífs og sálar. Við- ui'værið var allsnægtir með um- hyggju, glaðværð og leiftrandi orð- ræðu. Önnin var vettvangur Krist- ínar. I hana orkti hún gáfur sínar, allar prýðilegar. Hún reyndist móðir því fjölbreytilega lífí, sem hún nærði með látlausri elskusem- inni. Hún valdi það hlutskipti, ekki einasta gagnvart börnunum þeirra mörgu, heldur hvai’vetna, þar sem þurfti að græða, rækja, hlúa að. Það hefði verið sama hvar hún haslaði sjer völl, hvarvetna hefði hún reynzt sú hin sama. Sú var gerðin og þannig ræktin. Það sæm- ir Þingvelli að hún var húsfreyja þar. Mjer og mínum er það gott að minnast hennar og þeirra hjóna beggja jafnan þar, sem merkileg- ustu gildi menningar voraar eiga sjer staðfestu. Þökkuð sje tryggð og vinátta þeirra. Börnum og niðjum og þeim öðr- um sem trega hana bið eg huggun- ar með þeirri blessun að hafa notið hennar og þeirrar heimvonar, sem hún nærði í öllu lífi og athöfn. Geir Waage, Reykholti. Ég minnist Kristínar Jónsdóttur frá Gemlufalli með innilegri gleði. Hún kom til okkar í Þingvallasveit- ina árið 1959 ásamt manni sínum, sr. Eiríki J. Eiríkssyni, en þá gerð- ist hann prestur og þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum og var það í yfir 20 ár. Þar naut hún sín vel þessi mikil- hæfa kona, með sín mörgu börn sem voru að alast upp á þessum ár- um. Fljótlega gekk Kristín í kvenfé- lagið okkar; hún gerðist formaður þess og var það þangað til hún fluttist að Selfossi. Mér finnst nauðsynlegt að héðan úr sveitinni heyrist þótt ekki sé nema smátíst og þakklætisorð því að hennar for- mennska var alveg framúrskarandi og okkur til mikils sóma. Ég á ynd- islegar minningar frá þessum ár- um. Fundir félagsins vora haldnir á Þingvöllum, t.d. á vorkvöldum. Var ég stundum löt að fara en svo varð okkur skrafdrjúgt og klukkan var oft orðin eitt þegar heim var haldið. Þá var ég með í Heiðarbæjarbíln- um og gekk svo heim afleggjarann og hvílík dásemd, blæjalogn og allt speglaðist í vatninu, allir sofandi í Hann man þig, vís þess vertu, ogverndarefalaust. Hann mun þig miskunn kiýna. Pú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (B. Halld.) Hann Halli frændi er dáinn. Þessi frétt kom eins og reiðarslag yfir mig þegar mamma hringdi í mig og tilkynnti mér lát Halla fóðurbróður míns. Margar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Samgangur á milli fjölskyldna okk- ar var alltaf mikill. Halli bjó ásamt fjölskyldu sinni á Hafnargötu 7 í Bolungarvík og einnig bjuggu þar Ólafur afi og María amma. Þangað var gaman að koma. Ég og Guðni bróðir vorum nær daglegir gestir þar og lékum okkur mikið við Betu og Öddu, dætur Halla og Siggu Nóu. Við frænkurnar, ég og Beta, fæddumst með fjögurra daga milii- bili og áttum því alltaf samleið. Alltaf var manni vel tekið heima hjá þeim. Halli var alltaf svo kátur og sprellaði oft við okkur eins og hon- um einum var lagið. Halli var lærður vélstjóri og vann við það hjá Ishúsfélagi Bolungar- víkur í mörg ár. Þess á milli verkaði hann harðfisk en hann var með harðfiskhjall frammi í Minnihlíð. Halla var margt til lista lagt og það sem hann tók sér fyrir hendur, gerði hann vel. Mér er alltaf minnis- stætt hvað harðfiskurinn hans var góður, en Halli lagði sig fram við að hafa hann fyrsta flokks og það var hann svo sannarlega. Halli hafði fallega söngrödd og naut hann sín vel þar sem sungið var. Hrein unun var oft að koma heim til Halla og Siggu þegar hann var að syngja og hún að spila undir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.