Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 43 MINNINGAR HELGA REGÍNA EIÐSDÓTTIR + Helga Regína Eiðsdóttir fædd- ist að Krókum í Fnjóskadal 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu á Dalvík 2. aprfl síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Dalvíkurkirkju 9. aprfl. Vorið er komið en þú ert farin. Lífsljósið slokknað. Hógværð, gleði, heil- indi, fómíysi, kærleik- ur, dugnaður, glettni, auðmýkt. Allt þetta og svo margt margt annað kemur upp í hugann þegar ég minn- ist þín, Helga mín. Eg var bara 17 ára þegar þú tókst á móti mér á tröppunum á Bárugötunni og bauðst mig svo hjartanlega velkomna inn á heimili ykkar Matta. Strax þá tókstu mér eins og ég væri dóttir þín og á milli okkar myndaðist vinasamband sem hefur haldist síðan. Þær eru ófáai' og jafnframt ógleymanlegar stund- irnar við eldhúsborðið þegar skipst var á skoðunum tímunum saman. Þá mátti maður hafa sig allan við til að ná öllu sem sagt var. Já, það var mikið spjallað og mikið hlegið. Glettnin í þér minnkaði ekkert þrátt fyrir veikindin síðustu árin. Þú lést heldur ekkert stöðva þig þegar berjaferðir voru annars veg- ar. Þegar þú gafst mér ber úr síð- ust tínslu, spurði ég þig hvemig þú treystir þér eiginlega til að arka þetta upp um hæðir og hóla. Þá sagðir þú: „Ef ekki vill betur til, fer ég þangað skríðandi." Þessi orð segja svo margt um þig. ÖIl þessi elja og allur þessi vilji. Já, Helga, þú hefur verið mér mikið í gegnum árin og verður alltaf „platamman“ í huga barn- anna minna. Það eru forréttindi að fá að þekkja mann- eskju sem þig. Eg þakka þér, Helga, all- ar stundirnar sem við höfum átt og þá sér- staklega þessa indælu stund sem við áttum saman núna um dag- inn þegar þú komst suður. Ég áttaði mig ekki á því þá að við væmm að kveðjast í hinsta sinn. Sofðu rótt, mín kæra. Elsku Matti. Ég bið góðan Guð um að styrkja þig, börnin ykkar og fjölskyldur þeirra í sorg- inni. Fuglinn flýgur upp og stefnir út til eyja - nú er hann horfinn. (Matsúó Basó.) Elva Ósk Ólafsdóttir, Andri, Agnes Björt og Benedikt. Lúinn anda ég legg nú af, lífinu ráði sá sem gaf, í sárum Jesú mig innvef, sálu mína ég guði gef. Ég var vakin að morgni fostu- dagsins langa og mér sagt að þú, amma Helga, værir farin frá okk- ur. Ég var eins og slegin, því þessu átti ég ekki von á. Vissulega varst þú búin að vera mjög veik en þetta er nokkuð sem maður hugsar ekki um að gerist. Þegar þetta dundi yf- ir mig fór ég að hugsa um hana ömmu Helgu, þessa fallegu góðu konu sem mér þótti svo undurvænt um. Þetta var besta amma mín sem var alltaf til í að gera allt fyrir alla og var alltaf í góðu skapi, og gott ef hún gat ekki lagað allt. Það er svo margt sem mér finnst að ég eigi eftir að segja við þig, JÓHANN MATTHÍAS JÓHANNSSON + Jóhann Matthí- as Jóhannsson fæddist á Bálka- stöðum 16. október 1911. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Bergsveinsson, bóndi á Bálkastöð- um, og kona hans Guðrún Elíasdóttir. Jóhann var elstur þriggja barna þeirra. Systkini Jó- hanns eru: Salóme, látin, og Elí- as Bergsveinn. Eftirlifandi eiginkona Jó- hanns er Guðrún Magnúsdóttir, f. 4. maí 1916. Þau eignuðust átta börn, og eru sex á lífi. Þau eru: 1) Jóhanna, f. 5.8. 1939, og á hún fimm syni. 2) Hildigunn- Með þessum fáu orðum vil ég minnast afa míns. Það er ár síðan ég sá hann síðast. Ég kvaddi hann með þeim orðum að ég sæi hann að ári, en hann hélt að það yrði ekki, ég sagði að þá kæmi ég og fylgdi honum síðasta spölinn. Það þótti honum vænt um að heyra. Ég man eftir því að koma í sveit- ina til afa og ömmu, þar var í nógu að snúast, heyvinna, fara með og ná í kýmar, farið á sjó til að vitja um rauðmaganet og selnet, gera að aflanum, reka féð úr heimatúnun- um og ná í hesta og fara á hestbak, af þeim var nóg. Eitt af áhugamál- um afa voru hestar, hann hafði stóð og ræktaði að litlu leyti. Hann fór á ur, f. 7.8. 1940, d. 1.1. 1996, og átti hún þijú börn. 3) Hafsteinn, f. 23.11. 1944 og á hann tvö börn. 4) Elísabet, f. 18.12. 1949, d. 15.1. 1996. 5) Berg- sveinn, f. 16.6. 1951 og á hann ljögiir börn. 6) Hörður, f. 29.1. 1955, og á hann þrjú börn. 7) Erna, f. 2.3. 1958, og á hún þrjú börn. 8) Ragnheiður, f. 1.6. 1959 og á hún þrjú börn. Jóhann og Guðrún bjuggu fyrstu árin í Reykjavík en flutt- ust seinna að Bálkastöðum og bjuggu þar allan sinn búskap. Utför Jóhanns fer fram frá Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. öll hestamannamót sem hann gat farið á, og ekki alltaf sem áhorf- andi. Hann sýndi sína bestu hesta, og kom oft heim með viðurkenn- ingar fyrir þá. Afi og amma byggðu upp húsin á jörðinni, fyrst fjárhús og hlöðu, svo seinna meir stórt íbúðarhús. Fjöl- skyldan var stór, og alltaf einhver í sumardvöl. Þegar afi og amma hættu búskap fluttu þau að Laug- arbakka, og var afí þar þangað til hann fór á sjúkrahúsið á Hvamms- tanga. Þar fékk hann góða umönn- un og vil ég þakka starfsfólki þar fyrir vel unnin störf. Afi, ég kveð þig að sinni, og veit að við hittumst annars staðar. Guðrún. elsku amma, sem ekki verður sagt. Ég man eftir svo mörgum góðum stundum, t.d. þegar þú dansaðir fyrir okkur systkinin ef við vorum að rífast og þá fannst okkur þú svo- lítið skrítin en þú hafðir bara þinn hátt á að stilla til friðar. Það var alltaf svo gaman að koma til ömmu á Dalvík og gista, því þá vöknuðum við alltaf saman snemma og fengum okkur te og ristað brauð og gerðum svo ýmis- legt. Mér fannst alltaf að allt sem þú gerðir væri svo fallegt og svo margt sem enginn gerir eins og þú gerðir. Það tína t.d. fáir svona marga lítra af berjum á ári hverju til að senda fólki út um allt land sultu, en svona varst þú, bara alltaf að hugsa um aðra. Ég get ekki munað annað en góðar stundir því ég sá þig aldrei skipta skapi og enda þótt þú værir búin að vera svona veik lengi þá var léttleikinn alltaf ofan á og ég dáðist að þér fyrir það. Ég man svo alltaf góðar stundir sem við áttum í bústaðnum og þá töluðum við mikið saman um alla hluti. Þær voru líka ófáar flíkurnar sem þú hafðir komið við og alltaf vora þær jafn meistaralega gerðar, enda gat amma allt. Jæja, elsku besta amma mín, ég gæti skrifað endalaust því það er svo mikið gott um þig að segja, en ég veit að núna líður þér betur og ég veit að guð passar þig fyrir okk- ur öll sem söknum þín svo mikið. Ég mun sakna þín og hugsa fallega til þín, elsku amma Helga. Guð geymi þig. Eg sendi þér vina mitt sætasta ljóð, þú ert sætasta amma í heimi. Þú hefur verið mér vinkona góð, sá vinur sem aldrei ég gleymi. Þú hefur verið mér vinkona slík, að vandi er spor þín að fylla. Von mín er sú að ég verði þér lík, og veginn þinn fái að gylla. Elsku afi Matti, guð styrki þig og veri með þér á þessum erfíða tíma. Helga Maren og íjölskylda. Kæri Jóhann. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það var skrýtið að koma í vinnuna að morgni 29. mars sl., vitandi það að þú værir þar ekki lengur. Enginn Jóhann sem þuldi upp vísurnar svo tugum skipti; sama hvort það var snemma morguns eða seint að kvöldi, enginn Jóhann sem bað mig að setjast niður hjá sér til þess að spjalla um daginn og veginn, eða til að biðja um fréttir utan úr þorpi. Ef ég lít til baka, þá er ein skýrasta minningin sem ég á af ykkur Guðrúnu frá því þegar ég var um níu ára gömul. Það var þeg- ar ég kom i heimsóknir til ykkar með Evu frænku, til þess að fá rúg- brauð með kæfu og tíu dropa mjólk. Mikið hlógum við þegar Guðrún hafði talið tíu dropa í bæði glösin en svo hellti hún áfram í þau. Þegar ég svo fór að vinna í af- leysingum á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga þá rifjuðust þessir tímar upp fyrir mér og sérstaklega þótti mér vænt um það þegar þú sagðist muna eftir mér frá því ég var yngri. Ég man svo vel þegar ég sagði þér hverra manna ég væri og þá sagðir þú strax: „Já, þorpar- inn.“ Guðrúnu og fjölskyldu þinni votta ég samúð mína og kveð þig með bæn eftir Ingþór Sigurbjörns- son: Af öllum mætti óska minna, alvaldi faðir krýp ég þér. Bið þú nauðum látir linna líknandi þeim sem villtur er. Styð þann veika, vermandi höndum. Veit honum lausn, úr ánauðarböndum. Inga Rut Ólafsdóttir. JOHANN GUÐMUNDSSON + Jóhann Guð- mundsson bóndi í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi var fæddur í Kols- holtshelli 11. febrú- ar 1920. Hann lést á Borgarspítalanum 19. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Vill- ingaholtskirkju 27. febrúar. Mig langar þó seint sé að minnast Jóhanns Guðmundssonar í Kolsholtshelli með örfáum fátæklegum orðum. En það er nú svo að það flýgur hver eins og hann er fiðraður. Við Jói kynntumst úti í Vestmannaeyjum þegar ég kem þangað á miðju sumri 1943 til að læra vélvirkjun, en hann var að læra skipasmíði, en þar sem liðin eru 56 ár síðan þá man ég ekki hvernig þetta byrjaði. Ég man nú ekki betur en að við höfum fylgst að í gegnum kvöldskóla iðnaðarmanna, en ég hljóp yfir fyrsta bekk. Jói var drjúgur námsmaður sérstaklega var hann góður teiknari og í reikn- ingi. Við störfuðum talsvert saman í Félagi iðnnema og fórum a.m.k. einu sinni saman á iðnnemasam- bandsþing í Reykjavík. Hann var góður spaugari og sá oft betur en margur annar skemmtilegu hliðarn- ar á tilverunni og deildi því þá með mér og fleirum. Jóhann var sérlega góður smiður. Ég komst að því vegna þess að ég þekkti meistara hans í iðngreininni vel, en það var Brynjólfur heitinn Einarsson og svo unnum við Jói talsvert saman á kvöldin og um helgar. En þá vorum við að smíða húsgögn. Þetta gerðum við þegar ýmsir aðrir lærlingar voru að skemmta sér en við töldum að við hefðum ekki efni á að skemmta okk- ur um hverja helgi og eyddum því tímanum í húsgagnasmíði, reyndar fyrir okkur sjálfa, en ekki veitti nú af því til að setja í herbergin okkar. Hann bjó í Sólhlíð 5 en ég á Vest- mannabraut 32 hjá Arna í Görðum. En það sem ég ætlaði að segja var að auðvitað gerðum við margar vit- leysur í þessari húsgagnasmíði. En alltaf fór það nú svo að Jói bætti úr þeim og oftast svo vel að hluturinn varð betri en áður hafði verið ætlað. Ég get bætt því við hér að ég heimsótti Jóa fyrir um það bil einu og hálfu ári og þá sá ég hejma hjá honum skáp og borð sem við höfð- um smíðað á þessum árum í Eyjun- um, svo vel hafa þau dugað. Það var dálítið skrýtið að þó að ég væri að læra vélvirkjun og hann skipasmíði þá kenndi hann mér að smíða skeifur undir hesta. Þær sendi ég svo til pabba og þóttu, held ég, ekkert slæmar. Ekki bar á því þá að Jói væri hag- yrðingur. Þó má það vel hafa verið en hann hefur þá vel farið með það. Hitt vissi ég að hann vissi alveg hvemig vísur áttu að vera í laginu. En ég taldi það vera vegna þess að Brynjólfur meistari hans var mjög vel hagorður og alltaf yrkjandi og gaman hafði Jói af smellnum vísum og reyndar las hann talsvert kvæði og hafði yndi af. Ekki veit ég hve mikinn áhuga hann hafði fyrir íþróttum en ég vissi að hann hafði æft eitthvað glímu og svo vissi ég að hann tók þátt í skautahlaupi hér á tjörninni þegar hann vann í Daníelsslipp og þá á heimasmíðuðum skautum. Ekki veit ég um nein afrek í þessum íþróttum enda skipti meira máli að taka þátt en að sigra. Jói var karlmenni að burðum og ekki veitti af í skipasmíðum á þess- um árum sem allt eða flest byggðist á handavinnu. Já, við áttum margar ógleyman- legar stundir í Eyjum, bæði heim- sóttum við oft hvor annan og löbbuðum upp á fjöll. Eitt sinn man ég eftir að við fórum ásamt fleirum út í Ystaklett og slök- uðum Jóni Þórðarsyni niður í bjarg eftir svartfuglseggj um. Þetta var um miðja nótt því auðvitað vor- um við að stelast. Þá voru handtök Jóa góð og ekki veitti af því einn undirsetumaður- inn, Sveinn Þórðarson, hljóp frá kaðlinum til að fylgjast með Jóni, hann var svo spenntur og/eða forvitinn. Svo fór samveru- stundum okkar fækk- andi eftir að vð fluttum frá Eyjum upp á fastalandið. Ekki man ég lengur hvaða ár það var en þá vann ég í vélsmiðjunni Dynjandi og þar voru framleiddir lofthitunarkatlar. Þá var verið að byggja Þjórsárver í Villingaholtshreppi og ákveðið að hita húsið upp með slíku apparati. Ég var sendur til að setja tækið upp. Þetta var nokkuð stór ketill og talsvert þungur. Hann var kominn uppá senu þegar ég kem en þá þá er eftir að koma honum niður í kjallara sem var undir senunni. Ketillinn var það hár að hann varð að standa dá- lítið upp úr senugólfinu. Þarna voru saman komnir nokkrir menn úr sveitinni, m.a. Jói, sem var þá farinn að búa í Kolsholtshelli. Upphófust nú nokkrar umræður um hvernig best væri að slaka katlinum niður. Sumir hölluðust að því að reisa gálga yfir gatinu og nota hann. Fleiri tillögur komu fram, minnir mig. Jói lagði lítið eða ekkert til málanna en laumaði sér upp í rjáfur yfir klæðningunni sem var í loftinu. Hann hafði með sér borsveif og kað- al. Hann boraði eitt gat niður úr klæðningunni, renndi þar niður öðr- um enda kalalsins, en batt hinn um sperru. Þá var nú vandinn leystur og katlinum fírað á sinn stað. Þarna voru ekki notuð mörg orð. Ég gisti svo hjá Jóa eina nótt. Ég held ekki að ég hafi mikið sofið því við höfðum svo margt um að spjalla og þá komst ég að því að Jói hafði bætt miklu við sig í ýmiskonar vísdómi, ekki síst í jarðfræði. Reyndar var hann mjög vel að sér í vélfræði og hafði lesið sér mikið til í þeim fræð- um. Að lokum vil ég svo segja þetta: Því miður var ég of latur til að tala oftar við Jóa, taldi að þetta væri alltaf hægt, en verð víst að viður- kenna það sem Einar Bragi segii' í eftirmælum um Sigjón í Borgar- höfn: „Maður má aldrei geyma sér gamalt fólk.“ Ég vil svo að lokum senda að- standendum Jóa mínar innilegustu samúðarkveðjur. Benedikt Sigurjónsson. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.