Morgunblaðið - 10.04.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 65r -
I DAG
BRIDS
Um.v.júii (iii<1 inuiii!iir
Páll Arnarson
í SJÖUNDU umferð
MasterCard mótsins voru
spilaðir fjórir spaðar á öll-
um borðum, en með mis-
jöfnum árangri:
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
A 7543
y 85
♦ ÁKG842
*8
Vestur Austur
* D A KG10
VÁD932 V G7
* D9 ♦ 10653
* K10972 * D654
Suður
* Á9862
V K1064
♦ 7
* ÁG3
Eftir pass austurs vakti
suður á spaða og nú sögðu
vesturspilararnir ýmist tvö
hjörtu eða sýndu tvflita
hönd með tveimur spöðum
eða skyldri sögn. Norður
fór síðan í fjóra spaða.
Spilið tapaðist á sjö
borðum, en vannst á þrem-
ur. Þeir sagnhafar sem
fóru niður fengu út lauf og
spilaðu strax spaðaás og
meiri spaða í þeirri von að
iiturinn félli 2-2. Austur
komst þá inn til að senda
hjarta í gegnum kónginn.
Hinir sem unnu spilið
fóru nokkuð ólíkt að. Örn
Arnþórsson fékk út
tíguldrottningu eftir tvílita
innákomu vesturs. Hann
drap með ás og spilaði
spaða úr borði og dúkkaði
yfir á drottningu vesturs.
Nú er fátt um varnir. Ef
vestur spilar til dæmis
laufi, tekur sagnhafi með
ás og leggur niður tromp-
ás. Síðan stingur hann lauf
og hendir tveimur hjörtum
niður í KG í tígli. Trompar
svo tíguiinn frían, stingur
lauf og hendir hjarta ofan í
tígul. Vörnin fær þá aðeins
einn hjartaslag.
Ólafur Lárusson fékk út
spaðadrottningu, einnig
eftir Michaels tvo spaða
vesturs. Hann drap með ás
og fór strax í tígulinn, þess
fullviss að spaðinn væri 3-
1. Það gaf honum tíu slagi.
Gísli Steingrímsson var
þriðji sagnhafinn sem vann
geimið og hann fékk einnig
út spaðadrottningu og spil-
aði eins og Ólafur.
Ast er„
að gefa henni
4 blaða smárann.
Arnað heilla
/j?/~VÁRA afmæli. í dag
wlaugardaginn 10. apríl
verður sextugm- Hilmar
Helgason, bifreiðastjóri,
Kögurseli 50, Reykjavík.
Eiginkona hans er Erla
Sverrisdóttir og taka þau á
móti ættingjum og vinum í
félagsheimili Vals að Hlíðar-
enda milli kl. 17 og 20 á af-
mælisdaginn.
pT /VÁRA afmæli. Á
OV/morgun sunnudag-
inn 11. apríl verður fimm-
tugur Magnús Baidurs-
son, skólafulltrúi í Hafn-
arfirði, Garðavegi 15.
Sambýliskona hans er
Kristín Sif Sigurðardóttir,
aðstoðarmaður fram-
kvæmdastjóra. Þau taka á
móti gestum í dag, laugar-
dag milli kl. 17 og 19 í
veislusal Skútunnar að
Hólshrauni 3, Hafnarfirði.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Ásdís
ÞESSAR hressu stelpur héldu tombólu um daginn og vilja
gefa Rauða krossinum ágóðann sem var 1.985 kr. Þær heita
Agnes Ólöf Pétursdóttir, Guðrún Helga Guðmundsdóttir og
Anna Lilja Elvarsdóttir.
SKAK
IJinsjón Margeir
l’étursxon
Staðan kom upp á stórmót-
inu í Linares á Spáni um
daginn. Ungverjinn Peter
Leko (2.690) var með hvítt,
en Indverjinn Vyswanathan
Anand (2.780) hafði
svart og átti leik. Leko
var að leika 36.
Hgl-fl?? En aldrei
þessu vant láðist Ind-
verjanum eldsnögga
að notfæra sér mistök
andstæðingsins. Lokin
urðu: 36. - Hxfl? 37.
Kxfl - Hd3 38. Rf2 -
He3 39. Bb2 - Hb3 40.
Bc3 - Kd7 41. Rdl -
Rd4 42. Bxd4 - cxd4
43. Hxd4+ - Ke6 44.
Hxh4 - Kxe5 og samið
jafntefli.
Leikurinn sem báðum yf-
irsást var 36. - Hd4!! og
hvítur á ekkert skáiTa en
37. Bxd4 - Hxe4+ 38. Kd3 -
Hxd4+ 39. Hxd4 - cxd4 40.
Hbl - a5 41. Hb8+ - Kd7
42. Hb7+ - Kc6 43. Hxf7 -
Kd5 og það verður að teljast
ólíklegt að hvítur geti varist
í endataflinu með hrók á
móti tveimur léttum mönn-
SVARTUR á leik
HOGNI HREKKVISI
STJÖRJVUSPA
p f t i p Pnniifls Ik ríi kC
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert vinur vina þinna en
þarft engu að síður að læra
eitt og annað um þolinmæði
og samvinnu.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Til þín er leitað með forustu í
ákveðnu máli. Taktu hana að
þér þótt það kunni að kosta
nokkurn tíma því það verður
þér bæði til gagns og gleði.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það getur reynst þér erfitt að
velja úr þá sem þú vilt helst
vinna með en gefðu þér til
þess góðan tíma því mikið
ríður á samheldni ykkar.
Tvíburar _ ^
(21. maí - 20. júní) AA
Skoðanir sem þú hefur lengi
haldið fram fá nú allt í einu
hljómgrunn víðar en þig hafði
nokkurn tíma órað fyrir.
Þessu fylgja skemmtileg
kynni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér finnst athygli annarra
óþægileg og allt að því kæf-
andi. Þú þarft að ná þínu oln-
bogarými svo þú getir um
frjálst höfuð strokið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að athuga vel hvern-
ig þú setur hlutina fram því
það skiptir sköpum að allir
skilji hvert þú ert að fara
annars gengur ekkert upp.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)'
Það er úr vöndu að ráða þeg-
ar staðið er frammi fyrir
mörgum möguleikum en láttu
ekki hugfallast heldur veldu
framhaldið í rólegheitum.
(23. sept. - 22. október) 4i ö
Það er ákaflega gefandi að
eiga sálufélaga sem skilur þig
og þekkir allar þínar þarfir.
Um leið og þú nýtur þessa þá
mundu að slík vinátta verður
að vera gagnkvæm.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Búðu þig undir óvænt tíðindi
því það er betra að vera við-
búinn en verða fyrir áfalli. Þá
verður líka eftirleikurinn
auðveldari.
~þt/i rníSur, !//$• gerum c&eins is/3' ut/endci
fiötáoblto.-"
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. desember) Ik?
Það getur verið gaman að
láta gamminn geysa um allt
milli himins og jarðar en
mundu að viðmælandi þinn
kann líka að hafa margt
skemmtilegt fram að færa.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) <mm!
Grunnurinn þarf að vera góð-
ur til þess að það sem á hon-
um rís sé til frambúðar.
Gefðu þér því nægan tíma til
að undirbúa hlutina.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þér finnst einhvernveginn
eins og þú náir ekki til fólks
og ættir því að endurskoða
með hvaða hætti þú talar til
þess. Finndu svo aðra heppi-
íegri framsetningu.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þér líður eins og þú hafir orð-
ið undir valtara en átt nú
samt erfitt með að sjá hvað
olli því. En þú þarft bara að
takast á við vandann með
hetjulund.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
YOGASTOÐ VESTURBÆJAR
í HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS
YOGA • YOGA • YOGA
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:15
Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og 19:00
Leiðbeinandi: ANNA BJÖRNSDÓTTIR, yogakennari
Innritun og upplýsingar i síma 561 0207
AfkaMIÓÉn burt!
Nú fer hver að verða síðastur...
Skráningu er að Ijúka í átakshópinn
„Bætt herilsa - betra lif“
S k r á nin g í s í m a 8 6 2 8 4 1 6
Verslunin Sófalist er flutt
á Laugaveg 92.
Glæsilegar yfirbreiðslur á sófa.
10% afsláttur á löngum laugardegi.
Laugavegi 92, sími 551 7111.
NlýjXK VÖKUK
STUTTKkPUK
PKIUQKK ÚLPU
KA\CKOKk?UK
HKTTKK 1
Opið laugardaga
frá kl. 10-16
Mörkinni 6,
Þó þú farir í
stuttermaskyrtu þarftu
ekki endilega að fara
til Afríku
Elkhorn skyrta
Létt og vönduð skyrta úr 100% bómull, þægileg í sveitina,
smart í frítímanum. Kr. 4.490,-
^CoIumbia
Sportsw ear Company»
Skeifunni 1 9 - S. 568 1 71 7
Opið til kl. 16:00 í dag