Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
Tvö túnfískveiðiskip smíðuð fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum
Öflug' fyrirtæki á
bak við annað þeirra
SÆHAMAR ehf. og Stígandi ehf. í
Vestmannaeyjum hafa ákveðið að
láta smíða skip fyrir sig með túnfisk-
veiðar í huga. Samningaviðræður um
smíði skipanna standa yfir við skipa-
smtóastöðvar í Kína, en sérstakt fé-
lag, Istún hf., hefur verið stofnað um
rekstur skipsins sem Sæhamar kem-
ur til með að reka. Að baki nýja fé-
lagsins standa margir aðilar auk Sæ-
hamars og þar á meðal eru sterk fyr-
irtæki eins og t.d. Burðarás, Skelj-
ungur, Sjóvá-Almennar og Hekla,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins.
Fulltrúar tveggja kínverskra
skipasmíðastöðva eru væntanlegir til
landsins á næstunni og gera að-
standendur íslensku fyrirtækjanna
sér vonir um að þá verði hægt að
ganga frá samningum. Smíðin tekur
um 12 mánuði og er hugmyndin að
skipin verði tilbúin fyrir túnfiskver-
tíðina á næsta ári.
Skipið sem Istún hefur í huga er
stórt línu- og túnfiskveiðiskip, 53
metra að lengd og 12,20 metra á
breidd, en Stígandi er með 42 metra
langt og 11,20 metra breitt togveiði-
skip í huga.
Stígandi gerh* út togbátinn Ófeig
VE sem var smíðaður í Svíþjóð 1990
en hyggst selja hann. „Við stöndum á
ákveðnum krossgötum og eftír að
hafa hugsað málið var þetta niður-
staðan. Hugmyndin er að selja Ófeig
og kaupa skip með búnaði fyrir tún-
fiskveiðar,“ sagði Þorsteinn Viktors-
son framkvæmdastjóri Stíganda.
„Túnfiskurinn er þama úti og héma
rétt sunnan við okkur. Japanimir
reyndu til dæmis að leggja rétt sunn-
an við Álsey. Það er spennandi að fara
nýjar leiðir og vonandi verður gengið
frá samningum fyrir mánaðamót.“
Byr fær
Japana
um borð
TVEIR japanskir leiðsögumenn
verða teknir um borð í túnfiskveiði-
skipið Byr VE á Madeira á morgun.
Skipið hélt frá Vestmannaeyjum 28.
febrúar sl. og áttu Japanirnir að
bætast í hópinn fljótlega eftir það en
tafir urðu á samningum, sem Sölu-
miðstöðin sér um fyrir hönd útgerð-
arinnar, að sögn Sævars Brynjólfs-
sonar, útgerðarmanns. Eftir að Jap-
anirnir hafa bæst í hópinn verða 16
manns í áhöfninni.
Byr var norður af Madeira í gær
en byrjaði túnfiskveiðamar um 200
mílur sunnan við Azoreyjar og fór
síðan á svæði um 300 mflur fyrir
sunnan Las Palmas á Kanaríeyjum,
suður við Grænhöfðaeyjai-. „Þetta
hefur verið frekar rólegt, basl með
mannskap, siglingar og hringl við
leit en hann er kominn með hálft
annað tonn,“ sagði Sævar.
Skipið hefur tvisvar verið kallað í
land áður vegna þess að þá áttu
japönsku mennirnir að vera komnir
en nú sagðist Sævar hafa fengið það
staðfest að þeir væru á Madeira.
Hann sagði að eftir að Byr fór frá
Palmas í liðinni viku hafi verið tekn-
ar þrjár lagnir. ,Áður voru þeir með
stutta línu, urðu varir og fengu hálft
annað tonn af túnfiski. Núna hafa
þetta verið sýnishom, tvö og þrjú
stykki í hverri lögn og frekar smár
fiskur.“
Að sögn Sævars hefur skipið veitt
allt upp í 180 kg bláugga en mest
hafi verið um fisk undir 60 kg. „Við
höfum aðallega fengið svonefnt big
ByrVE
á túnfisk
veiðum
ISLAND
Vestmannaeyjar
FlænnH
eye og svo bláugga," sagði hann og til 25 tonnum í gám áður en farið
bætti við að skrapa þyrfti saman 20 yrði að huga að sölu.
DFFU og MHF stofna sameiginlegt fyrirtæki
Vilji til aukins samstarfs
ÞÝSKU útgerðarfyrirtækin Deut-
sche Fischfang Union (DFFU) í Cux-
haven og Mecklenburger Hochseef-
ischerei (MHF) í Rostock hafa stofn-
að sameiginlegt sölu- og markaðsfyr-
irtæki. Framkvæmdastjórar fýi-ir-
tækjanna fjögurra undirrituðu samn-
ing þar að lútandi í Hollandi sl. mið-
vikudagskvöld. Nýja fyrirtækið verð-
ur með höfuðstöðvar í Cuxhaven.
Nýja fyrirtækið mun annast alla
sölu- og markaðsstarfsemi fyrir bæði
fyrirtækin í nánu samstarfi við sölu-
og markaðsskrifstofu Samherja hf. á
Islandi. Aðilar að samningnum em
Samherji hf., dótturfyrh-tæki þess
DFFU, Perlevliet & Van der Plas-
Grappe í Hollandi og dótturfyrirtæki
þess, MHF.
Sátt um skiptingu aflaheimilda
DFFU og MHF eru stærstu út-
gerðaríyrirtæki Þýskalands. Þau hafa
yfir miklum aflaheimildum að ráða og
reka 9 vel útbúin frystiskip sem full-
vinna aflann um borð og framleiða
sjófrystar afurðir í hæsta gæðaflokki.
Skipin stunda m.a. veiðar við Noreg,
Svalbarða, Grænland, Kanada og á
Reykjaneshrygg. I samningnum er
lýst yfir vilja til að taka upp samstarf
á milli DFFU og MHF um fleiri
rekstrarþætti á næstunni. Jafnframt
er því lýst yfir þar að fyrirtækin séu
sátt við úthlutun þýskrá stjómvalda á
veiðiheimildum, en sú úthlutun bygg-
ist á sögulegri hefð og hefur verið
óbreytt undanfarin ár.
Mikið framfaraspor
„Ég er mjög ánægður með þennan
samning. Hann er framhald af því
samstarfi sem hefur tekist á milli fyr-
irtækjanna síðustu mánuði en þau
hafa meðal annars verið að skiptast á
veiðiheimildum. Samningurínn und-
irstrikar þá staðreynd að það ríkir
friður á milli DFFU og MHF um út-
hlutun veiðiheimilda. Samskipti fyr-
irtækjanna einkennast af gagn-
kvæmri virðingu og vilja til að vinna
saman með það að markmiði að efla
þýskan sjávarútveg í samvinnu við
þarlend stjómvöid," segir Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Guðmundur Tuliníus, fram-
kvæmdastjóri MHF, segir ekki úti-
lokað að fyrirtækin eigi með sér
frekara samstarf. Sameining fyrir-
tækjanna tveggja sé hinsvegar ekki
á döfinni. „Þetta samstaif er ekki að-
eins mikilvægt báðum fyrirtækjum
vegna markaðssetningai- afurðanna,
heldur einnig vegna samheldni gagn-
vart þýskum stjórnvöldum. Stjórn-
völd hafa mikil áhrif á starfsemina
með ýmiskonar lögum og reglugerð-
um og því mikilvægt að tvö stærstu
fyrirtækin vinni vel saman.“
MHF hefur sl. 5 ár selt afurðir sínar
í gegnum Sölmiðstöð hraðfrystihús-
anna hf. en nýja fyrirtækið mun hér
eftir selja afurðir MHF. Guðmundur
segir að samningar við SH hafi verið
lausir og ekki menn hafi ekki náð sam-
an um frekara samstarf. Hann segir
að samstarfinu Ijúki engu að síður í
góðu. „SH er með öflugt sölunet út um
allan heim og við vonumst til að vera
áfram í góðu sambandi við í framtíðn-
ni,“ segir Guðmundur.
Murdoch fær ekki
að kaupa Man. Utd.
STEPHEN Byers, ráðherra við-
skipta- og iðnaðarmála í Bret-
landi, tilkynnti í gær að hann
myndi ekki leyfa kaup BSkyB,
fyrirtækis íjölmiðlakóngsins
Ruperts Murdochs, á breska
knattspyrnurisanum Manchester
United. Kom fram í yfirlýsingu
viðskiptaráðuneytisins að þessi
ákvörðun væri tekin í samræmi
við tillögu samkeppnisstofnunar,
sem skilaði af sér skýrslu um
málið í síðasta mánuði eftir ná-
kvæma rannsókn. Málið hefur
verið í ofarlega á baugi allt frá
því samningur um kaupin var
undirritaður af Mark Booth,
stjórnarformanni BSkyB og
Martin Edwards, starfsbróður
hans hjá Manchester United í
september sl. í yfirlýsingu ráðu-
neytisins er komist að þeirri nið-
urstöðu að yfirráð BSkyB yfir
Man. Utd. og Sky-sjónvarpsstöð-
inni, sem hefur einkarétt á sýn-
ingum leikja úr bresku úrvals-
deildinni, brytu lög sem snúa að
samkeppni Ijölmiðlafyrirtækja
um réttinn til að sýna frá knatt-
spyrnuleikjum. Væri það ekki
heldur talið í hag knattspyrnunn-
ar sjálfrar að eitt fyrirtæki hefði
svo mikil ítök í málum er vörð-
uðu íþróttina.
Kosningabar-
áttan harðnar
í Skotlandi
London, Inverness. The Daily Telegraph, Reuters.
BRESKI Verkamannaflokkurinn
varð fyrir nokkru áfalli í gær þegar
birt var skýrsla óháðra sérfræðinga
við hugmyndasmiðjuna The David
Hume Institute en þar er komist að
þeirri niðurstöðu að sjálfstætt
Skotland gæti plumað sig vel efna-
hagslega. Að sama skapi voru liðs-
menn Skoska þjóðarfiokksins
(SNP) himinlifandi yfir skýrslunni
en hún skorar á hólm þá kenningu
Verkamannaflokksins að slíti Skot-
ar sambandið við Bretland muni
það reynast þeim dýrkeypt.
Skotar kjósa sér heimastjórnar-
þing 6. maí næstkomandi í fyrsta
sinn í nærri þrjú hundruð ár og á
fimmtudag heimsótti Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, Skot-
land til að leggja sín lóð á vogar-
skálarnar til að tryggja að kjósend-
ur snúi bakinu við SNP sem hefur
lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um
fullan skilnað við Bretland innan
fjögimra ára hljóti flokkminn um-
boð skosla-a kjósenda.
Blair hvatti kjósendur til að
hafna þeirri rómantísku þjóðernis-
hyggju sem SNP hefur reynt að
höfða til, og sem virtist færast í
aukana í kjölfar þess að kvikmynd-
in Braveheart fór sigurför um
heiminn fyrir nokkrum árum, en
myndin fjallaði um sjálfstæðishetj-
una William Wallace. Bað Blair
kjósendur að nota fremur skyn-
semina til að ákvarða hvaða flokki
sé best treystandi. „Sá flokkur sem
framar öðrum ann Skotlandi er sá
sem býður bestu stefnuskrána í
málefnum Skotlands," sagði Blair
á fundi í Inverness. SNP og Verka-
mannaflokkurinn mældust lengi
vel með svipað fylgi í skoðana-
könnunum en síðarnefndi flokkur-
inn hefur nú náð nokkru forskoti
og sagði Blair að við nánari skoðun
kæmust kjósendur að því að þeim
líkaði einfaldlega ekki við málflutn-
ing SNP.
Bylting í smíði farsíma
Helsinki, London. Reuters, Daily Telegraph.
VEGNA tæknilegra framfara verður
brátt unnt að smíða farsíma, sem
hægt verður að nota hvar sem fólk
er niðurkomið á jarðarki-inglunni.
Kom þetta fram hjá Yrjo Neuvo, yf-
irmanni rannsóknar- og þróunarsvið
Nokia, á fimmtudag.
Neuvo sagði í viðtali við Reuters,
að væntanleg farsímakerfi af þriðju
kynslóð, CDMA-breiðbandið, UWC
136 og CDMA 2000, yrðu ekki eins
en þó nógu lík til að unnt yrði að
framleiða síma, sem gæti nýtt sér öll
netkerfin. Því fylgdi að sjálfsögðu
aukinn kostnaður og þess vegna
myndi framhaldið ráðast af viðtökum
markaðarins.
UWCC, samtök, sem taka einkum
til bandarískra farsímafyrirtækja,
sömdu um það í desember við ETSI,
evrópska staðalstofnun í fjarskipta-
málum, að koma á einum alheims-
staðli til að forðast tæknilegan tví-
verknað. Sagði Neuvo, að þessi
samningur boðaði í raun byltingu og
myndi færa GSM- og TDMA-kerfið
svo nærri hvort öðra, að farsímarnir
gætu auðveldlega farið á milli þehra.