Morgunblaðið - 17.03.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 47
MINNINGAR
+ Aðalsteinn
Sveinbjörn
Óskarsson fæddist á
Hverhóli í í Skíða-
dal 16. ágúst 1916.
Hann lést á heimili
sínu á Akureyri 13.
febrúar sfðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dalvíkur-
kirkju 20. febrúar.
Mig langar í fáeinum
orðum að minnast Að-
alsteins, eða afa eins og
ég kallaði hann alltaf.
Það er eins og það
hafi gerst í gær, svo minnisstæð er
mér sú stund, elsku afi, þótt um 20
ár séu síðan við frændsystkinin
fjögur sem þá bjuggum á Ashóli
þar sem ég er fædd og uppalin, ég
þá á áttunda ári, Anna systir sex
ára, Nonni frændi líka á áttunda
ári og svo bróðir hans hann Siggi
litli á sjötta ári, héldum fund í
verkfærahúsinu í Áshóli. Umræðu-
efni fundarins var hvort við ættum
að þora að spyrja þig hvort við
mættum kalla þig „afa“ en á þess-
um tíma vorum við rétt að byrja að
kynnast þér. Endirinn
varð sá að sá yngsti í
hópnum, hann Siggi
litli, var skipaður í
verkið. Þú og amma
voruð við girðingar-
vinnu við kartöflu-
garðinn upp við kart-
öflugeymslu þegar við
frændsystkinin geng-
um hægum og óörugg-
um skrefum, með
hjartað á yfirhraða,
alls ekki viss um rétt-
mæti erindis okkar,
upp heimreiðina í átt
að þér. Við tvístigum
lengi allt í kring um þig, gjóandi
ákveðnum augum að Sigga litla
sem þorði ekki annað en að herða
sig upp og spyrja þig. Þú svaraðir
okkur blíðlega að auðvitað mættum
við kalla þig afa og þín væri ánægj-
an. Við gengum heldur léttari í
spori niður heimreiðina með reglu-
legri hjartslátt og brostum stolt til
Sigga litla, ánægð með afrek dags-
ins.
Við höfðum sko sannarlega ekki
þurft að kvíða svona fyrir, því ró-
legt, hlýtt og notalegt viðmót þitt
bræddi okkar stressuðu hjörtu
strax. Allt síðan þetta var höfum við
alltaf kallað þig afa og þú alltaf
gengið okkur í afa stað.
Notalegt, hlýtt og góðlegt viðmót
þitt mun ég ætíð muna, þú varst
snyrtimenni, alltaf fínn og flottur til
fara.
En þinn tími var kominn elsku
afi, og athafnasamur maður eins og
þú varst svo sannarlega búinn að
skila þínu í þessu lífí og er þinnar
kostgæfni örugglega notið á æðri
stöðum.
Ég þakka þér fyrir hönd okkar
systra úr Áshóli fyrir þessa rétt
tæpu tvo áratugi sem við fengum
þín notið. Og mig langar að láta
fylgja hér ljóð sem er eftir þig og er
að finna í ,Hugarflugi bóndans í
Birkimel“ sem er ljóðasafn sem gef-
ið var út í tilefni af áttræðisafmæli
þínu.
Ó, þú draumur sem varst
mig í bemsku þú barst
þegar bárurnar léku við strðnd,
hversu ljúf var sú stund
er ég leið á þinn fúnd
lyftum huga um draumanna lönd.
Hve þitt handtak var hlýtt
bros þitt hjartnæmt og blítt
það var hátindur lífs míns að njóta.
þar ég öryggi fann
er í brjósti þér brann
bemskuminninga unað að hljóta.
Nú er liðin sú tíð
æskan blundar samt blíð
þegar brjóst mitt er þanið af söng.
Hugur flögrar um fjöll
þó þar fyki oft mjöll
fundust æskunni dægrin ei löng.
Ó, minn ástkæri bær
blíðu og blessun þú ljær
veittu öldruðum unað og fró.
þegar sól okkar sest
gefðu gæði okkur mest
Guðs í almætti fmnum við ró
(Aðalsteinn Óskarsson.)
Ég sendi ömmu minni, dætrum þín-
um, tengdasonum og afkomendum
þeirra mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigríður Bergvinsdóttir.
Kynningarfundur um 5. Rammaáætlun Evrópusambandsins
LÍFSGÆÐI OG STJÓRNUN
LÍFRÆNNA AUÐLINDA
Mánudaginn 22.mars 1999, Borgartúni 6. kl. 9:00-11:00
AÐALS TEINN
SVEINBJÖRN
ÓKARSSON
ANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Jónsdóttir
fæddist á Skóg-
um í Fnjóskadal 25.
júní 1925. Hún lést
á Landspi'talanum
1. mars síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Miklabæj-
arkirkju í Skaga-
firði 13. mars.
Góður granni, hug-
ljúf heiðurskona, Anna
Jónsdóttir húsmóðir á
Stóru-Ökrum, er látin.
í huganum geymum
við minningu um fyrirmynd og
fræðara, sem með hlýju og natni
hvatti til góðra verka og sýndi okk-
ur samferðafólkinu fram á, með
öllu sínu atferli, að smáverkin eru
jafnmikilvæg og stórverkin, þótt
minnumst þín.
stundum fari meira
fyrir þeim.
Veitul, ötul, verkin vönd
vöktu hrifning mína.
Litlu fólki lipra hönd
léðir gjama þína.
Af þér gafstu einatt hér
ástríki og hlýju.
Mikið þakka mega þér
Maja og bömin níu.
Minningamar margar, góðar,
mikils nutum, bjarmi skín.
Bænir okkar heitar, hljóðar,
með hjartans þökk við
Guð blessi minningu hennar og
syrgjandi fjölskyldu.
Fjölskylda Maríu og
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
DAGSKRÁ
• Yfirlít yfir þemaáætlunina: Lífsgæði og stjórnun lífrænna auðlinda
Dr. Ingileif Jónsdóttir, Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði
• Lykilsvið 4: Verksmiðja frumunnar og skild svið
Indriði Benediktsson, sérfræðingur Framkvæmdastjórnar ESB, DG XII
• Lykilsvið 5: Fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnsla
Björn Ævar Steinarsson, sérfræðingur Framkvæmdastjórnar ESB, DG XIV
• Reynsla af samstarfsverkefni innan Rammaáætlunarinnar; Bættur ferill 5
saltfiskvinnslu Borgey hf., Vísir hf. og SÍF. “
Sjöfn Sigurgísladóttir, verkefnisstjóri, Iðntæknistofnun íslands J
tn
• Fyrirspurnir og umræður |
Fundarstjóri: Hörður Jónsson, forstöðumaður Tæknisjóðs,
Rannsóknarráði íslands
Fundurinn er ókeypis og öllum opinn en þátttakendur eru beðnir um að
tilkynna þátttöku sína í síma RANNÍS, 5621320 eða með tölvupósti:
rannis@rannis.is
RANIUÍS
Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814
Netfang rannis@rannis.is • Heimasíða http://www.rannis.is
ÝMISLEGT
FYRSTA FLOKKS
FJÁRMÖGNUN
Áhættuljármagn í boði fyrir verkefni og fyrirtæki á vegum
stjómvalda, sem eru til sölu.
Stór verkefni og fyrirtæki er okkar sérsvið.
Einnig langti'mafjármögnun fyrir stór og smá fyrirtæki.
Engin umboðslaun fyrr en fjármagn fæst.
FULLTRÚI
óskast til að vera milliliður.
Vinsamlegast sendið upplýsingar á ensku.
VENTURE CAPITAL CONSULTANTS
Investment Bankers
16311 Ventura Blvd., Suite 999,
Encino, Kaliforníu 91436, U.S.A.
Fax 001 818 905 1698
Sími 001 818 789 0422
Viðskiptatækifæri
í Norður-Ameríku
Íslenskt-Norður amerískt markaðsfyrirtæki vill
komast í samband við íslenskt fyrirtæki með
mikinn áhuga og fjármagn til að kynna sínar
vörur/hugvit/þjónustu í USA og Kanada.
ítarlegar upplýsingar sendist auglýsingadeild
Mbl. fyrir 23. mars, merktar: „V — 7716".
TIL 5ÖLU
Byggingarland
Til sölu er mjög gott byggingarland. Landið
er 20 km frá stór-Reykjavíkursvæðinu, 15 km
frá Keflavíkurflugvelli. Það liggur að sjó og frá
því er mjög fagurt útsýni. Landið er grunn-
skipulagt. Upplýsingar í síma, 424 6540
Magnús, 424 6542 Jón, fax 424 6689.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ GLITNIR 5999031719 I
I.O.O.F. 18 = 1793178
I.O.O.F. 7 = 179031781/2 = Bk.
I.O.O.F. 9 ■ 1793178/2 =
□ HELGAFELL 5999031719 VI
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnadareríndisins.
Bænastund ( kvöld kl. 20.00.
éSAMBAND ÍSLENZKRA
___' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður er Friðrik Hilmars-
son. Snorri Waage flytur ferða-
þátt frá Kenýju.
Allir velkomnir.
REGLA MUSTERISRIDDARA
RM Hekla
17-3-HS-MT
Frá Sálar-
rannsóknar-
félagi íslands
Töfrar ólíkra heima!
Hvernig getum við tengt okkur
við sjálf okkur, orku og huliðs-
vætti náttúrunnar? Stefnt er að
námskeiði helgina 10. og 11. apríl.
Leiðbeinendur verða Erla Stef-
ánsdóttir sjáandi og Kaare H. Sör-
ensen leiðbeinandi. Námskeiðið
samanstendur af fyrirlestrum,
hugleiðslu, tilraunum og æfing-
um innan- og utandyra.
Þeir, sem hafa áhuga, hafi
samband sem allra fyrst, við
skrifstofu félagsins í Garðastræti
8, sími 551 8130 milli kl. 10 og 15
virka daga.
srfI.