Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 41^, SIGRUN HÓLMFRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR + Sigrún Hólm- fríður Guð- björnsdóttir fæddist á Sveinsstöðum í Neshreppi á Snæ- fellsnesi hinn 4. febrúar 1900. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 12. Nokkur kveðjuorð til þín, föðursystir mín elskuleg. Ég hitti þig síðast á 99 ára afmæl- isdaginn þinn hinn 4. febrúar síðast- liðinn. Þú varst rúmliggjandi og mér fannst þú vera orðin svo lítil og brot- hætt. Hárið þitt hvíta minnti á fal- legt hvítt ský á koddanum. Andlitið var eins og alltaf fínlegt, frítt og frið- sælt, en svipurinn dálítið fjarrænn eins og þú horfðir fram hjá mér og sæir eitthvað sem mér var hulið. En þegar þú heyrðir mig segja „Sæl elskan mín“ eins og ég var vön, þeg- ar við hittumst, snerir þú þér var- lega að mér og svaraðir á móti: „Þig þekki ég hvar sem er, elsku Álfheið- ur mín,“ og svo ljómaði andlitið af elskulega brosinu þínu sem alltaf var til staðar. Þér þótti líka innilega vænt um að sjá „þrjá ættliðina hans Bjarna bróður“ eins og þú sagðir, því í fylgd minni voru hún „Sunna þín“ eins og þú kallaðir eina dóttur mína og lítill sonur hennar, sem sá þarna langafasystur sína í fyrsta og síðasta sinn. Við töluðum nú ekki lengi sam- an, því mér fannst þú verða svo þreytt fyrir brjóstinu, en þú sagðist nú ekkert skilja í því, hefðir bara ekkert talað í dag, svo ekki ættirðu nú að vera þreytt. Svo hlóstu. Já, hlátminn þinn, hans minnist ég ætíð og minningarnar koma sem perlur á bandi þó fátt sé hér upp talið í þess- um fátæklegu línum, en ég vil muna þig eins og ég kynntist þér og þekkti. Alla þína tryggð, ástúð og umhyggju fyrir mér og mínum í gleði og sorg. Ég man brosin þín, hláturinn, gleðina. Hvernig þú breiddir yfir alla erfíðleika með þinni léttu lund. Ég man kjarkinn þinn óbilandi, listrænu hendurnar þínar sem virtust geta gert aðdáunarverða hluti úr litlu. Ég man skáldmælta hugann þinn, minnið þitt og skýra hugsunina sem miðlaði svo miklu til mín og eðlisgáfurnar sem nýttust þér svo vel í skóla ævi þinnar. Þú sveigðir kannski svolítið í stór- viðrum lífs þíns en brotnaðir aldrei í 99 ár. Þannig man ég þig. Oft var nú frekar langt á milli okkar í uppvexti mínum og við sá- umst ekki árin út, en ég var samt al- in upp við að þekkja föðurfólkið mitt þó í fjarlægð væri og enn koma minningar. Reykjavíkurferð í fyrsta sinn með mömmu. Ég er fimm ára og fer í heimsókn á Spítalastíg til Helgu föð- urömmu, Völlu og Bubba. Amma gefui- mér bókina Bangsarnir þrír og ég les fyrir hana úr bókinni, ömmu til mikillar undrunar. Svo er farið í heimsókn til þín. Helga dóttir þín leiðir mig úti, vel og vandlega, eftir, að mér finnst endalausri steyptri stétt. Ferð er heitið í bakaríið sem mér finnst ákaflega merkilegt fyiir- bæri og allt öðruvísi ilmur af kökun- um þar en hjá ömmu í sveitinni. Við Helga fórum síðan heim til þín, og mömmu með fullan poka af vínar- brauðum. Þegar ég kveð er ég kysst og föðmuð mikið. Árin líða. Þú fylgist alltaf með uppvexti mínum. Jólagjafii', kveðjur á afmælum. Fermingargjöf frá ykk- ur Ivari, þá búsettum í Amey. Á unglingsárunum og ríflega það var ég kannski ekki sérlega frænku- rækin við ykkur Guðrúnu systur þína, sem eins og þú var mér ákaf- lega góð. En ég komst aldrei upp með að láta líða óhóflega langt á milli, mamma minnti mig á og þú varst líka svo dugleg að hafa sam- band - láta mig vita að þú hugsaðir oft til mín. Þegar ég komst á full- orðinsárin og var orðin móðir, fylgdist þú svo vel með mér og börnun- um og gladdir okkur. Þú varst sannkölluð listakona í höndunum og bjóst til gjafir, myndir og muni svo un- un var að sjá. Það var því oft þegar ég kom til þín fyrir jól, hér á árum áður, þá varstu alltaf tilbúin með þvílíkan pakkafjölda fyrir allan hópinn þinn, sem er nú töluvert fjölmennur að ég var alltaf jafn undrandi á hvað þér datt í hug og hverju þú gast afkastað. Hug- myndaflugið var svo frjótt og allt var nýtt í fallega hluti. Allt lék í höndum þínum sama hverskonar handavinna það var. Við töluðum svo oft um pabba minn, hann litla bróður þinn, sem var fimm árum yngri en þú og þú saknaðir alla tíð. Hann hafði einu sinni trúað þér fyrir því leyndarmáli að mest í lífínu langaði hann að verða listamaður, helst í myndlist, en þar sem engin tök voru á því, braust list- hneigðin fram í fagurri skrift og smíðuðum og útsöguðum hlutum, unnum í stopulum frístundum ungs bónda, sem lést 35 ára gamall frá eiginkonu, dóttur og fjölskyldu. Þér vöknaði oft um augu þegar þú sagðir mér frá ýmsum draumum ykkar systkinanna og eftir því sem ég varð eldri kunni ég betur og betur að meta og skynja frásagnir þínar frá liðnum tíma. Fróðleik sem ég fæ nú ekki aukið við lengur. Ég man þegar þý lýstir fyrir mér gönguferðum ykkar Guðbjamar afa um Svein- staðalandið. Þá fræddi hann þig um gróður jarðar, fugla og dýr. Benti þér á stjörnur og ský himinsins, fór með ljóð og orti til þín vísur. Ein af náðargjöfum þínum var að þú hafðir líka erft skáldagáfuna í ættinni okk- ar. Við börnin mín eigum frá þér fal- legar vísur. Þú hélst öllum skilning- arvitum óskertum til enda, skrifaðir ófá sendibréfin innanlands sem út í lönd og lesturinn, hann var nú sér kapítuli. Mikið þótti þér gaman að lesa og þar skildum við nú hvor aðra. Fyrh- u.þ.b. fjórum árum hringdi síminn hjá mér. Klukkan var farin að halla í þrjú um nóttina og þegar ég heyrði að þú varst í símanum var ég augnablik hálfsmeyk. En þú varst hin hressasta og sagðist aldeilis hafa það ágætt (því hjá þér var alltaf allt ágætt). Þú hefðir verið að lesa svo spennandi ástarsögu og allt í einu farið að hugsa til mín. „Hvað er enn- ars orðið framorðið?" spurðir þú, en varðst alveg undrandi og hálf- eyðilögð þegar ég sagði þér það. En ég gat þá sagt þér að ég hefði líka verið að lesa og það hefði ekki verið kominn svefntími hjá mér heldur og þá vissum við báðar það sem við viss- um reyndar fyrir, að það að lesa drjúgan tíma fyrir svefninn og hverja lausa stund þar fyi'ir utan var báðum jafn nauðsynlegt og loftið í ki-ing um okkur og svefn ekkert að- alatriði þegar spennandi lesefni var annars vegar. Aldrei heyrði ég þig kvarta yfir neinu og alltaf leið þér ágætlega og gast ekki haft það betra, jafnvel þeg- ar ég vissi að þú varst lasin og brjóstsviðinn var ágengari en góðu hófi gegndi, auk annars. Lífið þitt vai' ekki alltaf dans á rósum, því mikla breytingatíma varstu búin að fara í gegn um á næstum heilli öld. Þú fórst oft með vísur og heilu ljóðabálkana fyrir mig og ég veit að þú söngst þig frá áhyggjum hversdagsins og inn í gleðina og manstu þegar við sátum báðar á rúmstokknum hjá þér, héld- umst í hendur og sungum, horfðumst í augu, hlógum og sungum meira. Nú ertu horfin sjónum mínum, elskuleg, en minningamar á ég og ég veit að þú fylgist með mér og mínum ætíð og eilífiega. Þegar vetur viðjar herðir vorsins þrá í brjósti rikir. Kæra ei veist hvað gott þú gerðir, gafst mér yl, er hjartað rnýkir. Sorgin öll úr vegi víld en vonarglóð við hjartarætur gefi þér hinn gæskuríki Guð á himnum blíðar nætur. (Bjami E. Guðbjörnsson.) Við Sævar og fjölskyldan okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til ástvina þinna allra og þegar við hitt- umst aftur þá rætast síðustu orð þín við mig í þessu lífi: „Þegar þú kemur næst þá stopparðu svolítið lengur.“ Þín bróðurdóttir Álfheiður Bjarnadóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GRÓA JÓHANNSDÓTTIR, Galtarholti, Borgarhreppi, sem lést á Akranesspítala sunnudaginn 14. mars, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 19. mars kl. 10.30. Lillý S. Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarnason, Ómar Guðmundsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Birgir Guðmundsson, María Gísladóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Grétar Óskarsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Elskulegur sonur okkar, faðir og bróðir, HELGI EÐVARÐSSON bifvélavirkjameistari, Þórufelli 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 15.00. Bára Ólafsdóttir, Eðvarð P. Ólafsson, Eðvarð Þór Helgason, Ólöf og Anna Eðvarðs. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ARASON, áður til heimilis á Skólabraut 5, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstuda- ginn 19. mars kl. 10.30. Sigrún Magnea Magnúsdóttir, Magnea Móberg Jónsdóttir, Jón Þór Aðalsteinsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Sigurðsson, Jón Sigmar Jónsson, Sólrún Hvönn Indriðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA ÞORLEIFSDÓTTIR, Grenimel 5, Reykjavík, er lést mánudaginn 8. mars á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. mars, kl. 13.30. Jónína Halldórsdóttir, Axel Sigurðsson, Garðar Halldórsson, Lovísa Ölversdóttir, Dagbjört Halldórsdóttir, Kristinn Erlendsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elsku bróðir okkar, mágur og frændi, REYNIR ARINBJARNAR, Hátúni 12, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 14. mars. Soffía Arinbjarnar, Kristján Stefánsson, Vilborg Arinbjarnar, Hjörtur Hjartarson og fjölskydur. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Barmahlíð 44, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 13. mars. Ingibjörg Georgsdóttir, Þórir Guðmundsson, Sigríður Andradóttir, Matthfas Magnússon, Guðmundur Georg Þórisson, Þórdís Hafsteinsdóttir, Ingi Þór Þórisson, Svandís Helgadóttir, Magnús Þórir Matthíasson, Hulda Matthíasdóttir. + Faðir okkar og tengdafaðir, BÖÐVAR EYJÓLFSSON, Hlíðarvegi 7, Kópavogi, lést að heimili sínu mánudaginn 15. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Emilía Böðvarsdóttir, ína Böðvarsdóttir, Ólöf Helgadóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN Ó. KJARTANSSON, Stangarholti 3, Reykjavik, lést á heimili sínu mánudaginn 15. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kjartan Þór Kjartansson, Ásta Björk Friðbertsdóttir, Jón Grétar Kjartansson, Guðmundur Kristinsson, Sandra Kjartansdóttir, Halldór Karl Þórisson, Kjartan Ægir Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.