Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
MORGUNB LAÐIÐ
NEYTENDUR
Att þú í vanda með að
greiða húsnæðislán?
Fjármál heimilanna
Ef húsnæðislán eru hjá Ibúðalánasjóði
segir Elín Sigrún Jónsdóttir að það sé
mögulegt að ákveðnum skilyrðum uppfyllt-
um að fá vanskilum skuldbreytt og/eða fá
heimild til að fresta greiðslum á lánum
sjóðsins í allt að þrjú ár.
NÝVERIÐ tók gildi reglugerð er
tekur til úrræða Ibúðalánasjóðs til
þess að bregðast við tímabundnum
greiðsluvanda lántakenda vegna
lána sem sjóðurinn hefur veitt og
vegna lána sem veitt hafa verið í
tíð eldri laga um Húsnæðistofnun
ríkisins og íbúðalánasjóður hefur
yfírtekið.
I tengslum við útgáfu reglugerð-
arinnar var undirritað samkomu-
lag um framkvæmd hennar. Að
samkomulaginu standa félags-
málaráðuneytið og Ibúðalánasjóð-
ur annars vegar og Ráðgjafarstofa
um fjármál heimilanna, Búnaðar-
banki íslands hf., íslandsbanki hf.,
Landsbanki íslands hf. og Sam-
band íslenskra sparisjóða f.h.
sparisjóðanna hins vegar.
Þeir sem eiga í verulegum
greiðsluvanda skulu samkvæmt
samkomulaginu fyrst leita til
þeirrar fjármálastofnunar, þar
sem almenn viðskipti eða vanskil
umsækjenda eru mest. Gert er ráð
fyrir því að þeir sem ekki fá aðstoð
síns viðskiptabanka vegna um-
fangs vandans geti leitað til Ráð-
gjafarstofu um fjármál heimilanna.
Fjármálastofnun og/eða Ráðgjaf-
arstofa um fjármál heimilanna
reiknar þá út greiðslubyrði lána og
greiðslugetu og gerir tillögur til
Ibúðalánasjóðs og annarra lána-
stofnana um úrræði.
Skilyrðin
Skilyrði greiðsluerfiðleikaað-
stoðar Ibúðalánasjóðs eru:
1. Að greiðsluerfiðleikar stafi af
óvæntum tímabundnum ei’fiðleik-
um vegna veikinda, slysa, minni
atvinnu, atvinnuleysi eða af öðrum
ófyrirséðum atvikum.
2. Að aðrir lánardrottnar um-
sækjanda samþykki einnig að
veita aðstoð vegna greiðsluerfið-
leika ef þörf er talin á því.
3. Að greiðslubyrði umsækjanda
samkvæmt greiðslumati sé um-
fram greiðslugetu.
4. Að greiðslubyrði umsækjanda
eftir skuldbreytingu og/eða frest-
un á greiðslum rúmist innan
greiðslugetu.
Forsendur greiðslumats eru
rauntölur tekna, mánaðarlegar af-
borganir og vanskil. Við mat á
framfærslukostnaði heimilisins
eru lagðai’ til grundvallar viðmið-
unartölur Ráðgjafarstofu um fjár-
mál heimilanna ásamt öðnim
þekktum kostnaðarliðum.
Frestun eða
skuldbreytingarlán
Efni reglugerðarinnar kann að
reynast afar mikilvægt, s.s. vegna
breyttrar fjölskyldustöðu. Mörg
dæmi eru um að gnmnurinn fyrir
fjárhag heimilis hrynur við veik-
Frestun á greiðslu húsnæðislána ] (jp
í DAG EFTIR 3JA ÁRA FRYSTINGU
Eftirstöðvar 6.000.000 kr. Eftirstöðvar 7.300.000 kr. j
Afborqun á mán. 40.000 kr. (m.v. 5,1% vexti og 2,2% verðbólgu) Afborqun á mán. 54.000 kr.
(240 greiðslur/20 ár) (204 greiðslur/17 ár)
■ Forðist að safna vanskil-
um.
■ Leitið ykkur aðstoðar í
tima ef fyrirsjáanlegt er að
í óefni stefnir.
■ Farið sparlega með þessa
heimild.
■ Áður en þú tekur ákvörð-
un um frestun: Aflaðu þér
upplýsinga um áhrif frest-
unar greiðslna hver
greiðslubyrðin verður þegar
þú byrjar að greiða að nýju.
indi, fráfall maka eða skilnað.
Heimildir reglugerðarinnar eru
tvíþættar, þ.e. annars vegar geta
lántakendur fengið skuldbreyting-
arlán vegna þegar uppsafnaðra
vanskila og hins vegar geta þeir
fengið frestun á greiðslum. Heim-
ilt er að beita þessum úrræðum
saman. Skilmálar skuldbreytingar-
lána skulu vera þeir sömu og við-
komandi lána sem eru í vanskilum
nema að því er varðar lánstímann,
sem er allt að 15 ár eftir þörf
hverju sinni. Heimilt er að fresta
greiðslum af lánum í allt að 3 ár.
Þegar greiðslum af láni er frestað
bætast áfallnir vextir við höfuðstól
lánsins. Upprunalegur lánstími
helst óbreyttur.
Þess ber að geta að heimilt er að
fresta greiðslum afborgana þegar
greiðsluvandi er fyrirsjáanlegur.
Það er því ekki skilyrði að vanskil
hafi hlaðist upp. Ef þessi heimild
er veitt er afar mikilvægt að nota
tímann til að greiða upp önnur lán
og að falla ekki í þá freistni að taka
ný lán.
Reynslan sýnir að það þarf að
fara varlega í skuldbreytingar og
sérstaklega frestun á greiðslum
þeirra sem eru í verulegum vand-
ræðum. Alloft virðist einungis um
frestun á vandanum að ræða frek-
ar en að lausn finnist með slíkum
aðgerðum. í slíkum tilvikum er
frestun einungis til þess fallin að
auka vandann.
Hvað kostar þessi aðgerð? Hver
verður greiðslubyrði lána að þrem-
ur árum liðnum frá frestun
greiðslu? Það kann að vera freist-
andi að fá heimild til að fá frestun
greiðslna húsnæðislánanna. En
það kostar sitt. Afborganirnar
koma með enn meiri þunga.
Markmið þessarar fyrirgi’eiðslu
er að veita fólki aðstoð sem lendir
tímabundið í greiðsluvanda vegna
óvæntra eða ófyrirséðra atvika.
Heimildirnar taka ekki til
greiðsluvanda sem stafar af öðrum
ástæðum. I þeim tilvikum munu
fjármálastofnanir og Ráðgjafar-
stofa um fjármál heimilanna leitast
við að aðstoða skuldsetta og leysa
úr greiðsluvanda eftir því sem
kostur er.
Elín Signín Jónsdóttir, forstöðu-
maður Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna, skrifar reglulega pistla
á neytendasíðu.
Nýtt
Gróður-
mold
FARIÐ er að selja nýja gróð-
urmold sem heitir Græna
þruman. I fréttatilkynningu
frá Blómavali segir að gróður-
moldin
henti fyr-
ir stofu-
blóm og
sumar-
blóm. Á
bakhlið
pokans
eru leið-
beiningar
um um-
pottun.
Fram-
leiðsluaðili er sá sami og fram-
leiðir blómaáburðinn Grænu
þrumuna. Gróðurmoldin verð-
ur til sölu í flestum blómaversl-
unum og gróðrarstöðvum um
land allt. Dreifíngu annast
heildverslunin Brum.
Tannþráðar-
haldari
KOMINN er á markað svo:
kallaður tannþráðarhaldari. I
fréttatilkynningu frá Loga-
landi ehf. kemur fram að hann
sé með 35 metra rúllu af tann-
þræði inni í handfanginu.
Þráðurinn er þræddur í kvísl
fremst á tækinu og afgangur-
inn er skorinn frá með áföstu
hnífsblaði jafnóðum og tann:
þráðurinn er endurnýjaður. I
fréttatilkynningunni segir
ennfremur að tækið hafi hlotið
viðurkenningu bandarísku
samtakanna American Dental
Association. Það er Glide-
tannþráður sem er í handfangi
áhaldsins, en hann fæst einnig
í venjulegum 50 metra boxum
og í litlum málmdósum.
Kflóverð á ýsuflök-
um sjaldan hærra
VERÐ á ýsuflökum hefur sjaldan
verið jafn hátt og núna, en að sögn
Árna Ingvarssonar, innkaupastjóra
í Nýkaupi, ætti kflóið að vera selt á
um 1.100 krónur ef álagning
vinnsluaðila og smásala væri með
eðlilegum hætti. „Við höfum á hinn
bóginn tekið á það ráð að borga
með fiskinum og erum að selja kfló-
ið af ýsuflökum á 799 krónur.“
Árni segir að undanfarna daga
hafi kflóið af heilli ýsu verið selt á
280-300 krónur. „Það þýðir að hrá-
efnisverð á ýsuflökum miðað við
þetta innkaupsverð á ýsu er á bilinu
740-750 krónur á kíló. Þá er eftir
að taka með í reikninginn vinnu
vinnsluaðila, virðisaukaskatt og
álagningu smásalans. Ef það væri
með eðlilegum hætti væri verðið í
kringum 1.100 krónur." Árni segir
að þetta verð sé með því hæsta sem
hann hafi séð en hann segist binda
vonir við að verðið lækki aftur inn-
an tíðar. Ástæðan fyrir þessari
verðhækkun er mikil samkeppni á
fiskmörkuðum en Árni segir Ný-
kaup þurfa að keppa við útflytjend-
ur sem eru að kaupa ýsu fyrir
Bandaríkj amarkað.
Bandaríkjamenn vilja
besta fiskinn
„Við þurfum að útvega besta
fiskinn á markaðnum fyrir við-
skiptavin okkar í Bandaríkjunum
sem er Norch-coast fyrirtækið,“
segir Þórður Tómasson hjá
Sætoppi ehf.
„Þetta fyrirtæki kaupir alla þá
Heldur að
E-vítamm sé nóg ?
NATEN
- er nóg 1
1«
c
o
m
c
£
s
2
ýsu sem við getum útvegað en auk
þess eru fleiri fyrirtæki að útvega
Noreh-coast fisk héðan. Það er ekki
fjarri lagi að þeir séu að kaupa
15-20 tonn af ýsuflökum á viku.“
Þórður segir að verðið sé mjög
hátt núna eða allt að helmingi
hærra en venjulega. Hann segist
búast við að ýsan seljist á svipuðu
verði fram til 21. aprfl næstkom-
andi, en þá fellur hrygningarbannið
úr gildi.
25% lækkun
á agúrkum
í GÆR lækkaði verð á íslenskum
agúrkum um að meðaltali 25-30%.
Algengt kílóverð er tvö hundruð
og fimmtíu til þrjú hundruð krón-
ur og svo vh’ðist sem framboð af
íslenskum agúrkum sé nóg.
Þá er græn, íslensk paprika að
koma á markað þessa dagana og
að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá
Sölufélagi garðyi'kjumanna mun
framboð af íslenskum tómötum
aukast á næstu dögum. Þegar Kol-
beinn er spurður hvers vegna
tómatarnir séu nú seinna á ferð-
inni en venjulega segir hann
bændur vera farna að nota nýtt af-
brigði sem taki lengri tíma að ná
þroska. „Þessir tómatar eru jafn-
ari en áður og stærri."
Hálf vernd
á tómötum
Þai- sem íslensk tómatafram-
leiðsla annar enn ekki eftirspurn
segir Ólafur Friðriksson, deildar-
stjóri hjá landbúnaðarráðuneyt-
inu, að fullri vernd á tómatainn-
flutning hafi verið frestað. „Við
styðjumst við áætlanir um það
hvenær framboð er nægilega mik-
ið til að anna eftirspurn. Ef áætl-
unin stenst ekki er það leiðrétt og
það var gert við tómatana. Við er-
um ennþá með hálfa vernd sem er
15% magntollur og 99 krónur á
hvert kíló af innfluttum tómötum.
Hinn 5. apríl átti verndin að
hækka en við ákváðum að fram-
lengja hálfu vemdina fram til 19.
apríl.