Morgunblaðið - 17.03.1999, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Saga Reykjavíkur 1940-1990
Sveitin í
bænum
lengi fyrir-
ferðarmikil
„ÞAÐ sem kom mér
hvað mest á óvart er
hvað sveitin í bænum
er lengi fyrirferðar-
mikil og hve mikil
áhrif hún hefur á þró-
un byggðarinnar -
jafnvel í miðbænum
eru kýr fram á miðjan
sjötta áratuginn," seg-
ir Eggert Þór Bem-
harðsson sagnfræðing-
ur. Hann er höfundur
bókarinnar Saga
Reykjavíkur - Borgin
1940-1990, sem kom út
nýverið. Bókin er í
tveimur bindum, telur
hátt í þúsund blaðsíður
og er prýdd um 1.500
ljósmyndum, sem margar hveijar
hafa aldrei birst áður opinberlega.
I heild liggur um tíu ára vinna að
baki verkinu en ákveðið var að ráð-
ast í það í tilefni af 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar 1986.
Sjálfur er Eggert Þór fæddur í
Reykjavík árið 1958 og kveðst því
ekki þekkja tímabilið nema að
hluta til af eigin raun. „Eg náði þó í
skottið á Tívolí, var í Nauthólsvík-
inni og var frumbyggi í Breiðholt-
inu, þannig að það er ýmislegt sem
maður þekkir af þessu. En fyrir
mig sem malbiksbam sem aldrei
fór í sveit kom þetta nokkuð á
óvart,“ segir hann.
Hann bendir á að um 1940 hafi
meirihluti Reykvíkinga verið fædd-
ur utan Reykjavíkur, og um 1950 sé
enn rúmur meirihluti borgarbúa
fæddur utan Reykjavíkur. „Það er
ekki fyrr en á milli 1955 og 1960
sem „innfæddir“ verða fleiri en að-
fluttir. Og það er vegna þess að
bamasprengingin svokallaða er
komin í gang,“ útskýrir Eggert
Þór. „Þannig að á þessum tíma em
Reykvíkingar á starfsaldri margir
komnir úr sveitum landsins og þeir
halda tryggð við upprana sinn, sem
sést mjög greinilega á uppgangi og
vexti og blómlegri starfsemi átt-
hagafélaganna í bænum. Margir
þeirra vilja líka halda í upprunann
með því að vera með
einhvem búpening;
þeir era með kindur,
kýr og hesta, eða þeir
stunda læktun af
miklu kappi,“ heldur
hann áfram.
Aðspurður um upp-
byggingu bókanna
segir Eggert Þór að
hann hafí fljótlega
ákveðið að hafa verkið
þemaskipt, en í upp-
hafi hafi það reyndar
verið tímaskipt. „Eg sá
fijótt að það var miklu
skynsamlegra að vinna
þetta í þemum, bæði
fyrir mig sem rannsak-
anda, til þess að ná ut-
an um tiltekin efni, og ekki síður
fyrir lesandann að fá á einum stað
ineginumfjöllunina um tiltekið efni,
frekar en að þurfa að leita að því á
mörgum tímabilum," segir hann.
Eggert Þór hafði úr nógum
heimildum að moða og raunar seg-
ir hann í aðfararorðum að eitt af
því sem valdi erfiðleikum í sam-
tímasögu séu heimildirnar, ekki
fæð þeirra heldur ofgnótt. Sjálfur
lagði hann þó einnig í allmiklar
grannrannsóknir, t.d. á lífi barna
og unglinga í borginni og einnig á
tæknivæðingu heimilanna, sem
hafði víðtæk áhrif á stöðu kvenna
og möguleika þeirra til aukinnar
þátttöku á vinnumarkaðinum. Þar
leitaði hann m.a. fanga í alþýðleg-
um skemmtiritum og ýmsu útgáfu-
efni sem lýsandi er fyrir lífsviðhorf
og aðstæður á tímabilinu. Hinar
svokölluðu kvennasíður dagblaða,
vikublaða og tímarita segir hann
hafa verið sérstaklega forvitnilegar
og upplýsandi um stöðu kvenna og
ijölskyldunnar.
Mýkri málin í seinna bindinu
Höfundurhm segir ákveðinn blæ_-
brigðamun á bindunum tveimur: „I
fyrra bindinu era tiltölulega hefð-
bundnir málaflokkar; atvinnumál,
sljórnmál, húsnæðis- og skipulags-
mál, borgarmyndunin hið ytra og
Eggert Þór
Bernharðsson
STELPUR í „parís“. Ljósmyndarinn er óþekktur en myndin
er varðveitt á Þjóðminjasafni Islands.
sveitin í bænum. I seinna bindinu
eru mál sem minna liefur verið
fjallað um, mýkri málin svokölluðu;
fjölskyldan, börnin, heimilin, vel-
ferðarmálin, menningarmál og
skemmtanalíf, íþróttir, æskulýðs-
starf og skólamál," segir hann.
Eins og fyrr sagði er mikill
fjöldi mynda af ýmsu tagi í bókun-
um. Þær era fengnar úr ýmsum
áttum; frá opinberum söfnum,
einkasöfnum, ýmsum stofnunum,
fyrirtækjum og einstaklingum,
blöðum og tímaritum. Flestar eru
myndirnar þó fengnar að láni hjá
Ljósmyndasafni Reykjavíkur og
Þjóðminjasafni íslands. Eggert
Þór segir myndavinnuna hafa ver-
ið mjög erfiða að mörgu leyti.
„Ekki síst vegna þess að þar sem
þetta er tiltölulega nálægt okkur í
tíma, þá eru ansi margar myndir
dreifðar út um víðan völl. Það
kemur líka á óvart hve sumar at-
vinnugreinar era illa settar, til
dæmis var afar erfitt að finna
myndir tengdar iðnaði. Eins var
mjög erfitt að finna inyndir sem
voru teknar úti á sjó af mönnum
að störfum um borð í togurunum.
Það var mikil heppni að það kom í
ljós í einkasafni heil myndasería
frá 1952, sem sýnir sjómenn að
störfum á togara," segir hann.
„Allt nema Esjan“
Honum verður tíðrætt um þær
hröðu breytingar sem íslenskt
þjóðfélag hefur gengið í gegnum á
mjög skömmum tfma, sé miðað við
flestar nágrannaþjóðir okkar.
„Hér verður nánast stökkbreyting
á nokkram áratugum," segir Egg-
ert Þór og tekur svo djúpt í árinni
að hraðinn sé eitt megineinkenni
íslenskrar þjóðfélagsþróunar á
seinni hluta þessarar aldar. Því til
stuðnings vitnar hann til orða eins
heimildarmanna sinna. Þegar inn-
fæddur Reykvíkingur á miðjum
aldri var spurður að því árið 1980
hvort eitthvað hefði breyst í
Reykjavík frá því hann sleit þar
barnsskónum á öðrum og þriðja
áratug 20. aldar var liann fljótur
að svara: „Allt nema Esjan.“
Eggert Þór flytur erindi um
bókina á rannsóknakvöldi Félags
íslenskra fræða í Skólabæ í kvöld
kl. 20.30, undir yfirskriftinni Borg
í mótun.
Leiki sem kölluðu á tiltölu-
lega lítið landrými stundaði
Reykjavíkuræskan ekki
síður af miklum móð en
knatt- og hlaupaleiki ýmiss konar.
Fram á unglingsár virtist t.d. „parís“
eiga einna mestum vinsældum að
fagna af útileikjum stúlkna, aðallega
„gluggaparís“. Parísinn var stór-
strikuð mynd dregin á götu eða
gangstétt, strikuð í sandinn eða krít-
uð á stétt og steini var kastað eftir
tilteknum reglum í gluggana. Síðan
hoppaði viðkomandi á öðrum fæti
eftir ákveðinni leið og keppendur
gátu helgað sér glugga sem aðrir
urðu að sniðganga. Mikils þótti um
vert að eiga góðan parísarstein, vel
lagaðan, flatan, sléttan og ekki of
hálan. Strákar iðkuðu sérstakt af-
brigði af parís, svonefndan
„landaparís", sem var ekki alveg
hættulaus því „löndum“ var skipt
með því að kasta hníf í moldarflag.
Algengt var að drengir ættu vasa-
hnífa eða dolka og þóttist sá heldur
betur maður með mönnum sem gat
flíkað flottasta eggvopninu. Aðrir
leikir sem stelpur voru sérstaklega
áhugasamar um voru t.d. „snú-snú“
en þær „sippuðu" líka af krafti.
Úr Sögu Reykjavíkur - Borgin 1940-
1990, síðari hluta..
túlkun tilfinninga
Víðfeðm
TOJVLIST
S a 1 u r i n n
EINSöNGSTÓNLEIKAR
Jóhann Smári Sævarsson og Helga
Bryndís Magnúsdóttir fluttu íslensk
og erlend söngverk. Mánudagurinn
15. mars. 1999.
EINN þeirra söngvara, sem hef-
ur haslað sér völl erlendis, er Jó-
hann Smári Sævarsson, bassa-
söngvari, sem hefur m.a. starfað við
óperuna í Köln en stýrir nú söng-
deild Tónlistarskólans á Akureyri.
Með Jóhanni Smára var Helga
Bryndís Magnúsdóttir mætt til
leiks í Salnum sl. mánudagskvöld og
hófu þau tónleikana á þremur ljóða-
söngvum eftir Brahms, 0 wiisst ich
doch den Weg zuriick (úr op. 63)
Vergebliches Standchen (úr op.84)
og Von ewiger Liebe (úr op. 43).
Það mátti heyra stax í forspilinu að
Helga Biyndís er góður píanisti og
Brahms allur mjög vel leikinn.
Söngur Jóhanns var einnig mjög vel
mótaður, treginn í fyrsta laginu,
glettnin í mansöngnum og í því
stóra söngverki, Von ewiger Liebe,
þar sem dimm sorgin er túlkuð,
hrópandi örvænting piltsins og síð-
an svar stúlkunnar, var söngur Jó-
hanns Smára mjög góður.
Þrír ljóðasöngvar eftir Schumann
fylgdu á eftir, Du bist wie eine
Blume (nr. 24, í op. 25), Ich grolle
nicht (nr. 7, í Dichterliebe) og Die
beiden Grenadiere (úr op.49), allt
snilldarverk hvert upp á sinn máta,
þar sem tónmálið var mettað djúpri
viðkvæmni, fjallað um ástina og í
sagnaljóðinu, þar sem sungið var
um fáránlegan hetjuskap. Þessar
andstæður hjá Heine, sem eru af-
burðavel tónklæddar af Schumann,
voru mjög vel mótaðar hjá Jóhanni
Smára en í síðasta söngverkinu,
„Grenjadýrunum“, hefði Helga
Bryndís mátt leika sterkar, er hefði
gefið þessu söngverki meiri kraft.
Islensku lögin voru sérlega vel
flutt og lögin eftir Arna Thorsteins-
son, Enn ertu fögur sem forðum og
Rósin, eru meistaralega vel gerð
tónverk. Sama má segja um Þig,
sem í fjarlægð, eftir Karl Ottó Run-
ólfsson og í Nirflinum, var leikræn
túlkun Jóhanns mjög skemmtilega
mótuð. Sverrir konungur eftir
Sveinbjöm Sveinbjömsson var
fluttur af mikilli reisn, en þar eins
og í „Grenjadýrunum", var Helga
Bryndís of mikið til baka, en lék að
öðm leyti mjög vel. Gamanlagið
Tengdamæðurnar eftir Atla Heimi
Sveinsson var einum of hratt sung-
ið.
Eftir hlé vora tveir lagaflokkar á
efnisskránni, Söngvar don Quixote
til Dulcineu, eftir Ravel og Söngvar
og dansar dauðans, eftir Muss-
orgsky. Hjá Ravel verða þessir
skringisöngvar háalvarleg tónlist,
sérstaklega bænin en í drykkju-
söngnum er þó leikið með gaman-
semina. Þarna ræður miklu hversu
túlkunin er nærri því fáránlega en
túlkun hjá Jóhanni Smára var nær
því of alvarleg, nema helst í
drykkjuvísunni, sem var mjög vel
flutt.
Söngvar og dansar dauðans, eftir
Mussorgsky er grályndur skáld-
skapur, bæði texti og tónlist, og var
þessi sérstæði lagaflokkur mjög vel
fluttur, t.d. tilfinningaþrangnar
andstæðumar í Vögguvísunni og í
síðasta söngnum, Hershöfðinginn,
þar sem orrustugnýrinn er túlkaður
og kyrrðin, sem ríkir þá henni er
lokið og dauðinn sækir sína menn.
Það sem helst einkenndi þessa
tónleika, var víðfeðm túlkun tilfinn-
inga og leikrænnar útfærslu, allt frá
ofur viðkvæmum söngvum, eins og í
báðum lögum Árna Thorsteinsson-
ar, Du bist wie eine Blume, eftir
Schumann og svo í stórbrotnum ást-
arljóðum, eins Von ewiger Liebe,
eftir Brahms og leikrænum sagna-
ljóðum Vergebliches Standchen,
eftir Brahms og „Grenjadýranum"
eftir Schumann. Ofan á þetta bæt-
ast hinir dauðadimmu söngdansar
Mussorgskys, er voru gæddir
ómennskri rússneskri dramatík. í
þessari margbreytilegu efnisskrá
lék Helga Bryndís frábærlega og
átti stóran þátt í mótun tónleikanna.
Jón Asgeirsson
Tdnlist fyrir alla
Djasstón-
leikar á Suð-
urnesjum
Á VEGUM verkefnisins Tónlist
fyiir alla heldur Jazzkvartett
Reyjavíkur tónleikasyrpu á Suður-
nesjum. Fyrstu tónleikarnir verða
í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun,
fímmtudag kl. 20.30 og í Sam-
komuhúsinu Garði mánudaginn 22.
mars kl. 20.30. Kvartettinn er
skipaður Sigurði Flosasyni, altó-
saxófónn, Tómasi R. Einarssyni,
kontrabassi, Eyþóri Gunnarssyni,
píanó og Gunnlaugi Briem,
trommur. Á lyrri tónleikunum
syngur Stúlknakór Tónlistarskól-
ans í Keflavík með kvartettnum
lög eftir Sigfús Halldórsson í út-
setningu Sigurðar Flosasonar.
Kvartettinn leikur djass-stand-
arda eftir ýmsa erlenda höfunda
ásamt íslenskum og erlendum al-
þýðulögum.
Tónlist fyrir alla er samstarfs-
verkefni sveitarfélaga og mennta-
málaráðuneytisins með stuðningi
Norðmanna.
------♦-♦-♦---
Kvennakórstón-
leikar á Hvoli
KVENNAKÓRINN Ljósbrá held-
ur tónleika í Hvoli, Hvolsvelli, föstu-
daginn 19. mars kl. 21. Tilefnið er
10 ára afmæli kórsins á þessu ári.
Með kórnum koma fram ein-
söngvararnir Eyrún Jónasdóttir,
Margrét Bóasdóttir og Maríanna
Másdóttir. Maríanna mun auk þess
leika á þverflautu.
Stjórnandi kórisins er Jörg Sond-
erman. Kórfélagar eru um þrjátíu.
GARÚN hefur geflð gömlu
kirkjugluggunum úr Ólafsfjarð-
arkirkju nýtt hlutverk.
Gamlir
kirkju-
gluggar í
Bílar & list
NU stendur yfir sýning Garún-
ar (Guðrún Þórisdóttir) á nýjum
verkum í Bflar & list, Vega-
mótastíg 4. Garún málar á
gamla kirkjuglugga úr Ólafs-
fjaðarkirkju, þar sem kynjaver-
um bregður fyrir, segir í frétta-
tilkynningu.
Garún útskrifaðist frá Mynd-
listaskóla Akureyrar árið 1994.
Hún hefur tekið þáttí nokkrum
samsýningum, en þetta er henn-
ar níunda einkasýning.
Sýningunni lýkur 8. aprfl.