Morgunblaðið - 28.02.1999, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Er fðrðun fyrir þig?
6 vikna grunnnám í förðun hefst 1. mars nk. Kennt veröur á kvöldin.
Hentar mjög vel fólki sem ætlar að selja og kynna snyrtivörur.
Grensásvegi 13, sími 588 7575.
Tte power of an tesortal.
Tk soal of i bmm.
The hean of a hero.
W E S l E Y S N i P E S
AFFl
REYKIAVIK
• F S T \ U k \ Nf T ’ R A fc
iSlfii m
fll
Gleðigjafavika - Góugleði
Meiriháttar tónlistar- og gleöivika á Kaffi Reykjavík.
Mættu á svæöiö og fáðu þér glaðning.
Tilboð á mat og drykk alia vikuna.
— í kvöld skemmtir dúettinn Blátt áfram —
Á morgun, mánudag,
Bítlavinafélagið - Lennon-kvöld,
aöeins í þetta eina skipti!
Þriðjudagur
Geiri Úlafs ásamt Furstunum
Miðvikudagur
Stuðhljómsveítin Karma
Hljómsveitin Svillt leikur fyrír dansi
fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld
Bestu tónlistarmennirnir- lifandi tónlist öll kvöld
TILBOÐÁ Í/AFFÍ
kí'sss* retmavik
HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM
FÓLK í FRÉTTUM
Er í hringiðu kvikmyndaheimsins í Los Angeles
Nútíma útgerðarmaður
í stuttbuxum á vertíð
Konráð Sigurðsson hef-
ur búið í tíu ár í Banda-
ríkjunum og samsamað
sig vel lífinu í Los Ang-
eles. Dóra Osk Hall-
dórsdóttir talaði við
hann um starf hans í
heimi kvikmyndanna
og stjörnurnar.
Clooney er vænsti inaður
Morgunblaðið/Ásdís
KONRÁÐ Sigurðsson hefur
unnið við fjöldann allan af
frægum kvikmynduin.
er eflaust á við fjórtán mánaða
vinnu hjá flestum. Maður vinnur oft
sextán tíma á dag og gerir varla
nokkuð annað þann tíma sem vinnu-
törnin stendur yfír.“
-Er þetta ekki vonlaust fyrir
fjölskyldufólk?
„Jú, eiginlega. Pað er mjög mikið
af einhleypu fólki í þessum bransa.
Pað eru fá sambönd sem þola svona
vinnutamir þar sem annar aðiiinn
sést varla í marga mánuði." Konráð
tekur sem dæmi um vinnulagið í
heimi kvikmyndanna gerð myndar-
innar X-fíles the Movie. „Starfsfólk-
ið í myndinni kom allt beint frá því
að gera Titanic og var búið að vinna
í Mexíkó í heilt ár við gerð þeirrar
myndar og margir búnir að skilja
við konurnar sínar og selja húsin
sín út af álaginu. En það eru það
miklir peningar í þessu að sumir
fóma kannski of miklu. Pað leystust
að minnsta kosti mörg sambönd
upp í þessari vinnu.“
-Þetta er eiginlega eins og nú-
tímasjómennska, nð vera á vertíð.
„Já, það má segja það. Þegar
maður er að byrja á nýju verkefni
hringir maður í allan vinahópinn til
að hitta einhvern áður en törnin
byrjar, því um leið og vinnan hefst
hittir maður engan í langan tíma,
jafnvel mánuði."
Ævintýri lífsins
-Attu þér einhvem uppáhalds
leikstjóra?
„Luc Besson," svarar Konráð um
hæl. „Eg hef reyndar aldrei unnið
með honum en mér finnast mynd-
irnar hans frábærar. En Steven
Soderberg sem gerði „Out of Sight"
er einn af þeim bestu sem ég hef
unnið með. Annars fínnst mér
Cohen-bræðurnir mjög fínir líka og
gott að vinna með þeim því þeir vita
nákvæmlega hvað þeir ætla að gera
í hvert skipti. Þeir em oft búnir að
hugsa út allar tökur í þaula sem
sparar mikla vinnu fyrir starfsfólk-
ið.“
- Hvað stendur upp úr í minning-
unni þessi tíu ár?
„Pað kom mér á óvart hvað það
eru rosalega miklir peningar í þess-
um iðnaði og hvað þetta er sérhæfð
vinna. Einnig er samkeppnin rosa-
leg í þessum heimi. Fólk kemur
hvaðanæva að úr heiminum og þeir
sem þrauka samkeppnina eru að-
eins þeir bestu í sínu fagi.“
- Er það þá kannski ástæðan fyr-
ir því að þú ert stöðugt að hæta við
þig þekkingu, að standast sam-
keppnina?
„Ef til vill er það að ég hugsi eins
og íslendingur og vilji læra eins
mikið og hægt er. En margir hugsa
ekki þannig, heldur eru mjög góðir
á takmörkuðu sviði, en vita lítið um
aðra þætti. Pað er reyndar iðulega
leiðin fyrir marga á toppinn, en það
hentar mér alls ekki. Eg vil vera til-
búinn í hvað sem er því það finnst
mér vera ævintýrið við lífið, að
staðna ekki, halda stöðugt áfram.“
EG ER mikið fyi-ir útveru,“
segir Konráð Sigurðsson,
sem er ljós yfirlitum og úti-
tekinn. „Það er frábært að vakna á
morgnana og fara í stuttbuxurnar.
Mér finnst ég vera nær náttúrunni
þarna úti því það er hægt að gera
svo mikið. Ég get t.d. keyrt í tvo
tíma og er þá kominn á gott skíða-
svæði. Ég get líka farið niður á
strönd og farið að kafa. Það er af
nógu að taka.“
- Varstu ákveðinn að setjast
þarna aðþegar þú fórst út í nám?
„Nei, alls ekki. Reyndar hafði
ég búið í San Francisco í eitt ár
áður en ég hóf nám í LA. Ég út-
skrifaðist árið 1993 og var byrj-
aður að vinna við kvikmynda-
gerð áður en ég lauk námi.
Mín fyrstu verkefni voru við
tónlistarmyndbönd og stutt-
myndir. En ég áttaði mig fljót-
lega á því að sem kvikmynda-
tökumaður þyrfti ég að læra
meira um lýsingu, því í þess-
um stórmyndum er búinn til heimur
og lýsing skiptir þar miklu máli. Ég
lækkaði því sjálfan mig í tign og fór
í tæknivinnu og einbeitti mér að lýs-
ingu. Sumir af þeim kvikmynda-
gerðarmönnum sem ég vann með
hafa fengið óskarsverðlaun fyrir
myndatöku; ég vildi vinna með þeim
bestu því þar lærir maður mest. En
ég stefni að því að verða yfirmaður
tökusviðs eða „director of pho-
tography" og er stöðugt að bæta við
mig þekkingu til að ná því rnarki."
GEORGl
toi&ður
Konráð hefur unnið sem
ljósamaður við margar frægar kvik-
myndir og má þar nefna myndimar
The Big Lebowski, Out of Sight, X-
fíles the Movie, Deep Impact svo
nokkrar séu nefndar. „Ég vann við
myndina Out ofSight á síðasta ári í
skítakulda í Detroit," segir Konráð
hlæjandi.
- Hittirðu þá hjartaknúsarann
George Clooney?
„Já, já. Pað er ekki hægt að vinna
að svona mynd án þess. En það er
oft þannig að þegar leikarar eru á
uppleið eru þeir óöruggir með sjálfa
sig og hrinda öllum frá sér. En þeg-
ar þeir eru orðnir vel þekktir og ör-
uggir verða þeir mjög afslappaðir
og fínir. Clooney var til dæmis mjög
hress og blandaði mikið geði við
starfsfólkið.“
Blaðamanni léttir stórum að vita
af því að hinn traustvekjandi læknir
Ross á Bráðavaktinni sé jafn vænn
og hann lítur út fyrir að vera, hvort
sem hann er á sjúkrahúsinu í
Bráðavaktinni eða utan þess.
Rourke algjört steratröll
- En eru sumir leiðinlegir?
„Já, dæmi um leiðinlegan leikara
er t.d. Mickey Rourke sem að mín-
um dómi er bara heimskur „boxari"
og steratröll. Ég vann í myndinni
Exit in Red með honum, en sú
mynd fór beint á myndbandamark-
aðinn. „Ég hef eiginlega ekkert gott
um hann að segja. Rourke var í
fangelsi um tíma fyrir líkamsárás á
lögregluþjón og honum fylgir hópur
aðdáenda sem hann hefur eflaust
kynnst í fangelsinu. Við lentum í
MICKEY Rourke er ekki líkleg-
ur til vinsælda í kaffiboðum,
enda lítt frýnilegur.
vandræðum með þennan vinahóp
Rourke því reynt var að nauðga
dóttur manns sem átti höll sem
myndað var í og það var einhver af
íylgifiskum Rourke sem átti þar
hlut að máli.“
-En segðu mér annað. Hefurðu
aldrei unnið á þessu sviði héma á
íslandi?
„Ég vann svolítið við tónlistar-
myndbönd, t.d. fyrir Sálina hans
Jóns míns, áður en ég fór til Banda-
ríkjanna, en það er það eina.“
-Varstu ekkert spenntur fyrir
því að vinna hérlendis?
„Ég er búinn að hitta kvikmynda-
fólk hérna, en þetta er svo lítill
markaður að ég sé ekki framtíð
mína hér, þótt gaman væri að geta
unnið að einhverjum smærri verk-
efnum af og til. En úti í Los Angeles
get ég lifað góðu lífi af því að vinna
sjö mánuði á ári.“
Eins og að vera á vertíð
- Nú gæti einhver haldið að þetta
væri mikið hóglífí, að vinna bara sjö
mánuði á árí?
„Pá er nú reyndar ekki öll sagan
sögð, því vinnan þessa sjö mánuði