Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 30

Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Virðing Alþingis SJÓVÁ og VÍS tóku sig til fyrir nokkrum árum og höfðu um það forgöngu að ganga þvert á þágildandi vinnureglur um rétt tjónþola til að fá fullar bætur við líkamstjón vegna skaðabótaskylds slyss og tóku upp áður óþekkt vinnubrögð sem voru ósæmandi með öllu og bitna harðast á launamönnum. Þetta leiddi til þess að stétt- arfélögin þurftu fyrir hönd félagsmanna sinna að höfða mál í nær hverju einasta skaðabótamáli. Þeir sem ekki nutu aðstoðar stéttarfélaganna urðu að láta það yfír sig ganga að búa við verulega skert réttindi. Fyrir Alþingi voru lögð drög þar sem höggvið er á þessar deilur og bótaréttur bættur verulega. Það olli deilum að í þessum nýju reglum er þeim mismunað sem hafa sýnt þá fyrirhyggju að vera í stéttarfélagi sem á sjúkrasjóð (þ.e. stéttarfélög innan ASÍ) og lífeyrissjóð, því draga eigi þær bætur sem komi þaðan frá bótum tryggingarfélaga. Til varnar frumvarpsdrögunum bentu alþing- ismenn á að þetta skipti ekki máli sakir þess að reglur sjúkrasjóða bæti félagsmönnum einungis það tap sem þeir verða fyrir að upp- gerðum öllum öðrum bótum. Starfsmenn stéttarfélaga á al- mennum markaði hafa bent á að engum sé betur ljóst en þeim hvem- ig reglur sjúkrasjóðanna séu og þeir skilji ekki hvers vegna þessi ákvæði þurfi að vera í lögun- um. Þeir hafa bent á að málið snúist í raun um veru launamanna í stéttarfélögunum inn- an ASÍ. Stéttarfélögin innan ASI virðast fara í taugarnar á núver- andi stjórnvöldum og þau hafa gert hverja atlöguna af annarri gegn þeim, á meðan hverri launahækkun- inni af annarri er rúll- að í gegn fyrir félags- menn annarra stéttar- félaga, auk þess sem réttindi þeirra eni mun lýmri, þar má benda fæðingarorlof, lífeyiás- Sjúkrasjóðir Með þessu er verið að gefa í skyn, segir Guðmundur Gunnars- son, að vera í stéttarfé- ----------------7----- lagi innan ASI sé til óþurftar. réttindi o.fl. Málið snýst um að með þessu er verið að gefa í skyn að vera í stéttarfélagi innan ASI sé til óþurftar. Einnig er verið að gefa trygging- arfélögunum og stjómvöldum for- dæmi, sem þau hafi lengi sóst eftir. Guðmundur Gunnarsson T.d. má benda á að tryggingarfélög- in ganga svo langt að þau hika ekki við að láta rétthafa bóta undirrita uppgjör þai- sem um sé að ræða endanlegt uppgjör og senda þá svo með rukkun til stéttarfélaganna með tilkynningu um að tryggingar- félögin hafi tekið þá ákvörðun að stéttarfélögin eigi að gi-eiða þann innheimtukostnað sem varð til við að þvinga tryggingarfélögin til þess að greiða skaðabætur!! Sama má segja um starfsfólk Tryggingastofn- unar sem oft á tíðum vísar hiklaust á sjúkrasjóði verkalýðsfélaganna í tilfellum sem almenna trygginga- kerfið á að greiða kostnaðinn. Fyrir nokkru kvaddi Svavar Gestsson Alþingi. I kveðjuræðu sinni þá kom hann réttilega inn á að Alþingi nyti ekki nægilegrar virðingar í þjóðfélaginu. Hann taldi að ein af helstu ástæðum þess væru vinnubrögð sumra þing- manna. í þinglok urðum við vitni að þess háttar vinnubrögðum, þeg- ar formaður allsherjarnefndar af- greiddi skaðabótafrumvarpið úr nefnd. Hún sagði að mótmæli stétt- arfélaganna væru byggð á mis- skilningi og vísaði til reglna sjúkra- sjóðanna að ekki komi bætur frá þeim eigi viðkomandi rétt á bótum annars staðar frá. Kom það málinu eitthvað við, snerist deilan um það? Nei, aldeilis ekki, en með þessari hrokafullu yfirlýsingu er formaður- inn að segja að starfsmenn stéttar- félaganna þekki ekki reglur sjúkrasjóðanna. Hún er á yfirlætis- fullan hátt að koma sér undan því að að svara þeirri gagmýni sem sett hefur verið fram. Hún er í raun að segja okkur að hún hafi ekki vilja til þess að taka þátt í málefnalegri umræðu um málið. Hún er í þeim flokki þingmanna sem Svavar réttilega átaldi og dregur niður virðingu almennings fyrir Alþingi. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands íslands. Nýtt viðhorf varðandi kjör aldraðra, öryrkja og barna í STAÐ þess að styrkja þessa þegna þjóðfélagsins verði þeim greiddur réttlátur arður af þjóðarbúinu, sem ætti að svara með- allaunum vinnandi fólks, eða á að giska 120 þúsund kr. á mán- uði. Allir eiga að fá þennan arð að jöfnu, án skattlagningar. Þeir sem eru vinnandi fá hann ekki útborgaðan, því líta má svo á að þeir séu með hlut búsins á leigu og skili því sínum arði sem leigugjaldi. Lífeyrissjóði á að leggja niður og skipta því sem í þeim er á milli þeirra, sem hafa lagt þá fram. Ellistyrkir verða þá óþarf- ir, því hver borgar þá þjónustu sem hann fær, eins og annað fólk. Börn til 16 ára aldurs fá sinn arð, en borga aftur á móti sinn uppeldis- kostnað, nám og framfærslu. Hægt er að tryggja að forldrar misnoti ekki arð barna sinna, með því að greiða hann með ávísunum á þarfir þeirra, ekki ætti þá að vera hægt að nota þær til annars en þær eru stíl- aðar til. Fyrstu árin er fjárþörf minni, þess vegna þarf að vera hægt að safna arðmiðum til þess tíma að kostnaður við nám og aðrar þarfir verður meiri. Einnig þarf að koma á hvetjandi kerfi, með því móti að þeir unglingar sem koma sér vel áfram með sínum arði fái bónus eða aukabætur fyrir góðan árangur, sem þeir eins og aðrir afburðamenn mundu greiða af réttlátan auðlinda- skatt. Skólar bama verða ekki lengur reknir með almannfé heldur með einkaframtaki. Til að greiða út þennan arð þarf mjög háa upphæð, en þar á móti sparast miklir fjármunir þegar lagðir verða niður allir styrkir til aldraðra og öryrkja og börn fara sjálf að greiða sinn skólakostnað. Sérstakt átak þarf til að aðstoða ung- menni í leit að hæfi- leikum sínum og beina þeim á þær brautir svo þeir geti best notið sín í lífinu, varðandi nám og starfsval. Grunntekjustofn til arðgreiðslunnar gæti verið auðlindaskattur sem tekinn yrði af ýmsum auðæfum náttúrunnar, sem menn hagnýta sér án þess að hafa til þeirra kostnað. Má þar til nefna Lífeyrisgreiðslur Grunntekjustofn arð- greiðslunnar, segir Kristleifur Þorsteins- son, gæti orðið auð- lindaskattur. orku sem beisluð er og seld í formi rafmagns eða hita, allt sjávarfang og veiðar villtra landdýra, beit bú- fjár á óræktaðri útjörð, tekjur af ferðamönnum á stöðum sem draga að sér fólk vegna sérstæðrar nátt- úru og síðast en ekki síst tekjum af einstökum hæfileikum og hugviti, sem menn græða á í einhverju formi, listum, uppfinningum eða sérstöku viðskiptaviti og ýmsu öðru. Þetta hafa menn hlotið af guðs náð og hagstæðri aðstöðu í þjóðfélaginu og mundu með ánægju skila ein- hverjum hluta af hagnaði sínum til að styrkja þá sem engar tekjur hafa nema arð sinn af þessu öllu saman. Þar sem auðlindaskatturinn nær ekki til yrði bætt með almennu skattfé. Sjúkra- og slysatryggingar yrðu allir að hafa. Nauðsynlegt er að gefa öllum kost á að vinna sér inn aukatekjur, en þá yrðu þeir að greiða af þeim skatt eins og aðrir, en hefðu skilyrðislaust óskertan arðinn sinn. Þetta á við bæði unga og gamla. Eg bið þá sem eru að bei'jast fyrir bættum hag aldraðra, öryi'kja og barna að athuga, hvort þetta væri ekki rétt markmið að stefna að. Ljóst er að vegna einhvers tregðulögmáls tekur nokkui'n tíma að koma róttækum breytingum í framkvæmd. En þetta mundi skapa afar mikla einföldun og upp- fyllti sjálfsagðar sanngirniskröfur. Þeir ungu sem stjórna landinu ættu að muna að þeir verða líka gamlir og þeirra hag og aðstand- enda þeirra væri langbest boi'gið með þessu móti, þegar til lengdar er litið. Allir muna, að þeir voru ungir og hversu mannréttindi þeirra voru þá brotin. Væri ekki rétt að líta á þann möguleika, að börnin fengju kosn- ingarétt um leið og þau veða þegnar ríkisins. I fyrstu færu foreldi'ar með xh atkvæði hvoi't fyrir barnið, en strax og það vill kjósa sjálft, mætti ekki hindra það. Ef þessar nýju reglur hefðu í för með sér auknar bai'neignir fólks, mætti sannarlega fagna því, ef það gæti fækkað fóstureyðingum og dregið úr innflutningi erlends vinnuafls sem getur orðið hættulegt þessari fámennu þjóð, eins og dæm- in sanna víða um heim. Höfundur er hóndi í Húsafelli. Kristleifur Þorsteinsson Bréf til séra Sigurðar Ægissonar MIG langar til að þakka þér gi'ein fi'á 6. febrúar 199 í Lesbók Morgunblaðsins, nota tækifærið rétt til gam- ans og víkja öi'fáum orðum að klausum í bók Arnórs Sigurjóns- sonar, „Frá ái'dögum íslenzkrar þjóðar,“ út- gefandi Sögufélagið, 1987, bls. 87 og þeim næstu á eftir og vísa í stutt Edduskrif Jónas- ar skálds Hallgríms- sonar, þýðingu á „Til- gátu um hvernig skilja beii 14. eiindi Völu- spár, Dvergatal í IV. bindi útgáfu Svarts á hvítu bls. 261-66 fi’á 1987, skýringar og skrár. Þú ert ef til vill, síra Sigui'ður, rétti maðuiinn til að halda á loft við hentugt tækifæri ættfæi'slu Uppsala-Eddu frá dögum Finna- skattsins á trölldómi og hamremmi í kynkvíslum Valgarðs gráa, Sæ- mundar í Odda og Egils á Borg og Snorri taldi landanum og sjálfum sér mjög til gildis. Ekki er ólíklegt að einhverjir í „Trölla- og foiynju- vinafélagi Islands" og nú er á dög- um eigi eftir að leita þig uppi á götu. Margir þeirra þekkjast langt að á verulega fi'jálslega pólitískri slagsíðu hart í bak og út úr fasa, eða upp í kletta. En í óskalandinu, sem hægt er að sjá fyrir og skipuleggja með réttum upplýsingum mun ímynd- unaraflið loks fá að setjast hnakka- kert við stjóra. Þó þessir glotti og glotti við tönn, tönnina spjátrung, skynsam eða guðsgelding a la post- modem já þrátt fyrir allt sullumb- ullið og di'ullumsullið í glerskálum frjóandans, fá þeir vai*t frýjað sig grunsemdum um yfirhilming og lægingu undirliggjandi skynsemis- glapa og stói'glæpa aldarinnar, sem vaxandi birta stöðugt nýrrar dagrenningar, nýxrar aldar og nýs árþúsunds mun baða í ljósi án minnstu vægðar til eilífðamóns. Samkvæmt þráhyggju Karls Marx, Babeufs, Blanquis, Saint Simon og hvað þeii’ nú hétu þessir kjallara- meistai'ar, áttu allir, undir fögm yfirskini, fi-amúrskarandi list- hneigðir og vísindalega þenkjandi að ti'óna gefnir fyrir dægradvöl í skini jafnt og skúram eignalausir en ákafir unnendur síns stöðugtá- genga og mikla mannlega ágætis. Tæki og tól, matvæli, hver land- spilda, allt skyldi þjóðnýtt. Og hvað með kratana? Upp með dalina og niður með fjöllin. I bítið á moi'gnana rofar í fyrstu fyi-ir skímu af degi. Skarphéðinn, sem glotti við tönn þegar illa stóð á fyrir honum, leiddi ekki sín vand- í'æði til lykta fyrr en í dauðastríð- inu. Hann gei'ði fyrir sér kx-oss- mark og eilífðin bi'osti við honum. Okkar, sem lifum, er að bi'osa fram í andlátið, fram á nýtt ái-þús- und sé því að skipta. Eilífðin mun víst að lokum eiga nokkuð víst ei’- indi við okkur, jafnt þó að við bú- um sífellt fleiri í öx-t stækkandi boi’gum. Stjarnvísi, sem eitthvað kveður að, upphófst í landbúnaðai-geiran- um eins og svo margt annað, sem mennii'nir hafa hlúð að og er kyrrt á sinni rót. Karl Marx veðjaði galið við olíutýru á spúandi þungavinnu- tæki og skipaflutninga og ein- hverja sort af Messíasarhópefli fólks, sem tjandakoi'nið hefur aldi'ei litið upp á sólina, en hann trúði, karlski’öggurinn, að hægt væri að móta með gjörbreyttum aðstæðum og réttri uppfi’æðslu. Hann gerði vart greinaimun á bændafólki og animalistum, sbr. átj- ánda bramaire. . Og hvað með blaut- hyggjustóðið, sem flykkist í kjörklefana í vor og þekkir sína stefnuskrá dögum áð- ur en hún er samin? Þó að pólitísk mai'k- mið séu gleymd bíður margt fleira, sem ertir og ærir. Fátækir verða alltaf á meðal vor sagði meistarinn, en ekki til að viðhalda pólitískum fagui'gala, sem beinlínis þrífst á blóði hennar og ti'yggir sumum þingsæti. Hugleiðing Þó að pólitísk markmið séu gleymd, segir Jón Bergsteinsson, bíður margt fleira, sem ertir og ærir. Ágimd telst dauðasynd. Það er sælt að vei-a fátækur kvað skáldið. Fátækt og örbirgð eru ekki sami hlutux-inn hvað sem vandastjóram líður. Væri ekki ráð, prestur minn góður, áður erindi þrýtur að biðja fyrir bættum lesskilningi íslenskr- ar þjóðar? Þrátt fyrir allt verður að segjast til þess að gera hálf slapprar tungumálakunnáttu land- ans, einhverjar upphrópanir sam- anvið gloppótt snakk, verður mað- ur þess var daglega í fjölmiðlum að ensk málkennd er ákaft að í-yðja sér til rúms í íslenzkunni vegna kitlandi kunnáttu og virðingarleys- is blautlegra málsóða, sem vaða uppi í víðómi eins og fasistabullur. Og er borð fyrir bára? Eitthvað hefur undan látið. Ýfir ef til vill slök málkennd pólitískt fylgi við margyfii'lýsta bestu vini undirok- aðra og helst opna ekki munninn öðravísi en kveðandi vandlæt- ingatóninn um lýðræði og mann- réttindi. Samt látast þeir ekki heyra, þegar hold spi’ingur frá beini suður í Afríku. Þar hefur Casti’ó unnið ötult stai'f, útbíað allt í jarðsprengjum í nafni hugsjóna, sem miða opinberlega að því fi'ómt frá sagt að afmá ofbeldi. Vonlaust þing og líkt og ofbeldisumræðan hér heima að sínu leytinu yfir- breiðsla, ei'gjandi vandlætingar og glópatal. Geta glötuð kjaftshögg ekki líka vex-ið manm-éttindamál? Vill þetta fólk m.a. vegna meng- aðrar pólitískrar innrætingar fremur teljast til menningarlegrar lágstéttar með tilheyrandi ókvæð- issnobbi niði’ávið oní skít og kanel en lúta í gras. Nú vel er hægt að falla á eigin bragði, og hi'ína fi-am- aní sköpunai'vei'kið. Áila daga árs ei'u lögð út bjóð á bleiðui'nar í von um kropp. Sakir blindu ráðandi lífsskoðana, sem hæst bylja um þessar mundh' og kappi etja fyrir opnum tjöldum í félagslegu og menningarlegu lífi landans, er beygðum og áhi-ifagjöi'num hætt- ast og helst af öllu meinuð leiðin til fyllri og sannari gilda. I hverju er endurlausn fólgin? Fæst hvei'gi al- mennilegt dóp? Skipið er nýtt en skei'ið hi’ó, skal því undan láta. Höfundur er verkamaöur. Jón Bergsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.