Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐA
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 55 ^
Veggjatítlur
á landsbyggðinni
FYRIR nolckru var
mikið fjallað um það í
fréttum að fjölskylda í
Hafnarfirði missti hús
sitt og nánast allt innbú
sökum þess að veggja-
títlur höfðu eyðilagt
húsnæðið, enda mun
vera útilokað að losna
við þennan sjaldgæfa
vágest. Fólkið sem lenti
í þessu óláni á alla mína
samúð, enda hef ég lagt
mitt af mörkum í þá
söfnun sem hafin er til
þess að aðstoða fjöl-
skylduna við að eignast
þak yfir höfuðið. Þegar
vinur minn heyrði þetta
þá datt honum í hug athyglisverð
samlíking sem stjórnarherrar þessa
lands hefðu gott af því að heyra.
Pólitískar títlur
Undanfarin ár hafa margir íbúar
landsbyggðarinnar nefnilega horft
upp á húseignir sínar eyðast upp
og verða nánast verðlausar vegna
aðgerðarleysis þeirrar ríkisstjórn-
ar sem nú situr. Veggjatítlurnar á
landsbyggðinni eru í gervi Davíðs
Oddssonar og Hall-
dórs Asgrímssonar
sem hafa farið eins og
stormsveipur um
byggðir landsins og
rýrt eigur þeirra sem
þar búa. Með aðgerð-
arleysi í byggða- og
sjávarútvegsmálum
hefur íbúðaverð á
landsbyggðinni hríð-
fallið og fólk má al-
mennt teljast heppið
ef húsin seljast á ann-
að borð. Líkt og með
veggjatítlutilfellið í
Hafnarfriði þá eru
ekki til neinar trygg-
ingar sem verja okkur
fyrir því tjóni og þeim ógöngum
sem hljótast af ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks.
Ef til vill væri ráðlegt að stofna
nýjan sjóð sem bætir tjón af völd-
um pólitíski’a veggjatítlna?
A því kjörtímabili sem nú er að
ljúka hafa tæplega 8.000 manns
flutt af landsbyggðinni á höfuð-
borgarsvæðið. Þannig er ekki nóg
að „íhaldsframsóknarplágan" hafi
gert húseignir verðlausar heldur
þarf fólk að yfirgefa átthaga sína
sem það hefur e.t.v. haldið tryggð
við frá fæðingu. Vegna skorts á
skynsamlegri atvinnupólitík og
gölluðu fiskveiðistjónunarkerfi hef-
ur fólk neyðst til að yfirgefa hús-
eignir sem enginn vill kaupa.
Dæmi eru um að fólk hafí neyðst til
að lána húseignir sínar, gegn þeirri
einu greiðslu að viðkomandi greiði
rafmagn og hita.
Þjóðarvandi
Nú er mál að linni, enda hafa ein-
staka sveitarstjórnarmenn á höfuð-
borgarsvæðinu gefið það í skyn að
straumurinn af landsbyggðinni sé of
mikill. Borgaryfirvöld í Reykjavík
hafa á margan hátt verið málefna-
leg og viðurkennt að þessir gífur-
legu fólksflutningar séu óeðlilegii',
enda hafa skapast ýmis vandamál
varðandi þjónustu við þetta fólk og
talið er að hver einstaklingur sem
flytur í borgina kosti um 3-5 millj-
ónir á ári. Þar komum við einnig að
því að veggjatítlurnar hafa heldur
ekki þyi-mt opinberum stofnunum,
skólum og fyrirtækjum sem grotna
niður í dreifbýlinu og fá ekki annað
hlutverk en að verða leiktjöld í blóð-
Krislján L.
Möller
Eignarýrnun
Margír íbúar
landsbyggðarinnar
hafa horft upp á
húseignir sínar eyðast
upp, segir Kristján
L. Möller, og verða
nánast verðlausar
vegna aðgerðarleysis
þeirrar ríkisstjórnar
sem nú situr.
rauðum sólarlagskvikmyndum
framtíðarinnar. Þetta er því ekki
landsbyggðarvandi heldur þjóðar-
vandi. A Norðurlandi vestra hefur
atvinnuleysi lengi verið meira en í
öðrum landshlutum. Ríkisstjómar-
flokkarnir gorta nú að því að hafa
efnt kosningaloforð sín frá síðustu
kosningum. En þrátt fyrir svokallað
góðæri þá hefur ekkert verið gert í
því að minnka atvinnuleysi í kjör-
dæmi félagsmálaráðherra, Páls Pét-
urssonar. Þetta hefur einnig þrýst á
flóttann af landsbyggðinni og fitað
hinar pólitísku veggjatítlur, sem
rýra fasteignaverð í strjálbýlinu.
Trygg atvinna er auðvitað forsenda
fyrir byggð.
Mótefni
Ég sat, ásamt góðum mönnum, í
svokallaðri byggðanefnd sem ný-
lega skilaði tillögum sem ætlað er
að bæta ástandið á landsbyggð-
inni. Hér er um að ræða bráðaað-
gerðir til þess að taka á þeim ^
mikla vanda sem brýnast er að
leysa sem fyrst. Þær eru mjög í
anda þess sem Samfylking jafnað-
armanna hefur boðað og unnið út
frá undanfarna mánuði. Við höfum
bent á úrræði eins og það að
lækka húshitunarkostnað á
svokölluðum dýrum svæðum til
jafns við það sem gerist að meðal-
tali á landinu. Einnig höfum við
bent á leiðir eins og jöfnun náms-
kostnaðar og lækkun á endur-
greiðslu námslána. Einnig höfum
við bent á nauðsyn þess að bæta ^
samgöngur, m.a. til þess að auð-
velda fólki í strjálbýli að sækja at-
vinnu um lengri veg.
Það er nauðsynlegt að benda á
það að lokum að veggjatítlufarald-
urinn í dreifbýlinu er ekki bara
vandamál landsbyggðarinnar held-
ur vandamál þjóðarinnar allrar. Það
hefur verið sýnt fram á að það er
þjóðhagslega hagkvæmt að halda
öllu landinu í byggð og við búum við
þá staðreynd að vel rekin fyrirtæki
hringinn í kringum landið draga
drjúga björg í ríkisbúið sem lands-
menn allir njóta góðs af. Verum
minnug þess að þjóðarauður og stór
hluti útflutningstekna okkar verða
ekki til í stórmörkuðunum í Reykja-
vík heldur í hinum dreifðu byggðum
landsins.
Höfundur skipar fyrsta sæti Sam-
fylkingar á Nordurlandi vcstra.
Kosningaloforð og
glansmyndabæklingar
eru þegar farnir að
stífla bréfalúgur lands-
manna. Lofað er að
bæta kjör aldraðra og
öryrkja, kennara og
bama. Byggð í landinu
skal efld, raforkuverð
til landsmanna jafnað
og ylrækt veittur auk-
inn afsláttar. Vextir
skulu lækkaðir og
grunnskólinn einset-
inn. Nú skulu allir
njóta góðærisins,
bændur og búalið, sjó-
farendur og verka-
menn. Svo er að skilja
að Island verði öllu byggilegra að
loknum kosningum ef allir þeir
sem í framboði eru ná kjöri.
Vissulega má spyrja sig hvers
vegna öllu þessu hefur ekki verið
Stjórnmál
Svo er að skilja, segir
Ragnar A. Þórsson,
-----7----
að Island verði öllu
byggilegra að loknum
ætla að gera og hvað
það má kosta. Allir eru
sammmála um að nið-
urskurður á sviði heil-
brigðis- og félagsmála
hefur valdið fátækt
meðal þeirra verst
settu og núverandi
stjórnarflokkar hefðu
haldið uppteknum
hætti ef ekki hefði
komið til svo harka-
legra mótmæla þeirra
sem sendir hafa verið
út á guð og gaddinn á
liðnum tveim kjör-
tímabilum.
Þeir sem ætla sér að
bæta úr brýnustu þörf-
um þeirra sem minnst mega sín og
auka jöfnuð í samfélaginu verða að
svara því hvernig á að fjármagna
slíkar aðgerðir. Erum við reiðubú-
in til að skattleggja gi-óða fyrir-
tækja? Getum við sparað í utanrík-
isþjónustunni? Má spara í risnu-
kostnaði? Er hægt að bæta aðstöðu
fólks án þess að skera niður hjá
öðrum? Viljum við tryggja félags-
lega þjónustu með lögum og standa
undir þeim kostnaði sem því fylgir?
Svörin við þessum spumingum
er ekki að finna hjá frambjóðend-
um, heldur kjósendum. Það þjónar
engum tilgangi að biðja stjórn-
málamenn um allt fyrir ekkert.
Þeir era engir galdrakarlar.
Stjómmálaflokkamir móta sér
stefnu sem fellur vel í kramið hjá
kjósendum en verk þeirra era eina
viðmiðunin sem almenningur hef-
ur. Með hliðsjón af meðferð Sjálf-
stæðisffokksins, Framsóknai'-
flokksins og Alþýðuflokksins á vel-
ferðarkerfinu má ætla að þar sé lít-
illa breytinga að vænta. Skattaaf-
slættir til verðbréfabraskara,
einkavinavæðing og aukin risna,
hlunnindi, fríðindi og bitlingar era
líklegri til að verða ofaná hér eftir
sem hingað til.
Kjósendur geta ekki kallað
fram hugai-farsbreytingu hjá
þessum stjórnmálaflokkum, þeir
geta einungis kennt þeim lexíu
sem veitir þeim aðhald. Sá stjórn-
málaflokkur sem nú þarf styrk til
að koma nýjum áherslum að á Al-
þingi Islendinga er Vinstrihreyf-
ingin - Grænt framboð. Aukið
fylgi Vinstrihreyfingarinnar þýðir
meira réttlæti í þjóðféiaginu. Það
vita hinir flokkarnir og þessvegna
láta þeir nú í veðri vaka sem þeir
vilji auka félagslega þjónustu.
Þeir óttast fátt eins mikið og að
þurfa að standa við loforðin. Verði
Vinstrihreyfingin sigursæl í kom-
andi kosningum aukast líkurnar á
myndun vinstristjórnar. Þá kynnu
ýmsir að þurfa að standa við gefin
loforð.
Höfundur starfar v/ð ferðaþjónustu.
Að lofa
öllu fögru
Ragnar
A. Þórsson
kosningum ef allir
þeir sem í framboði
eru ná kjöri.
hrint í framkvæmd áður. Svarið
kann að felast í því að félagslegar
umbætur kosta peninga og þeirra
er aflað með sköttum. Aukin skatt-
byrði er ekki til vinsælda fallin og
því má ætla að fá loforð verði efnd,
nema ef vera kynni með niður-
skurði á öðram sviðum. Ef þeir
sem mest hafa eru ekki reiðubúnir
að láta meira af hendi rakna er
ekki um annað að ræða en að taka
erlend lán og auka skuldir ríkisins
sem aftur kemur niður á kaup-
mætti allra þótt síðar verði. En
hvað er til ráða?
Það sem kjósendur eiga rétt á að
vita er hvað stjórnmálaflokkarnir
Sum stefnumót breyta öllu
Hringdu
Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332
freemwiz
Vor- og sumarlistinn 1999
er kominn út!
565 3900
Islands
5. útdráttur afsex
Taktufram flugáætlun okkar, sem þúfékkst með Morgunblaðinu
6. desember, og kannaðu hvort númerið á henni er meðal
lukkunúmera mánaðarins.
Lukkunúmet • aprílmánaðar eru: |
2.628 25.713 32.228
12.873 27.237 44.523
Við óskum vinningshöfum til hamingju og óskum þeim góðrar ferðar.
Hver vinningur felur í sérferðfyrir tvo.fram og til baka, til hvaða
áfangastaðar Flugfélags íslands sem er - innanlands.
Vinninga skal vitjað í síma 570 3600.
Næst verður dregið í byrjun maí
FLUGFELAG ISLANDS
- fyrir fólk eins og þig