Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ V' 'tí»m ADDA Steina og Þórir uppi á borgarmúrum Kíva, fornfrægrar borgar í tísbekistan. Frá Kasakstan til Kuala Lumpur Adda Steina Björnsdóttir hefur gert víð- reist um heiminn á undanförnum árum og hún og maður hennar, Þórir Guðmunds- son, hafa ekki sett það fyrir sig að vera með tvö ung börn þegar þau hafa flutt á milli landa. Anna Margrét Sigurðardóttir ræddi við Öddu Steinu sem nú býr í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Áður bjuggu þau í Kasakstan, í Brussel og Sviss. I sum- ar eru þau hins vegar á leið heim þar sem Þórir tekur við starfí kynningarfulltrúa Rauða kross Islands í júlí nk. ADDA með syni sína tvo, Björn og Unnar Þór í Malasíu. ASTÆÐA þess að fjölskyld- an hefur dvalið á svo ólík- um stöðum eru störf Þóris fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins. Hann er nú upp- lýsingafulltrúi og svæðisfulltrúi þess í suð-austur Asíu. Adda Steina hefur heldur ekki setið auðum höndum. Auk þess að sinna böm- um og búi og sjálfboðaliðastörfum fýrir Rauða krossinn hefur hún setið við skriftir. í dag, 21. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum, kemur út eftir hana fyrsta bókin í fjögurra bóka röð sem allt eru sögur um börn í Asíu. Bækurnar eru gefnar út í samvinnu Rauða krossins og Æskunnar. í tilefni dagsins og þess að Rauði Kross Islands verð- ur 75 ára á þessu ári fá öll íslensk börn sem nú sitja í 4. bekk grunn- skóla fyrstu bókina, Sasha, afhenta að gjöf á morgun. Sagan gerist einmitt í Kasakstan þar sem fjölskyldan bjó í tæp tvö ár. Vorið 1996 kom Adda Steina með drengina þeirra tvo til borgarinnar Almaty í Kasakstan. Þar tók Þórir á móti þeim en hann hafði farið út nokkru áður til að taka við starfi upplýsingafulltrúa hjá svæðisskrif- stofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Mið-Asíu. Ætli þeim hafí ekki fund- ist erfítt að taka ákvörðun um að fara með drengina svona unga til langdvalar alla leið austur í Ka- sakstan? - Björn var rétt eins árs og Unn- ar Þór á fímmta ári. Það er í sjálfu sér auðveldara að flytja með lítil börn en stór. Þegar þau eldast skipta skóli og félagar meira máli. Ég hafði engar áhyggjur af litla stráknum en ég hafði áhyggjur af Unnari Þóri. Hann hafði aldrei að- lagast í franska skólanum í Brussel og ég vildi ekki að hann þyrfti að fara í skóla á rússnesku eða ensku ef hann ekki vildi. Svo að við tókum með okkur frábæra manneskju, Ha- frúnu Ösp Stefánsdóttur, sem au pair. Hún hafði lært rússnesku í HI svo að hún gat líka túlkað fyrir mig og var mikill félagi okkar Unnars fyrsta árið. Hann fór svo í alþjóð- legan, eða amerískan, skóla um haustið og lærði ensku á tveimur mánuðum. Á þriðja mánuði hætti hann að tala íslensku og það hefur satt að segja verið erfitt að halda henni við. Kasakstan - Kasakstan er eitt af tíu stærstu löndum heims. Stór hluti þess er grasslétta þar sem Kasakk- ar, sem voru hirðingjar, fóru um með hesta og hjarðir og bjuggu í hringlaga tjöldum sem þeir kalla ,jurt“. Rússar lögðu landið undir sig á síðustu öld og það varð síðar hluti Sovétríkjanna. Landið í heild er mjög strjálbýlt. Stærsta borgin er Almaty, þar sem við bjuggum og hún er syðst í landinu, alveg upp við Tien Shahn fjöllin. íbúar eru um 40 prósent Kasakkar, tæplega fjörutíu prósent Rússar og síðan fjöldi annara þjóðabrota, m.a. Ukraínumenn, Tartarar, Úsbekar, Kóreubúar osfrv. Á tíma Stalíns voru heilu þjóðirnar fluttar til Ka- sakstan frá öðrum hlutum Sovét- ríkjanna. Eftir að landið fékk sjálf- stæði hafa margir Rússar flutt til Rússlands, svo að e.t.v. eru Ka- sakkar nú fjölmennari hlutfalls- lega. Aðrir stórir minnihlutahópar, t.d. Þjóðverjar, sem voru 6% þjóð- arinnar árið 1989 eru núna nánast horfnir, allir fluttir til Þýskalands, svo að þetta var mikið breytinga- skeið. Kasakstan er mjög ríkt land hvað auðlindir varðar, einkum olíu og gas, en sá auður hafði ekki skilað sér enn meðan við vorum þar, allt dreifíkerfi hrundi t.d. eftir Sovét- tímann því að það miðaði við að löndin þægju hvert frá öðru en ekki að þau væru sjálfstæð. Það er því mikið uppbyggingarstarf eftir. Opinbert mál er Kasaska en í Almaty töluðu allir rússnesku og það var málið sem við reyndum að læra með heldur litlum árangri. Á Sovéttímanum gekk þjóðin í gegnum miklar þrengingar þegar hirðingjarnir voru þvingaðir af steppunum í samyrkjubú en síðari áratugi og fram undir lok Sovét> tímans gátu menn líka lifað vel í Kasakstan. Flestir íbúar Kasakst- an sem ég hitti í Almaty voru vel menntaðir og höfðu áður haft trygga atvinnu og nóg að bíta og brenna. Húshitun var líka ódýr sem er mikilvægt því að þarna fer hitinn niður í 40 gráður á veturna. Undir lok Sovéttímans versnaði ástandið og við sjálfstæði landsins hrundi allt kerfið. Verksmiðjur urðu gjaldþrota, fók missti vinnu, rafmagn og gas varð dýrara og heilu héruðin fengu hvorugt. Vöru- framboð jókst en verðlag hækkaði, ríkisstjórnin gat ekki greitt laun og ellilífeyri nema takmarkað og mörg fyrirtæki borguðu í vörum en ekki peningum. Það er mikilvægt að hafa í huga að lífsgæðin féllu eftir að landið fékk sjálfstæði. Fólkið sem lenti í því að hafa hvorki gas né rafmagn allan veturinn og þurfa að elda úti á götu yfir opnum eldi, var ekki vant þessu, frekar en við. Það var í raun orðið útlendingar í eigin landi, því að allt breyttist í kring um það. Ef við misstum vinnu og gætum hvorki fengið aðra né bætur frá rík- inu, rafmagn yrði stopult og verð- bólga ryki upp þá gengi okkur illa að fóta okkur líka. Þetta er það sem gerðist í Kasakstan og það merki- legasta var að sjá hvemig fólk bjargaði sér þrátt fyrir allt. Meðan við voram þarna var það að gerast í fyrsta sinn í áratugi að börn fóru ekki í skóla vegna þess að þau áttu ekki fót og skó til að sækja skóla á vetrum. Við vorum því mjög stolt af Rauða krossi Islands þegar hann gaf 10 milljónir króna til skó- kaupa. Fyrir það fé voru mörg-þús- und skópör keypt í Kasakstan og dreift í kaldari héruðum, einkum í norðurhlutanum. Daglegt líf í Almaty Við bjuggum í hluta húss í gömlu hverfí sem upphaflega hafði mest verið byggt Rússum. Gatan hét Perugata og það vai- mikið af ávaxtatrjám í öllum görðum. í hin- um hluta hússins bjó eigandinn og að sama garði lá hús ættingja hans svo að okkur fannst við vel örugg með granna allt um kring. Húsið stæðist líklega ekki íslenskar bygg- ingarreglugerðir, t.d. var rafmagn mjög illa lagt og húsið hélt hvorki músum né rottum. Við höfðum bað- herbergi en nági-annarnir höfðu bara útikamai- í garðinum og útist- urtu sem virkaði á sumrin. Hverfið var svo gixnalt að þar var víða ekki rennandi fvatn og á hverju horni voru vatnshanar þangað sem fólk sótti vatn daglega. Strákamh' brugðust vel við breytingunni, sem var m.a. Hafrúnu að þakka. Við eignuðumst fljótt vini þama og ég kynntist öllum útlend- ingum með börn sem bjuggu í mínu hverfi eða nálægum, þeir voru ekki svo margir. Mér þótti innkaup erfið. Vöruúr- val varð sífellt meira en margt var innflutt og því mjög dýrt og það tók langan tíma að læra á markaðinn. Ég þurfti að jafnaði að fara í 3 - 4 búðir og á aðalmarkaðinn til að finna það sem mig vantaði og fann þó oft ekki næstum allt. Eftir því sem ég lærði betur á aðalmarkað- inn og hann stækkaði með áuknu vöruúrvali varð þetta auðveldara en ég er ekki góð að prútta og fannst ekki gaman að fara þangað. Auðvit- að var hluti vandans að ég kunni ekki að íifa eins og innfæddir og elda góða súpu daglega, enda stóð ekki til hjá okkur að gera slíkar breytingar á mataræði. Ég lærði samt heilmargt á þessu, fyrir utan að vera þakklát fyrir það sem ég hef. T.d. gerði ég stundum lasagna og þurfti þá að útbúa pastað, kaupa kjöt, hreinsa úr því beinflísar og finna hentugan vöðva, snyrta hann og hakka og var þá loks komin á það sem nú er byrjunarreitur hjá mér, steikja kjötið og setja í ofn. Ég lærði líka af þarlendum að gera súpu og að sjóða eggaldin og græn- meti í mauk og geyma til vetrarins, - já og að gera kirsuberjasaft á tíu mínútum. I Almaty var mjög vin- sælt að halda matarboð og vera boðinn í mat og það var helsta til- breytingin hjá okkur. Við höfðum engan kristal og bara samansafn af diskum og ég man að gestir komu oft með gaffla og skeiðar með sér en þetta var alltaf mjög skemmti- legt. Seinni veturinn var að mörgu leyti verri en sá fyrri. Þá var mikill gasskortur í Almaty. í hverfinu okkar brann rafstöðin yfir og við höfðum lítið og lélegt rafmagn svo mánuðum skipti. ísskápur virkaði ekki, við gátum ekki eldað o.s.frv. Það tók á en þó var þetta bara tímabundið ástand fyrir okkur, ekkert miðað við það sem margir landsmenn þurftu að þola í fleiri ár. Þórir var mikið á ferð og flugi en ég var mest í Almaty. Eg fór að vinna með kasaska landsfélaginu, sem hét landsfélag Rauða hálfmán- ans og Rauða krossins. Ég aðstoð- aði við kynningarstarf og fjáröflun, sem var nýtt fyrir þeim. Á Sovét- tímanum þurftu þau aldrei að standa í slíku. Við hófum átaksverk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.