Morgunblaðið - 21.03.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. MARZ 1999 37
Yfirlýsing
að gefnu
tilefni
MARGIR hafa haft samband við
okkur undirrituð til að ræða stöðu
Dalbrautarskóla í Reykjavík. Hér
með lýsum við því yfir að við störf-
um ekki lengur við þann skóla og
þess vegna er starfsemi hans okkur
óviðkomandi.
I mars,
Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkenn-
ari, fyrrverandi skólastjóri Dal-
brautarskóla
Olafur Olafsson, sérkennari, íyrr-
verandi skólastjóri Dalbrautarskóla
Asdís Guðjónsdóttir, myndmennta-
kennari
Karl Jónsson, sérkennari
Steinunn Torfadóttir, sérkennari
Athugasemd
frá Samtökum
eldri sjálfstæð-
ismanna
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið
beðið um að birta athugasemd frá
Samtökum eldri sjálfstæðismanna
vegna skýringa, sem fram koma af
hálfu Sæmundar Stefánssonar, yfir-
manns fræðslu- og útgáfudeildar
Tryggingastofnunar ríkisins í um-
fjöllun Morgunblaðsins hinn 17.
þ.m. vegna ályktunar Landsfundai'
Sjálfstæðisflokksins um efth'laun til
aldraðra:
„Frá upphafi hafa samtökin unnið
að málinu á eftirfarandi forsendum:
1. Oraunhæft er að miða við nú-
verandi reglur um ellilífeyri þar
sem kerfið hefur búið við uppbóta-
og skerðingasmáfikt úrræðaleysis í
áratugi. Hér þarf nýja hugsun.
2. Tekjutenging bóta er ómann-
úðleg réttarskerðing, sem ber að af-
nema.
3. Ohjákvæmilegt er að einfalda
núverandi framkvæmd og lækka
kerfiskostnað ríkissjóði og öldruð-
um til hagsbóta.
4. Samtökin gera sér grein fyrir
því, að höfuðatriði varðandi lausn og
framgang málsins væri að gera sér
grein fyrir og meta með réttum
hætti og vönduðum útreikningi allan
kostnað og beinan og óbeinan ávinn-
ing breytingarinnar, svo sem skatta-
ávinning, lækkun kostnaðar, marg-
feldisáhrif og ýmis önnur áhrif.
A ofannefndum forsendum var
tillaga S.E.S. um eftirlaun fyrir alla
67 ára og eldri lögð fram.
Það er því með ólíkindum, að yfir-
maður fræðslu- og kynningardeild-
ar Tryggingastofnunar ríkisins
skuli meta jafnstórt og þýðingar-
mikið mál og hér er um að ræða á
jafnþröngum forsendum og hann
gerir í áðumefndu blaðaviðtali."
Stuð í
rafdeildinni
TÓJVLIST
Tónaba;r
MÚSÍKTILRAUNIR
Músíktilraunir Tónabæjar, þriðja
tilraunakvöld af fjórum. Þátt
tóku Dikta, Moðhaus, Smala-
drengirnir, Sauna, Etanol, Frum-
efni 114, Tin og Niðurrif. Haldið
í Tónabæ sl. föstudagskvöld.
Gestahljómsveitir voru Jagúar
og Sigur Rós.
ÞRIÐJA tilraunakvöldið rann
tiltölulega tíðindafátt í gegn síð-
astliðinn fóstudag. Aberandi var
hversu lítil spilagleði var í hljóm-
sveitunum almennt. Enginn beit í
neðri vörina af einskærri innlifun
nema gestahljómsveitin Jagúar.
Tilraunasveitirnar mættu margt
af þeim læra.
Fyrst á svið vom sveiflurokk-
aramir í Dikta sem vom með
þeim betri fyrir hlé. Sæt
blómanýbylgja, sagði sessunaut-
ur minn, og ekki fjarri lagi enda
skein af þeim einlægnin. Eg er
viss um að þau fá sér jarðarberja-
hristing saman fyrir æfingar.
Ekki slæmur gítarleikur en söng-
urinn var heldur valtur, einkum
þó í fyrsta lagi. Bassaleikurinn í
fyrsta laginu var nokkuð sniðug-
ur.
Liðsmenn Moðhauss skokkuðu
næstir á svið uppstrílaðir með
puttabrotinn trommara.
Trommarinn var ekki alveg sam-
mála hinum um keyrslutempóið
en þetta virkaði samt bærilega,
enda vora þeir nokkuð öraggir
með það sem þeir vora að gera.
Stíll þeirra var kunnugleg sam-
suða fyrrverandi sigursveita, en
áheyrendur virtust ekki láta það
spilla fyrir sér.
Smaladrengimir mættu með
kassagítar og plastflösku með
grjónum í og sungu fjórraddað
um drauminn um að sigra Mús-
íktilraunir. Þeir piltar hefðu sómt
sér betur sem skemmtiatriði á Is-
landsmótinu í félagsvist en tóku
þó hressandi sprett á írska flautu
í öðra lagi og klarínett í því
þriðja.
Sauna var síðust á svið fyrir
hlé með mæðulegar ballöður. Til-
þrifalitlar lagasmíðar á ferðinni
en þeir vora þó þokkalega sam-
stilltir í því sem þeir vora að
gera.
Heldur kættist geðið þegar
Etanol mætti til leiks eftir
áhyggjufullt hléið. Glansandi stuð
úr tölvudeildinni. Engar óþarfa
krúsídúllur, heldur einfaldar og
flottar taktpælingar sem byggð-
ust upp af viti og smekk og virk-
uðu.
Framefni 114 tók til við hljóða-
matreiðslu að rafrænum hætti
einn síns liðs. Að undanskildum
einstaka klígjulegum gervi-
strengjahljóðum, var margt
skemmtilegt í gangi sem náði há-
punkti sínum í öðra lagi í glimr-
andi stuði og tilþrifum.
Sýrarokkaramir í Tin léku al-
varlega kærastuparatónlist.
Skýjaðir gítartónar einkenndu
heiðarleg lögin sem voru fram-
sett af leikni og innlifun. Mjúkt
sófaflæði sem rann áreynslulaust
ígegn.
Síðasta orðið þetta kvöldið átti
TÖHNDALAUST Niðurrif.
GUFULEG Sauna.
SMALADREN GIRNIR vUltust inn.
Niðurrif sem var frekar niður-
drepandi eins og nafnið gefur til
kynna. Lögin einsleit og hljóð-
færaleik ábótavant. Það væri ráð
að þeir félagar nældu sér í söngv-
ara sem mætti vera að því að
syngja jafnvel smálaglínu.
Að þessu sinni ákvað dóm-
nefnd eftir atkvæðagreiðslu að
senda tvær hljómsveitir í úrslit,
en það voru tásukitlararnir í Et-
anól og Framefni 114. Aheyrend-
ur völdu Moðhaus áfram.
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Námskeið í
skj alastj órnun
SKIPULAG og skjöl ehf. heldur á
næstunni tvö námskeið í skjala-
stjórnun. Þann 19. og 20. apríl nk.
verður námskeiðið Inngangur að
skjalastjórnun sem er kynning á
viðfangsefninu og því hagræði sem
skjalastjórnun hefur í fór með sér;
rætt verður um lífshlaup skjala,
skjalalykil, skjalaáætlun og verk-
leiðbeiningar um meðferð skjala.
Kröfur stjórnsýslu- og upplýsinga-
laga til skjalastjórnunar opinben-a
vinnustaða verður farið sérstaklega
í. Sýnt verður bandarískt stjórnun-
ai-myndband um skjalavana á
vinnustað.
Námskeiðið Skjalastjórnun 2;
skjöl í gæðaumhverfi verður síðan
haldið viku síðar eða 26. og 27. aprfl
nk. í námskeiðinu verður bent á
hagnýtingu Netsins fyrir skjala-
stjórnunaivinnu. Stjórnun tölvu-
pósts er sérstakt viðfangsefni og
skjalastjómun tölvugagna. Einnig
verður farið yfir þær kröfur sem
gera verður til tölvuhugbúnaðar
sem nota á við skjalastjórnun. Nám-
skeiðið er sjálfstætt framhald nám-
skeiðsins Inngangur að skjala-
stjórnun.
Alfa Kristjánsdóttir, bókasafns-
fræðingur og Sigmar Þormar M.A.
kenna. Námskeiðsgjald er 15.000
kr. Námskeiðsgögn ásamt kaffi og
meðlæti báða dagana eru innifalin í
þessu gjaldi.
Aðsendar greinar á Netinu
<|> mbUs
—ALLTJ\f= GITTH\SA£> NÝTT