Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 51.
Rót vandans
Frá Pétrí Ara Markússyni:
FRIÐRIK Daníelsson, efnaverk-
fræðingur, ritar mjög svo áhuga-
verða grein í Morgunblaðið 9. febr-
úar sl., þar sem hann heldur því
fram að kenningar um gróðurhúsa-
áhrif séu tilbúningur og liður í sam-
særi iðnríkja til að stjórna iðnaðar-
uppbyggingu annars staðar sér í
hag með höftum á losun koltvísýr-
ings, CO2 (en ekki kolsýrings CO
eins og Friðrik misritar, sem er
baneitruð lofttegund).
Það verður að viðurkenna að
þetta er nokkuð frumleg tilgáta og
vel má vera að skyndilegur áhugi
vestrænna stjórnmálamanna á loft-
hjúpi jarðar hafi að hluta til verið
kominn vegna viðskiptahagsmuna
til að spyrna við ódýrri framleiðslu
frá öðrum álfum.
En með því að ganga fram á al-
þjóðavettvangi og taka undir
áhyggjuraddir um ástand umhverf-
ismála almennt, þá samþykktu
þessir sömu stjórnmálamenn að
mengun er ekki bara kostnaðar-
laus fylgifiskur iðnaðar, heldur
grafalvariegt mál. Og þessi stað-
reynd breytti ásýnd umhverfis-
samtaka um heim allan úr „öfga-
hópum“ yfir í samtök með gildar
hugsjónir. - Þannig að ef þetta var
gert útfrá viðskiptapólítík þá var
tekin sú áhætta að opna flóðgáttir
málsvara umhverfis, frumbyggja
og íbúa sem eru ekki alltaf á eitt
sáttir um að gjörbreyta sínu nán-
asta umhverfi í þágu iðnaðar. Og
það er einmitt það sem á sér stað á
Islandi í dag.
Nú var það einu sinni tíðarand-
inn að trúa blint á ágæti tækni og
iðnaðar sem eina tækisins í „fram-
rás mannfólks til betra lífs“ eins og
Friðrik kemst svo fallega að orði.
Við erum nú ekki af sömu kynslóð,
ég og Friðrik, en það eru hartnær
30 ár síðan komu fram félagasam-
tök sem höfðu eingöngu umhverfis-
vernd að hugsjón, samtök sem ef-
uðust um ágæti „framrásar“ í þágu
iðnaðar og eyðileggingar umhverf-
isins. „Framrásar" sem byggðist á
þeirri trú að maðurinn væri heira
jarðarinnar og ekki lengur hluti af
lífkerfinu. „Framrásar" sem spurði
ekki um afleiðingar gerða sinna,
helfur leitaðist við að uppfylla
metnaðargjarna stórdrauma at-
hafna- og stjórnmálamanna.
Síðustu 20 ár hafa verið gefnar út
ótalmargar skýi'slur, ritgerðir og
bækur um ástand jarðarinnar,
hvort sem er um lofthjúp, lönd eða
höf. Þetta er mjög fræðandi lesn-
ing, sem allir þyrftu að lesa. Það
verður að teljast til markverðrar
þrjósku að neita að horfast í augu
við sannleikann þegar svo margt er
til staðfestingar á hrapallegu
ástandi vistkerfis jarðar í heild
sinni og öllum þeim vandamálum
sem fyrrnefnd „framrás" hefur
valdið. Friðriki hefur greinilega
ekki dvalist mikið erlendis, en hann
hefði gott af því, svona rétt til að
éta ofan í sig orð sín um léttvægi
loftmengunar. Vísindamenn, þar á
meðal starfsbræður Friðriks, hafa
opnað augun og eytt tíma sínum og
orku við rannsóknir, enda fyllilega
ljóst að ef vistkerfið hrynur, þá
dettur botninn úr tunnunni og
mennirnir með.
Það er hægt að blekkja einhverja
um stund en það gengur ekki til
lengdar. - Auðvitað hlaut að koma
að því fólki hætti að standa á sama
um þessi mál. Umhverfisvernd hef-
ur á þessum vetri náð að skapa sér
varanlega stöðu í þjóðfélagsumræð-
unni, fjöldi samtaka hefur verið
stofnaður af fólki af öllum stigum
Aðsendar greinar á Netinu
mbl.is
-ALL.TAF eiTTHV'AO HÝTT-
og að lokum heill þingflokkur. Þeg-
ar Friðrik talar um að „öfgahópar“
og ill öfl standi fyrir samsæri gegn
hagsæld annarra ianda, þá varð
mér ljóst nokkuð athyglisverð stað-
reynd þess efnis:
A Islandi sem og annars staðar í
heiminum þarf meirihluti manna að
þola óþolandi yfirgang einstakra
öfgahópa og -manna, nefnilega
valdníðslu misviturra stjórnmála-
manna, athafnamanna og fyrir-
tækja, sem eiga sér einungis það að
markmiði að fá eitthvað fyrir sinn
snúð, hvað sem tautar og raular.
Gott dæmi um þetta er fyrirhug-
að álver á Austuriandi. Einn daginn
dettur ekki nokkrum manni þetta í
hug, þann næsta er þetta að bresta
á. Hver stendur fyrir þessu? Þess
vegna væri gaman að athuga
grundvallarspurningar þar að lút-
andi eins og:
1) Hver vill álver fyrir austan?
Hefur Austurland ekki gert út á
umhverfis- og náttúruvernd síðast-
liðin ár og verið rómað, bæði innan
lands og utan, fyrir þá fegurð sem
þar er að finna?
Er það þess virði að fórna því?
2) Hver vill virkja fyrir erlend
íyi’irtæki?
Hafa íslendingar misst alla
sjálfsvirðingu? Hvað gerir það svo
sjálfsagt að virkja, N.B. umdeildar
virkjanir, fyrir hvaða erlendan risa
sem dettur í hug að impra á stór-
iðnaðarframkvæmdum á Islandi?
3) Hver vill stóriðju á Islandi?
Fyrir utan fyrrnefnda öfgahópa,
þá held ég að sárafáir landar mínii-
hafi í fúlustu alvöru áhuga á að
eyðileggja andlit Islands út á við
sem hreint og fagurt land án stór-
iðju, svona einn-tveir-og-þrír.
4) Má ekki ráðstafa virkjunum
fyrir eitthvað verðugra? T.d. orku-
þörf fjölgandi Islendinga, fram-
leiðslu fyrir innanlandsmarkað,
vetnisframleiðslu fyrir skipa- og
bílaflotann.
5) Til hvers að einblína á útflutn-
ing?
Þvert á það sem haldið er fram í
dag þá verður viðskiptahallinn
aldrei minnkaður með síauknum
stóriðnaði til útflutnings. Raunhæf-
ara væri að ráðast að rótum við-
skiptahallans og framleiða hérlend-
is eitthvað af þeim vörum sem
valda hallanum, t.d vetni í stað
bensíns og olíu.
Nei, það þarf ekki að kafa djúpt
til að manni verði ljóst að fyrirhug-
aðar stóriðjuframkvæmdir og virkj-
anir eru gæluverkefni fárra, sem
svífast einskis til að þvinga öfga-
skoðanir sínar í framkvæmd.
Skipta þá litlu fógur orð eða at-
hugasemdir umhverfissamtaka. Á
endandum hefur þessum mönnum,
í skjóli ótrúlega skammsýnna
stjórnmálamanna, alltaf tekist að fá
sitt fram með því að hunsa almenn-
ingsálit, eða berja það til hlýðni.
Það voru mistök að koma þessum
öfgamönnum á bragðið. Nú telja
þeir að ekkert aftri þeim í raun og
veru frá því að fara á stað með sín-
ar villtustu stórframkvæmdir.
Þessir menn hafa misst allt sam-
band við það fólk sem mun búa
undir reykháfunum um alla framtíð
PÉTUR ARI MARKÚSSON,
Grímshaga 7, Reykjavík.
Fjórmögnunarleiðir í
heilbrigðisþjónustu
Fundur um fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu verður hald-
inn fimmtudaginn 18. mars kl. 16.30 í Borgartúni 6.
Framsögumenn verða Marta Guðrún Skúladóttir hagfræðingur,
Guðjón Magnússon rektor Heilsuháskólans í Gautaborg og Arni
Sverrisson framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður með framsögu-
mönnum og alþingismönnunum Arna M. Mathiesen, Bryndísi
Hlöðversdóttur og Siv Friðleifsdóttur.
Fundarstjóri Elín Hirst fréttamaður.
Fundurinn er öllum opinn.
Félag um heilsuhagfræði,
Félag um heilbrigðislöggjöf,
Félag forstöðumanna sjúkrahúsa á Islandi,
Landssamband sjúkrahúsa.