Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 34

Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 34
34 SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ TIMAALDAN er stærsta myndin á sýningunni. „Hún á við núna þegar árið 2000 færist óðum nær ur I byrjun mánaðarins hófst einkasýning Thelmu Herzl Ingvars- dóttur í þjóð- og lista- safni austurrísku borg- arinnar Graz. Thelma THELMA Herzi r InS*arsd óttir Is og eldur skreyttir skartgiipum eftir Thelmu, skáluðu í víni og gæddu sér á konfekti. Formaður Steyrischer Herbst listahátíðarinnar opnaði sýninguna. Hann fór fögrum orðum um innri kraft íslensku listakonunn- ar og sagði hana enn búa að inn- blæstrinum sem hún fékk frá hafinu fyrir framan stofugluggann í Skerjafirðinum á barnsaldri. Thelma kallar sýninguna „Wandobjekte". „Petta er það sem ég vil núna helst fást við,“ sagði hún. „Eg hanna jafnt sem áður hús- gögn og skartgripi en ég legg höf- uðáherslu á veggmyndirnar." Hún er með 12 verk á sýningunni, nokkr- ar stórar myndir úr felldu áli á tré og stór verk úr stáli. Stærsta mynd- in er 4,5 metrar á iengd. „Hún er tákn um tímann eða líðandi stund - ég kalla hana tímaölduna. Hún á við núna þegar árið 2000 færist óðum nær.“ Stflhrein list Thelma sneri sér að listsköpun fyrir alvöru fyrir 12 árum eftir að hún skildi að borði og sæng við eig- inmann sinn og stóð frammi fýrir nýjum kafla í lífi sínu. ;,Eg ákvað að snúa mér að hönnun. Eg hafði lengi safnað antík-húsgögnum og oft hannað húsgögn sjálf til að hafa með þeim. Það er ekki hægt að skreppa út í IKEA og kaupa borð inn í stofu sem er annars full af 17. aldar húsgögnum." Fyrsta borðið sem hún gerði stendur enn í stofunni heima hjá henni. Það er glerborð smíðað utan um stálskúiptur. Síðan hefur hún haldið einkasýningar á húsgögnum víða um Austurríki. Húsgögnin vöktu strax athygli og gera enn. Hún er með sýningaraðstöðu fyrir þau í íbúð á góðum stað í Vín. Þeir sem hafa áhuga á að skoða borð hennar og bekki, lampa, hillur og stóla geta beðið um einkasýningar- tíma. En viðskiptavinir vilja ekki aðeins húsgögnin sem þeir sjá þar. „Þú verður að fýrirgefa,“ sagði hún áður en mér hafði gefíst tækifæri til að líta almennilega í kringum mig heima hjá henni. „Það hringdi kúnni í gær og heimtaði borðstofuborðið okkar. Eg benti honum á að við hefðum notað það í 8 ár og það væri með nokkrum rispum. Honum var alveg sama og vildi borðið strax.“ Ég hefði ekki tekið eftir að borð- stofustólarnir sem Thelma hannaði er þekktust hér á landi sem fegurðardrottning á árum áður og eftir- sótt fyrirsæta en hefur á síðari árum haslað sér völl í myndlistinni. Anna Bjarnadóttir brá sér frá Sviss yfir til Austurríkis til að vera viðstödd opnun sýning- arinnar og notaði tæki- færið til að taka Thelmu tali. ÞAÐ var svo vel mætt á opnun einkasýningar Thelmu Herzl Ingvars- dóttur í Graz á veggmynd- um úr stáli og öðrum málmi í byrj- un mars að þeir sem vildu skoða myndirnar vandlega urðu að fara aftur á sýninguna. Hún er haldin í svokölluðum Hornsal Joanneums, þjóð- og listasafni austurrísku borgarinnar, og stendur til marsloka. Um miðjan mars höfðu margar myndir selst. Thelma stóð í miðri mannþröng- inni við opnunina. Ég hafði aldrei séð hana fýrr en vissi strax hver hún var. Há og tággrönn með fas sem fer ekki af fyrrverandi fyrir- sætum og fegurðardrottningum þótt þær verði fímmtíu og fímm. Hún heilsaði fólki hlýlega á báða bóga. Gestirnir, margir þeirra Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir THELMA sýnir 12 verk úr stáli og mótuðu áli á tré á einkasýningu sinni í Graz, FYRSTA borðið sem Thelma hannaði stendur í stofunni heima hjá henni. SKARTGRIPIR Thelmu eru til sölu í Handiðnaðarverslun Austurrík- is í Vín en hún hefur einnig nokkra á lager heima. Landshöfðingi Steiermark-sambandsríkisins skartar iðulega gripum eftir Thelmu. THELMA hefur vinnustofu í gamalli myllu í útjaðri Graz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.