Morgunblaðið - 28.02.1999, Side 50
50 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Hanskadqgar
I mars
15%
afsláttur
Laugavegi 58
sími5513311
af dörnu-, herra-
og barnahönskum.
Kvennakvöld
Fáks
Hið árlega kvennakvöld Fáks verður haldið
laugardaginn 6. mars nk. í félagsheimili Fáks.
Þema kvöldsins: Ástandsárin
Miðasala í félagsheimilinu sunnud. 28. feb. kl. 14-17,
mánud. 1. mars kl. 17-20 og þriðjud. 2. mars kl. 17-20.
Miðaverð kr. 3.500 og eftir miðnætti kr. 1,500.
Tekin verða frá sæti við miðasölu en miðar ekki teknir frá.
Stjórn Kvennadeildar.
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ættingja
leitað
VE LVAKAND A hefur
borist bréf frá Thor Pals-
son þar sem hann biður
um aðstoð við leit að ætt-
ingjum sínum hérlendis.
Segir hann að faðir sinn
hafi heitið Leifur Palsson
og móðir sín Thelma Pals-
son (Jónasson). Föðurafi
hans hét Páll Hansson,
fæddur 18.12. 1868 á
Kirkjubæjarklaustri og
föðuramma hans var
Rannveig Pálsdóttir, fædd
19.02. 1866 á Hofsnesi í
Öræfum. Foreldrar henn-
ar voru Páll Jónsson og
Rannveig Sveinsdóttir.
Þau fluttust ásamt fóður
hans til Kanada 1903 og
settust að í nágrenni
Riverton, Manitoba. Móð-
ir Thors var fædd 10.03.
1913 í Riverton, Man-
itoba. Foreldrar hennar
voru T.T. (Tomas) og
Magnusina Jonasson
(Borgfjörð).
Þeir sem gætu geflð
Thor einhverjar upplýs-
ingar geta sent honum
tölvupóst á netfangið
tpalsso@0os.net
Góð þjónusta
á Fiðlaranum
MIG langar til að birta
sérstakar þakkir til
starfsfólks og eigenda
Fiðlarans á Þakinu á Ak-
ureyri. Ég hafði boðið
þangað fólki í mat á laug-
ardagskvöldi (14.2.) og
vildi að kvöldið yrði eftir-
minnilegt. Þökk sé
þjónustulipurð þeirra og
einstaklega ijúffengum
mat varð allt til þess að
gera kvöldið að þeirri
kvöidstund sem seint
gleymist. Það var eitt lítið
atriði sem mig langar til
að nefna í þessu tilviki,
nokkuð sem ég hef aldrei,
hvorki hér innanlands eða
utan, upplifað fyrr. Eftir
að hafa notið forréttar og
aðalréttar og við sátum og
lukum eftiiTéttinum, kom
hún þessi þjónustulipri og
brosandi þjónn og spurði
okkur á sinn hæverska
hátt, sem á engan hátt var
tilgerðarlegur né
auðmýkjandi fyrir neinn,
hvort par sem sat annars
staðar í sainum mætti
kveikja sér í vindlingi. Öll
erum við sem þarna sát-
um reyklaus, en þegar við
höfðum fengið að njóta
matarins í reyklausu um-
hverfi, tókum við tillit til
þess að reykingafólkið
hafði sýnt þá tillitssemi að
reykja ekki, en langaði nú
auðsýnOega í vindling með
kaffínu. Þá var auðvelt að
gefa leyfi, þegar spm-t
var.
Þama sá ég hvernig
þetta veitingahús leysir
vanda sinn á þann hátt að
flestir mættu vel við una.
Ég vona að Akureyringar
geri sér grein íyrir að með
Fiðlaranum eru þeir með
veitingastað á hæsta
plani. Til að undirstrika
þetta efast ég um að fleiri
veitingastaðir hvar sem er
á landinu bjóði stað með
íyrsta flokks veitingum
sem hægt er að njóta
reykiaust. Ef svo er skora
ég á þá að gera viðvart
hér til þess að við neyt-
endur sem þessa þjónustu
þurfum að nota vitum
hvert við eigum að leita. A
ég þá ekki við reyklaus
borð, sem em ekkert
nema yfírskyn til að upp-
fylla settar raglur. Þú
andar bara að þér við-
bjóðnum frá næsta borði.
Ég þakka Fiðlaranum
velheppnaða kvöldstund.
Viðskiptavinur
að sunnan.
Ánægð með 19-20
ÉG veit eiginlega ekki
hvað er að gerast í sjþn-
varpsfréttum hjá RÚV.
Mér finnst orðið svo
þungt yfirbragð yfir öliu.
Það er eins og mönnunum
sem vinna við þetta finnist
þetta allt svo leiðinlegt,
nema Elín Hirst, hún er
alveg dýrleg. Mér finnst
svo mikið léttara yfir öll-
um í 19-20 hjá Stöð 2. Þar
skín gleði og áhugi frá
þeim sem þar vinna.
Og það er fleira. Ég er
nú orðin nokkuð fullorðin
og hef ávallt fylgst með
veðurfréttum í sjónvarpi.
Mér finnst framsetning
veðurkortanna hjá RÚV
svo ruglingsleg. Er ekki
allt of mikið af upplýsing-
um inni á þeim? Mér
finnst framsetningin á
veðurupplýsingunum hjá
Stöð 2 miklu skýrari og ég
á auðveldara með að átta
mig þegar þessir veður-
spekingar geta bent á til-
tekin svæði. Af hverju
benda þeir aldrei hjá
RÚV. Þetta er kannski af
því ég er orðin svo gömul.
En ég er samt áhorfandi
og borga mín gjöld. Til
hamingju Stöð 2 með góð-
an árangur.
Eldri kona.
ÞVI sest ég nú niður og
hripa þessar iínur á blað
að ég á ekki ofan í mig að
éta. Bölvuð smámuna-
semi, verð ég að játa, en
svona er þetta nú samt.
Auðvitað ætti að duga
mér að fara niður í bæ og
skoða nokkra þriggja
milijóna króna jeppa og
fara síðan sæll og glaður
heim, en þetta fer bara
svo fjári illa í maga.-Ég
var einmitt íyrir ekki svo
löngu að hlusta á hann
Davíð okkar Oddsson í út-
varpinu, þar sem hann
lýsti öllu góðærinu, en ég
er bara svo tregur og
seinn að skilja að ísskáp-
urinn minn er alveg jafn
tómur þrátt fyrir allan
þennan lofsöng hans Dav-
íðs okkar. Ef til vill fjölg-
ar eitthvað ýsubitunum í
skápnum um næstu kosn-
ingar ef ég skyldi nú slys-
ast til að setja krossinn
minn einhvers staðar ann-
ars staðar en ég gerði síð-
ast. En svo undarlega
sem það kann nú að
hljóma þá verð ég bara að
eiga ofan í mig að borða.
Auðvitað veit ég að þetta
er bölvuð smámunasemi
en svona er þetta nú
samt.
Ég er sykursjúkur og
verð þar af ieiðandi að
borða eftir klukkunni auk
þess sem ég er flogaveik-
ur og er þess vegna í
svolítið verri stöðu. En ég
get bara ekki lifað á loft-
inu einu saman, jafn gott
og það nú er hér á Fróni.
Svo vil ég að endingu
skora á alla öryrkja að
mæta á fundinn í Ráðhús-
inu á sunnudag kl. 14.
Með baráttukveðju.
Hrafn Hauksson,
Reynimel 51, Rvík.
Víkverji skrifar...
MORGUNBLAÐIÐ greindi frá
því í vikunni að menntun og
starfsstétt íbúa borgarinnar
speglaðist í meðaleinkunn skóla í
viðkomandi hverfi. Þetta kemur
fram í könnun sem tvær ungar
stúlkur unnu til BA;prófs í félags-
fræði við Háskóla íslands og eru
sannarlega stórathyglisverð
tíðindi. Menntun foreldranna
skiptir sem sagt meira máli með
tilliti til einkunna en til dæmis
stuðningur við nemendur og
óheimilar fjarvistar þeirra, þótt
þeir þættir hafi haft marktæk áhrif
til lækkunar á meðaleinkunn.
xxx
EGAR fylgni er mæld milli at-
riða eins og þeirra sem á und-
an eru nefnd getur hún fræðilega
mest verið 1. Fátítt er að fylgnin sé
jafn há og hún var milli menntunar
og einkunna - 0,82.
Kunningi Víkverja sem þykist
þekkja til þessara fræða staðhæfir
að fylgnin í umræddu tilfelli sé svo
mikil að nánast sé um sönnun að
ræða. Hann nefndi að sönnun fyrir
tengslum reykinga og lungna-
krabbameins byggðist einnig á
líkindareikningi (en ekki orsaka-
sambandi) og þar væri fylgnin ekki
jafnmikil. Efast einhver um að
reykingar valdi lungnakrabba-
meini? Ef svo er ekki, getur ein-
hver efast um niðurstöður BA-rit-
gerðarinnar um tengsl menntunar
íbúa ákveðinna hverfa og meðalein-
kunnar barna í hverfinu? Rétt er
að taka fram að hér er um eina
könnun að ræða, en fjöldi slíkra
hefur verið framkvæmdur
varðandi fylgni reykinga og
lungnakrabbameins. Það breytir
þó ekki því að niðurstaða stúlkn-
anna tveggja er gríðarlega athygl-
isverð, enda lagði fyrrnefndur
kunningi á það áherslu að ekki í
einni einustu þeirra kannana sem
gerðar hefðu verið vegna reykinga
og lungnakrabbameins hefði fylgn-
in verið jafnmikil og í þessari ís-
lensku könnun.
xxx
MIKILL er máttur íþrótta-
stjarnanna, hugsaði Víkverji
með sér þegar hann skoðaði
íþróttablað Morgunblaðsins síðast-
liðinn þriðjudag. Þar er mynd af
fjölda ungra stúlkna á stangar-
stökksæfingu. Ahugi hérlendis á
þessari grein er vitaskuld engin til-
viljun: Vala Flosadóttir hefur náð
frábæmm árangri síðastliðin ár og
nú hefur Þórey Edda Elísdóttir
einnig skipað sér á bekk þeirra
bestu.
Fyrir nokkrum árum fór fjöldi
ki'akka út um allt land að stunda
spjótkast - þegar Einai' Vilhjálms-
son og Sigurður Einarsson voru í
sviðsljósinu - og Víkverji hefur
heyrt af krökkum á ýmsum aldri
sem spreyta sig í grindahlaupi
(jafnvel heima í stofu yfir
ferðatöskur!) í tilefni glæsilegs
árangurs Guðránar Arnardóttur
síðustu ár.
Það kæmi Víkverja ekki á óvart
þótt sundlaugar landsins fylltust af
krökkum í kjölfær frækilegrar
frammistöðu Arnar Arnarsonar
síðustu misseri, og kjörs hans sem
íþróttamanns ársins 1998.
xxx
KUNNINGI Víkveija ákvað að
segja upp miða sínum í Happ-
drætti háskólans í janúar. Hann
hafði átt einn trompmiða í nokkuð
mörg ár, en eftir að miðinn hækkaði
í 4.000 krónur á mánuði ákvað
kunninginn að eyða þeim fjármun-
um í spamað frekar en að freista
gæfunnar með þessum hætti. Hann
hafði einu sinni fengið lægsta vinn-
ing en ekkert unnið í all mörg ár, en
reyndar fundist vinningur koma
gnansamlega oft á númer í grennd
við hans. Kunninginn skoðaði svo
vinningaskrána fyrir febráar að
gamni sínu þegar hún birtist í
Morgunblaðinu, og viti menn! Strax
í fyrsta drætti, eftir að hann sagði
upp miða sínum, hafði komið vinn-
ingur á þetta gamla, góða númer.
Fyi'st hann asnaðist til að segja
miðanum upp hafði kunninginn sem
sagt orðið af fimm sinnum fimmtán
þúsundum; 75 þúsund krónum!
Hann sagði Víkverja reyndar að sér
væri nokk sama um þessa peninga,
þeir hefðu eflaust farið í einhverja
tóma vitleysu hvort sem er! En
hann velti því fyrir sér - í fullri al-
vöru - hvort tölvan, sem sér um að
draga fyrir fyrirtækið, væri forrituð
þannig að meiri möguleiki væri á að
númer miða, sem væru í eigu happ-
drættisins sjálfs, yrði fyrir valinu en
önnur númer. Víkverji kemur þess-
ari spurningu hér með á framfæri
við Happdrætti háskólans. Gaman
væri að fá svar við henni.