Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B^ Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLÖTTA- MENNIRNIR FLÓTTAMENNIRNIR frá Kósóvó komu til landsins með flugvél Landhelgisgæzlunnar í fyrrakvöld, hraktir og örþreyttir eftir langa og erf- iða för frá heimalandi sínu. Þar eyðilögðu serbnesk- ir lögreglumenn eigur þeirra, brenndu og sprengdu hús þeirra. Flóttafólkið lýsti við komuna hvernig samlandar þeirra hefðu verið myrtir með köldu blóði. Viðbrigðin hljóta því að vera mikil fyrir þetta fólk að koma nú til Islands, þar sem friður ríkir og því er tekið af vinsemd og hlýju. Það fylgir því vissulega tregi fyrir fólk að þurfa að yfirgefa föðurland sitt, en slík getur grimmdin og miskunnarleysið orðið að það gefíst hreinlega upp. I þessu tilviki má líkja brottför fólksins við nauðungarflutninga. Einn flóttamannanna sagði í samtali við Morgunblaðið við komuna að ástandið í Kósóvó af völdum serbneska hersins væri ólýsan- legt. Það væri utan mannlegra marka og utan mannlegs skilnings að fá botn í það sem þessi „barbarísku stjórnvöld“ eru að gera. Hermenn með alvæpni skutu á allt og alla, réðust inn í íbúðir, stálu öllu, sem hægt var að stela, gulli, peningum og öllu sem þeir festu hendur á. Þeir skutu út um allt, skutu út um glugga og hentu öllu út. Ríkisstjórn Islands hefur samþykkt að taka við allt að 100 manns frá þessu hrjáða héraði í Júg- óslavíu. Svo gera aðrar NATO-þjóðir, sem geta ekki horft upp á þessi grófu mannréttindabrot Serb- anna, sem greinilega svífast einskis. Ahyggjur fólksins frá Kósóvó eru ekki fyrir bí, þótt það sé nú óhult á Islandi. Það á ættingja og vini í heimaland- inu, og veit ekki um afdrif þeirra. Ein kvennanna sagði við komuna til landsins að hún vissi ekki um afdrif föður síns og bróður, sem urðu eftir í Kósóvó, og óskar þess heitt að heyra af ferðum þeirra. Nú er liðin rúm hálf öld frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari. Lengst af hefur fólk í Evrópu trúað því að aðferðir nazista og kommúnista heyrðu for- tíðinni til. Því miður stöndum við frammi fyrir því, að svo er ekki. Utrýmingarherferðir gagnvart ákveðnum þjóðarbrotum, sem á sínum tíma voru stundaðar á vegum nazista og kommúnista, blasa nú við í Kósóvó. VANDFUNDIÐ BETRA TÆKIFÆRI SÝNINGIN Víkingar - saga Norður-Atlantshafs, sem verður opnuð í Smithsonian-safninu í höfuð- borg Bandaríkjanna eftir ár, verður vafalaust afar mikilvæg kynning á landi okkar, sögu og menningu. Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, tók þátt í kynningu á sýningunni síðastliðinn fimmtudag ásamt Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra. Er ekki ólíklegt að nærvera forsetafrúarinnar hafi þeg- ar vakið töluverða athygli á sýningunni. Það er ekki síst fagnaðarefni að áhersla sýning- arinnar verður á siglingar víkinga yfír hafið og fund Ameríku en svo virðist sem Bandaríkjamenn hafí almennt ekki mikla þekkingu á þeim efnum eins og fram hefur komið í nýlegum könnunum, að minnsta kosti ekki á þætti íslendinga í þeim atburði. Ljóst má vera að sýningin mun skipa stóran sess í árþúsundadagskránni vestra, en hún er megin- verkefni Smithsonian-safnsins á árinu og mun ferð- ast til fimm annarra borga í Bandaríkjunum og Kanada. * Það er brýnt að Islendingar noti þetta tækifæri til þess að koma sögu sinni og menningararfí á framfæri eins vel og mögulegt er. Betra tækifæri er sennilega vandfundið. Frelsisþrá Ungverja árið 1956 var kæfð af Rauða hemum frá Sovétríkjunum Fyrsti flóttamannahóp- urinn kom fyrir 43 árum Tæp 43 ár eru síðan ungverskir flóttamenn komu til Islands í kjölfar þess að Rauði herinn barði miskunnarlaust niður uppreisn ungverskrar alþýðu í Búdapest 1956. Guðjón Guðmundsson rifjar upp atburðina og komu Ungverjanna. RIKISSTJORN íslands hefur ákveðið að taka á móti allt að hundrað flótta- mönnum frá Kosovo á næstunni. íslendingar tóku fyrst á móti flóttamönnum árið 1956 þegar 52 Ungverjar á aldrinum 3-54 ára komu hingað til lands. í tilefni af komu flóttamannanna frá Kosovo verður rifjað hér upp þegar Islend- ingar tóku í fyrsta sinn á móti flótta- mönnum fyrir tæpum 43 árum. Á síðari hluta árs 1956 virtist sem ráðamenn í Sovétríkjunum væru að missa tökin á leppríkjum sínum í Austur-Evrópu og menn veltu því fyrir sér hvort heimsveldi kommún- ismans væri að liðast í sundur. Hinn 19. nóvember 1956 sló alvarlega í brýnu milli Rússa og leiðtoga pól- skra kommúnista. I Morgunblaðinu 21. október segir að Krúsjeff hafi hótað því að láta rússneska herinn umkringja Varsjá ef Pólverjar gerðu alvöru úr kröfum sínum um sjálfstæði og skyldi hernum mis- kunnarlaust beitt til þess að brjóta alla andspymu á bak aftur. 23. október söfnuðust 200 þúsund manns saman í Búdapest og efndu til mótmælagöngu. í Morg- unblaðinu segir að múgurinn hafi lýst samúð sinni með pólsku þjóð- inni í frelsisbaráttunni og krafðist einnig að Ungverjaland yrði óháð Rússum og lýðræði yrði komið á í landinu. Daginn eftir, á degi Sa- Kröfðust þess að Ungverja- land yrði óháð Rússum meinuðu þjóðanna, réðst Rauði her- inn til atlögu við óvopnaðan almenn- ing sem mótmælti yfirgangi Rússa og féllu hundmð manna í götubar- dögum í höfuðborginni. Landflótta Ungverjar Mikið var fjallað um ástandið í landinu á síðum Morgunblaðsins og framvinduna. 1. desember 1956 seg- ir í fyrirsögn á forsíðu að 100 þús- und Ungverjar séu landflótta og tala flúinna og brottnuminna nálgist 300 þúsund. Fullyrt var í fréttum að 30 þúsund Ungverjar hefðu látið líf- ið í óeirðunum á þessum tíma og 7.500 Rússar særst eða látist í bar- dögum. Lýsingar bámst af grimmd- arlegu framferði Rússa. Byltingar- ráð ungverska hersins og byltingar- ráð borgara settu fram kröfur um að rússneski herinn færi úr landinu fyrir áramót, að Ungverjar segðu sig úr Varsjárbandalaginu og að ör- yggislögregla landsins yrði leyst upp. Ungversk alþýða leit svo á að _________ atburðirnir í landinu væra ekki sérmál Ung- verja heldur vandamál sem allur heimurinn yrði að láta til sín taka, mál _________ sem ekki fengi lausn nema Ungverjar fengju sjálfir að lifa í landi sínu sem frjálsir menn en ekki undir rússnesku oki. Aukin harðstjóm kommúnista, að sovéskri fyrirmynd, hafði smám saman náð völdum. Beiðni barst til íslensku ríkis- íslendingar hafa tekið á móti 9 hópum flóttamanna á árabilinu frá 1956 til 1998, alls 277 manns. Flestir hóparnir hafa komið frá Júgóslavíu og fyrrum ríkjum Júgóslavíu, 4 hópar, samt'als 135 manns. Listi yfir hópa flóttamanna er svona: 1956: 1960: 1970: 1982: 1990: 1991: 1996: 1997: 1998: 52 flóttamenn 35 flóttamenn 34 flóttamenn 26 flóttamenn 30 flóttamenn 30 flóttamenn 30 flóttamenn 17 flóttamenn 23 flóttamenn frá Ungverjalandi.'®' frá Júgóslavíu. frá Víetnam. m frá Póllandi. frá Víetnam. frá Víetnam. frá fyrrum Júgóslavíu. frá fyrrum Júgóslavíu. frá fyrrum Júgóslavíu. stjórnarinnar, undir forsæti Her- manns Jónassonar, frá Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna um söfnun á fé til ungverskra flótta- manna sem staddir vora í flótta- mannabúðum í Austurríki. Nístandi neyðaróp Hinn 8. desember 1956 birtist á fréttasíðu Morgunblaðsins ritstjóm- argrein undir fyrirsögninni Bjóðum ungverskum bömum heim. í grein- inni segir að í eyram alls heimsins kveði nú við nístandi neyðaróp heill- ar þjóðar meðan allur hinn frjálsi heimur standi hjá aðgerðarlaus að kalla. Hin rússneska ógnarstjóm skeki vetnissprengjuna að hverjum bjargvætti er dirfist að svara neyð- arópinu á þann eina hátt sem sæmilegum mönnum er samboðinn þegar beðið er um hjálp gegn óarga- dýri, en það svar er fólgið í því að leggja óvættina að velli. Seinna í greininni segir: „Ekki skal á neinn hátt gert lítið úr hinum rausnarlegu samskotum sem stofn- að hefur verið til af góðum hug hér á landi. En betur má ef duga skal. Og svo vel vill til að okkur er í lófa lagið að feta í fótspor annarra frjálsra þjóða sem boðið hafa ungversku flóttafólki landvist. En slíkt boð mundi sýna einlægari samúð með ungversku þjóðinni en nokkuð ann- að sem í okkar valdi stendur." fslendingar hvattir til að aðstoða í sama blaði á baksíðu er frétt undir fyrirsögninni: Koma fyrir jól 50-60 böm frá Ungverjalandi? Par er rætt við Gunnlaug Þórðarson, sem þá var framkvæmdastjóri Rauða kross Islands, og rakin ákvörðun ríkisstjómarinnar um að bjóða Alþjóða flóttamannastofnun- inni að taka við 50-60 landflótta Ungverjum til dvalar hér á landi. Flóttafólkið var valið í flóttamannabúðum í Austurríki. 52 Ungverjar, 28 karlar og 24 konur, á aldrinum 3ja-54 ára komu síðan 23. desember 1956 með Gullfaxa, flug- vél Loftleiða, langflestir um tvítugt. Meirihluti þeirra sem kom hafði misst ættingja og vini í uppreisn- inni. Við komuna til Islands fóra flótta- mennimir rakleiðis í Melaskólann í Ákveðið að bjóða 50-60 Ungverjum dvöl á íslandi nQverska fóIJkið svarað teUndlrvottal)ngverium^ im saiwuw SSSSsSKSy • --1 ilkuMur *«• WW tfra&samtöf *K> mskkra þetrra vRiuua ttv« xxwrr*' \ Hroosomre. •• / * 1 fi+fir'"''' Wn‘a igverski heriim befst með alþýðuiim tyrÍr ^ 'alið að ungverskar frelsissveifiroriJ te vnsv r* ■ i i i ■ «» /• , / ■ S>.'i • Ö 1 stdran hluta landsins á sínu valdK“s*'^» sneskk skríððrekor krytp sgt niður sakitm sa borgsirc taevlt* Vin 25. okl. t3&l fcarJScvm I Mut mú'.st nam&abtastjinslflfri *r Mt*um t »« nwð itats U»cv«rj«r TyrixUtan kwiía úlvarptinrkonui m. m. þess aS losna undan hlnu rússneska ann*st«hn,n£; (sLAN «*22lS*.**e SVO læknisskoðun. Þaðan var haldið í Hlégarð í Mosfellssveit þar sem flóttamennimir vora í eina viku í sóttkví. Þar héldu þeir fyrstu jólin á Islandi. 28. desember birtist á fréttasíðu Morgunblaðsins grein undir fytirsögninni Ungversku flóttamennina skortir vinnu og húsaskjól. í greininni heitir Rauði krossinn á alla Islendinga að veita ungversku flóttamönnunum 52 alla þá aðstoð sem þeir geta í té látið. Þar segir að einangrun þeima ljúki á gamlársdag og Islendingar sem það geta em hvattir til að Ijá þeim eða leigja húsnæði og veita þeim vinnu. I greininni segir að flóttamenn- imir hafi verið valdir í búðunum í Austurríki með það fyrir augum að vinnuhæfni þeirra og starfsmenntun væri góð, svo og heilsa og hreysti. í grein Morgunblaðsins fylgir skrá um hvaða störf flóttafólkið hefur unnið í Ungverjalandi til þess að ís- lenskir vinnuveitendur geti betur áttað sig á því í hvaða störf það fær helst gengið. Saltfiskur og steikt slátur 28. febrúar 1957, rúmum tveimur mánuðum eftir komu flóttamann- anna til Islands, birti Morgunblaðið viðtöl við nokkra ungverska flótta- menn sem létu vel af dvölinni á ís- landi. 38 þeirra dvöldust í Reykjavík en nokkrir vom í Vestmannaeyjum og í Rangárvallasýslu. í greininni segir að Ungverjarnir uni hag sín- um hið besta og sögðust þeir stað- ráðnir í að dveljast hér alla sína daga. Þeir kvörtuðu þó undan því að saltfiskur og steikt slátur væri með því versta ómeti sem þeir hefðu nokkra sinni bragðað. En Ung- verjarnir létu vel af landi og þjóð og sögðu að hér á landi væm slík sæld- arkjör að á einni viku yrði maður jafnauðugur og á heilum mánuði í Ungverjalandi. Rætt er við Wilmos Nemeth, 30 ára frá Búdapest, sem segir Islendinga sérstaka menn. Þeir séu miklu rólegri en aðrar þjóðir, „og ekki næstum eins upp- stökkir". 21. október 1958 var gefin út skýrsla um ungverska flóttafólkið á íslandi. Þar segir að þeim hafi vegn- að vel og átt tiltölulega auðvelt með að festa hér rætur. Af þeim 52 flóttamönnum sem komu lést ein kona hálfu ári eftir komuna en sex snem aftur til Ungverjalands. Að auki fóm fjórir karlmenn af landi brott en ekki til Ungverjalands. Ár- ið 1958 hafði því orðið ellefu manna brottfall af flóttamannahópnum sem hingað kom árið 1956. Af þeim 52 flóttamönnum sem komu hingað til lands óskuðu 25 eft- ir íslenskum ríkisborgararétti, sem þeim var veittur á áranum 1962-1964. Árið 1994 bjuggu sautján af flóttamönnunum enn á íslandi, tvefr höfðu flutt aftur til Ungverjalands, einn til Bandaríkj- anna, tveir vom látnir og óvissa var um þrjá einstaklinga. Heimildir: Morgunblaðið, Flóttamenn á íslandi, BA-ritgerð í sagnfræði eftir Ilólmfríði Erlu Finnsdóttur. Stend í þakkarskuld við íslensku þjóðina MIKAEL Fransson var tvítugur þegar hann kom til Islands. Hann kvæntist íslenskri konu árið 1961. Þau eiga tvær uppkomnar dætur og „mörg yndisleg bamaböm“. Hann starfar nú hjá Osta- og smjörsöl- unni, talar íslensku betur en marg- ur innborinn en segist vera fæddur Ungverji og hann muni deyja sem Ungverji. „Ég er uppalinn í Búdapest. Þeg- ar ósköpin dundu yfir 1956 var ég í herþjónustu, sem var versta staða sem hægt var að hugsa sér við þess- ar aðstæður. En það em 42 ár síðan þetta gerðist svo ég hef sem betur fer bæði ljósar og óljósar minningar um þennan tíma. Þetta blessaða fólk sem er að koma hingað núna, og ég hef séð í fréttunum, á samúð mína alla. Ég sá okkur strax í anda þegar við komum hingað með Skymaster-flugvél Loftleiða á Þor- láksmessu 1956,“ segir Mikael. Stór ákvörðun að yfirgefa föðurlandið Mikael kom hingað án ættingja. „Ég varð að flýja landið vegna þess að ég var í hemum. Það var ekki hlutskipti sem ég vildi velja mér að verða gerður höfðinu styttri. Þetta vora óskemmtilegir tímar. Móðir mín, systir og mágur urðu eftir í Ungverjalandi en ég hef farið í heimsókn til Ungverjalands og er einmitt að fara þangað í sumar. Einungis systir mín er á lífí núna.“ Mikael, sem er lærður lpftskeyta- maður, vann fyrsta árið á Islandi, til vorsins 1958, hjá Bæjarsímanum. í mars 1958 réð hann sig til Sam- bandsins, sem hafði þá opnað fyrstu kjörbúðina í Austurstræti. Hann vann í kjörbúðinni og hjá Samband- inu í 23 ár, m.a. við útstillingar og skreytingar fyrir verslanir þess, og hóf síðan vinnu við auglýsingagerð og vann lengi á auglýsingadeild Sambandsins. Hann opnaði síðan eigin auglýsingastofu og rak hana í átta ár en starfar nú hjá Osta- og smjörsölunni á Bitruhálsi. Hefur Mikael ræktað tengslin við Ungverjaland? Mikael svarar því til að böndin við Ungverjaland hafi slitnað strax árið 1956 vegna þess stjómarfars sem ríkti í landinu. Það var ekki fyrr en Gorbatsjov komst til valda í Sovétríkjunum og þíða kom í sam- skipti Vesturlanda og austantjalds- ríkjanna að Mikael komst á ný til Ungverjalands. „Átakanlegast af öllu, að minnsta kosti hvað sneri að mér og félögum mínum, var að líta til baka eftir að við komum yfir landamærin til Austurríkis. Við kvöddum föður- land okkar, því eins og máhn stóðu þá var engin von um að við ættum nokkum tíma afturkvæmt. Þess vegna var þetta mjög stór ákvörðun en ég held að ég hafi breytt rétt því mér hefur liðið vel á fslandi og á hér fjölskyldu, börn og bamaböm," sagði Mikael. „Er Ungverji og dey sem Ungverji" Hann sagði að íslendingar hefðu tekið mjög vel á móti flóttamönn- unum. Éngin áfallahjálp eða nám- skeið í íslensku stóðu flóttamönn- unum til boða eins og nú tíðkast. Flóttamennirnir þurftu að bjarga sér að mestu leyti sjálfír. Mikil um- skipti hefðu fylgt því að koma frá Ungverjalandi til íslands en að- stæður hefðu verið þær að flótta- MorgunblaðicVÁsdís MIKAEL Fransson, 63 ára íslenskur ríkisborgari, sem kom til íslands sem flóttamaður frá Ungverjalandi 1956. mennirnir áttu engan annan kost. Það væri meira en að segja það að hverfa frá fóðurlandi sínu. Til að byrja með hefði verið erfitt að bjarga sér. Tungumálið var þrösk- uldur og allir flóttamennimir vom örsnauðir. „Við urðum sjálf að fóta okkur í nýja landinu en um leið og þú hverf- ur frá föðurlandinu ertu farinn að líta til framtíðarinnar og möguleika þinna á framandi slóðum. Hvaða land sem er, þar sem ríkir friður, er rétta landið fyrir flóttamenn," sagði Mikael. Líturðu ennþá á Ungverjaland sem föðurland þitt? „Það er gott að þú komst inn á þetta því í þau mörgu skipti sem ég hef verið beðinn um viðtal þegar einhver tímamót hafa orðið í tengsl- um við komu okkar til Islands hef ég undantekningarlaust verið spurður að því hvort ég líti á mig sem Ungverja. Það er erfítt að svara þessu en ég hef sagt að ég sé fæddur í Ungverjalandi, sé Ung- verji og deyi sem Ungverji. En ég er kominn með íslenskt ríkisfang og stend í þakkarskuld við íslensku þjóðina fyrir góðar móttökur og að veita mér annað föðuriand. Ég hef lagt mig allan fram um að vera eins góður Islendingur og ég hef getað og geri það áfram.“ Mikael segir að þeim Ungverjum sem komu með honum og enn era á Islandi, líklega um tuttugu manns, hafi vegnað vel í lífinu. Aðrir hafi farið til baka af ýmsum ástæðum; heimþráin hafí verið sterk og sumir ekki fest rætur hér. Einnig hafi sumir farið til annarra landa. „Ég get sagt það um landa mína að þeir era þrælduglegir og þótt rætumar nái ekki jafti djúpt hér og í Ungverja- landi hafa þær engu að síður náð festu og fólkið unir sér hér.“ Líst illa á ástandið á Balkanskaganum Mikael segir um kringumstæð- urnar í IJngverjalandi og stjórnar- far kommúnista: „Þessi fimmtíu ára saga undirokunar, jámhæll Rúss- anna á okkur, hefur tafið framvind- una í landinu og tíminn stöðvaðist þar. Þeir sem höfðu verið hér í 10-15 ár og fóra aftur til Ungverja- lands misstu heimþrána þegar þeir sáu stöðnunina sem ríkti í landinu. Ég gæti ekki hugsað mér að fara til Ungverjalands aftur, en þar leikur fjölskylda mín á íslandi stórt hlut- verk. Það tengja mig fleiri bönd ís- landi en Ungverjalandi í dag og þar gæti ég ekki lifað,“ sagði Mikael. Mikael kveðst telja að Kosovo-Albanarnfr, sem komnir era til Islands sem flóttamenn, séu verr staddir en Ungverjarnir vora við komuna til landsins 1956. „Þetta tók svo fljótt af í Ungverjalandi. Það byrjaði 23. október 1956 og um miðjan desember sama ár var það yfirstaðið að mestu. Langtímaþján- ingar, eins og bíða Kosovo-Albana, þessi stöðugi lífsótti, er fyrirbrigði sem er ekki hægt að lýsa í samtölum. Það þarf að upplifa hann til þess að skilja hann. Fjölskyldufeður og mæður horfa upp á böm sín drepin. Þetta er svo ólýsanlegt pg ég ætla ekki að reyna að segja Islendingum frá þessu. Ég hef verið þarna og séð þetta. Balkanskaginn hefur alltaf verið púðurtunna og þar byrjai' fyrri heimsstyrjöldin. Þjóðarbrotastríðið á sér mörg hundrað ára aðdrag- anda og Tító hélt þessu saman með byssustingjum og hjálp Rússa. Ser- bar telja sig eiga norðurhluta Balkanskaga. Þeir era langræknir. Nútímaunglingur, sem alinn er upp í hatri gagnvart „hinum“ sem hafa drepið langalangalangafa hans og brennt húsið hans, er tilbúinn til alls kyns óhæfuverka vegna þess að honum er innrætt það. Synir læra ekki af mistökum feðranna því að feðurnir innræta „óafvitandi“ mistökin og þau erfast því frá kynslóð til kyn- slóðar. Feðumir skynja ekki aíleiðingamar af því að innræta hatur á þeirri þjóð sem ræður í heimshluta þar sem menn hafa í aldaraðir skipst á um að undfroka hver annan. Satt best að segja líst mér ekkert á ástandið þama,“ segir Mikael. Á bæði Ijósar og óljósar minningar um þennan tíma Átakanlegast var að líta til- baka á ianda- mærunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.