Morgunblaðið - 21.03.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 23
MEÐ samstarfsfólki úr kasaska landsfélaginu á fjáröflun vegna súpueldhúss.
ÁSAMT Anju í Kasakstan - gamallir konu sem gekk illa að fá ellilíf-
eyrinn greiddan og mátti lifa á köldu vatni með sykri.
efni og söfnuðum fyrir súpueldhúsi i
einu úthverfanna. Það gekk vel og
var mikil hvatning. Ég kom líka á
tengslum milli Rauða krossins og
hópa á staðnum sem safna til góð-
gerðarstarfsemi og kynnti starfið
meðal stórfyrirtækja.
Hvemig em Kasakstanbúar í við-
kynningu?
- Kasakstanbúar eru upp til hópa
gott fólk og mjög gestrisið, alveg
sama hver efnahagurinn er. I hverf-
inu tók fólk mann gjarnan tali. Ég
man að það fyrsta sem mér brá við
var afskiptasemi gamalla rúss-
neskra babúskna á förnum vegi sem
voru að skamma mig fyrir að klæða
börnin ekki nógu vel. Yflrleitt voru
menn hjálpsamir og mjög bamgóð-
ir. Margir voru vel menntaðir og
mér em sérstaklega minnisstæðir
listamenn, bæði myndlistar og tón-
listarmenn sem þurftu að byrja upp
á nýtt þegar gamla kerfíð hrundi og
þeim var ekki lengur tryggt lifi-
brauð. Ég tengdist sterkt þeim sem
unnu með mér og nokkrum sem ég
kynntist vel og það var erfitt að
kveðja.
Til Malasíu
- Við fluttum til Kuala Lumpur í
febrúar 1998. Samningur Þóris í
Mið-Asíu var útrunninn og sams
konar starf í Kuala Lumpur var
laust. Okkur var orðið kalt, veturinn
hafði verið erfiður og við vorum til í
tilbreytingu. Fyrst þegar við kom-
um vorum við í skýjunum. Við kom-
um hingað í mesta hita í manna
minnum og leigðum íbúð í blokk,
rétt við stórmarkað. Þetta fannst
mér algjör draumur þegar við kom-
um fyrst, eftir að draga björg í bú í
Almaty. Við blokkina er sundlaug
og lítill bar og Unnar Þór sagði í
marga mánuði: Þetta er ekki heim-
ili, mamma, þetta er hótel. En auð-
vitað er ekki allt fengið með sól og
sundi. Þórir ferðast enn meira hér
og við þurftum að finna nýja skóla
og nýja félaga. Það tók allt talsvert
á og við náðum okkur eiginlega ekki
á strik fyrr en í haust.
Og eitt hafði Almaty fram yfir,
það voru •fjöllin. Þegar loftið var
tært, gnæfðu þau yfir borginni,
tignarleg og ótrúlega falleg og ég
man svo vel eftir slíkum morgnum
og hvernig ég gat fyllst hamingju
þegar ég horfði á tindana. Hitabelt-
ið kveikir engar slíkar tilfinningar
hjá mér.
Þú ert væntanlega mikið ein með
börnin. Er tími til að sinna öðru?
- Það góða við að búa í þessum
löndum er að maður getur ráðið
þjónustustúlku í tiltekt og barna-
gæslu svo að það léttir mikið á
mér. Nú eru strákarnir báðir í
skóla, Unnar í alþjóðlegum og
Björn í malasískum leikskóla svo
að ég hef fyrri hluta dagsins frían.
Reyndar eru æði oft frí hér vegna
trúarhátíða eða annars og þar sem
annar er í vestrænum skóla og
hinn í malasískum, standast fríin
ekki á svo að oft er annar þeirra
heima. Ég kem þeim í skólarútur
milli sjö og átta og fer þá upp og
byrja að skrifa. Ég skrifa fyrir
Æskuna og fyrir tímarit á ensku
hér. Svo hef ég unnið að Sasha og
hinum bókunum auk þess sem ég
er að vinna úr efni sem ég skrifaði í
Almaty. Það er ekki barnaefni og
ég er ekkert að flýta mér með það -
ætli ég reyni ekki að sjá hvernig
það eldist. Um eftirmiðdaginn
kaupi ég inn ef þarf og undirbý
kvöldmat og lít eftir heimalærdómi
Unnars Þórs sem er tekinn út með
miklum kvölum. Um sexleytið fer
ég oft niður að laug og hitti kunn-
ingja mína úr húsinu til að heyra
fréttir dagsins. Það er mikil búbót
að búa í blokk og geta hitt fólk dag-
lega, maður finnur þá minna fyrir
einangruninni. Að auki er ég farar-
stjóri hjá Héimsklúbbi Ingólfs og
tek á móti hópum hér a.m.k.
tvisvar í mánuði. Það er mjög
skemmtilegt og gefandi starf.
Er mikill munur á umgengnis-
háttum fólks í Kasakstan og
Malasíu?
- Já. Kasakstanbúar hafa þetta
þunga, rússneska yfirbragð. Þeir
segja það sem þeim meina og brosa
ekki að óþörfu, slíkt er bara aula-
háttur. Hins vegar þiðna þeir eftir
því sem maður kynnist þeim betur.
Malasíubúar eru austurlandabúar,
kurteisir, brosmildir og hækka helst
ekki röddina. Hér í Kuala Lumpur
eru þeir miklir heimsmenn og
kunna yfirleitt ensku. Við þurfum
að gæta okkar í mannasiðum hér en
í Kasakstan þuiftum við að læra
rússnesku. Af þessu tvennu held ég
að ég hafi staðið mig betur í því síð-
arnefnda, sem þýðir þó ekki að það
hafi gengið vel! En ég reyni að læra
af umhvei-finu og móðga sem fæsta.
Á báðum stöðum er þjóðfélagið
margsamansett. Hérna búa Malay-
ar, Kínverjar, Indverjar og aðrir
hópar. Báðar þjóðir eru barngóðar
með afbrigðum og það léttir manni
lífið þegar maður ferðast með börn.
Hvaða reynsla stendur upp úr frá
þessum tíma?
- Þessu er erfitt að svara. I
Malasíu er það líklega fjölbreyti-
leikinn í mannlífinu. Hér búa saman
hindúar, múslimar, búddistar og
kristnir og trúarhátíðirnar eru
margar og spennandi viðfangsefni
fyrir mig sem guðfræðing.
I Kasakstan kynntist ég svo mik-
illi neyð í gegnum Rauða kross
starfið. Við fórum í heimsóknir þar
sem gamalt fólk brast í grát, þar
sem börnin voru föl og vannærð og
það var svo sárt að kynnast þessu
og vera sjálfur svo ríkur að maður
gat alltaf borðað vel. Og það er
ósanngjarnt að hugsa til þess að
böm þar fái ekki sömu möguleika
og mín böm vegna aðstæðna.
Gestrisni fólks þar er eitthvað sem
maður getur ekki gleymt. Mér er
gömul kona sem hét Anja minni-
stæð. Henni gekk illa að fá ellilífeyri
greiddan eins og mörgum öðram og
sagði mér í seint í janúar að hún
hefði ekkert haft að borða allan des-
ember nema kalt vatn með sykri.
Hún kom og fór í bað heima hjá mér
og sagði þá að hún hefði ekki haft
heitt vatn og ekki getað baðað sig í
fjóra mánuði. Og ég man að hún
bætti við: „Við lifum eins og hund-
ar.“ Þetta var ekki lífið sem hún
óskaði sér og ekki heldur það sem
hún var vön.
Að setja andlit á neyðina
Hver var kveikjan að bókinni
þinni um Sasha?
- Ég var að keyra yfir heiðina frá
Biskek í Kirgistan til Almaty. Við
komumst seint af stað af því að
díselolían fraus á bílnum og svo var
veðrið slæmt. Þetta er eyðileg heiði
á veturna og þama vora margir bíl-
ar stopp. Það frýs oft á díselbílun-
um og bílstjórarnir höfðu oft kveikt
eld undir trukkunum til að hita þá
upp. Ég horfði á húsin og hugsaði
um hvemig væri ef eitthvað kæmi
upp á, ef við lentum út af. Ég vissi
að ef við værum nálægt þorpi myndi
fólk hjálpa okkur. Sagan gerist uppi
á þessari heiði.
Hinar sögurnar þrjár i þessari
röð, um hvað fjalla þær?
- Upphaflega hugsaði ég mér
sögurnar sem stuttar sögur í einni
bók um börn í mismunandi Asíu-
löndum. Við heyi’um oft um þessi
svæði þegar eitthvað slæmt gerist,
rétt eins og öil Asía sé flóð, þurakar
eða fellibylir. Og þegar fjöldi manns
lætur lífið verðum við stundum al-
veg dofin fyrir fréttunum. Það er
svo erfítt að bregðast við orðinu
hungursneyð. Mig langaði til að
di’aga upp myndir af einstaklingum
úr þessum fjölda til að sýna að þetta
er allt fólk, með tilfinningar,
drauma og vonir eins og við. Setja
andlit á neyðina.
Markmiðið er að þessar bækur
auki skilning barna á umheiminum
og á því að aðstæður eru mismun-
andi en mennirnir að mestu leyti
eins.
Hrrrrrytur
einhver sem þú þekkir?
er byltingarkenndur nýr
úði sem þaggar niður í
jafnvel háværustu
" mótorbátum "
Snorenz virkar í allt að 97%
tilfella í að minnka hrotuhljóð.
(Heimild: Tvíblind
rannsókn Háskólans í Michigan 1997)
Hefur engar aukaverkanir og
er bragðgott og tryggir
ferskan andardrátt að morgni.
Unnið úr 100% náttúrulegu
hráefni: Sólblóma-, ólífu-
möndlu-, piparmyntu-og
sesamolíum.
Mjög einfalt í meðförum
100% náttúrlueg efni
Snorenz hefur nú verið fáanlegt á íslandi
í tæpan mánuð. Margír ánægðir
viðskiptavinir hafa haft samband og
hér á eftir eru tvær nýjar frásagnir.
“Maðurinn minn hefur notað Snorenz í þrjár
vikur. Fyrir Snorenz ætlaði þakið að rifna af
í verstu hrotunum en nú heyrist Ijúfur
andardráttur í honum. Mér þykir enn vænna
um hann, enda vakna ég endurnærð og hvíld
á hverjum morgni."
S.A.Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur
“Of gott til að vera satt en Snorenz úðinn er
málið. Frábært myntu bragð eins og
tyggigúmmí í vökvaformi. Sef mun betur og
síaka betur á. Vakna endurnærður, ekki eins
þreyttur og áður. - Þúsund þakkir!"
I.Jónasson
tölvunarfræðingur