Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
jiMium
?{ffU-£cr-r-
■?G*')OWD-
ÞU verður fljótur að ríða Iiðið uppi, Eggert minn, hann er sprettharður sá stóri.
nning á háskólastigi
> Háskóji Islands v/Suðurgötu
-j Háskóli íslands v
Háskótim á Akuréyri
' landbúnaðarháskotinn á Hvanneyri
Leikiistarskóli íslands
Samvinnuháskólinn Bifröst
Tækniskóli íslands
Mðskiptaháskölmn i Reykjavik : Tónlistarskólinn
Lánasjóöur íslenskra námsmanna í Reykjavík v/Skipholt
LypplýsipgaskÓfstofa L“ • •• ■*- -•
fii
ájCV
Læknagarður
v/Vatnsmýra rveg
• Tannlæknadeild H.í.
y—,— Kennaraháskóli
íslands v/Stakkahlíð
ifit
míí
>íbHl
í*4&> V/£v-)f
*na»
Láttu þér batna með
* ■' I $ i
- Wj
\ /4ÍÍ V", '■-}-. * '
O14 nú fæsí likci
Otiivin inentlToI - prófaðu jþaÖ!
T II V RARENS E N I. V
Nám á
háskóla-
stigi
kynnt
SKÓLAR á háskólastigi efna í sam-
einingu til viðamikillar námskynn-
ingar í Reykjavík á morgun, sunnu-
dag. Námskynningin er einkum
ætluð verðandi háskólanemum en
hún er þó opin öllum almenningi.
Kynningin hefst klukkan 13 á
sunnudag og stendur til klukkan 17.
Opið hús verður í Aðalbyggingu
Háskóla íslands, þar sem kynnt
verður nám við allar deildir Háskóla
íslands og yfir áttatíu námsleiðir,
hjúkrun, iðjuþjálfun, grunnskóla-
braut, iðnrekstrarfræði, rekstrar-
fræði, tölvu- og upplýsingatækni,
sjávarútvegsfræði og matvæla-
tæknifræði við Háskólann á Akur-
eyri.
Þar kynnir einnig Landbúnaðar-
háskólinn á Hvanneyri nám í búvís-
indum, Samvinnuháskólann á
Bifröst kynnir nám í rekstrarfræði,
Tækniskóli Islands nám í tækni-
fræði, iðnfræði, iðnrekstrarfræði,
alþjóðamarkaðsfræði, vörustjómun,
meinatækni og röntgentækni, Leik-
listarskóli íslands nám í leiklist, og
Viðskiptaháskólinn í Reykjavík
kynnfr nám í tölvunar- og viðskipta-
fræði.
Sætaferðir milli staða
Einnig mun Tannlæknadeild HÍ
kynna nám í tannlækningum,
kennslu aðstoðarfólks tannlækna
og starfsemi Tannsmíðaskóla ís-
lands, Kennaraháskóli íslands
kynnir nám fyrir grunnskólakenn-
ara, íþróttakennara, leikskólakenn-
ara, þroskaþjálfa og aðra starfsemi
skólans og Tónlistarskólinn í
Reykjavik kynnir nám í einsöng og
einleik, tónfræðum og nám fyrir
hljóðfærakennara, söngkennara og
tónmenntakennara. Þessir þrír síð-
asttöldu aðilar kynna starfsemi
sína í eigin húsakynnum.
Gestir eiga kost á sætaferðum á
milli kynningarstaðanna, auk þess
sem í boði verða veitingar og
skemmtiatriði.
Fundir um lýðræði og opinbera umræðu
Hlutverk
fjölmiðla
Idag verður haldinn
Borgarafundur Sið-
fræðistofnunar um
fjölmiðla og lýðræðis-
lega umræðu á Islandi.
Fundur þessi er liður í
fundaröð stofnunarinnar
sem gefíð hefur verið
nafnið Borgarafundir
um lýðræði og opinbera
umræðu á Islandi.
Fundurinn í dag, sem
haldinn verður í stofu
101 í Odda, húsnæði Há-
skóla íslands, hefst
klukkan 12 og stendur
til 14. Frummælandi á
fundinum er Asgeir
Friðgeirsson blaðamað-
ur og „viðmælandi“ er
Hanna Katn'n Friðrik-
sen blaðamaður. Þess
má geta að samkvæmt upplýs-
ingum Vilhjálms Ámasonar
fundarstjóra er hlutverk „við-
mælandans“ að bregðast við
orðum framsögumanns og hugs-
anlega veita honum andsvör og
einnig að opna hinar almennu
umræður. Vilhjálmur Arnason,
prófessor og stjórnarformaður
Siðfræðistofnunar, var spurður
hvert væri tilefni þessarar
fundaraðar.
Tilefnið er af tvennu tagi,
annars vegar eru kosningar
framundan og Siðfræðistofnun
vill með þessu leggja sitt af
mörkum til umræðu um þjóðfé-
lagsmál. Hins vegar hefur með-
ferð stjórnvalda á mikilvægum
málum undanfarin misseri vak-
ið áleitnar spurningar um ís-
lenska stjórnarhætti og um-
ræðuhefð.
Sem dæmi mætti nefna fisk-
veiðistjórnunarmál, gagna-
grunnsmál og málefni tengd há-
lendi Islands. Hugmyndin er
samt ekki að ræða þessi
ákveðnu mál, heldur nota þau
sem tilefni til þess að skoða ein-
kenni íslenskrar þjóðfélagsum-
ræðu og íslenska stjórnsiði.
-Hvað er það einkum sem
vakir fyrir ykkur að fá fram í
þessum athugunum?
„Við viljum fá fram með hvaða
hætti lýðræðið virkar. Það vilj-
um við gera ekki bara með því
að skoða sjálfa stjómarhættina
hjá valdhöfunum heldur jafn-
framt það hvemig „almanna-
vilji“ mótast í samfélaginu og
þau öfl sem hafa áhrif þar á.
Jafnframt höfum við hug á því
að reyna að sjá hvemig og hvort
hin samfélagslega umræða skil-
ar sér til stjórnvalda.
- Hvað verður sérstaklega
tekið fyrir á fundinum í dag?
„Þá beinum við sjónum okkar
sérstaklega því sem stundum er
kallað „fjórða valdið“ í lýðræðis-
samfélagi - sem em fjölmiðlam-
ii-. En fjölmiðlar gegna að sjálf-
sögðu lykilhlutverki í hinni sam-
félagslegu umræðu. Fjallað
verður um tvær meg-
inspurninar, annars
vegar hver er geta ís-
lenskra fjölmiðla til
að fjalla um flókin
þjóðmál á vandaðan ______
og hlutlægan hátt,
hins vegar hverjar em skyldur
og ábyrgð fjölmiðla í þjóðfélags-
umræðunni.
-Á hvern hátt koma þessar um-
ræður ykkar almenningi til
góða? Verða þær birtar á öðrum
vettvangi?
Það reynir nú eiginlega á fjöl-
miðla hvað það snertir. Við mun-
Vilhjálmur Árnason
►Vilhjálmur Árnason er
fæddur í Neskaupstað árið
1953. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á
Laugarvatni 1973 og BA-
prófi í heimspeki og almennri
bókmenntasögu ásamt
kennsluréttindum árið 1978
frá Háskóla íslands. Vilhjálm-
ur lauk doktorsprófi í heim-
speki frá Purdue-háskóla í
Indiana í Bandaríkjunum árið
1982. Hann hefur starfað við
kennslu í heimspekideild Há-
skóla íslands frá 1983 og er
nú prófessor. Hann er rit-
stjóri Lærdómsrita Hins ís-
lenska bókmenntafélags.
Hann er kvæntur Onnu Jónu
Briem kennara. Vilhjálmur á
þrjú börn frá fyrra hjóna-
bandi og Anna á eina dóttur.
Vilja fá fram
með hvaða
hætti lýð-
ræðir virkar
um ekki koma þessu efni á fram-
færi nema í formi þessara funda.
- Hvað eru þetta margir fund-
ir?
Alls eru þeir fjórir og einn
þeirra hefur reyndar þegar ver-
ið haldinn. Þar var fjallað um ís-
lensk stjórnmál þar sem Svavar
Gestsson hafði framsögu og Ein-
ar Kr. Guðfinnsson var „viðmæl-
andi“ hans. Ein niðurstaða þess
fundar var sú að þeir voru báðir
mjög gagnrýnir á íslenska fjöl-
miðla - einkum þann sið (eða ós-
ið) að blaðamenn skuli ekki
merkja sér greinar sínar. Einnig
kom fram sú skoðun að íslenska
fjölmiðla skorti bolmagn, fag-
lega og fjárhagslega, til þess að
fjalla nægilega ítarlega um erfið
mál.
- Hvað er á dagskrá fundanna
tveggja sem eftu- eru?
Hinn 17. apríl verður fjallað
um íslenska stjórnkerfið og
vinnubrögð innan þess. Frum-
mælandi þar verður Svanur Kri-
stjánsson, prófessor í stjórn-
málafræði, og „viðmælandi“
hans Margrét S. Bjömsdóttir
framkvæmdastjóri. Á síðasta
fundinum 24. aprfl. nk. munum
_________ við taka sérstaklega
fyrir íslenska um-
ræðuhefð sem margir
telja að einkennist
meira af sögum um
náungann heldur en
málefnalegri rök-
ræðu. Söguhefð okkar er sterk
og stendur hún að margra mati
málefnalegri rökræðu fyrir þrif-
um. Frummælandi á þessum
fundi verður Ami Bergmann,
rithöfundur og blaðamaður, og
„viðmælandi“ hans verður Sig-
ríður Þorgefrsdóttir, lektor í
heimspeki.