Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 24
24 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999
MORGUNB LAÐIÐ
Land-
læknir
fólksins
„Ég lít svo á að landlæknir starfí fyrst
og fremst fyrir fólkið í landinu,“ sagði Sig-
urður Guðmundsson landlæknir, er Guð-
rún Guðlaugsdóttir átti tal við hann ný-
lega og ræddi við hann um viðhorf hans til
hinna ýmsu mála sem ofarlega eru á baugi
og snerta landlæknisembættið.
Fyi-ir skömmu fengu íslend-
ingai- nýjan landlækni.
Sigurður Guðmundsson
smitsjúkdómalæknir tók
við embættinu af Ólafí
Ólafssyni, sem lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Landlæknisembættið á
íslandi var stofnað áiið 1760, það er
eitt elsta embætti landsins og var
Bjarni Pálsson fyrstur til að gegna
því. Það heyrir undir Heilbrigðis-
ráðuneyti og er landlæknir ráðunaut-
ur ráðherra og ríkisstjórnar um allt
er varðar heilbrigðismál og annast
framkvæmd tiltekinna málaflokka
íyrir hönd ráðherra samkvæmt lög-
um og venjum sem gilda þar um.
Hann hefur og eftirlit með starfi og
starfsaðstöðu heilbrigðisstétta. Emb-
ættið annast líka útgáfu heilbrigðis-
skýrslna í samvinnu við ráðuneytið.
Fyrstu árin
A fjórðu hæð Landspítalans fædd-
ist hjónunum Kristínu Þorbjamar-
dóttur, ritara póst- og símamála-
stjóra, og síðar prófarkalesara á Tím-
anum og Guðmundi Ingva Sigurðs-
syni hæstaréttarlögmanni sonur þann
25. september 1948. Hann var vatni
ausinn og gefið nafn afa síns, Sigurð-
ar skólameistara á Akureyri. Liðin
eru nú rösk fimmtíu ár síðan Sigurð-
ur yngri virti iyrir sér úr vöggu sinni
steinloft og veggi hins gamla Land-
spítala, fullkomlega óvitandi um að
þar yrði síðasti starfsvettvangur hans
áður en hann tæki við einu elsta emb-
ætti lands síns - landlæknisembætL
inu. Sveinninn var ekki af neinum
aukvisum kominn, átti ættir að rekja
til virtra bændahöfðingja og margra
ágætra presta. „Guðfiræði var samt
hér um bil það eina sem mér datt
aldrei í hug að læra,“ segir Sigurður í
upphafi samtals síns við blaðamann
Morgunblaðsins. „Ég hef ekki þann
sterka trúarskilning sem til þess þarf,
ég er trúaður en fer leynt með það.
Eg fer ekki oft í kirkju en finnst gott
að koma þangað þá sjaldan ég fer. Ég
er eins og margir íslendingar, bið
fyrir mér þegar á móti blæs og finnst
stundum gott að geta átt samtal við
almættið í einrúmi.“
Hvað skyldi hann þá hafa langað til
að verða sem ungur drengur. „Ég
„gekk auðvitað í gegnum“ slökkviliðs-
manninn og löggumanninn, en það
stóð ekki lengi. Mig langaði hins veg-
ar lengi til að verða bóndi. Ég var í
sveit í sjö sumur í Saurbæ í Dölum hjá
miklu sómafólki, Páli Theódórs og
konu hans Guðbjörgu Jónsdóttur.
Mig dreymdi um að fara til Reykja-
víkur og kaupa mér stóran traktor og
keyra hann sjálfur vestur í Dali. Þetta
var hápunktur tilverunnar að mínu
mati, þegar ég var níu ára gamall.
Þegar ég var rösklega fermdur fór
ég í brúarvinnu til þess að vinna mér
inn peninga og var við það á sumrin
þar til ég var kominn yfir tvítugt.
Reylqavík var mér lokuð bók sem
sumarborg frá æskualdri og _þar til ég
var kominn á þrítugsaldur. A vetuma
bjó ég auðvitað hjá mínum ágætu for-
eldrum og stundaði skólanám. I sveit-
inni var mér líka kennt margt, þar
lærði ég að vinna, tala við fólk, skynj-
aði mismunandi manngerðir og lífs-
gildi, kynntist fólki sem hugsaði öðru-
vísi en ættfólk mitt fyrir sunnan.
Sveitalífið kenndi mér að vinna líkam-
lega vinnu og bera virðingu fyrir
náttúrunni. A sumrin í brúarvinnunni
sváfum við í tjöldum og þar var ég
tekinn inn í samfélag karlmanna. Ef
einhvers staðar hefur verið til
reynsluheimur karlmanna þá var það
í brúarvinnuflokki á þessum tíma.
Þar voru að vísu ráðskonur með okk-
ur, stundum ein gömul og önnur ung.
Við skutum okkur yfirleitt allir svolít>
ið í þeirri yngri. Að öðru leyti ríktu
þai-na karlmannleg lífsviðhorf - sviti
og drulla. Maður þvoði nærbuxumar
sínar upp úr vatni sem maður hitaði á
ofnunum, þvoði þær með gallabuxun-
um svo þær urðu bláar - við stoppuð-
um sokka og festum tölur - en þetta
var fínt. Við vöknuðum eldsnemma,
unnum allan daginn og átum eins og
hross. Um helgar voru sveitaböll og
bráðlega lét maður sér fátt fyrir
brjósti brenna í viðleitni sinni til að
komast á böll eða ná sér í einhvem
drykk. Lengsta ferð sem við félagar
fórum til að ná okkur í drykk til að
halda svokallaða „kojuveislu“ var
þegar við gengum úr Flókadal niðm- í
Borgames og aftur til baka. Við vor-
um gersamlega örmagna þegar við
komum aftur með þessa einu flösku
og gátum ekki drukkið úr henni fym
en daginn eftir. Ég hef ekki fyrr né
síðar lagt svo mikið á mig fyrir svona
lagað.
Dvöl mín í brúarvinnunni kveikti
löngun mína til að verða verkfræðing-
ur og brúarsmiður. Brúarsmíðar voru
toppurinn í framkvæmdum úti á landi
á þessum tíma - miklu finna en að
vera í vegavinnu, en ekki eins fínt og
að vera í mælingum. Brúarvinnan
þótti sem sagt nokkuð virðulegt starf
og gaf ágætan pening. Við unnum
talsvert norður í landi og fylgdumst
með síldarævintýrinu. Oft unnum við
við uppskipun eftir að brúarvinnunni
lauk klukkan tíu á kvöldin, stundum
fram til klukkan fimm á morgnana.
Þetta var skjóttekinn gróði og það
voru uppgangstímar. Þjóðfélagið var
þá ennþá svolítið saklausara en það
er núna - ekki eins flókið og lífsgildin
bein og auðveld. Kynjaskipting virtist
skýr, maður áttaði sig ekki á henni
sem rhögulegu vandamáli fyrr en
komið var fram á menntaskólaárin."
Róstusöm stúdentaár
Sigurður lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1968.
SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir.
„Ég er því af hinni raunverulegu ‘68
kynslóð,“ segir hann og hlær. Þau
átök sem þá urðu í framhaldi af her-
námi Rússa á Tékkóslóvakíu og óeirð-
um stúdenta í París og víðar létu ungt
fólk á íslandi hreint ekki ósnortið.
„Ég man vel eftir látunum sem urðu
fyrir utan Ámagarð, við hertókum
Amagarð þegar utanríkisráðherra
Bandaríkjanna kom í heimsókn hing-
að til lands. Ég gleymi ekki lífvörðun-
um sem rifu upp skammbyssur og
sveifluðu þeim fyrir framan okkur,“
heldur Sigurður áfram. „Ég var lítið
pólitískur í menntaskóla, en á fyrsta
ári mínu í læknadeild varð ég mjög
virkur í stúdentabaráttunni og þá
varð mín pólitíska vakning. Ég fór
m.a. sem fulltrúi Stúdentaráðs til
Finnlands á stúdentaráðstefnu. Það
sem mest var haft á lofti á þessum
tíma var; one man - one vote. Einn
maður - eitt atkvæði. Ég sveiflaðist
talsvert langt til vinstri á þessum
tíma, rétt slapp við að vera gerður að
formanni stúdentaráðs en varð for-
maður félags læknanema á fimmta
ári mínu í læknadeild. Það var mjög
gaman á þessum árum, mikil „act-
ion“, við töldum okkur hafa svör við
öllum vandamálum. Við vorum hug-
sjónafólk, þessi kynslóð. Við hugsuð-
um ekki mikið um veraldleg gæði og
gerðum kannski ekki mikið - en við
vorum hugsjónafólk. Ég er ekki viss
um að ég þefði viljað vera kennari við
Háskóla Islands þá, eins og ég varð
raunar síðar. Við vorum örugglega
erfiðir nemendm- og miklu órólegri en
nemendur eru núna. Það gekk svo
langt að það átti að reka nokkra okk-
ar úr læknadeildinni. Það munaði
bara hársbreidd að það yrði gert - við
höfðum staðið fyrir útgáfu á óviður-
kvæmilegum bæklingi sem við kölluð-
um Kippilykkju og tók einkum með
harðorðum hætti fyrir numerus
clausus, eða þá „girðingú' sem vai- á
„Önnur leið væri að
banna algerlega reyk-
ingar á öllum veit-
ingahúsum og öðrum
opinberum stöðum
þar sem fólk kemur
saman. “
inntöku nemenda í læknadeild og við
vorum mikið á móti. Ég er enn á
þeirri skoðun að þessi leið til tálmun-
ar á inntöku nemenda sé röng. Það
var einhver góður maður sem „skar
okkur úr snörunni".
Hvers vegna læknir?
En hvers vegna ákvað Sigurður að
verða læknir en ekki verkfræðingur
eins og hugur hans hafði þó áður
staðið til? „Ég var búinn að fá skóla-
vist í Edinborg í verkfræðiskóla þeg-
ar ég var í fimmta bekk í mennta-
skóla. En í sjötta bekk rann upp fyrir
mér hve mjög mér leiddist stærð-
fræði og ég velti því fyrir hvort ég
gæti hugsað mér að sitja og læra
hana í fjögur enn, til þess að geta svo
farið að byggja brýr. Mér fannst það
of hátt gjald til þess að verða verk-
fræðingur svo svarið varð nei. Ég
hafði líka þá kynnst konunni minni,
við höfum verið saman síðan í fjórða
bekk í M.R. - ég er því einn af hinum
dæmigerðu „einnar konu mönnum,“
sem alltaf er eitthvað um í hven-i
kynslóð. Mér fannst ekki fýsilegur
kostur að fara úr landi og skilja unn-
ustu mína, Sigríði Snæbjörnsdóttur
eftir.“ Sigríður er hjúkrunarfræðing-
ur, dóttir Bryndísar Jónsdóttur (Stef-
ánssonar listmálara) og Snæbjöms
Jónassonar fyrrverandi vegamála-
stjóra. Þau giftust ung og eiga þrjú
böm. En skyldu það hafa verið sam-
ræmdar aðgerðir þegar þau Sigurður
og Sigríður ákváðu bæði að helga
heilbrigðisþjónustunni starfskrafta
sína? „Nei, það var það ekki. Það
gerðist af tilviljun. Ég valdi læknis-
fræði af því að ég vildi læra eitthvað
þar sem ég gæti sameinað „mjúk og
hörð gildi“ - mannleg samskipti og
vísindalega raunhyggju. Mér fannst
læknisfræðin sameina þetta tvennt og
ég hef ekki séð eftir að velja hana.“
Sigurður fór í sérnám í Bandaríkjun-
um. „Við sáum það besta og hið
versta í lífskjörum fólks þar, ef svo
má segja. Við fóram fyrst til Flint
sem er bflaiðnaðarborg í Michigan.
Þar sáum við dæmi um mikil félags-
leg vandamál meðal dreggja banda-
rísks samfélags. Okkur fannst við
fara úr Infemo til himna þegar við
fluttum nokkur síðai- til Madison í
Wisconsin sem er háskólabær þar
sem ekkert er nema háskólalíf og ein
pylsuverksmiðja - svo er Madison
þai’ á ofan höfuðborg. Þar fór ég í lyf-
lækningar og í smitsjúkdómafræði í
framhaldi af því. Konan mín fór
þarna í BS- og síðar mastersnám í
hjúkran, en hún hafði lært hjúkran í
gamla hjúkrunarkvennaskólanum í
Reykjavík. Við komum svo heim 1985
og höfum verið hér síðan.“
Eftir heimkomuna frá Bandaríkj-
unum hóf Sigurður fyrst störf á
Borgarspítala. „Síðan fór ég til
starfa á Landspítalanum - mér var
gert tilboð sem ég gat ekki hafnað,"
segir Sigurður. Við Landspítalann
starfaði Sigurður sem lyflæknir og
smitsjúkdómalæknir þar til hann tók
við starfi landlæknis ekki alls fyrir
löngu. Jafnframt því hefur hann
kennt við læknadeild Háskóla ís-
lands um árabil. „Ég stundaði líka
rannsóknir, einkum grunnrannsókn-
ir á sýklum og sýklalyfjum og var
reyndar líka við músatilraunir. Ég
gat þannig sameinað þrjár hliðar á